Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2004, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2004, Blaðsíða 9
DV Fréttir MÁNUDAGUR 26. JÚLÍ2004 9 Skaðabætur vegna skalla brúðarinnar Egypskur prófess- or hefur farið fram á skilnað og skaðabæt- ur eftir að hafa upp- götvað á brúðkaups- nóttina að nýja eigin- konan hans væri sköllótt. Prófessorinn sagðist hafa ætlað að renna fingrunum í gegnum hár sofandi konu sinnar þegar hann uppgötvaði sér til mikils hrylhngs að um hárkollu væri að ræða. Hann hefur nú kært hana til lögreglunnar. „Eitt af því sem ég elskaði við hana var fallega hárið á henni.“ Kon- an hafði ung misst hárið eftir iUvígan sjúkdóm. Risafiskur ræðst á Ziggy Risaflskur hefiidi sín á veiðimanni þegar fiskurinn stökk úr vatninu og réðst á mann- inn þar sem hann stóð í bát sínum. Ziggy Zablotny var að veiða undan ströndum Georgíu í Bandaríkjunum þegar risafiskur af Barrakúdu-tegund stökk upp í bátinn. „Fiskurinn stökk marga metra og kýldi manninn," sagði sjón- arvottur. „Hann flaug eins og hann væri með vængi." Fiskurinn braut handlegg mannsins og skar fingur hans mjög illa. íslenskur prentari, Helgi Björgvin Ágústsson, er einn þátttakenda í norskum raun- veruleikaþætti. Hann segist vera klikkaöur og hálfgerður trúður. Vinur hans hefur trú á honum en bróðir hans óttast að sígaretturnar verði honum að falli. íslendingur í norskum Survivor „Ég hef fulla trú á honum því hann er þverari en andskotinn," segir kunningi íslensks manns sem var valinn úr 3000 manna hópi til að taka þátt í raunveruleikaþættinum Farmen í Noregi. Helgi Björgvin Ágústsson, sem hefur búið í nágrenni við Osló síðustu tíu árin, er einn 12 þátttakenda í Farmen sem svipar til raunveru- leikaþáttarins fræga, Survivor. Farmen hefur verið sá vinsælasti í norsku sjónvarpi síðast- liðin misseri. Á heima- sfðu sjónvarpstöðvarinn- ar TV2 er hægt að fylgjast með gangi mála og kynnast þátttakendum. Þar kemur fram að Helgi, sem er 48 ára prentari, sakni sona sinna og sambýliskonu mest en hann mun dvelja á afskekktum stað í 11 vikur. í hverri viku mun einn þátttakandi detta út og um stóra vinninga er að ræða. „Hann sótti um þetta í fyrra og var löngu hættur að spá í þessu þegar honum bauðst að taka þátt," segir Kristján Ágústs- son bróðir Helga. Kristján hefur ekkert heyrt í bróður sínum enda má hann ekki hafa samband við neinn á meðan á tök- um stendur en hann heyrði í honum tveimur dögum áður en hann hélt af stað. „Hann var mjög spenntur en einnig kvíðinn enda vissi hann ekkert út í hvað hann var að fara. nyujLjjUII; pau- takandi f Farmen Helgi keppirásamt 12 öðrum þátttak- endum á öllum aldri. Vinningurinn er hús og bíll. Hann gæti þess vegna verið dott- inn út, maður fær ekkert að vita strax,“ segir BCristján og bætir við að fjölskyldan bíði spennt eftir að sjá þáttaröðina. „Ég er klikkaður og hálfgerður trúður en á sama tíma fær í hönd- unum," segir Helgi Björgvin á heimasíðunni þegar hann er spurður um hvað hann hafi fram að færa í Farmen. „Ég er mikill húmoristi en það slæma er að ég er aðeins 160 sm á hæð.“ Helgi segist taka þátt í keppninni af ævintýraþrá og hann vilji athuga hversu mikið hann þoli. „Ég er hræddastur um að síga- retturnar verði honum að falli því hann er stórreykingamaður," segir Kristjánbróðirhans. „Hann spurði framleiðendur þáttarins hversu mikið tóbak hann mætti taka með sér og þeir sögðu hon- um að taka sem mest, þeir myndu hvort sem er hirða það allt af honum. Hann ætlar því að nota tæki- færið og hætta að t: reykja.“ A Farmen gengur út á að lifa af á tak- mörkuðum lífsgæðum á yfirgefnu sveitabýli. „Hann er nú enginn úti- vistarmaður en hefur verið mikið í íþróttum og var eitt sinn íslands- meistari í gólfæf- ingum.“ Ert þú búin(n) i nú þér í miðn? Farðu á midar.is og skoðaðu málið. Þeir sem versla miða á midar.is ffyrir 1. ágúst fara i P!NK pott þar sem fjöldi glæsilegra vinninga eru í boði. EGO býður upp á flugmiða fyrir 2 til London með icelandexpress. Fm957 býður 3 heppnum að hitta P!NK baksviðs í höllini og fá m.a. mynd af sér með P!NK og flr. PEPSI býður 10 heppnum í VIP partý með P!NK. 'Skífan gefur 10 heppnum "try this" diskinn með P!NK Dregið verður mánudaginn 2. ágúst Nöfn vinningshafa verða birf á midar.is Hægt verður að nálgast vinningana frá og með 6. ágúsf í verslun skífunnar laugarvegi. x. i •• vvjrv.*. . -Æ .:t> ws

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.