Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1984, Blaðsíða 23

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.02.1984, Blaðsíða 23
Ragnar Fransis Munasinghe: Skipulag safnteinakerfa fyrir háspennu-aðveitustöðvar INNGANGUR Við áætlanagerð fyrir aðveitustöð verður að gera ráð fyrir þeim kröfum, sem gerðar verða til flutnings- og dreifi- kerfisins í framtíðinni. Líftími aðveitu- stöðvar er langur og því er við hönnun nauðsynlegt að sjá fyrir framtíðarþarf- ir. Til dæmis er gert ráð fyrir að aðveitustöð sé rekstrarhæf í minnst 25 ár. Þetta þýðir í raun að gera verður langtímaáætlun. Nokkrum þáttum í áætlanagerð fyrir aðveitustöðvar er lýst hér á eftir, þ. e. skipulagi aðveitustöðva og áreiðanleika grunntenginga þeirra. ÁREIÐANLEIKI GRUNN- TENGINGA Aðveitustöð er byggð úr margvísleg- um einingum, svo sem aflrofum, tein- rofum, mælaspennum og safnteinum með ýmsu fyrirkomulagi. Allar þessar einingar hafa ákveðinn öryggisstuðul, svonefnt einingaröryggi. Með því að skoða samverkan þeirra í aðveitustöð- inni er mögulegt að ákveða t. d. áreiðanleika grunnkerfisins eða heillar aðveitustöðvar. Áreiðanleikinn ákvarð- ast annars vegar af bilanatíðni hvers ein- staks hlutar og safnteinafyrirkomulagi og hins vegar af fyrirkomulagi varabún- aðar í stöðinni. Af þessu leiðir, að val safnteinafyrirkomulagsins er mjög mikilvægt fyrir áreiðanleika kerfisins. Margs konar bilanir geta átt sér stað og hafa þær mjög mismunandi afleið- ingar, sem ákvarðast af skipulagi aðveitustöðvarinnar. í einföldu safn- teinakerfi án skiptirofa (bus section- alizer), svo dæmi sé tekið, mun skamm- hlaup á safnteinum orsaka aftengingu allrar stöðvarinnar. Aftur á móti mundi sama bilun í aðveitustöð með 1 Vi afl- rofakerfi ekki valda truflun í netinu. Bilun í stjórnbúnaði, sem orsakar slysa- útslátt aflrofa, veldur stöðvun á orku- afhendingu (straumleysi). í hringtengdu kerfi verður hins vegar engin truflun í slíkum tilfellum. Mikilvægt er því að taka þessar hliðar áreiðanleika orkuafhendingarinnar með í dæmið þegar unnin er áætlun um aðveitustöð og því nauðsynlegt að fram- kvæma áreiðanleikagreiningu. Tilgang- ur slíkrar greiningar er að hanna aðveitustöðina þannig, að stöðug orku- afhending sé tryggð án óþarfa umfram- búnaðar. FYRIRKOMULAG í AÐVEITUSTÖÐVUM Fyrirkomulag í aðveitustöð verður að henta þeirri gerð dreifikerfis, sem fyrir hendi er (geislað, hringtengt, möskvað). Það er staðreynd, að hverju dreifikerfi hæfir ákveðinn tengingarmáti. Þessar tengingar hæfa bæði „centralized” og „decentralized” orkukerfum og má flokka þær í þrennt eftir uppbyggingu. 1. Safnteina-tengingar 2. Aflrofa-tengingar 3. Einfaldaðar tengingar Kerfi með safnteinatengingum (sjá skýringarmynd) einkennast af miklum sveigjanleika og alhæfni. Teinrofarnir eru notaðir til að velja safnteinana og til að einangra og tengja framhjá aflrofan- um. Nota má allt að fjögurra teina kerfi ásamt framhjátengingu, eftir því hvaða kröfur rekstur kerfisins gerir. Slík marg- föld kerfi eru notuð almennt þar sem nauðsyn er á aðskildum rekstri og snöggrofi til að takmarka skamm- hlaupsaflið. Með framhjáhlaupi er hægt að einangra hverja fæðulínu fyrir sig og yfirfara kerfið án nokkurrar truflunar hjá notanda. Safnteinakerfið er þó þeim ann- mörkum háð, að ef teinakerfið bilar getur orkuafhending stöðvast að hluta Ragnar Fransis Munasinghe lauk M. Sc. prófi í rafmagnsverkfrœði við Orku- stofnun Moskvuborgar 1966. Verkfr. hjá raforkuráði Sri Lanka 1966—70, aðstoðarverkfr. við rannsóknir hjá Orkustofnun Moskvuborgar 1970—73, verkfr. við áœtlanadeild Rafmagns- veitna ríkisins 1974—76, að viðhalds- störfum við orkuver Viktoríufossa í Livingstone í Zambíu 1977—80 og við áætlanadeild Rafmagnsveitna ríkisins frá 1980. eða alveg. í mjög stórum aðveitustöðv- um má samt nota slíkar tengingar með viðunandi árangri. Aflrofa-tengingar einkennast af trufl- analausri afhendingu orku, sem hægt er að reiða sig á, jafnvel í bilanatilvikum. Orkuafhendingin er til dæmis trygg við skammhlaup eða bilun í safnteinum eða aflrofa. Þessar tengingar eru aðallega notaðar í stöðvum fyrir orkuver og í flutningskerfinu, þar eð orkuafhending er afar trygg og auðvelt er að aftengja aðra hluta kerfisins til eftirlits og við- halds. Einfaldaðar tengingar einkennast af litlum sveigjanleika og fáum varamögu- leikum. Rekstrareiningarnar eru tengd- ar næstum óaðskiljanlega viðkomandi línum og tengibúnaði og henta því vel millispennudreifikerfum. H-tengingarn- ar (sjá skýringarmynd) eru sérstaklega mikilvægar í þessu tilliti. Safnteinar eru óþarfir og aðeins lágmarks rofabúnaður nauðsynlegur. Útvíkkun á H-tenging- unni er ,,cascade”-tenging, þ. e. kerfi sem þarf fleiri en tvo innkomandi tengi- punkta og aflspenna. Ennþá einfaldari tenging er einingakerfið, sem sameinar línu, spenni og aflrofa. Þessi eininga- kerfi eru ýmist með eða án linuteinrofa og framhjátengingar. Að síðustu eru það „kerfi án teinrofa”, sem líta má á sem einfölduð kerfi. Dæmi um þetta eru kerfi með aflrofum sent hægt er að skipta um á einfaldan hátt (Draw out). TÍMARIT VFÍ 1984 — 15

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.