Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.08.1981, Blaðsíða 9

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.08.1981, Blaðsíða 9
háhitavatnskerfi. Mikilla rannsókna er þó þörf til að sannprófa þessa tilgátu. Eðlilegt er að reikna með, að sú raforka sem vinna megi á hagkvæman hátt á jarðhitasvæðum landsins sé fyrst og fremst tengd háhitasvæðunum, þar sem skilyrðin eru hagstæðust. Sú tala, sem gefin er í töflunni fyrir háhita- svæðin, þ.e. 3500 MWe í 50 ár, er lág- marksmat á þessari stærð, því að eins og að ofan greinir gæti háhitavatnskerfið verið mun víðáttumeira. Sé áætlaðri orku annarra virkra svæða í gosbeltinu bætt við fæst um 12000 MWe í 50 ár. Eðlilegt er að líta á þessa tölu sem hámarksmat, og því svari orkugeta jarð- hitans til raforkuvinnslu til 3500—12000 MWe í 50 ár. Rétt er að taka skýrt fram, að hér er verið að meta orku svæðanna, en ekki afl, sem einungis verður fundið með borunum og rennslisprófunum. HVE STÓRAN HLUTA JARÐ- HITANS NÝTIR ÞJÓÐIN í DAG? Reyna má að áætla á grundvelli þessa mats, sem hér hefur verið skýrt frá, hve TAFLA I: Meginniðurstöður jarðvarmamatsins, sundurliðaðar eftir háhitasvceðum (efri hluti) og svceðaskiptingu samkvœmt 4. mynd (neðri hluti). háhitasvæði Stærð km1 • Varmaforði berggrunns 0-3 km 10l8j Aðgengi- leiki Tæknilega vinnanl. jarðvarmi I0>8j MWe50ár 1 Reykjanes 2 4,5 1,0 0,9 28 2 Svartsengi* 11 22,1 1,0 4,4 108 3 Krfsuvík** 60 105,0 0,8 16,8 302 4 Brennisteinsfjöll 2 4,0 0,6 0,5 12 5 Hengill*** 100 201,0 0,7 28,2 689 6 Geysir 3 6,0 0,9 1,1 27 7 Kerlingafjöll 11 22,1 0,7 3,1 76 8 Hveravellir 1 2,0 0,9 0,4 9 9 Mýrdalsjökull ? 7 0 0 0 10 Torfajökull 140 281,4 0,7 39,4 964 11 Grímsvötn 65 130,7 0 0 0 12 Köldukvíslarbotnar 8 16,1 0,8 2,6 63 13 Vonarskarð 11 22,1 0,6 2,7 65 14 Kverkfjöll 25 50,3 0,2 2,1 49 15 Askja 25 50,3 0,3 3,0 74 16 Fremrinámar 4 8,0 0,9 1,4 35 17 Námafjall 7 15,9 0,9 2,8 88 18 Krafla 30 68,1 0,9 12,3 376 19 Þeistareykir 19 38,2 0,8 6,1 150 20 Prestahnúkur 1 2,0 0,5 0,2 5 21 Hofsjökull ? 7 0 0 0 22 Tindfjallajökull i 2,0 0,1 <0,1 1 23 Blautakvísl 7 14,1 0,7 2,0 48 24 Þórðarhyrna ? 7 0 0 0 25 Hrúthálsar 7 14,1 0,9 2,5 62 26 Gjástykki 7 14,1 1,0 2,9 69 27 Axarfjörður 30 60,3 0,9 10,9 266 28 Kolbeinsey 7 ? 0 0 0 allt landid Stærð kmJ Varmaforði berggrunns 0-3 km 1021J Að- gengi- leiki Tæknilega vinnanlegur jarðvarmi 1021J MWc50ár MWCi50/km’ Innan gosbeltis: 32000 kmJ Háhitasvæði 600 1,2 0,6 0,1 3500 9,8 Önnur virk svæði 2150 2,8 0,7 0,4 8400 5,6 Óvirk svæði 29250 30,4 0,7 2,1 24100 1,2 Utan gosbeltis: 71000 km! Vesturland 5300 7,0 0,7 0,2 3000 0,8 Suðurland 5300 6,3 0,8 0,3 2700 0,6 Brciðafjörður 1400 1,6 0,7 0,1 600 0,6 Norðurland 22000 19,4 0,5 0,2 800 0,1 Austurland og Vestfirðir 37000 28,1 0,4 0,1 100 <0,1 Allt landið 103000 96,8 3,5 43200 * Nær yfir Svartsengi og Eldvörp *** Nær yfir Hengil, Nesjavelli og Hveragerði ** Nær yfir Krísuvík, Trölladyngju og Sandfell **** Tillit er tekið til aðgcngileika stóran hluta af jarðhitaorkulindinni þjóðin nýtir eins og er. Varmaafl til hús- hitunar er nú nálægt 1200 MW( alls og er þá átt við hámarksafl. Varmaafl til annarra nota, þar með talið raforku- vinnslu, má áætla um 500 MW(. Samtals er því uppsett varmaafl á jarð- hitasvæðunum um 1700 MW(. Sam- kvæmt töflu I er tæknilega vinnanlegur jarðvarmi alls 3500 EJ (1 EJ = 10>8J). Sé gert ráð fyrir nýtingu yfir 100 ára tímabil, svarar þetta til meðalvarmaafls 1,2 milljón MW(. Núverandi varmaafl í hlutfalli af þessu verður því ■ 1,7 - = 0,0014, eða 1,4 %0 1200 Á sama hátt má áætla, hve stór hluti af vinnanlegu rafafli jarðhitasvæðanna hefur nú verið tekinn í notkun. Sé hér einnig gert ráð fyrir nýtingu á 100 ára tímabili sést af töflu I, að tæknilega vinnanlegt rafafl er á bilinu 1750—6000 MWe eftir því hvort hin s.k. virku svæði eru reiknuð með eða ekki. Miðað við núverandi raforkuvinnslu í jarð- gufustöðvum, sem er um 25 MWe, not- um við því 0,4—1,5% af tæknilega vinnanlegu rafafli. Ef reiknað væri með því, að Kröfluvirkjun væri komin í full afköst, yrðu tilsvarandi tölur 1,2—4%. Af ofangreindu sést, að mjög lítill hluti þeirrar orkulindar, sem i jarðhit- anum felst, hefur verið tekinn í notkun enn, enda þótt jarðhitinn sjái fyrir um þriðjungi af heildarorkunotkun þjóðar- innar. Út frá því mati, sem hér hefur verið greint frá má gróft áætla, að af vinnanlegu varmaafli jarðhitans sé nú nýtt aðeins 1—2 þúsundustu hlutar (1—2%), og af vinnanlegu rafafli jarð- hitans aðeins 1—2 hundruðustu hlutar (1—2%). LOKAORÐ Niðurstöður þessa mats á stærð þeirr- ar orkulindar, sem í jarðhitanum felst, benda til þess, að hér sé um mun meira vinnanlegt orkumagn að ræða en fyrri áætlanir bentu til. Tvær meginforsend- ur ráða mestu hér um. Önnur er sú, að gert er ráð fyrir, að varmageymirinn sé aðgengilegur niður á 3 km dýpi í stað 2 km eins og áður hafði verið gert ráð fyrir. Þessi forsenda verður að teljast sæmilega vel grunduð í ljósi borana hin síðari ár. Hin forsendan varðar flatar- mál og fjölda háhitasvæðanna, sem hvort tveggja hefur vaxið verulega frá því sem áður var áætlað. Þessu til viðbótar kemur, að í hinu nýja mati er tekið fyrir landið allt, en fyrri áætlanir náðu eingöngu til háhitasvæðanna. TÍMARIT VFÍ 1981 — 53

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.