Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.08.1981, Blaðsíða 7

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.08.1981, Blaðsíða 7
þar er oft höfð skipting í þekktan og ekki þekktan hluta. Sem dæmi má taka að þegar talað er um stærð olíulinda, eða þekktar olíubirgðir (reserves), þá er átt við það, sem er innan ferningsins efst til vinstri, þ.e. þekktar, hagkvæmar olíulindir. í jarðhitanum er skiptingin milli þekkts og óþekkts ekki jafnmikil- væg, vegna þess að um hitann í jarð- skorpunni er tiltölulega vel vitað, en hins vegar minna um hagkvæmni vinnslunnar, þ.e. hvar mörk eru sett á lóðrétta hagkvæmniásnum. I framsetningu á jarðhitanum er eðli- •egt að nota nokkuð breytta mynd af McKelvey línuritinu, og er hún sýnd á 2. mynd. Sömu hugtök eru notuð og áður, en hins vegar ekki greint á milli þekkts og óþekkts forða. Til viðbótar er sýndur hinn stöðugi orkustraumur að neðan, sem er jafn því, sem tapast út við yfir- borð á jarðhitasvæðum með hinum almenna varmastraum og í gosbeltinu með bergkviku í eldgosum. Þetta er sýnt að ofan til vinstri á 2. mynd. Samtals er hið stöðuga varmaafl til yfirborðs um 24000 MWt, þar af er áætlað að um 15000 MW( séu innan gosbeltisins. forsendur íslenska J ARÐV ARM AM ATSINS Hér á eftir verða raktar helstu for- sendur, sem gengið er út frá í því mati, sem hér er til umræðu. Ástæða er til að •eggja árherslu á, að margar þessara for- sendna eru mjög óvissar eins og eðlilegt er, en þær má væntanlega endurbæta eftir því sem þekking á eiginleikum jarð- hitans á hinum ýmsu svæðum landsins eykst með aukinni nýtingu og rannsókn- um. Því er nauðsynlegt að endurskoða matið með vissu millibili, þegar nýjar upplýsingar gefa tilefni til. Helstu forsendurnar eru eftirfarandi: (1) Neðri dýptarmörk hins aðgengi- •ega jarðvarma eru sett við 3 km. Reynslan hefur sýnt, að vatnsæðar koma fyrir í bergi niður á a.m.k. 3 km dýpi. Þótt sú reynsla sé ekki víðtæk enn, má búast við að hægt sé að vinna varma bergsins niður á a.m.k. það dýpi. Borkostnaður vex hins vegar ört með dýpi og eins og er má gera ráð fyrir að mesta hagkvæmt vinnsludýpi sé nálægt 3 km. Því eru þau dýptarmörk valin hér, og látin gilda fyrir allt landið. (2) Hitaástand berggrunnsins. Mæl- ingar á hita í borholum víða um land, bæði á jarðhitasvæðum og utan þeirra, hafa gefið allítarlega mynd af hita- ástandi berggrunnsins. Á meira dýpi en beinar mælingar ná til má áætla hit- ann óbeint út frá rafleiðnimælingum og reiknilíkani af gosbelti, þar sem landrek á sér stað (3. mynd). Á grundvelli þessara upplýsinga hefur landinu verið skipt í svæði með svipaða eiginleika hvað hitastig snertir og reikningar verið gerðir fyrir hvert svæði fyrir sig. Háhitasvæði landsins eru einn flokkur þessara svæða og hefur orkuforði þeirra verið áætlaður fyrir hvert fyrir sig út frá þeim upplýsingum, sem fyrir liggja. Skipting landsins eftir svæðum er sýnd á 4. mynd og lega háhitasvæðanna á 5. mynd. (3) Við mat á hitaorku berggrunnsins er miðað við meðalumhverfishita sem lœgri hitamörk, og er hann áætlaður 5°C á öllu landinu. Á hverju svæði er síðan áætlað varmamagn á mismunandi hitabilum, 5—40°C, 40—130°C og yfir 130°C. Síðast nefndu mörkin eru valin út frá þeirri forsendu, að varma með yfir 130°C hita megi nota til raforku- vinnslu og hefur varminn í þessum síðasta flokki einnig verið umreiknaður í raforku. (4) Varmaheimtustuðull (geothermal recovery factor) er skilgreindur sem hlutfallið milli þess varma, sem ná má upp um borholur úr ákveðnum varma- geymi og þess heildarvarma, sem í geyminum er. Er þá við það miðað, að 2. mynd: Línurit, er sýnir aðferð og meginniðurstöður jarðvarmamatsins. 3. mynd: Hitaástand berggrunnsins á Norðausturlandi frá Akureyri til Seyðisfjarðar sam- kvœmt hitastigulsmælingum, rafleiðnimælingum og líkanreikningum (úr (5), lítið eitt breyttj. Skammstafanir: Aku: Akureyri; Mör: Mörk, Fnjóskadal; Fre: Fremstafell; Lax: Laxárdals- heiði; K: Krafla; Aus: Austaribrekka; Gri: Grímsstaðir; Möd: Möðrudalur; Sae: Sænauta- vatn; Skj: Skjöldólfsstaðir; Hof: Hof; Egi: Egilsstaðir; Sey: Seyðisfjörður. TÍMARIT VFI 1981 — 51

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.