Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2004, Blaðsíða 25
DV Fókus
MÁNUDAGUR 26. JÚLÍ2004 25
V
Hannes Sigurðsson er forstöðumaður Listasafns Akureyrar. Nú hefur rekstrarformi safnsins verið
breytt þannig að hann ber persónulega meiri ábyrgð. Ef safnið er rekið í mínus þarf Hannes að borga
mismuninn en hann lætur það ekkert á sig fá. Hann vill stækka við sig og gera safnið enn glæsilegra.
Listasafn Akureyrar
emkavætt
Hannes Sigurðsson hefur verið forstöðumaður Listasafns Akur-
eyrar í fimm ár. Um síðustu áramót var rekstrarfyrirkomulagi
safnsins breytt og er safnið nú rekið af einkahlutafélagi í hans
eigu. Þetta er í fyrsta skiptið sem slíkt er reynt á fslandi í menn-
ingargeiranum en tilraunin hefur gengið vel til þessa. Hannes er
persónulega ábyrgur fyrir rekstrinum og greiðir tap úr eigin vasa
fari hann fram úr því fjármagni sem honum er skammtað til
rekstursins. Listasafti Akureyrar hefur vakið athygli fyrir metn-
aðarfullar sýningar í tíð Hannesar sem hefur sett upp margar
verulega athyglisverðar sýningar á þeim tíma sem hann hefur
veitt safninu forstöðu. Freyr Einarsson hitti Hannes á Akureyri.
„Bærinn ákvað að gera tilraun
með nýtt rekstrarform á safninu til
þess að tryggja það að fá enga bak-
reikninga í hausinn," segir Hannes
Sigurðsson, forstöðumaður Lista-
safns Akureyrar. „Þessi stofnun er
svo lítil og sértæk að hún þótti
kjörin til þess að gera svona tilraun
með því að einkavæða reksturinn.
Þetta er í rauninni framtíðar stefna
bæjarins - að koma verkefnum frá
bænum og minnka þannig yfir-
bygginguna á þessu öUu saman.“
Borgar tap úr eigin vasa
„Ef ég fer fram yfir fjárlög þá
þarf ég að selja bílinn þannig að
fjárhagsleg ábyrgð er algerlega í
mínum höndum,“ segir Hannes.
„Á móti kemur að bærinn skiptir
sér ekkert af sýningarhaldinu sem
er nú alfarið á minni ábyrgð
einnig. Á sama hátt getur bærinn
sagt upp samningnum séu þeir
ósáttir við sýningarhaldið eða það
þá þjónustu sem ég býð upp á hér
í safninu. Breytingin er í raun sára-
lítil, nema ég ber persónulega
meiri ábyrgð. Annars er aUt með
sama sniði og áður, reyndar eru
meiri kröfur um safnafræðslu og
annað slíkt,“ segir Hannes sem
bendir þó á nokkra ókosti við hið
nýja rekstrarform.
“Hins vegar hefur komið í ljós
að opinberir sjóðir sem styrktu
safnið og styrkja söfn um aUt land
eru ekki að styrkja okkur nú þar
sem safnið er nú einkarekið. Þeir
eru að velta því fyrir sér hvert
hagnaðurinn af safiiinu fer ef það
skUar yfir höfuð hagnaði. Það er
ákveðið óréttíæti í því að einkarek-
in söfn hafi ekki sama aðgang að
þessum sjóðum og þau sem eru
rekin af opinberum aðUum. Þeir
Listasafn Akureyrar
„Þessi stofnun ersvo lítil
agsértæk að hun þótti
kjörin tii þess að gera
svona tiiraun með þvfað
einkavæða reksturinn,"
segir Hannes
forstöðumaður safnsins.
■
\
/
Hannes Sigurðsson
Færengafjármuniúr
opinberum sjóðum eftir
eiga að standa á bak við söfnin í
landinu en hafa ekki getað gert
upp hug sinn varðandi þetta mál
þar sem það er í rauninni mjög
óvenjulegt," segir Hannes sem
fúrðar sig á þessu.
Vill stækka við sig
„Ég var áður með félag sem var
sjálfstætt starfandi á sviði lista -
art.is - og það félag rekur safnið hér
á Akureyri í dag. Mig hefur langað
að stækka safnið og ég held að það
hljóti að vera eitt af framtíðarmark-
miðum okkar hér að verða með
stærra safn þannig að fjölbreytnin
geti orðið meiri. Safnið hér á mjög
lítið safn listaverka og því hef ég
verið að leita eftir söfnum annars
staðar sem eru jafnvel ekki til sýnis
þannig að þeirra verði notið í góð-
um sýningarsal. Ég leitaði fyrst til
ASÍ sem á stórt safn sem væri hægt
að hýsa hér fyrir norðan en það
gekk ekki upp. Eftir það leitaði ég til
Péturs Arasonar sem hafði áhuga á
að setja sitt safn upp hér og var til-
„Efég fer fram yfir
fjárlög þá þarfég að
selja bílinrt þannig að
fjárhagsleg ábyrgð
er algerlega í mínum
höndum. Á móti kem-
ur að bærinn skiptir
sér ekkert afsýning-
arhaldinu sem er nú
einnig alfarið á minni
ábyrgð."
búinn í samstarf. Hann ætlaði að
lána Akureyri safnið sitt endur-
gjaldslaust í fimm ár. Það stóð eitt-
hvað í bæjarfélaginu á sínum tíma
og það endaði með því að Pétur
setti upp safnið sitt í Reykjavík og
fékk til þess góðan stuðning borg-
arinnar. Síðan hefur lítið gerst í
þessum málum en ég vona að í
framtíðinni verði hægt að stækka
safnið því hér eru ffábærar aðstæð-
ur til sýningarhalds á efstu hæð
hússins," segir Hannes.
„Safnið er fyrst og fremst fyrir
Norðlendinga almennt og á að
vera svona gluggi fyrir fólkið sem
hér býr á innlenda og erlenda list.
Ég reyni að vera með metnaðar-
fullar sýningar í gangi hér og sýni
bæði íslenska og erlenda list.
Ferðamennska hefur aukist gríð-
arlega síðan ég flutti hingað fyrir
fimm árum. Við erum alltaf með
fslenskar sýningar á sumrin til að
þjóna væntingum ferðamann-
anna. Það er hins vegar ljóst að
fólk sem ferðast til íslands er fyrst
og fremst að koma hingað ttí þess
að skoða íslenska náttúru en ekki
myndlist. Þetta fólk hefur oftar en
ekki aðgang að stórum söfnum í
sínu heimalandi og koma hingað
til að njóta náttúrunnar.“
freyr@dv.i
>