Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1983, Síða 18
Orðanefnd byggingarverkfræðinga:
ORÐASAFN UM FRÁVEITUR
Orðasafni um fráveitur
fylgt úr hlaði
Orðanefnd byggingarverkfræð-
inga var stofnuð á fundi í Byggingar-
verkfræðideild VFÍ þ. 26. febrúar
1980. Nefndin tók þó ekki til skipu-
legra starfa fyrr en í árslok 1980.
Hún hefur nú unnið samfellt í 3 ár.
Svo sem kunnugt er, á söfnun
tækniorða og nýyrðamyndun sér
langan aldur í Verkfræðingafélagi Is-
lands. Skipulega starfsemi á því sviði
má rekja til ársins 1919, er fyrsta
orðanefnd Verkfræðingafélagsins tók
til starfa. Það gerðist eftir að dr.
Björn Bjarnason frá Viðfirði hafði
flutt fyrirlestur í félaginu þ. 30. okt.
1918 um nýyrði og hvatt til þess að
hafist yrði handa um söfnum ,,iðn-
heita”. Ur þeim ætti síðan að velja,
en búa til ný orð, þar sem orð skort-
ir.
Orðanefnd Verkfræðingafélagsins
tók fyrir orð á allmörgum sérsviðum,
en starf hennar beindist þó að lokum
mest að rafmagnsfræði, þegar Raf-
magnsveita Reykjavíkur tók til
starfa. Árið 1933 lögðust störf Orða-
nefndar VFI niður. Árið 1941 stofn-
uðu rafmagnsverkfræðingar sérstaka
deild innan VFÍ og skömmu síðar
Orðanefnd Rafmagnsverkfræðinga-
deildar VFÍ. Sú nefnd hefur starfað í
áratugi og á að baki geysimikið verk.
A sviði byggingarverkfræði hefur
ekki verið unnið skipulega á sama
hátt að orðasöfnun og nýyrðamynd-
un fyrr en núverandi orðanefnd kom
til sögu. Byggingarverkfræði er elsta
grein verkfræðinnar hér á landi. Þar
hefur smám saman myndast nokkuð
af íslenskum orðum, sem einkum
varða verkframkvæmdir, en fátt er af
orðum um fræðileg hugtök.
Orðanefnd byggingarverkfræð-
inga tók fyrst fyrir orð um vegagerð.
Þegar það verk var komið vel áleiðis,
barst nej'ndinni ósk frá Iðntækni-
stofnun íslands um að hún legði til
tækniorðin í nýjan íslenskan staðal
um fráveitulagnir í húsum (ÍST 68).
Orðanefndin ákvað að verða við
þessu og láta það sitja í fyrirrúmi, því
að með því kemst heilsteypt safn fag-
orða sjálfkrafa á framfæri — og auk
þess fyrr en ella. En það hefur ein-
mitt verið einn helsti hængurinn á
orðmyndunarstarfsemi, hve löng bið
hefur verið á því, að orðin kæmust í
gagnið. Má benda á orð eins og
tækni og hnit, sem fengu að bíða ára-
tugi, meðan menn voru að deyja út,
sem sögðu bara teknik og kóordinat.
Orðanefndin birtir nú fyrsta orða-
safn sitt, sem er um fráveitur.
Ákveðið hefur verið að birta það í
köflum í Tímariti VFÍ til reynslu,
jafnóðum og það er tilbúið til prent-
unar. Fylgir jafnframt sérprent með
tímaritsheftunum, sem safna má í
möjDpu.
I orðanefndinni eru þessir bygg-
ingarverkfræðingar:
Einar B. Pálsson, Háskóla Is-
lands
Eymundur Runólfsson, Vegagerð
ríkisins
Jónas Frímannsson, ístak hf.
Olafur Jensson, Landsvirkjun
Pétur Ingólfsson, Vegagerð rík-
isins
Sigmundur Freysteinsson, Verk-
fræðistofu Sigurðar Thorodd-
sen hf.
Stefán Eggertsson, Verkfræði-
stofu Stefáns Olafssonar hf.
Málfræðilegur ráðunautur er
Halldór Halldórsson prófessor, og
starfar hann með nefndinni fyrir at-
beina íslenskrar málnefndar. Sigurð-
ur P. Kristjánsson tæknifræðingur
úr lagnastaðlanefnd Iðntæknistofn-
unar íslands vann um tíma með
orðanefndinni að köflunum um lagn-
ir í húsum. Þá hefur orðanefndin
notið ráða stærðfræðinga, eðlisfræð-
inga, veðurfræðinga og annarra
verkfræðinga og fagmanna við starf
sitt.
Það form hefur verið valið á orða-
safni þessu, að á eftir íslensku upp-
flettorði um hugtak koma þýðingar
þess á fjórum erlendum tungumálum
og síðan skilgreining á hugtakinu.
Mun það vera fyrsta orðasafn, sem
prentað er hér á landi með þeirri til-
högun.
Orð, sem tekin eru í safnið, varða
einkum tæknileg atriði fráveitukerfa.
Þar er þó einnig nokkuð af orðum
um fræðilegan grundvöll slíkra
kerfa. Þörf fyrir íslensk orð hefur
aukist mjög við að farið er að kenna
þessi fræði í Háskóla Islands og
Tækniskóla fslands. Þá eru og tekin í
safnið nokkur ný eða nýleg orð úr
undirstöðugreinum eða hliðargrein-
um verkfræðinnar, sem notuð eru
við skilgreiningar á tækniorðum í
safninu.
Röð íslensku uppflettiorðanna í
safninu er að því leyti óvenjulejg, að
orðin standa ekki í stafrófsröð. I staf-
rófsröð er torvelt að finna orð, sem
maður þekkir ekki. Þess í stað er
orðasafninu skipt í 10 efnissvið eða
kafla og orðunum í hverjum kafla
svo raðað í „rökrétta” röð. Með
þessu er vænst, að orð og skilgrein-
ingar verði ljósari og orðaskráin læsi-
legri.
Fyrir íslensku uppflettiorðin eru í
flestum tilvikum tilgreindar þýðingar
á fjórum tungumálum: dönsku,
ensku, sænsku og þýsku. Það eru
þau erlend mál, sem íslenskir tækni-
menn nota helst. Á eftir íslenska
orðasafninu koma að lokum skrár
um hin íslensku, dönsku, ensku,
sænsku og þýsku orð í stafrófsröð.
Vert er að hafa í huga, að þýðing-
ar orða, sem hér eru tilgreindar, eru
eingöngu miðaðar við það svið, sem
orðasafnið tekur til, fráveitutækni.
Orð eru misjafnlega víðtæk. Þótt
eitthvert orð á einu tungumáli hafi
sömu merkingu á tilteknu sérsviði og
orð á öðru tungumáli, er hreint ekki
víst, að orðin samsvari hvort öðru á
öðrum sviðum. Dæmi um þetta er
orðið uppgufun, sem hér í kaflanum
um þéttbýlis-vatnafræði er notað
almennt um uppgufun vatns í
náttúrunni, er veldur því, að minna
vatn en ella kemur í fráveitukerfi. I
eðlisfræði eru aftur á móti mismun-
andi orð fyrir uppgufun í öðrum
málum eftir því, hvort efni breytist
úr föstu ástandi í loftkennt, úr fljót-
andi ástandi undir suðumarki í loft-
kennt ástand eða við suðu í loftkennt
ástand. Annað dæmi er það, sem í
orðasafninu er nefnt yfirborðsvatn.
Skilgreiningin á því hugtaki, sem hér
er notuð, á eingöngu við í þéttbýlis-
vatnafræði. Hið sama er að segja um
hin erlendu orð, sem tilgreind eru
um yfirborðsvatn. Þau samsvara
98 — TÍMARIT VFI 1983