Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.08.1981, Blaðsíða 8

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.08.1981, Blaðsíða 8
þetta sé gert á tímakvarða mannlegra athafna, þ.e. 50—100 árum. Varma- heimtustuðullinn er fyrst og fremst háður vatnafræðilegum eiginleikum bergsins. Ýmsir hafa gert tilraunir til að reikna stuðulinn miðað við sennilegar forsendur (sbr. t.d. (6)), og virðast menn sammála um, að hann geti orði allt að 0,25 eða 25%. í mati okkar er gert ráð fyrir, að hann sé 20% við hag- stæðustu skilyrði svo sem á háhita- svæðunum og í hinum virka hluta gos- beltisins. Annars staðar er gert ráð fyrir, að hann sé lægri, og allt niður í 1% í eldri hlutum blágrýtismyndunarinnar á Vestfjörðum og Austurlandi. (5) Aðgengileiki. Ýmsar aðstæður svo sem landslag, lega undir jökli o.fl. setja því takmörk hvar hægt er að vinna jarð- varmann með núverandi tækni án óhóf- legs kostnaðar. Reynt er að taka tillit til þessara breytilegu aðstæðna með s.k. aðgengileikastuðii, sem er á bilinu 0—1. Þessi stuðull er áætlaður fyrir hvert háhitasvæði; er t.d. 0 fyrir svæði, sem liggja undir jökli (t.d. Grímsvötn og Mýrdalsjökull), og 1 fyrir þau svæði þar sem aðstæður til vinnslu eru góðar, t.d. á Reykjanesi og í Svartsengi. Auk þessa er þessi stuðull áætlaður lauslega fyrir hin ýmsu svæði, sem landinu er skipt í. NIÐURSTÖÐUR Meginniðurstöður jarðvarmamats- ins eru í töflu I, þar sem hinn tækni- lega vinnanlegi jarðvarmi er sýnd- ur fyrir hin ýmsu svæði. Taflan er tví- skipt; í efri hlutanum er sundurliðun á háhitasvæðum landsins (5. mynd), en í neðri hlutanum eru gefnar summutölur fyrir einstök svæði landsins samkvæmt svæðaskiptingu á 4. mynd. Stærð háhitasvæðanna er áætluð út frá dreif- ingu virks jarðhita á yfirborði, dreifingu ummyndunar, og út frá viðnáms- mælingum, þar sem þær hafa verið gerðar. Rétt er að benda á að ýmsir millireikningar eru ekki sýndir í töfl- unni, t.d. er varmaheimtustuðull ekki sýndur, og ekki heldur skipting varma- forðans eftir hitastigi. Aðgengileika- stuðull er hins vegar sýndur og er eins og áður segir breytilegur frá 0 og upp í 1. í næst siðasta dálki í efri hluta töflunnar er sýndur allur hinn tæknilega vinnan- legi jarðvarmi, og í síðasta dálknum hefur hann verið umreiknaður í raforku og er gefinn sem það rafafl sem fram- leiða mætti á 50 ára tímabili. f raun og veru er hér um orku að ræða en ekki afl. Þau háhitasvæði, sem vitað er um með sæmilegri vissu, eru nú talin 19 að tölu, en auk þess bendir margt til þess að 9 önnur svæði séu til þótt mun meiri óvissa ríki um tilvist þeirra. Þessi síðari svæði eru talin neðst í háhitasvæða- töflunni og sýnd sem opnir hringir á 5. mynd. Stærst háhitasvæðanna reynist enn sem fyrr Torfajökulssvæðið, sem er áætlað um 140 km2 að flatarmáli. Næst í röðinni er Hengilssvæðið, en síðan koma Kröflu- og Krísuvíkursvæðin. Sé ekki tekið tillit til aðgengileika verður hins vegar Grímsvatnasvæðið þriðja í röðinni, en það er undir jökli og því ekki talið nýtanlegt hér. í neðri hluta töflunnar er gefið yfirlit yfir allt landið samkvæmt þeirri skipt- ingu í svæði, sem sýnd er á 4. mynd. í aftasta dálki er reiknuð áætluð raforka á flatareiningu á hinum ýmsu svæðum, og má í grófum dráttum líta á þá tölu sem mat á hlutfallslegri hagkvæmni raforkuvinnslu í stærri stíl á hinum ýmsu svæðum. Eins og við er að búast er þessi tala hæst á háhitasvæðunum, en hún er einnig allhá á hinum s.k. virku svæðum. Virku svæðin liggja eftir miðju gosbeltinu endilöngu, og benda ýmsar jarðeðiisfræðilegar athuganir, sérstaklega á Reykjanesskaganum, til þess að meira og minna samfellt háhita- vatnskerfi sé til staðar á 2—3 km dýpi á þessum svæðum. Hin sýnilegu háhita- svæði eru þá e.k. strompar upp úr þessu 52 — TÍMARIT VFÍ 1981

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.