Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2004, Síða 12
72 FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2004
Fréttir DV
Draugabani
ídulargerfi
Lögreglan á Ind-
landi hefiir handtek-
ið mann fyrir að dul-
búa sig sem draug og
bjóða síðan upp á
þjónustu sína sem
draugabani við að koma
draugnum fyrir kattamef.
Ambika Rai klæddist svörtu
og olli skelfingu með íbúa
þorpsins Siliguri í Bengal á
kvöldin. Daginn eftir heim-
sótti hann svo íbúana og
bauðst til þess að særa
drauginn í burtu. Brelfan
uppgvötvaðist þegar lögregl-
an fékk ábendingu um hvað
væri í gangi og greip hún Rai
í miðjum klíðum eitt kvöldið.
Hann játaði og sagðist hafa
þénað vel á þessu uppátæki.
Gúmmídúkka
giljuðíbúð
Lögreglan í Þýskalandi
þurfti nýlega að láta
hendur standa fram úr
ermum við að skilja í
sundur 38 ára gamlan
mann og uppblásinn
kynlífsfélaga hans. Mað-
urinn var töluvert ölvaður
þegar lögreglan greip
hann í miðjum klíðum á
gúmmídúldamni í versl-
unarmiðstöð í Stuttgart.
Sá ölvaði vildi ekki hætta
og þurfti lögreglan að
neyta aflsmunar til að
draga hann af dúkkunni.
Að sögn talsmanns lög-
reglunnar þurftu þeir lög-
reglumenn sem kallaðir
voru til að hafa talsvert
fyrir því að skilja mann-
inn frá „vinkonu" sinni
en það tókst að lokum.
Drykkjuleyfí
frakonunni
Karlmenn í einu
héraði í Indlandi
gætu átt yfir höfði
sér allt að þriggja ára
fangelsi ef þeir eru
gripnir við drykkju
án þess að hafa til
þess leyfi fr á eigin-
konu sinni. Tillaga
þess efrús hefur verið sett
fram af kvennahreyfingu í
Bihar að sögn Mid-day
blaðsins. Kvennahreyfingin í
Bihar segir að þetta muni
frelsa konumar frá því and-
lega álagi sem fylgir því er
eiginmennimir koma
dauðadrukknir heim til sfn
og em með hávaða og læti.
Skýrsla með þessari tillögu
er nú til skoðunar hjá hér-
aðsstjóranum í Bihar sem
kallar tillöguna byltingar-
kennda.
Margrét Ólafsdóttir
i/efstjóri Þokkadísanna á Akureyri
„Viö skvlsurnar sem vinnum á
skrifstofu Samherja erum mjög
samhentur hópur og í vor
ákváöum viö aö koma klúbbn-
um okkar Þokkadlsir á vefinn.
Landsíminn
aö gera eitthvaö skemmtilegt
saman. Þaö er llka meö ein-
dæmum góöur starfsandi hjá
okkur á skrifstofunni. Ég get
nefnt sem dæmi að á sfðasta
Sjómannadegi tókum við þátt I
róörarkeppninni hér á Akureyri.
Við unnum að vísu ekki en aö
mlnu mati vorum viö aö sjálf-
sögöu langflottastar.“
Yfirvöld í Bógóta í Kólumbíu óttast nýja ógn í baráttunni viö fíkniefnavandann
Fregnir berast úr frumskóginum þess efnis þar sé nú í ræktun nýtt afbirgði af
kókaínplöntunni sem sé stærri, hraðvaxnari og gefi af sér mun meira af virku
efni en venjulegar kókaínplöntur.
Genabætt oíurkókaín
á leið ót ó markaðinn
Bandarískir fíkniefnalögreglumenn reyna nú að staðfesta fregn-
ir um að nýtt genabætt ofurkókaín sé á leiðinni út á markaðinn.
Yfirvöld í Bógóta, höfuðborg Kólumbíu, óttast þessa nýju ógn í
baráttunni við fíkniefnavandann þar í landi en Kólumbía er
stærsti kókaínútflytjandi heims.
Fregnir berast úr frumskógun-
um þess efnis að þar sé hafin rækt-
un á nýju afbrigði af kókaínplönt-
unni sem sé stærra, hraðvaxnara og
gefi af sér mun meira af hinu virka
efni en venjulegar kókaínplöntur.
Camilo Uribe vísindamaður sem
starfar sem ráðgjafi með fíkniefna-
lögreglunni í Kólumbíu segir að
hann hafi þegar séð þessar nýju
plöntur á svæðum þar sem mikið af
kókaíni er ræktað. Hann segir að
hinar nýju plöntur gnæfi yfir venju-
legar kókaínplöntur sem ná yfirleitt
um 1,5 metra hæð. Og fleiri hafa
einnig gefið sig fram og sagt að þeir
hafi séð þetta nýja afbrigði.
„Það sem okkur hafði ekki tekist
hingað til var að afla sannana um
að þetta nýja afbrigði væri til. Nú
höfum við fundið plönturnar," seg-
ir Uribe.
Risarunnar með stór laufblöð
Uribe segir í samtali við AP-
fréttastofuna að hann hafi fundið
nýjar plöntur sem voru á milli 2 og 3
metra háar í Sierra Nevada-fjöllun-
um í norðurhluta Kólumbíu og í La
Macarena sem liggur á frumskógar-
svæði í miðhluta landsins.
„Þetta voru risastórir runnar með
stórum laufblöðum," segir Uribe en
það er einkum í laufblöðunum sem
virka efnið í kókaíni er að finna.
Risastórar kókaínplöntur hafa
einnig fundist í Putumayo-héraðinu
í suðurhluta landsins þar sem mikil
Kókafn Lögreglumenn I Kólumbfu gera kókaín upptækt en ekkert dregur úr framboöinu.
Ofurkókaín Yfirvöld hafa áhyggjur afþvl aö hafin sé framleiðsla ofurkókaíns sem þolir
plöntueitur.
framleiðsla á kókaíni fer fram. Stað-
arbúar hafa gefið hinu nýja afbrigði
nafnið Bólivíuhvítt og Bólivíusvart.
Þolir plöntueitur
Nýlega kom fram í máli Eders
Sanchez bændaleiðtoga í Putumayo
að Bólivíusvart þoli plöntueitur
mun betur en Tingo Maria sem er
það afbrigði kókaínplönttinnar sem
bændur rækta mest af í dag.
Stjórnvöld hafa hingað til eink-
um notað plöntueitur í baráttu
sinni við kókaínræktunina svo þetta
eru slæmar fréttir þar á bæ. En þetta
eru enn verri fréttir fyrir Bandaríkja-
menn sem eytt hafa milljörðum
dollara í að úða kókaínekrur með
plöntueitri til að koma í veg fyrir að
þær verði notaðar til framleiðslu á
kókaíni fyrir Bandaríkjamarkað.
Ekkert dregur úr framboði
Uribe segir að spurningin sé
hvort glæpamönnunum sem
stjórna kókaínframleiðslunni hafi
tekist að rækta afbrigði af kókaín-
plöntunni sem þolir plöntueitur.
Hann hefur séð óopinberar skýrslur
um að þeir hafi reynt slíkt árum
saman til að bregðast við herferð
Bandaríkjamanna.
Hvað sem þessu líður er ljóst að
götuverð á kókaíni í Bandarfkjun-
um hefur ekkert breyst um árabil
svo að ljóst er að ekki hefur dregið
úr framboði á þessu fíkniefni. Og
þetta er þrátt fyrir að yfirvöld í
Kólombíu segi að eiturúðanir
Bandaríkjamanna hafi valdið því að
kókaínekrur landsins þekji nú um
33% minna svæði en árið 2001.
Allir óttast Marjam Taburova
Svört ekkja gengur
laus í Rússlandi
Marjam Taburova,
ein af svörtu ekkjunum
frá Tsjetsjeníu, gengur nú
laus í Rússlandi og óttast
yfirvöld þar að hún sé að
undirbúa sjálfsmorðs-
árás sem kosta muni
fjölda Rússa lífið.
Marjam er ein af fjór-
um svokölluðum svört-
um ekkjum sem yfirgáfu
Dagestan þann 22. ágúst
síðastliðinn. Tvær þeirra
sprengdu sitt hvora far-
þegavélin í loft upp og sú
þriðja drap níu manns í sjálfsmorðs-
sprenginu í Moskvu.
Þær Amnat, Satsita, Rosa og
Maijam deildu með sér sundurskot-
inni íbúð í Grozny, höfuðborg
Tsjetsjemú og voru allar meðlimir í
„Svörtu ekkjunum" en nafnið hefur
þessi hópur kvenna feng-
ið vegna þess að þær
ganga til verks íklæddar
svörtum kuflum að sið
múslima. Hópurinn sam-
anstendur af kaldrifjuð-
um konum sem eru til-
búnar að láta lífið í barátt-
unni gegn Rússlandi.
Þær Amnat, Satsita og
Rosa hafa sem fyrr segir
lokið „verkefnum" sín-
um. Uppi eru hugmyndir
um að Marjam sé meðal
manmæningjanna sem
tekið hafa 240 manns, aðallega böm,
sem gísla í skóla í bænum Beslan í
Norður-Ossetíu. Það er þó talið ólík-
legt og því stendur mikil leit yfir í
Rússlandi að Marjam og vonast yfir-
völd til að geta náð henni áður en hún
lætur til skarar skríða.
Marjam Tiiheyrirhópi kald-
rifjaöra kvenna sem tilbún-
ar eru til að fórna Iffi slnu I
baráttunni við Rússland.
Talið að geimverur séu að reyna að ná
sambandi
Utvarpsbylgja gæti
verið símtal frá ET
Stjömufræðingar telja að út-
varpsbylgja sem þeir hafa fylgst með
gæti verið merki frá geimverum.
Bylgjan, sem hlotið hefur nafriið
SHGbo2+14a, hefur þrisvar borist til
jarðar frá 2002 og náðist hún á hinn
risastóra Arecibo-útvarpssjónauka í
Púertó Ríkó.
Vísindamönnum hefur ekki tek-
ist að greina bylgjuna en hún er að-
eins mínúta að lengd og mjög dauf.
Sérfræðingar frá SETI segja ólíklegt
að bylgjan sé tmflanir eða gabb.
Eric Korpela einn af rannsóknar-
mönnum SETI við Kaliforníuháskól-
ann segir: „Við erum að horfa á eitt-
hvað sem beinlínis öskrar á okkur að
búið sé til. En ég veit ekki um neina
tækni sem getur framleitt svona
merki."
Samband komið? Bylgjutlönin er aö sögn
sérfræöinga sú sem líklegast er aö geimverur
myndu nota efþær ætluöu sér aöná sam-
bandi viö jaröarbúa.
Bylgjutíðnin er að sögn sérfræð-
inga sú sem líklegast er að geimver-
ur myndu nota ef þær ætíuðu sér að
ná sambandi við jarðarbúa. Hjá
SETI er nú verið að keyra merkið frá
Arecibo í gegnum milljón tölvur til
að rannsaka það betur.