Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2004, Page 15
X3V Fréttir
FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2004 75
ið í sinn hlut. Þá geta viðskiptavinir
átt von á vinningi frá Flugleiðum.
Það dugir að setja kassakvittun í þar
til gerða lukkukassa.
• Hagkaup halda
nú íslenska daga og
þar er hægt að
kaupa ferskt lamba-
læri af nýslátruðu á
aðeins 879 kr. kílóið
og lambahrygg á aðeins 949 kr. kíló-
ið. Þeir sem vilja drekka appelsín
með sunnudagssteikinni fá tveggja
h'tra flösku frá Egils á aðeins 119
krónur.
• Ókeypis næringar-
ráðgjöf er í boði í
Lyfju í Lágmúla á
miíli klukkan 16 og 20
í dag. Næringarfræð-
ingur verður á staðnum og aðstoðar
fólk við val á næringarefnum. 20%
afsláttur er af öllum vítamínum,
fæðubótareftium og bætiefnum
meðan birgðir endast. Afslátturinn
er veittur í öllum verslunum Lyiju.
Matargatið
Guðný Hrund Karlsdóttir sveitarstjóri
Hver er fyrsta matarminningin?
,Þaö er skyrið sem ég fékk hjá
mömmu í æsku. Uka flatkökur með
hangikjöti sem ég fékk gjarna í há-
deginu."
Hvað borðarðu f morgunmat?
„Cheerios er fastur liður hjá mérá
morgnana."
Hvaða matar gætirðu ekki verið
án?
„Ætii ég segi ekki bara Cheerios og
mjólk. Þetta er morgunverðurinn og
þaðer erfitt að vera án hans. “
Hvaða mat þolirðu ekki?
„Ég hefaldrei verið matvönd og þoli
bókstaflega allan mat. Maturinn er
auðvitað misgóður en það er ekkert
sem ég þoli alls ekki."
Hvaða mat myndirðu taka með
þérá eyðieyju?
„Efég fengi að taka með mér ísskáp-
inn þáyrði pakki afCheerios og mjólk
meö i farteskinu."
Hvað finst þér skemmtilegast að
elda?
Fiskrétti, það er engin spurning. Það er
hægt að gera svo margt úr fiski. Ég
elda aldrei ýsu enda þorskur I mestu
Leitað að stærstu
trjánum
Haustgöngur skógræktarfélag-
anna og KB banka hefjast á morg-
un. Skógræktarfélag Reykjavíkur
stendur fyrir göngu í Heiðmörk þar
sem Bjami D. Sigurðsson, skógar-
vistfræðingur hjá Rannsóknarstöð-
inni á Mógilsá, leiðir gönguhópinn í
náttúruskoðun og leit að sveppum.
Safnast verður saman í Furulundi
við Heiðarveg. Skógræktarfélag
Hafnarijarðar stendur fyrir göngu
um Kirkjugarð Iiafnarfjarðar. M.a.
verður reynt að finna stærstu og
markverðustu trén. Mæting er við
aðalinngang garðsins að norðan-
verðu. AUir eru velkomnir í göng-
urnar, sem heijast klukkan 10 og
það kostar ekki krónu.
Viðar Friðfinnsson er allt annað en ánægður með þjónustu íslandsbanka. Hann
segir umsókn hennar um greiðslukort hafa verið hafnað vegna þess að hann er
sjálfur á vanskilaskrá. Útibússtjóri bankans segir þetta rangt - allt aðrir hlutir séu
lagðir til grundvallar þegar umsóknir eru afgreiddar.
Segir eiginkonuna ekki fé
Vísekort vegna eigin vanskila
„Konan mín hefur alltaf haft sitt á hreinu og það er beinlínis
rangt að láta hana gjalda fyrir mínar skuldir."
„Ég hef bara aldrei orðið vitni að
þjónustu eða öllu heldur þjónustu-
leysi á borð við þetta. Eiginkona mín
dvelur þessa mánuðina erlendis og
þarf sárlega á greiðslukorti að halda.
Hún hefur aldrei verið í vanskilum,
er íbúðareigandi og á dágóða
summu inni á reikningi sínum. Þrátt
fyrir það er henni hafnað og mér tjáð
að það sé vegna þess að ég er á van-
skilalista. Bankinn virðist sem sagt
refsa eiginkonu minni vegna skulda
sem ég stofnaði til löngu áður en við
kynntumst," segir Viðar Friðfinns-
son.
Eiginkona Viðars er af erlendu
bergi brotin og hann vill ekki blanda
nafni hennar inn í þessa umjöllun
þar sem hún dvelur erlendis um
þessar mundir.
Viðar segir vandræðin hafa hafist
fyrir nokkrum árum þegar þau hjón-
in sóttu um debetkort. Þá var þeim
sagt að konan gæti ekki fengið slíkt
kort þar sem hún væri ekki íslenskur
ríkisborgari. „Þetta þótti mér skrýtið
þar sem ég þekki til fjölmargra út-
lendinga hér á landi sem nota
debetkort. Bankinn tapar ekki á slík-
um kortum þar sem fólk eyðir bara
því sem það á. Þess vegna skildi ég
þetta ekki þá og skil ekki enn." Eigin-
kona Viðars fékk íslenskan ríkis-
borgararétt ekki alls fyrir löngu og
þá loks fékk hún debetkort en
greiðslukort virðist ekki inni í mynd-
inni.
Segir bankann skipta um
skoðun
„Það er engu líkara en bankinn
vilji ekki okkar viðskipti. Við höfum
hvort sinn reikninginn og erum bara
meðalfólk í íslensku samfélagi. Ég
viðurkenni að ég hef skuldað með-
lög og það er ástæða þess að ég lenti
á vanskilalista."
Viðar segist hafa orðið hvumsa
þegar beiðni hans um greiðslukort
fýrir hönd eiginkonunnar var hafn-
að af þjónustufulltrúa - ekki einu
sinni heldur tvisvar. Þá kveðst hann
hafa tjáð yfirmanni þjónustufulltrú-
ans að hann hygðist fara með málið
í íjölmiðla. „Þá breyttu þeir svarinu
og sögðu konuna ekki hafa nægilega
veltu á reikningi sínurn. Hún hefur
alltaf verið með innistæðu á sínum
reikningi og núna á hún nokkur
hundruð þúsund krónur. Ég skil það
að fólk sem er með h'til viðskipti fái
enga fýrirgreiðslu hjá þessum
banka."
Málin standa þannig nú að Viðar
sér sér ekki annað fært en kaupa sér
flugfar og fara með peninga til konu
sinnar. „Það er það eina í stöðunni
en ástæða þess að hún vildi fá
greiðslukortið er einmitt sú að henni
er iila við að vera með reiðufé er-
lendis - eins og svo mörgum öðr-
um.“
Spurður af hverju hann skipti
ekki um bankastofnun segir Viðar
það vel koma til greina. „Mælirinn er
fullur og mér finnst ansi hart þegar
bankastofnun kemur svona fram.
Konan mín hefur alltaf haft sitt á
hreinu og það er beinlínis rangt að
láta hana gjalda fyrir mínar skuldir,"
segir Viðar Hreinsson.
Ákveðnarreglur
Björn Sveinsson, útibússtjóri ís-
landsbanka við Kirkjusand, segir
rangt að fólki sé refsað vegna van-
skila maka. Hann kveðst ekki geta
rætt tiltekið mál enda sé shkt óheim-
ilt. „Við viljum fá til okkar góða við-
skiptavini. Við reynum að þjóna
hverjum og einum eftir bestu getu.
Við horfum á viðskipti hvers og eins
án tillits til hugsanlegra skulda eða
vanskiia maka. Hvað greiðslukortin
varðar þá eru umsóknir um slik kort
afgreiddar eftir ákveðnum reglum.
Fólk þarf að uppfyha ákveðin skil-
yrði eftir því til dæmis hvaða tegund
korts er sótt um. Það er líka gerð
krafa um ákveðna veltu og á endan-
um er heUdarmynd umsækjandans
skoðuð og tekin ákvörðun um hvort
viðkomandi fær kort eða ekki," segir
Björn Sveinsson.
Fólk vUl að vinir minni sig á fjöl-
skyldumeðlimi og/eða sjálfa sig.
Þannig velur fólk gjarna vini sem
eru likir þeim sjálfum í sjón. Þetta
kemur fram í nýrri kanadískri rann-
sókn og tók fjöldi sjálfboðaliða þátt.
Sjálfboðaliðarnir skoðuðu fjöldann
allan af andlitum á tölvuskjá. Ann-
ars vegar var um aUs konar fólk að
ræða og hins vegar andlit sem
höfðu verið búin tU með því að líkja
eftir systkinum og foreldrum við-
komandi. Niðurstaðan var einföld;
sjálfboðaliðarnir tóku án undan-
tekninga fólk, sem li'ktist einhverj-
um þeim nákomnum, fram yfir
aðra.
Vinir Matthildarmennirnir
Davið Oddsson, Ingólfur
Eldjárn og Hrafn
Gunnlaugsson eiga það
sammerkt að vera
I afskaplega hárprúðir.
Dr. DeBruine, sem stýrði rann-
sókninni, segir líklegt að við treyst-
um þeim betur sem eru okkur
kunnuglegir í sjón og gætu þess
vegna verið tengdir okkur. Að sama
skapi kemur í ljós að fólk virðist
ekki nota þessa reglu þegar það
leitar sér að maka - heldur þvert á
móti. Dr. DeBruine telur að það sé
okkur meðfætt að vilja vingast við
þá sem eru líkir okkur og kunni að
hafa sömu gen. Þegar kemur að
makavalinu sé eins og mannskepn-
an vilji gæta þess að blandast ekki
sömu erfðaefnum og velji sér því
maka sem er ólíkur í útliti.