Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2004, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2004, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 15. JÚLÍ2004 Fréttir DV Kvartað und- an hundaskít íbúar á ísafirði hafa að undanfömu kvartað sáran yfir því að hundaeigendur í bænum hreinsi ekki stykkin upp eftir hundana sína. Hundahald er með öllu bannað á ísafirði. Hægt er að fá undanþágu frá bæjar- stjórn til hundahalds með ákveðnum skilyrðum og þarf fólk þá að greiða ákveðin skráningargjöld. Hundum hefur mjög íjölgað í bænum og skíta margir óskráöir hundar án þess að þrifið sé upp eftir þá. Rústuðu bekknum Ljót sjón blasti við á fótboltaveUinum í Kefla- vík þegar starfsmenn mætti þar til vinnu í gærmorgun. Glænýtt varamannaskýli hafði verið lagt í rúst og brotin iágu á víð og dreif aUt um kring. Þegar ljós- myndari Vikurfrétta kom á vettvang hafi skýlinu verið tjaslað saman en þó sá stórlega á því. Ljóst er að einhvetjir hafa gert sér að leik að skemma skýlið og verður eflaust dýrt að gera við það. Vík- urfréttir greina frá þessu. Ingólfur bloggar Ingólfur Margeirsson hefur blásið lífi í heimasíðu sín ingo.is. í nýjustu grein hans talar hann um listfengna stjórnmála- menn eins og Adolf Hitler sem skrifaði Mein Kampf, Winston ChurchiU sem gerði upp við seinni heimsstyrjöldina í eigin bók og Davíð Oddsson. „Kannski er von á íslands- sögu 20. aldar eftir Davíð," segir Ingólfur og tekur fram að eins og Saddam fái litla útgáfu á bókum sínum í dag gæti Davíð þurft að hverfa af jólabókamarkaðn- um eftir 15. september. Eygló Lilja Granz, bankastarfsmaður á Selfossi Landsíminn „Hérer blómlegt og mikiö aö gera og gott að vera. Fólk flykkist I bæinn og það er verið að byggja úti um allt. Það er Ifka mikil trafffk í kringum sumarbú- staðafólkog aðra sem fara hérl gegn. Sumar á Selfossi- dagurinn var hér um daginn og Bylgjulestin veröur hér um aðra helgi. Það verðurýmis- legt skemmtiiegt í kringum það. Sjáifer ég aðallega aö blöa eftir að komast f sumar- frí. Það hefst nú ekki fyrr en um verslunarmannahelgina. Þá ætla ég að fara á Vaðnes- hátfðina og verð hjá kunn- ingjafólki sem á sumarbústað þar í Grímsnesinu. Sfðan ætla ég að skjótast f september til Tyrklands I sólarferð." Nágrannar fiskverkunarinnar Laugafisks á Akranesi hafa kært fiskifýluna til lög- reglu. Einn nágranninn fór með fiskhaus á bæjarskrifstofuna til að kynna yfirvöld- um vandann. Harpa Hannesdóttir nágranni segist vera á síðasta snúningi. * ■ ...a' ■ -.............‘ -*» ■ - ■■•- ■ '■••■ -■ -■-, „ .. ■ ■ ' í : 7 ; Harpa Hannesdóttir,,/Wss- um vindáttum hér er þetta hreint viðbjóðslegt." Harpa er hér til vinstri á myndinni ásamt . ■ tveimur öðrum nágrönnum Laugafisk. DV myndir Róbert J JJ íbúar við Vesturgötuna og Breiðuna á Akranesi kvarta sáran undan mikilli dlykt sem fylgir starfsemi fískverkunarinnar Laugafisks í bænum en þar eru þurrkaðir fiskhausar. Undirskriftasöínun og ítrekaðar beiðnir og kæmr til bæjaryfirvalda, heilbrigðiseftirlits og lögreglu hafa eng- an árangur borið. Einn af nágrönn- unum, Harpa Hannesdóttir, segir að hún og aðrir sem búa nálægt Laugafiski séu á síðasta snúningi. „Við emm að verða geðveik vegna ólyktarinnar," segir Harpa. „í vissum vindáttum hér er þetta hreint við- bjóðslegt." Gísli Gíslason bæjarstjóri segir að kvartanir íbúanna séu skiljan- legar og verið sé að finna leiðir og lausnir á þessu vandamáli. Fiskverkunin Laugafiskur fluttist til Akraness frá Sandgerði fyrir um ári Gfsli Gfslason „Það á aö vera hægt að koma f veg fyrir mestafólyktinni." síðan og telur Harpa að verkunin hafi verið hrakin frá Sandgerði vegna lykt- arinnar. „Fljótlega eftir að þeir hófu starfsemina hér byrjaði ólyktin að gera út af við alla í nágrenninu, sérstaklega í sunnanáttinni," segir Harpa. „Eg safnaði undirskriftum gegn þessari starfsemi og við höfum endalaust kv- artað til heilbrigðisyfirvalda og bæjar- stjórnar og nú síðast höfum við kært málið til lögreglunnar en án árang- urs.“ Fór með haus á bæjarskrifstof- una Harpa segir að einn af nágrönnun- um hafi farið að Laugafiski dag einn þegar lyktin var sem óbærilegust. Fyrir utan verkunina var opinn gámur með ýmsu gumsi í og tók viðkomandi einn haus úr gámnum og fór með hann á bæjarskrifstofuna svo forráðamenn þar gætu kynnt sér vandamálið af eigin Laugafiskur Mikil ólykt fylgir starfseminni og hafa nágrannar nú fengið nóg. raun. En hann fékk ekki viðtal. Og við- brögð heilbrigðiseftirlitsins telur Harpa vera kyndug því þar fengu nágrannam- ir þau svör að hvort sem um væri að ræða hausaþurrkun eða súkkulaði- framleiðslu væri eðlilegt að einhver lykt fylgdi starfseminni. Settu upp lofthreinsibúnað Gísli Gíslason bæjarstjóri segir að forráðamenn Laugafisks hafi reynt að vinna bug á þessari lykt með því að verja töluverðum fjárhæðum í upp- setningu á auknum lofthreinsibúnaði. Sá búnaður hafi þó aldrei virkað sem skyldi. „Þetta mál snýr beint að heil- brigðiseftirlitinu og við höfum nú ákveðið að senda Laugafiski formlegt erindi sem er ítarlegra en fyrri kvartan- ir okkar og vísum þar málinu til heil- brigðisnefndar Vesturlands sem tækla mun þetta vandamál," segir Gísli. „Það á að vera hægt að koma í veg fyrir mest af ólyktinni og til samanburðar má geta þess að við erum með loðnubræðslu næstum því í miðjum bænum án þess að vandræði hafi komið upp vegna ólyktar." Persónuvernd hugar að Guðmundi góða Guömundur Jón Sigurös- son Kærði flassarann. Enn er leitað að kennitöluflassaranum Persónuvernd hefur enn ekki tek- ist að varpa ljósi á það hver er að baki nafninu Guðmundur góði á spjallþræðinum malefnin.com. Guðmundur góði varð uppvís að því að birta á þræðinum nöfri, kennitöl- ur og heimilisföng þriggja alnafna sem allir heita Guðmundur Jón Sig- urðsson. Þetta gerði hann í því skyni að sýna fram á að lesendabréf í DV væri ekki ritað af Guðmundi Jóni Sigurðssyni heldur hefði blaðið logið upp höfundinum. Auk þess að birta kennitölurnar lýsti Guðmundur góði því á vefnum að hann hefði hringt í alnafnana þrjá f sem þrættu fyrir bréfið. Einn þremenninganna, Guð- mundur Jón Sig- urðsson, hefur fúslega gengist við lesendabréf- inu sem ijallaði um óhróður á spjallþræði málefna. Hann óskaði jafnframt eftir rann- sókn Persónuverndar vegna kennitöluflassarans. Stefán Helgi Kristinsson hefur fengið erindi frá Per- sónuvemd varðandi málið. Hann sagði við DV á sínum tíma að hann myndi Uð- sinna yfirvöldum í hví- vetna vegna leitarinnar að kennitöluflassaranum. Nú er hann varkárari í yfirlýsingum. „Ég er að svara bréfinu og mun ekki ræða málið frekar að sinni," sagði Stefán Helgi Kristinsson í gær. Hann vildi ekkert tjá ; um það hvort hann hefði hjálpað yfir- völdum við að rekja slóð flassarans. sig Þúsundir vilja McCartney í augnablikinu hafa 3742 skráð nafn sitt undir áskomn um að Paul McCartney komi til ís- lands og haldi tónleika. „Ef að nægilega margar undirskriftir safnast mun ég senda þetta til gítar- leikaransí hljómsveit Pauls sem aað ég hef verið í sambandi við undanfarið í gegn um tölvupóst, mjög indæll náungi," segir maður sem kallar sig Brynjar og stendur fyrir und- irskriftarsöfnuninni á slóöinni PetitionOnline.com/bitl04/. „Gerið það fyrir mig að skrifa undir," segir Brynjar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.