Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2004, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2004, Síða 18
í 8 FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2004 Sport DV MARKVARSLA GUNNARS Gunnar Sigurðsson, markvörður Fram hefur varið 48 af 52 skotum sem hann hefur reynt við í seinni umferð Landsbankadeildar karla. Gunnar Sigurðsson markvörður Fram hefur varið 48 af þeim 52 skotum sem hann hefur fengið á sig í seinni umferð Landsbankadeildarinnar. Enginn markvörður hefur haft meira að gera í sumar, enginn hefur varið fleiri skot og enginn hefur varið hærra hlutfall skota. Frábær (seinni umferð Gunnar Sigurösson hefur verið frábær iseinni umferö en Fylkismaðurinn Björgólfur Takefusa sem sækir að honum hér til hægri er aðeins einn affjórum mönnum sem hafa náð að skora hjá Gunnari í siðustu sjö deildarleikjum. Gunnar Sigurðsson hefur leikiö 15 af 16 leikjum Fram í sumar en hinir markverðirnir á listanum hafa allir leikið alla 16 leikina. Þórður Þórðar- son markvörður Skagamanna hefur oftast haldið hreinu eða í sex leikjum en Gunnar er einn fimm markvarða sem koma honum næstir og hafa haldið marki sínu hreinu í fimm leikjum. um eða marki að meðaltali í leik og fyrir vikið hafa Framarar náð í 12 stig út úr þessum átta leikjum en fengu aðeins fimm stig undir stjórn Rúm- enans Ions Geolgau. Gunnar Sigurðsson á að baki ótrúlega tölfræði úr sjö fyrstu leikj- um seinni umferðarinnar en hann hefur í þeim varið 48 skot og aðeins fjögur skot hafa sloppið framhjá honum. Gunnar hefur því varið 92% skotanna sem til hans hafa komið og sker sig algjörlega út á báðum svið- um, er með 5% hærri hlutfallsmark- vörslu í seinni umferðinni en næsti maður sem er Daði Lárusson í marki FH og tíu fleiri skot varin en sá sem kemur honum næstur en það er Eyjamaðurinn Birkir Kristinsson. Enginn varið fleiri skot Enginn markvörður hefur varið fleiri skot eða hærra hlutfall skota það sem af er í Landsbankadeildinni en Gunnar sem er á góðri leið með að verja flest skot allra markvarða deildarinnar þriðja árið í röð. Þegar tvær umferðir eru eftir af mótinu hefur Gunnar varið fimm fleiri skot en næsti maður sem er Ungverjinn Sandor Matus í marki KA. Gunnar hefur ekki fengið tæki- færi með íslenska landsliðinu en til samanburðar þá hefur landsliðs- markvörðurinn Kristján Finnboga- son varið 30 skotum færri en Gunn- ar og 12% lægra hlutfall skota en markvörðurinn snjalli hjá Fram. ooj@dv.is Gunnar er á góðri leið með að verja flest skot allra markvarða deildarinnar þriðja arið i roð. ■ Leikir Gunnars í seinni umferð: Víkingur (úti) 8 varin : 0 mörk á sig fBV (heima) 6:2 (A (úti) 2:0 Grindavík (heima) 9:1 Fylkir (úti) 8:1 KA (úti) 9:0 KR (heima) 6:0 Flest skot varin: Gunnar Sigurðsson, Fram 80 Sandor matus, KA 75 Birkir Kristinsson, IBV 72 Albert Sævarsson, Grindavík 65 Bjarni Þórður Halldórss., Fylki 63 Daði Lárusson, FH 60 Hæsta hlutfall skota varln: Gunnar Sigurðsson, Fram 85,1% Daði Lárusson, FH 81,1% Birkir Kristinsson, (BV 80,9% Bjarni Halldórss., Fylki 79,7% Gunnar Sigurðsson hefur varið mark Fram af stakri snilld að undanförnu og á mikinn þátt í því að Framliðið hefur aðeins fengið á sig fjögur mörk í þeim sjö leikjum sem er lokið í seinni umferðinni. Þjálfarinn Ólafur Kristjánsson sparar ekki stóru orðin þegar kemur að markverði sínum enda hefur hann manna best getað fylgst með stórbrotinni markvörslu Gunnars, nú síðast í 1-0 sigri á KR en Gunnar hélt þá hreinu í þriðja sinn í síðustu 5 leikjum. „Gunnar Sigurðsson sýndi það í dag að hann er besú markvörðurinn okkar hérna heima í dag,“ sagði Ólafur H. Kristjánsson, þjálfari Framara, eftir sigurinn á KR og það hefur ekki spillt fyrir læri- sveini hans í markinu að Ólafur hefur teldð vörn Safamýrarliðsins í gegn og gerbreytt henni til hins betra. Með tilkomu Ólafs Kristjáns- sonar hefur Framvörnin eflst til mik- illa muna, liðið fékk 13 mörk á sig í fyrstu átta leikjunum en það hafa aðeins verið skoruð fimm mörk hjá Framvörninni í þeim átta leikjum sem liðið hefur spilað undir stjórn Ólafs. Þarna munar heilum átta mörk- 92% markvarsla í sjö leikjum seinni umíeröar SIÐUSTU SJO UTILEIKIR Síðustu sjö útileikir FH Fram (deild) 2-1 Sverrir, Freyr Haverfordwest (Evrópuk.) 1-0 Borgvardt Keflavík (delld) 1-0 Borgvardt KR(bikar) 3-1 Jónas, Emil, sjálfsmark ÍBV (deild) 3-1 Atli Viðar 2, Emll Dunfermllne (Evrópuk) 2-1 Ármann Smári, Nielsen , ' Grindavfk (deild) 4-0 Borgvardt 2, Jón, Nielsen Samantekt 7 útileikir 7 útisigrar 16 mörk skoruð 4 mörkfengin á sig Markaskorar (leikjunum sjö Allan Borgvardt 4 Tommy Nielsen 2 Emil Hallfreðsson 2 Atli Viðar Björnsson 2 Freyr Bjarnason 1 Sverrir Garðarsson 1 Jónas Grani Garðarsson 1 Ármann Smári Björnsson 1 Jón Þorgrímur Stefánsson 1 sjálfsmark 1 FH-ingar hafa ekki misstigið sig í sjö síðustu útileikjum sínum í þremur keppnum Skiptir ekki máli hvar FH-inqar spila FH-ingar hafa ekki bara farið tap- lausir í gegnum alla leiki sína í öllum keppnum síðan 22. maí, þeir hafa unnið sjö útileiki í röð, fjóra leiki í deildinni, tvo leiki í Evrópukeppn- inni og einn í bikarnum á heimavelli íslandsmeistara KR. „Þessi úrslit sýna tvímælalaust enn frekar styrk liðsins og það líka að það skiptir okkur ekki máli hvar við spilum, við leikum okkar bolta hvar sem er," sagði Ólafur Jóhann- esson, þjálfari FH eftir að liðið hafði unnið skoska liðið Dunfermline á útivelli og með því komist inn í 1. umferð Evrópukeppni félagsliða. Noklcrum dögum seinna var það annar góður sigur á útivelli, nú 4-0 í Grindavík, sem kom liðinu í lykil- stöðu í Landsbankadeildinni. Þar hefur það náð í 17 af 24 stigum í boði á útivelli og þrátt fyrir að eina tap liðsins hafi komið í Árbænum í 2. umferð þá hefur liðið unnið níu af 14 sigrum sínum í sumar utan Kaplakrikans. FH-ingar hafa reynd- ar ekki tapað á sínum heimaveÚi en jafnteflin eru orðin sex í níu leikjum. FH spilar marga af mikilvægri leikj- um í sögu félagsins á næstu vikum og margir þeirra fara fram utan Kaplakrikans og haldi sigurgangan áfram þarf ekki að spyrja að leikslok- um í sumar. oojisdv.is FH hefur náð í 17 af 24 stigum í boði á úti- velli og þrátt fyrir að eina tap liðsins hafi komið í Árbænum í 2. umferð þá hefur liðið unnið níu af 14 sigr- um sínum í sumar utan Kaplakrikans. Jafngóðir ef ekki betri á útivelli Úlafur Jóhannesson getur verið ánægður með síðustu sjö útileiki FH-liðsins en það hefur unnið þá alla, þar á meðal þennan á KR-vellinum. DV-mynd Teitur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.