Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2004, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2004, Blaðsíða 11
DV Fréttir FIMMTUDAGUR 15. JÚU2004 11 Veltur á allsherjarnefnd hvernig mál þróast Guðni Ágústsson, landbúnað- arráðherra og varaformaður Fram- sóknarflokksins, vill engu spá um það hvemig ágreiningi stjómar- flokkanna í fjölmiðlamálinu lykti. Hann vill bíða eftir niðurstöðu allsherjarnefhdar. „Allsherjamefnd verður auðvit- að að klára sitt starf og yfirheyra prófessora, lögmenn og viðmæl- endur alla. Fyrr er engu hægt að spá |um hvemíg mál þróast eða hvort þau þróast á * annan veg,“ segir Guðni. Hann vill ekki geramikið úrólg- unni innan Fram- . sókn- flokksins sem fer stigvaxandi. „Báðir flokkar vinna af heilindum að lausn mála," segir Guðni. Guðni og aðrir forystumenn flokksins hafa verið harðlega gagnrýndir fyrir að mæta ekki á félagsfund hjá Framsóknar- félagi Reykjavíkur suður. Guðni segir þá gagnrýni ómaklega og vísar til þess að HalldórÁsgrímsson haf! verið við dánar- beð móður sinnar. „Fjarvera Halldórs seinustu dagana á sér skýringar sem allir hljóta að skilja. Þarna var um að ræða félagsfund sem boðað var til með stuttum fyrirvara. Ég var búinn að lofa mér annað en Jónína Bjartmarz, þingmaður kjördæmisins mætti ásamt Eiríki Tómassyni sem flutti sitt fræðilega erindi," segir Guðni. Hann segist ekki vUja taka afstöðu til álits Eiríks sem Davíð Oddsson forsætis- ráðherra gerði lítið úr. „Ég hef miklar mætur á Eiríki Tómassyni en vil skoða máhð í heild sinni," segir Guðni. arnir tóku það með í reikninginn að Ólafur Ragnar myndi ekki skrifa und- ir nýju lögin. Sjálfstæðismenn ætluðu að nota það sem vopn í bar- áttu sinni við forsetann Ólaf Ragnar sem forystumenn flokksins bera litla virðingu fyrir. Þeir segja að skrifi hann ekki undir lögin sé ljóst að ekki sé hægt að stjóma landinu þar sem forsetinn hafi ákveðið að taka sér völdin í þjóðfélaginu í hendur. Sjálf- stæðismenn hafa verið tilbúnir að láta reyna á þessa stjórnkerfis- kreppu. Vilja fara varlega með stjórnarskrá Mörgum ffamsóknarmönn- um er illa við að styðja mál þar sem mikill vafi leikur á að stjómarskránni sé fylgt. Þeir segjast vilja láta stjómarskrána njóta vafans og fara varlega ef vafi leikur á um hvort leið ríkis- stjómarinnar standist stjórnars- krána. Kristinn H. Gunnarsson ai- þingismaður hefur krafist mið- stjómarfundar í Framsóknarflokkn- um og segir að það Uggi við uppreisn í flokknum. Menn merkja titringinn milli flokkanna víða. Átökin um álit Eiríks Tómassonar og viðbrögð Davíðs Oddssonar og Jóns Steinars Gunnlaugs- sonar hafa reitt framsólcnarmenn til reiði. Sjálfstæð- ismenn beina reiði sinni að Ólafi Ragnari Grímssyni. Það fer ómælt í taugarnar á mörg- um framsóknarmönnum hvemig Davíð Oddsson og hans nánustu ráð- gjafar tala um Eirík Tómasson. Hann hefur um árabil verið sá sem hefur gefið flokknum og forystu hans ráð í vandasömum málum. Flokksmaður sem DV ræddi við seg- þess að staðan hafi breyst í ljósi þeirra lögfræðiáhta sem hafa verið lögð fyrir allsherjamefhd. Hann hefur áður lýst því yfir að hann vilji fara varlega í umgengni við stjómarskrána. Til við- bótar við annasama tíð í pólitíkinni hefur hugur Halldórs verið hjá fjöl- skyldu sinni upp á síðlcastið þar sem hann var við dánarbeð móður sinnar sem lést í gær. Rýfur Davíð þing? önnur leið úr stöðunni er að Dav- íð rjúfi þing og boði til kosninga. Það gemr hann ekki gert án þess að Ólaf- ur Ragnar Grímsson undirriti þing- rofið. Sjái forsetinn starfhæfa ríkis- stjórn í kortunum, getur hann úthlut- að nýju stjórnarmyndunarumboði. Gerist það, er ljóst að ekki Jilýnar sambúð forseta og forsætisráðherra. Fallist Ólafur á þingrof verður boðað til kosninga. Þessu em þingmenn í öllum flokknm að velta fyrir sér þessa dagana. í stöðumati dagsins í dag er talað um að kosningar séu verri kostur fyr- ir framsóknarmenn en sjálfstæðis- menn en það er ekki óumdeilt. Sum- ir telja að Davíð muni beita þessu vopni fremur en að leyfa ffamsókn- armönnum að eyðileggja fyrir sér fjölmiðlamálið. Sumir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lengi haft horn í síðu Framsólcnarflokksins og ir flokksmenn taka mikið mark á Ei- ríki. Sem dæmi um spennuna milli flokkanna er nefnt að í hádegisfrétt- um útvarpsins í gær lýsti Magnús Stefánsson þingmaður Framsóknar- flokJcsins og formaður fjárlaganefnd- ar Alþingis yfir ánægju með skýrslu Ríkisendurskoðunar um ríkisfjármál sem Geir H. Haarde fjármálaráðherra hafði gagnrýnt harkalega. Þá er enn rætt um deilurnar milli flokkanna um tilhögun þjóðaratkvæðagreiðslu. Vilja draga frumvarpið til baka Framsóknarmenn nefiia nú hver af öðrum að leiðin út úr ógöngunum sé að draga nýja fjölmiðlafrumvarpið til baka og skipta því í tvennt. Á sum- arþinginu verði samþykkt að fella gamla fj ölmiðlafrumvarpið úr gildi og nýtt fjölmiðlafrumvarp verði síðan lagt fram í víðtækari sátt en það sem nú liggur ffammi. Framsóknarmenn segja að til þess að þetta geti orðið þurfi ekki að breyta mjög miklu í lög- unum. Vafasamt er að telja að forystu- menn Sjálfstæðisflokksins fallist á að fara þessa leið. Ekki er gert ráð fyrir þingfimdi fyrr en eftir helgi en Halldór og Davíð þurfa brátt að ræða breytingar á stöðu mála. Bent er á að Halldór geti vís- að til langar það helst að slíta stjómarsam- starfinu. Þeir hafa hingað til verið í miklum minnihluta í þingflokknum. Þó er ljóst að HalldórÁsgrímsson fær að finna fyrir því frá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins ef hann verður forsætisráðherra 15. september, eins og samið hefur verið um. Össur á hliðarlínunni Á hliðarlínunni bíður össur Skarphéðinsson formaður Sam- fylkingarinnar sem fullyrt er að gæti vel hugsað sér að komast í rík- isstjóm með Halldóri og Stein- grími Joð. Það myndi koma sér vel í baráttunni við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur um formannssætið sem boðuð hefur verið á næsta ári að Össur komi til þeirrar baráttu sem lykilráðherra í ríkisstjórn. Stuðningsmenn Össurar líta þannig á að loforð hans um að Ingibjörg Sólrún væri forsætisráð- herraefni flokksins, sé komið fram yfir síðasta söludag og tefla honum fram sem skilyrðislausum forystu- manni. Því sé það út úr myndinni að Ingibjörg Sólrún verði forsætis- ráðherra í ríkisstjórn sem vinstri- flokkunum tækist hugsanlega að mynda með Framsóknarflokknum. Hvað gerist eftir kosningar, er hins vegar allt óljóst. Þá em margar leiðir opnar. kgb@dv.is Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins Bent er á að Halldór geti vísað tilþess að staðan hafi breyst í Ijósi þeirra lögfræðiálita sem hafa verið lögð fyrir allsherjar- nefnd. Þegar allt lék í lyndi Davíð og Halldór þurfa að taka slaginn um framtíð f/ölmiðlamálsins | og ríkisstjórnarinnar. Reykjavík og Akureyri REYKJAVÍK: MAX1 BÍLAVAKTIN Bíldshofða. Símar 515 7095 og 515 7096 Opnunartimi virka dagafrá kl. 8-18 AKUREYRI: MAX1 BÍLAVAKTIN Tryggvabraut. Sími 462 2700 Opnunartími virka daga frá kl. 8-16 Forðastu óþægindi. Komdu með bílinn til okkar. 'k'AfÁ BILAVAKTIN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.