Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.08.1981, Blaðsíða 11

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.08.1981, Blaðsíða 11
Baldur Líndal: Not af jarðhita og ný tækifæri Erindi flutt á Orkuþingi 1981 1.0 INNGANGUR I. 1 Hagnýtingarsvið jarðhita í byrjun þessa erindis verður ekki hjá því komist að drepa á hin margvíslegu notkunarsvið jarðhita. Er þar um að ræða hina fjölbreyttustu þætti nýtingar, sem ná til einföldustu hluta jafnt og tæknivæddustu framkvæmda nútím- ans. Eftirfarandi flokkun kæmi til álita miðað við aðstæður á Islandi: 1. Húshitunar- og heimilissvið, sem er meginuppistaða almenningshita- veitna sem alkunnugt er. 2. ísvarnir. Hitun gatna og gangstétta o.þ.h. 3. Sundlauga-, baða- og heilbrigðis- svið, sem innifelur not heits vatns og jarðefna, sem eru samfara notkun jarðhita í heilsuhælum, sundlaug- um og almennum böðum. 4. Gróðurhúsa- og jarðvegsyljunar- svið, sem er mikilvægur notkun- arþáttur víðast hvar. 5. Fiskiræktarsvið, það er klak, eldi gönguseiða og ræktun matfiska. 6. Landbúnaðarnot almennt. Notkun jarðhita til hitunar útihúsa, þurrk- unar landbúnaðarafurða o. fl. 7. Vinnsla úr landbúnaðarafurðum. í þessum flokki má nefna ullarþvott og meðferð dúka i verksmiðjum, sútun, notkun heits vatns í slátur- húsum, niðursuðu landbúnaðar- afurða o.fl. 8. Frysting matvœla. Hér er átt við notkun jarðhita við ísogsfrystingu í frystihúsum. 9. Vinnsla úr sjávarafurðum. Notkun jarðhita við fisk og fiskmjölsþurrk- un, soðkjarnavinnslu, niðursuðu og þvott í fiskvinnslu. 10. Vinnsla jarðefna, svo sem kísilgúrs, súráls, brennisteins, salts o.fl. II. Almenn efna- og iðnaðarfram- leiðsla. Framleiðsla þurrkaðs þangs, pappírs, etanóls, vítissóda, sóda, magnesiumklóríðs o.fl. 12. Rafo'rkuvinnsla, sem er algengt nýt- ingarsvið jarðhita víðast þar sem jarðgufa fæst. 1.2 Nýtingarhættir jarðhita í stórum dráttum eru nýtingarhættir jarðhitans aðeins þrír, þ.e.a.s.: 1. Nýting þrýstingsbreytingar gufunn- ar svo sem í raforkuvinnslu. 2. Nýting jarðhita sem varma, hvort sem er með hitun einvörðungu, eða samfara þurrkun, eimingu eða jafn- vel frystingu. 3. Nýting efna, sem berast með jarð- gufu og heitu vatni svo sem nýting brennisteinskolsýru, salts eða jafn- vel sjálfs vatnsins. Hvert svið nýtingar getur innifalið einn eða fleiri þessara grundvallar- nýtingarhátta, en hver háttur útaf fyrir sig getur verið mjög fjölbreytilegur í framkvæmd. 2.0 NOTKUN JARÐHITA Á ÍSLANDI ÁRIÐ 1980 2.1 Tiltæk eru ýmis gögn, sem Jarð- hitadeild Orkustofnunar hefir góðfús- lega veitt mér aðgang að, varðandi notkun jarðhita á íslandi undanfarin ár. Meðal annars hefi ég áætlun þá, sem þeir Jón Steinar Guðmundsson og Guðmundur Pálmason gerðu varðandi notkun lághita á íslandi og annarsstaðar í heiminum í sambandi við Orku- ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, sem halda skal í Kenya nú í ágúst (1, 2) Ennfremur grein sem Jón Steinar hefir samið í framhaldi þessa: Nýting lághita á íslandi (3), sem hér verður stuðst við sérstaklega. í þessum þýðingarmiklu samantekt- um eru tölurnar einskorðaðar við heitt vatn, sem fæst frá lághitasvæðum, og ná því ekki til staða svo sem Suður- nesja, Hveragerðis og annarra háhita- Baldur Líndal lauk BS-prófi I efnaverk- fræði frá MITI Cambridge/Mass. 1949. Framhaldsnám við sama skóla 1955. Vann tæknistörf við framleiðslu kolsýru og kalks fyrir Sindra hf. á Akureyri 1942—1945. Vann að rannsóknum fyrir iðnaðarsamvinnudeild MIT 1948— 1949. Verkfr. hjá Raforkumálaskrif- stofunni, jarðhitadeild, 1949—1961, deildarverkfr. frá 1956. Sjálfstœður ráðgjafarverkfr. frá 1961, m.a. við und- irbúning kísilgúrverksmiðjunnar við Mývatn, sjóefnaverksmiðju á Reykja- nesi á vegum Rannsóknaráðs ríkisins og hitaveitu frá Svartsengi á vegum Orku- stofnunar. Hefur starfað með Virki hf. að hönnun gufuveitu Kröfluvirkjunar og Olkaria-gufuvirkjun I Kenya. Verk- fræðilegur ráðunautur við athugun á kísilgúrvinnslu í Bandaríkjunum 1975—1976, nýtingu raforku frá fljót- andi sjávarorkuverum þar og nýtingu jarðvarma til ýmiss konar efnavinnslu. Aðalverkfræðiráðunautur Undirbún- ingsfélags saltvinnslu á Reykjanesi 1977—1981. Hannaði tilraunaverk- smiðjuna á Reykjanesi og hafði á hendi yfirstjórn tilrauna þar. Aðalráðunautur félagsins varðandi framhald efnavinnslu á Reykjanesi. svæða. Til þess að fá heildaryfirlit um notkunina þarf því að auka við sumar tölurnar, en víðast er hægt að styðjast við óbeinar upplýsingar, sem Jón Steinar veitir einnig í þvi efni. Varðandi áætlun um notkun jarðhita í iðnaði eru þó allt of litlar upplýsingar tiltækar, og spurðist ég því nánar fyrir um það nú. í samræmi við þessar við- bótarupplýsingar hefi ég nú áætlað heildarnýtinguna lauslega fyrir árið 1980 og er sú áætlun sýnd í töflu 14.1. Áætlunin miðast við varmaafl heits vatns ofan við 5°C, sem er meðal úti- hitastig Reykjavíkursvæðisins. Þarna er raforkuframleiðsla undanskilin, en virkjað afl þar telst um 20 MW í lok 1980. Tl'MARIT VFÍ 1981 — 55

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.