Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.08.1981, Blaðsíða 13

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.08.1981, Blaðsíða 13
möguleika, ef heppilegar lausnir koma fram. Myndi slíkt án efa stórauka nota- gildi jarðhitans. 4.0 ÚTLIT UM ÞRÓUN NOTKUNARSVIÐA 4.1 Eins og fram kemur af fyrrgreind- um upplýsingum um notkun jarðhita hér á landi er yfirgnæfandi þátturinn hitun húsa og í lok ársins 1979 bjuggu 69.7% þjóðarinnar við slíkt. Undan- farin ár höfum við búið við mjög öra þróun á þessu sviði, en áframhaldandi aukningu eru settar þær skorður að slík hitun er varla hagkvæm nema fyrir ríf- lega 80% þjóðarinnar (3). Aukning á þessu sviði mun því fjótlega vera háð fjölgun þjóðarinnar einungis. 4.2 Notkun jarðhita í gróðurhúsum hefir nærri staðið í stað um langan tíma, mun það stafa af því að markaður fyrir gróðurhúsaafurðir hefir verið í góðu jafnvægi innanlands. Gróðurhús námu 145.000 m2 árið 1980 (3). En uppi hefir verið áhugi um stórfelldan gróðurhúsa- iðnað byggðan á útflutningi. Slíkt myndi valda umtalsverðri aukningu í jarðhitanotkun. 4.3 Notkun i sundlaugar, böð og slíka starfsemi er nú þegar verulegur þáttur í notkun, en varla er mikillar aukningar að vænta nema með verulegri aðhlynn- ingu þessara mála, t.d. í sambandi við ferðamenn og sérstaka jarðhita- afþreyingarstaði. Þess má geta að slík not eru langveigamestu þættir notkunar lághita varma bæði í Ungverjalandi og Japan (1). 4.4 Fiskirækt er mikið á dagskrá nú. Þegar er mikið um gönguseiðaeldi, en slíkt krefst ekki mikils jarðhita. Öðru máli myndi skipta um ræktun fisks upp í fulla stærð og kann það að reynast einn sá þáttur, sem nýtir mikinn jarð- hita i framtíðinni. 4.5 Ýmis smærri iðnaðarnot eru sam- fara húshitunarþættinum í sambandi við hitaveiturnar víða um land. En ekki er hægt að henda reiður á neinni stökk- breytingu á því sviði. 4.6 Notkun jarðhita kæmi til greina víðar i fiskiðnaði en nú er. Skal þá sér- staklega bent á fiskimjölsverksmiðjur, en í þeim þarf gufu við suðu, fiskimjöls- þurrkun og soðkjarnavinnslu. 4.7 Notkun jarðhita við störf tengd landbúnaði mætti vafalítið auka og skal þá sérstaklega bent á hraðþurrkun á heyi og graskögglagerð. Ennfremur má þar nefna möguleika á metan-gas vinnslu úr mykju. 4.8 Jarðgufu má hæglega nota til rekstrar frystivéla 1 frystihúsum. Eru þá notuð ammoniak-ísogsfrystikerfi. 4.9 Iðnaður sem styðst við jarðhita og byggist bæði á ólífrænum og lífrænum efnum er þegar fyrir hendi hér í nokkr- um mæli. Má þar bæði minna á Kísil- iðjuna við Mývatn sem hefir verið einn stærsti jarðhitanotandi heims í iðnaði síðan hún var stofnsett. Einnig má minna á Þörungaiðjuna á Reykhólum, sem hefir verið mjög stór notandi. Álitið er, að á þessu sviði bíði ennþá stórfelldir möguleikar sem fjallað verður um sérstaklega hér á eftir. 4.10 Raforkuvinnsla er einn sá þáttur sem vafalítið verður lögð áhersla á að efla. Þó virðist mér sennilegra að stór- felldar framkvæmdir á því sviði eigi sér ekki stað fyrr en möguleikum á stórum vatnsaflsvirkjunum fer að fækka. En svo mun fara, að jarðhitinn mun taka meira og meira við nývirkjunarþung- anum hér á landi, þótt nokkur bið kunni að verða þar á. í töflu 14-2 eru hinir ýmsu nýtingar- möguleikar, sem hér eru ræddir til- greindir nánar. Iðnaðarþættirnir eru síðan ræddir út af fyrir sig hér á eftir. 5.0 NÝIÐNAÐARMÖGULEIKAR 5.1 í töflu 14-3 eru teknar saman upp- lýsingar um orkuþörf 12 nýiðnaðar- möguleika. Sum þessara atriða hafa ver- ið hér til umræðu í fjölda ára en önnur eru ný af nálinni. Tilgreint er fram- leiðslumagn hæfilegs framleiðslufyrir- tækis, orkuþörf bæði að því er varðar gufu og rafmagn, framleiðsluverðmæti vörunnar og hlutdeild bæði gufukostn- aðar og raforkukostnaðar miðað við svæði sem nú bjóða ódýra olíu og raf- orku til stóriðju. í töflu 14-3 er reiknað með gufuverði sem samsvarar $ 140/tonn af olíu, eða $ 3,33/GJ, sem samsvarar um 60% af hráolíuverði í byrjun árs 1981. Gufu- verð, sem þannig fæst, er $ 12,63 per tonn. Raforkuverð er reiknað sem 15 US mill/kWh. Þær ályktanir sem draga má af töflu 14-3 eru þessar helstar: 1. Mjög mörg áhugaverð iðnaðarsvið koma til álita, í sambandi við jarð- hita, umfram það sem nú er not- fært. 2. Gufuþörf er oft það mikil að aðstaða til öflunar hennar getur skipt sköpum um fjárhagslega þætti. 3. Sum þau fyrirtæki, sem hér eru nefnd, eru beinlínis miðuð við notk- un jarðgufu, með því að olíunotkun í þeim tilvikum væri ekki tiltækileg sökum kostnaðar. í þessum flokki má nefna t.d. þungt vatn, salt- vinnslu, etanól úr trjákenndum efnum og brennisteinssýruhreinsun. í þessum flokki er einnig kísilgúr- þurrkun, þurrkun á þangi og heyi og margt það sem nú er stundað hér. Útreiknaður '/.ostnaður ef um olíu væri að ræða yrði bersýnilega alltof hár, eða frá 44% og yfir 100%, eins og sýnt er í töflunni. Hins vegar er sami þáttur við góðar jarðgufu- TAFLA 14-2 Dœmi um hugmyndir varðandi einstakar nýtingar jarðhita á ýmsum sviðum Varmaafl1) MW Varmi GWh/ár Gróðurhúsasvið Gróðurhús vegna útflutnings, 335.000 m2 (í mörgum einingum) 163 650 Baða- og sundlaugasvið Skemmtigarðar með böðum og sundlaugum Mikið Mikill Fiskrœktarsvið Laxeldi í upphituðum sjó, 1500 t/ár (eða minni einingar) 250 1250 Vinnsla úr sjávarafurðum Fiskimjölsverksmiðja, 500 t/dag 11 33 Landbúnaðarsvið Graskögglaverksmiðja, 3000 t/ár 9 21 Metangasframleiðsla töluvert töluverður Frystisvið Ammoníakísogsfrystikerfi, 1.000.000 kcal/h 4 29 i) Miðað við > 5°C fráfallshita. TÍMARIT VFÍ 1981 — 57

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.