Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2004, Page 4
4 FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2004
Fréttir DV
Varað við
hundaæði
Hundur hefur greinst
með hundaæði í Suðvest-
ur-Frakklandi. Hundinum
var smyglað írá Norður-
Afríku um Spán. Hundur-
inn hefur mest dvalist í
Bordeaux en einnig á ná-
lægum stöðum. Hann er
talinn hafa bitið minnst
fimm manns. Hundaæði er
banvænn veirusjúkdómur
sem getur borist í menn
með hundsbiti, -klóri eða
þegar trrnga hundsins sleik-
ir slímhúð eða sár. Afar
ólíklegt er talið að nokkur
íslendingur hafl komist í
snertingu við hundinn. Ef
svo ólíklega vildi til hvetur
Landlæknir viðkomandi til
að snúa sér strax til Land-
spítalans.
Skuldirvaxa
um 250 millj-
ónirádag
Erlendar skuldn þjóð-
arinnar námu 596,6
milljörðum króna um-
fram erlendar eignir í lok
júní 2004. Hrein skulda-
staða við útlönd hækk-
aði um 46,5 milljarða
króna á fyrri árshelmingi
vegna fjármögnunar við-
skiptahallans en einnig
vegna verð- og gengis-
breytinga. Þetta þýðir að
skuldir þjóðarinnar hafi
aukist um rúmlega 250
milljónir króna á hverj-
um degi ársins frá ára-
mótum. Að sögn Seðla-
bankans var viðskipta-
hallinn einn og sér tæp-
lega 28 milljarðar kr. á
fyrri helmingi ársins eða
meir en tvöfalt meira en
á sama tíma í fyrra.
Sveitungi
Vaidasar
Kókaínið sem
23 ára gamall Lit-
hái flutti til lands-
ins í vikunni var
mjög hreint. Væri
allt að því hægt að
fjórfalda þau 300
grömm áður en
efnið yrði selt á götunni.
Hann var með efnið í um
80 kúlum sem hann hafði
gleypt. Magnið er töluvert
meira en var í Vaidasi
Jucevicius sem fannst lát-
inn í höfninni í Neskaup-
stað. Pilturinn kemur frá
bænum Telsai í Litháen,
heimabæ þeirra Vaidasar
og Tomasar Malakauskas,
sem ákærður er fyrir að
taka þátt í fíkniefhasmygli
með Vaidasi og koma líki
hans fyrir.
Deila Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins og Latabæjar var tekin fyrir í Héraðsdómi
Reykjavíkur í gær. Þegar Latibær var enn á teikniborðinu og engin leið að vita hvort
hugmyndin myndi slá í gegn lánaði Nýsköpunarsjóður Latabæ rúmlega 20 milljónir.
Ákvæði í lánasamningnum gerir sjóðnum kleift að kreQast þess að fá peningana til
baka í formi hlutabréfa. Það sættir risafyrirtækið Latibær sig ekki við í dag.
Latibær neitar hlutabréfa
kröfum Nýsköpunarsjóös
Nýsköpunarsjóður lánaði Latabæ 21 milljón á þeim tíma sem
fyrirtækið var að slíta barnsskónum. Nú er Latibær orðinn risa-
fyrirtæki. Nýsköpunarsjóður vill peninginn margfaldan til baka í
formi hlutafjár. Latibær vill ekki leyfa Nýsköpunarsjóði að njóta
ávaxta velgengninnar og er málið nú komið fyrir dómstóla.
„Við hefðum helst vilj-
að að málið færi ekki fyrir
dóm,“ segir Gunnar örn
Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri Nýsköpun-
arsjóðs atvinnulífsins, en
ekki hefur tekist að leysa
ágreining milli sjóðsins og
Latabæjar.
„Þetta snýst um
ágreining um lánasamn-
ing," segir Gunnar. „Við
reyndum að leysa málið
en ef það tekst ekki leita
menn annarra leiða. Við
erum í góðri trú um að
Latibær, sem við höfum
stutt hingað til, muni
koma til móts við okkur.
Það er miður að þetta hafi farið fyr-
ir dóm."
Einn af hverjum tíu
Mál Nýsköpunarsjóðs gegn
Latabæ ehf. var tekið fyrir í Héraðs-
dómi Reykjavíkur snemma í gær-
morgun.
Nýsköpunarsjóður er áhættu-
fjárfestir sem leitast við að fjárfesta
í fyrirtækjum sem eru vænleg til ár-
angurs. Óft verður ekkert úr fyrir-
tækjunum en stundum slá þau í
gegn - eins og Latibær. Það eru þær
fjárfestingar sem halda sjóðnum
gangandi og gerir honum kleift að
styrkja önnur fyrirtæki til góðra
verka.
„Við veðjum á tíu fyrirtæki og
uppskerum kannski af einu," segir
Gunnar Örn. „Það fyrirtæki þarf því
að greiða fyrir hin níu og með því
teljum við okkur hafa varið pening-
unum vel."
Latibær vill frávísun
Fyrir Héraðsdómi í morgun
krafðist Tómas Þorvaldsson, lög-
Gunnar Örn Gunnarsson,
framkvæmdastjóri Nýsköp-
unarsjóðs atvinnulffsins
Segir þaö miöur aö málið sé
komið i þennan farveg.
maður Latabæjar,
þess að málinu yrði
vísað frá. Hvorki
lögmanni Nýsköp-
unarsjóðs né dóm-
aranum leist vel á þá
leið. Ef frávísunar-
krafa verður lögð
fram mun málið
tefjast í nokkra
mánuði. Dómarinn
tók því þá ákvörðun
að fresta málinu í
viku svo lögmað-
ur Latabæjar gæti
farið aftur yfir
það hvort frávís-
unarkrafan verði
lögð fram eður ei.
Upphæðin sem Nýsköpunar-
sjóður lánaði Latabæ þegar fyrir-
tækið var enn að slíta barnskónum
nemur um 21 milljón. Þetta var
áhættuíjárfesting því engin leið var
að vita hvort Latibær myndi slá í
gegn. í lánssamningnum var því
kveðið á um svokallaðan breytirétt
sem gerir Nýsköpunarsjóði kleift að
fá peningana til baka í formi hluta-
fjár í fyrirtækinu.
Bauð margfalt minni hlut
f dag er Latibær orðinn að risa-
Um lán með breytirétti hjá Nýsköp-
unarsjóði:
„Meö lánum meö breytirétti hefur Ný-
sköþunarsjóður einhiiða heimild til aö
breyta þeim I hiutafé i viðkomandi fyr-
irtæki á fyrirfram ákveðnu gengi. Gerð-
ur er sérstakur iánssamningur þar sem
skiiyrði sjóðsins eru tiltekin og gerð er
krafa um að heimiid tii breytiréttar
sé færð inn I samþykktir félags-
ins.’
Af heimasíðu Nýsköpunar-
sjóös.
„Það er miður að
þetta hafi faríðfyrír
dóm."
fyrirtæki og Nýsköpunarsjóður vildi
uppfylla breytiréttarákvæðið.
Latibær hélt því hins vegar fram
að breytirétturinn hefði fallið nið-
ur. Þrátt fyrir þessa túlkun Latabæj-
armanna bauð fyrirtækið Nýsköp-
unarsjóði að fá hlutabréf á gengi
sem tæki mið af verðmæti bréfanna
á markaði í dag. Þannig fengi sjóð-
urinn mun minni hlut í Latabæ en
sjóðurinn vill fá og hefði fengið ef
21 milljónar
króna
fram
lagið
á
sínum tíma hefði verið lagt fram
sem hlutafé. Þetta boð átti að skapa
sátt.
íþróttaálfurinn latur til svars
Nýsköpunarsjóður hafnaði boð-
inu og vildi fá hlutabréfin á „réttu"
gengi, það er að segja því gengi sem
hlutabréfinu voru metin á þegar
lánið var veitt. Þannig eignist þeir
margfalt stærri hlut í Latabæ en for-
svarsmenn fyrirtækisins vilja sætta
sig við. Nýsköpunarsjóður telur að
með því að Latibær hafi boðið þeim
að nýta breytiréttinn á öðru gengi
séu þeir að viðurkenna að breyti-
rétturinn sé virkur. Deilan snýst því
um breytiréttinn og túlkun beggja
aðila á lánssamningnum.
Kjartan Már Kjartansson,
upplýsingafulltrúa Latabæj-
ar, vildi ekkert tjá sig um
málið. Sagði einfald-
lega: „No comment"
og benti á eigin-
konu Magnúsar
Scheving - Ragn-
heiði Melsted. Ekki
náðist hins vegar í hana.
Sjálfur er Magnús Scheving
nýfloginn til Bandaríkjanna.
simon@dv.is
Magnús Scheving íþrótta-
álfur Fékk hjálp frá Nýsköpun-
arsjóði til að koma Latabæ af
stað en stendurnú I málaferl-
um um hvernig greiða eigi
styrkinn tilbaka.
Svarthöfði
Meiri mútur!
í gærmorgun staulaðist Svart-
höfði ffam úr rúminu um áttaleytið
og byrjaði á filterslausu kamelsígar-
ettunni áður en hann svolgraði í sig
tvo potta af svörtu kaffi.
Eftir það fór heimurinn að verða
kunnuglegur.
Og Svarthöfði gat borið höfuðið
hátt þegar hann gekk rösklega tU úti-
dyra, tU að sækja sér blöðin að lesa.
Og það var sama hvaða hörmungar
lífsins blöðin báru á borð, Svarthöfða
var ekki brugðið. Hann hugsaði ein-
faldlega með sér, svona er lífið og við
því er ekkert að gera.
Fyrr en hann kom að áttundu síð-
unni í Fréttablaðinu. Þá verður Svart-
höfði nefnUega að viðurkenna að
hann fékk hland fyrir hjartað.
„íslendingar reynslulausir varð-
andi spUlingarmál" var aðalfréttin á
síðunni. Og sagði frá úttekt einhvers
sem kaUaðist „Ríkjahópur Evrópu-
ráðsins um spUlingarmál".
„Hjálpi mér!" hrópaði Svarthöfði
upp yfir sig, svo hátt að kona Svart-
höfða, Svarthöfða, hrökk í kút. „Hvað
hefur komið fyrir?" spurði hún um leið
og hún stakk síðustu rúUunni í hárið.
En Svarthöfði mátti vart mæla af
áhyggjum. Hér varð að grípa skjótt tíl
aðgerða. Landsmenn reynslulausir af
spillingarmálum?! Merkti það að
Hvernig hefur þú það?
„Ég hefþað mjög gott. Gaman í vinnunni og mikið að gera," segir Sigurjón Kjartansson, út-
varpsmaður og Tvíhöfði.„Svo setti ég saman kojur fyrir strákana mfna tvo sem eru fjögurra og
sex ára. Það tók tvær vikur. “
f
íslendingar stæðu ekki í
fremstu röð í spUlingarmál-
um? Ættu ekki heimsmetið,
samkvæmt höfðatölu?
Titrandi röddu út-
skýrði Svarthöfði þetta
fyrir konu sinni.
„Við verðum að grípa
tU vopna," fimbul-
fambaði svo Svarthöfði.
„Þetta má ekki vera svo.
Okkur skortir reynslu á
þessu sviði og við verð-
um þegar í stað að öðl-
ast hana. Við verðum
þegar í stað að auka
spUlinguna! Okkur
vantar meiri fjárdrátt!
Meiri svik! Meiri mútur!"
En Svarthöfða hafði
áhyggjur.
Bíddu bara, góði," sagði hún ró-
lega. „Þegar „nýja hagkerfið" okkar
verður gert upp, þá mun ekkert
engar
skorta á spUling-
armálin."
Og Svarthöfði leyfði sér að vona
að það væri rétt.
Svarthöfði