Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2004, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2004, Blaðsíða 19
DV Sport MÁNUDAGUR 26. JÚU2004 1 9 KR í öðru sæti í Slóveníu KR-stúlkur höfnuðu í öðru sæti f sínum riðli í Evrópukeppni kvennaliða í knattspymu en riðiilinn fór fram í Slóveníu. KR-stúikur báru sigurorð af hollensku meisturunum Ter Leede, 1-0, í fyrsta leiknum þar sem Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði sigur- markið. í öðrum leiknum lágu finnsku meistararnir Maimin PaUoseura, 3-1, þar sem Guðlaug Jónsdóttir, Sif Atladóttir og Anna Berglind Jónsdóttir skoruðu mörk KR. í þriðja leiknum tapaði KR hins vegar fyrir sló- vensku meisturunum Novo Mesto, 2-1, og missti þar með efsta sætið tíl slóvenska Uðsins. Guðlaug Jónsdóttir skoraði mark KR í leiknum. Celtic vill fá Shearer Martin O’NeiU, knattspyrnustjóri Celtic, hefur núkinn áhuga á því að fá markaitrókinn Alan Shearer til að leysa Svíann Henrik Iursson af hólmi hjá félaginu en Larsson skrifaði á dög- unum undir tveggja ára samning við Barcelona. Shearer er víst ekki yfir sig hrifinn af komu Patricks Kluivert tU Newcastle og telur að þeir tveir séu of lUdr leikmenn tU að spUa saman. „Það er stundum erfitt fyrir tvo framheija að vinna saman þegar þeir vUja aUtaf vera á sama stað,“ sagði Shearer. Það hefur opnað dyrnar fyrir O’NeiU sem hefúr lýst því yfir að hann telji Shearer vera nákvæm- lega rétta manninn tU að leysa larsson af hólmi. Tvöjafntefli hjá Islandi íslenska kvennalands- Uðið í knattspymu skipað leikmönnum 21 árs og yngri hefur gert jafntefli í tveimur fyrstu leikjum sínum á Norðurlandamótinu sem fram fer á Norðurlandi. íslenska Uðið gerði fyrst jafrítefU, 1-1, gegn Englandi á föstudaginn og skoraði Nfna Ósk Kristinsdóttir úr Val markið. í gær gerði Uðið síðan jafntefli gegn Dönum með sömu markatölu og skoraði þá Elsa B. Arnar- dóttir mark íslenska Uðsins sem leikur sinn síðasta leik í riðlinum á morgun gegn Svíum. Meistaramót íslands í frjálsum íþróttum fór fram á Laugardalsvellinum um helg- ina. FH-ingar unnu liðakeppnina með nokkrum yfirburðum, enginn náði ólympíu- lágmarki en Sunna Gestsdóttir var í stuði og setti eitt íslandsmet. Meistaramót fslands í frjáls- um íþróttum, fór fram um helgina á Laugardalsvelli. FH- ingar sigruðu í samanlagðri stigakeppninni og kom það fáum á óvart. Árangur var ágætur í það heila þótt að ár- angur í þeim tveimur keppnis- greinum sem beðið var eftir með hvað mestri eftirvænt- ingu, spjótkasts- og stangar- stökkskeppni kvenna, hefði verið talsvert undir vænting- um. Guðmundur Karlsson, landsliðs- þjálfari, var fyrir mótið að vonast til að ólympíuhópurinn myndi stækka en það náðist ekki að þessu sinni en við sjáum hvað setur í Bikarkeppn- inni sem verður um þar næstu helgi en það mót er lokamöguleikinn til þess að ná ólympíulágmörkunum. Enn sem komið er hafa einungis Þórey Edda Eiísdóttir og Jón Arnar Magnússon, tryggt sér þátttökurétt á ólympíuleikunum. Helstu úrslit á mótinu voru sem hér segir: Eins og við mátti búast sigraði Þórey Edda Elísdóttir í stang- arstökkinu en fór þó ekki yfir nema 4.20 metra sem er langt frá hennar besta. Vigdís Guðjónsdóttir sigraði í spjótkasti kvenna og Ásdís Hjálms- „Ég hefsett aukna pressu á sjálfa mig í langstökkinu, telmig geta gert betur þar - ég er í stuði og stefni hærra." dóttir var í öðru sæti en báðar voru langt frá ólympíulágmarkinu. Jón Arnar Magnússon sigraði í tveimur greinum, stangarstökld og 110 metra grindarhlaupi. Silja Úlf- arsdóttir nældi sér einnig í tvenn gullverðlaun með sigri í 100 metra grindarhlaupi og 400 metrunum. Magnús Aron Hallgrímsson, kringlukastari úr BreiðabliJd, vann sigm með kasti upp á 59.13. metra en það dugir honum ekki inn á ólympíuleikana en vonast var að honum tækist það. Sunna Gestsdóttir, UMSS, stóð sig heldur betur vel á Meistaramót- inu um helgina og vann sigur í öllum greinunum sem hún keppti. Það er því óhætt að segja að hún hafi verið maður mótsins. Sunna setti íslands- met í 100 metra, hljóp á 11.63 sekúndum og bætti eigið met sem var 11.76. Þá sigraði hún í langstökki með metra stökki og kom fyrst í mark í 200 hundruð metra hlaupi, á eftir hörkukeppni við Silju Úlfars- dóttur úr FH. Sunna var að vonum ánægð með frammistöðuna og hafði þetta að segja í stuttu spjalli við DV-Sport: „Þetta er búið að vera gott mót hjá mér og sér í lagi fyrri dagurinn og mjög ánægjulegt að ná að setja ís- landsmet í 100 metrunum. Það er búin að vera mikil bæting hjá mér í þeirri grein að undanförnu og á laugardaginn voru auðvitað algjörar kjöraðstæður og óskandi að þetta væri oftar svona hérlendis.” Aðspurð segist Sunna telja að hún eigi meira inni, bæði í hlaupun- um eins og langstökkinu: „Ég hef sett aukna pressu á sjálfa mig í lang- stökkinu, tel mig geta gert betur þar og ætla að reyna að komast út núna um næstu helgi og reyna að fylgja þessum árangri eftir - ég er í stuði og stefni hærra," sagði Sunna Gests- dóttir. sms@dv.H Þórey Edda Elfsdóttir Vippaði séryfir4,20 metra istangarstökki kvenna og vann öruggan sigur án þess að hafa mikið fyrir þvi. DV-mynd Teitur Fáar nýjar fréttir í Formúlu helgarinnar Ellefti sigur Schuma í tólf keppnum Þýski ökuþórinn Michael Schu- macher hefur slika yfirburði í Formúlu 1 kappakstrinum að leið- inlegt er orðið á að horfa. Hann var á ráspól í tólftu keppni tímabilsins, á Hockenheim-braut- inni í Þýskalandi og leit aldrei til baka eftir að keppnin hófst í gær. Hann hafði forystuna allan tímann og í upphafi keppninnar virtíst það aðeins vera Finninn Kimi Raikk- onen, sem ekur fyrir McLaren-liðið, sem gæti ógnað honum. Raikkonen hvarf hins vegar út úr myndinni á 13. hring þegar hann keyrði út af og því má segja að sigur Schumachers hafi verið ansi fyrirhafnarlítill og öruggur. Þetta var ellefti sigur Schumach- ers í tólf keppnum á þessu ári, fáheyrðir yfirburðir þessa frábæra íþróttamanns en það verður að segjast eins og er að yfirburðir hans eru ekki að hjálpa íþróttinni. Breski ökuþórinn Jenson Button, sem lenti í vandræðum á æfingu á föstudaginn og þurfti að skipta um vél í bfl sínum, keyrði ffábærlega og náði að koma annar í mark þrátt fyrir að hafa byrjað í þrettánda sæti vegna reglna um vélarskipti. Spánverjinn Fernando Alonso, sem ekur fyrir Renault, varð þriðji og Skotinn David Coulthard, sem er orðinn sjaldséður á meðal efstu ökumanna, varð fjórði. Gaman, gaman! Michael Schumacher fagnar aiitafjafn mikið þrátt fyrir að vera vinna sinn ellefta sigur í tólfkeppnum það sem afer tímabilinu. Reuters

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.