Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1984, Blaðsíða 11

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1984, Blaðsíða 11
menn. Fundarstjóri var Páll Jensson og fundarritari var Gunnar A. Sverrisson. 5. Fundur 8. des. 1983 var um verkfræðilegar lausnir í sjávarútvegi. Frummælendur voru Ólafur B. Ólafsson út- gerðarmaður í Sandgerði, Þórður Vigfússon og Þorkell Flelgason, dósent. Fundinn sóttu um 60 félagsmenn. Fundar- stjóri var Júlíus Sólnes en fundarritari Páll Magnússon út- gáfustjóri. 6. Fundur 21. jan. 1984 var árshátíð félagsins, haldin í Glæsibæ. Gestur kvöldsins var sr. Árni Pálsson, sóknar- prestur í Kópavogi, sem flutti ávarp. Á hátíðinni voru 7 félagsmenn heiðraðir með heiðursskjali, nýjum heiðurspen- ingi og gullmerki félagsins. Það voru þeir dr. Leifur Ásgeirs- son, dr. Trausti Einarsson, Páll Ólafsson efnaverkfr., Dr. Björn Jóhannesson, Dr. Ólafur Sigurðsson, Sveinn S. Einars- son og dr. Gunnar Böðvarsson. Júlíus Sólnes var fundarstjóri en Tryggvi Sigurbjarnarson stjórnaði fjöldasöng. Elísabet Erlingsdóttir söngkona söng einsöng við undirleik Angesar Löve. Þátttakendur í hátíðinni voru um 140 karlar og konur, en fundarritari var Hinrik Guðmundsson. 7. Fundur 6. febr. 1984 var hádegisverðarfundur með Félagi ísl. iðnrekenda um kynningu á CAD/CAM, Computer Aided Design/Computer Aided Manufacturing. Kynnir var Peter Houghton breskur vélaverkfræðingur frá IBM og flutti hann um 30 mín. erindi. Um 30 manns sóttu fundinn. Fundarritari var Ágúst Valfells, Ph.D. 8. Fundur 6. febr. 1984 var sameiginlegur kvöldfundur með Félagi ísl. iðnrekenda um sama efni og á 7. fundi. Peter Houghton flutti þar ítarlegt erindi um CAD/CAM og á eftir voru umræður og fyrirspurnir. Júlíus Sólnes var fundarstjóri en Einar Jóhannesson fundarritari. Fundinn sóttu um 60 manns. 9. Fundur 20. febr. 1984 um verktækni í landbúnaði. Fram- sögumenn voru Einar Þorkelsson, Sigurjón Arason, Haraldur Árnason og Páll Lúðvíksson. Aðeins 14 menn sóttu fundinn. Fundarstjóri var Júlíus Sólnes, en fundarritari var Guðmund- ur Pálsson. Fastanefndir félagsins eru þessar: 1. Kynningar- og ritnefnd. Hún var skipuð 20/4’82 og 26/4’83 til aðalfundar 1984 og 1985 þannig: Jón Erlendsson, formaður Gústav Arnar Jónas Frímannsson Egill B. Hreinsson Páll Lúðvíksson, ritstjóri Björn Marteinsson Helgi Sigvaldason Hlutverk nefndarinnar er að vinna reglulega að kynningu á málefnum félagsins gagnvart almenningi, stjórnvöldum og fjölmiðlum í samráði við stjórnir félagsins og félagsdeilda. Einnig skal nefndin vinna að kynningu meðal félagsmanna og annarra á starfsemi Verkfræði- og raunvísindadeildar Háskóla íslands og á athyglisverðum tækninýjungum. Nefnd- in annast ritstjórn Tímarits VFI og Fréttabréfs VFÍ, en fram- kvæmdastjórn réð ritstjóra, sem á sæti í nefndinni. Erfiðleik- ar hafa löngum verið á því að koma Tímariti VFÍ út á réttum tíma og er svo enn. Nú eru enn ókomin 2 hefti af 68. árg. 1983, en efni í þau er til og nefndin Ieggur allt kapp á að koma þeim út fyrir sumarið og byrja þá þegar á næsta árgangi svo að honum verði lokið fyrir næstu áramót. Nefndin gaf út Fréttabréf VFÍ allt árið 1983 og lauk þar með útgáfu þess. í staðinn er nú hafin útgáfa á nýju tækniriti í samvinnu við Tæknifræðingafélag íslands. Það heitir VERKTÆKNl og er sett og prentað eins og dagblað, en á að koma út hálfsmán- aðarlega eins og fréttabréfið gerði. Útgáfustjóri VFÍ, Páll Magnússon fréttamaður, sér um efnisöflun, uppsetningu og útgáfu ritsins í samvinnu við Kynningar- og ritnefnd og fram- kvæmdastjóra félagsins. 2. Menntamdlanefnd. Hún er skipuð eftirtöldum mönnum: Loftur Þorsteinsson, formaður til aðalfundar 1985 Pétur K. Maack — — 1984 Þorsteinn Helgason til vara, Jón Vilhjálmsson til aðalfundar 1985 og Ólafur Marel Kjartansson til vara. Formaður var skipaður af aðalstjórn á fundi hennar 26/4’83, en hinir kosnir á aðalfundi. Hlutverk Menntamála- nefndar er að vinna að eflingu verkfræðilegrar og vísindalegr- ar þekkingar félagsmanna og vera stjórnum félagsins til ráðu- neytis um menntamál. Nefndin hefur haldið sex fundi á starfsárinu. Mikilvægt er að nefndin fylgist reglulega með framgangi verkfræðimenntunar við Verkfræði- og raunvís- indadeild Háskóla íslands og skili skýrslu um það til stjórnar VFÍ, enda kveða lög félagsins á um að svo skuli gert. Einnig hefur nefndin það verkefni að vinna að eftirmenntun verk- fræðinga í samráði við endurmenntunarstjóra Háskóla ís- lands, sem er ráðinn skv. sérstökum samningi milli Háskól- ans, Tækniskóla íslands, Bandalags háskólamanna, Hins íslenska kennarafélags, Tæknifræðingafélags íslands og Verkfræðingafélags íslands. 3. Gerðardómur VFÍ. Formaður Gerðardómsins er dr. Gaukur Jörundsson prófessor. Fyrsti varaformaður er Sigurður Líndal prófessor, og annar varaformaður er Ólafur St. Sigurðsson héraðsdómari. Stjórn VFÍ skipar 2 meðdóm- endur hverju sinni eftir málsatvikum. Á liðnu starfsári var þremur málum skotið til Gerðardóms VFÍ. 1) Ágreiningsmál milli Hafnamálastofnunar ríkisins f.h. Skeggjastaðahrepps og Ellerts Skúlasonar hf. verktaka út af verksamningi um brimvarnargarð á Bakkafirði. Meðdómend- ur í því máli eru verkfræðingarnir Hannes J. Valdimarsson og Jónas Frímannsson. Málið er fyrir dómi. 2) Ágreiningsmál milli Borgarneshrepps og Miðfells hf. út af samningi um oliumalarkaup. Meðdómendur í því máli voru verkfræðingarnir Guðmundur Einarsson og Sigurður Björns- son. Dómur var kveðinn upp í þessu máli 16. febr. 1984. 3) Ágreiningsmái milli Vökvavéla hf. og Rafmagnsveitna ríkisins út af verksamningi um niðurrekstur staura í Suður- línu. Meðdómendur í því máli eru verkfræðingarnir Berg- steinn Gizurarson og Stanley Pálsson. Málið er nýkomið til gerðardómsins. Stjórnskipaðar ncfndir: 1. Húsráð er skipað eftirtöldum mönnum: Ragnar S. Halldórsson formaður, Loftur Al. Þorsteinsson, Vífill Oddsson. Húsráðið hefur haldið 6 fundi og unnið að undirbúningi að töku ákvörðunar um framhald í húsbyggingamáli VFÍ í sam- ráði við stjórn félagsins, m. a. að sölu húseignar félagsins í Brautarholti 20, sem nú er nýlokið. 2. Nefnd varðandi norrœnt umferðaröryggisár 1983. Guttormur Þormar formaður, Helgi Hallgrímsson. Nefndin hélt nokkra fundi og hefur lokið störfum. 3. Merkisnefnd til að gera tillögur um frágang á heiðurs- merki VFÍ og hverjir skuli sæmdir merkinu. Skipuð 1/2 1983. Andrés Svanbjörnsson, Einar B. Pálsson, til aðalfundar 1985 til — 1984 TÍMARIT VFI 1984 — 3

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.