Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.08.1981, Blaðsíða 15

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.08.1981, Blaðsíða 15
þess að það séu jarðvarmasvæðin, sem næst eru sjávarsíðunni sem mestar líkur hafa í sambandi við iðnað og til almennrar hitunar. Þegar haft er í huga að verðmæti gufu til raforkuvinnslu er varla mikið meira en það sem framleiðslukostnaði svarar, en að í sumum tilfellum má fá margfalt framleiðsluverðmæti út úr iðnaðar- og hitunarnotkun, virðist sjálf- sagt að láta slíkt ganga fyrir, þar sem það er tiltækilegt. Margt bendir því til, að það séu jarðhitasvæðin miðsvæðis í landinu, sem heist skuli kanna varðandi möguleika á stórfelldri raforkuvinnslu í framtíðinni og láta iðnaði og hitun þau eftir, sem nær eru strandlengju. í þessu sambandi skal þó á það bent, að oft mun þörf á flutningi háhitajarð- varma um langar vegalengdir þrátt fyrir það að ofangreindu sé framfylgt. Tækni til flutnings venjulegs heits vatns er hér mjög vel þróuð og skal gjarna bent á nýlegar niðurstöður Karls Ragnars (6) þar sem hann kemst að þeirri niður- stöðu að vegalengd sú sem má flytja venjulegt heitt vatn á hagkvæman hátt sé mestmegnis háð því magni sem not eru fyrir. En tækni í flutningi háhita- varma má teljast lítið reynd hér á landi. Til er þó lögn fyrir 125°C vatn sem tengir Svartsengi og Keflavík. En engin löng gufuleiðsla mun vera til. Væri mikil þörf á að kanna tæknimöguleika til flutnings háhitavarma um lengri vegalengdir, nánar en gert hefir verið. 7.0 NIÐURLAGSORÐ Hér að framan hefir verið bent á ýmisleg ný fyrirtæki, sem eru vænleg til athugunar varðandi nýtingu jarðhita, og þó einkum á sviði iðnaðar. Vafalítið munu mörg þeirra heltast úr lestinni og ekki koma til framkvæmda, en önnur munu komast upp og þarfnast mikils varma. Sé varmaþörf þessara fyrirtækja lögð saman nemur hún um 1500 MW. Til þess að mæta 5% aukningu á núver- andi heildarjarðhitanotkun á ári næsta áratug auk sjálfsagðra viðbótarþarfa almennrar notkunar, þyrfti helming þessa afls. Til slíks þarf meiriháttar notkun í mörgum fyrirtækjum ef að líkum lætur. Flestir möguleikarnir virðast vera á iðnaðarsviðinu. Eitt fyrir- tæki á því sviði hefir þegar verið ákveð- ið. Að öðru leyti skal ekki spáð um það hér hvað annað kemur til framkvæmda á þessum áratug né síðar, enda er hér örugglega ekki um neina tæmandi upptalningu tiltækra fyrirtækja að ræða. Þær meginályktanir, sem fært er að draga nú í viðhorfi til nýtingar jarðhita í náinni framtíð virðast eftirfarandi: 1. Tækifæri til nýtingar eru að veru- legu leyti á sviði iðnaðar. 2. Þörf fyrir notkunarhitastig ofan 100°C eru í fyrirrúmi. 3. Bein notkun jarðvarma við fram- leiðslu er engu síður mikilvæg sem grundvöllur framleiðslu en ódýr raforka. Samtvinnun þessara þátta gefur oft mjög sterka aðstöðu sem ætti að reynast eftirsóknarverð. Ljóst er þó að leiðir til notkunar jarð- hita eru ennþá í þróun á mörgum sviðum og gildir það sérstaklega um flest það sem viðkemur hinum hærri hita. Má því reikna með að enn um sinn gæti töluverðrar varkárni í fjárfest- ingaráformum varðandi hann. En öruggt má telja að hann er samt einn mikilvægasti og áhugaverðasti arfur íslendinga, og þó einkanlega þegar fram líða stundir. HEIMILDIR: 1. World Survey of Low- Temperaíure Geother- malEnergy Utilization, Guðmundsson J. S. og Pálmason, G., Orkustofnun Os-81-005/ JHD-02, apríl 1981. 2. Low-Temperature Geothermal Energy in Iceland, Orkustofnun, Note JSG-MJG-RH- KS-HThJ-80/10, okt. 1980. 3. Nýting lághita á íslandi, Guðmundsson, Jón Steinar, Fréttabréf V.F.Í. 6. árg. 8. tbl., maí 1981. 4. Multipurpose Uses of Geothermal Energy: Electric Power Generation and Horticultural Production, Lúðvíksson, V., Proceedings Se- cond United Nations Symp. of Geoth. Resources, San Francisco 1975, Vol. 3, p. 2229. 5. Þungavatnsframleiðsla, Valfells, Ágúst. Kjarn- fræðanefnd, Reykjavík, 1958. 6. Icelandic Experience with Direct Use of Geothermal Energy, Ragnars, Karl, júní 1980, Orkustofnun KR-80/02. 7. Guðmundsson, Jón Steinar: Munnlegar upplýsingar 1981. 8. Orientation Study- Wood Industry to Húsavík, EKONO, Helsinki, 1980. 9. Pre-Feasibility Study on the Production of Alumina in Iceland, UNIDO, Reykjavík, Oct. 1974. Nýir félagsmenn Jónas Bjarnason (V 1979) f. 13. sept. 1956 í Vestmanna- eyjum. Foreldrar Bjarni flugmaður þar f. 4. okt. 1937 Jónasson fiskmats- manns þar M. Bjarnasonar og kona hans Jórunn Þor- gerður f. 22. sept. 1935 Bergsdóttir bónda á Hofi í Öræfum Þorsteinssonar. Stúdent MH 1975, próf í rafmagnsverkfræði frá HÍ 1979. Fór til framhaldsnáms við DTH í Khöfn sumarið 1979. Veitt innganga 1 VFÍ á sjórnarfundi 22. sept. 1980. H.G. Páll Kristján Pálsson (V 1980) f. 15. okt. 1953 í Rvík. Foreldrar Páll bankastarfs- maður þar f. 7. júlí 1913 Jónsson bónda í Húsey í Seyluhreppi Skag. Ásgríms- sonar og kona hans Lilly A. Poulsen hjúkrunarkona f. 20. jan. 1926 dóttir Poul Kr. Poulsen bónda í Bedsted Danmörku. Stúdent MH 1973, próf í hagverkfræði frá TU Berlín 1980. Verkfr. hjá Sambandi málm- og skipasmiðja frá 1980. Páll Kr. Pálsson er bróðir Guðlaugar konu Einars B. Jóns- sonar, verkfr. Veitt innganga i VFÍ á stjórnarfundi 22. sept. 1980. H.G. TÍMARIT VFÍ 1981 — 59

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.