Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2004, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2004, Side 22
I 22 FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2004 Fókus DV c. t » * p| «•; Dóri DNA „Það eru mjög litlir rapppeningar til á Is- landi, ég er ekki Birgitta Haukdalog maðurerlík- | lega ekki að fara að meika það í útlöndum en ég vil samt verða íslenska rapp- I stjarnan," segir Dóri DNA, 1 rímnameistari Islands. ... framhald fráfyrri síðu Með kvæðakverið á náttborðinu Halldór er sonarsonur Nóbel- skáldsins og sver sig í ættina því hann er mjög bókhneigður og yrkir, auk rappsins, ljóð eftir hefðbundnum bragarháttum. „Mér finnst gaman að lesa. Bækur geta snert mig svo ótrú- lega djúpt. Ég ætti að lesa miklu meira, maður bara á það til að gleyma bókunum í amstri dagsins." Halldór segist ekld hafa lesið aliar Laxnessbækumar en þó hafi hann Ies- ið þær allflestar. „Ég er líka alltaf með kvæðakverið hans á náttborðinu. Ég get alltaf fundið ljóð þar sem ég get tengt við hvemig mér líður hverju sinni.“ Halldór segir að afi hans hafi haft mikil áhrif á sig og hafi enn. „Hann veitir mér mikinn innblástur enda var hann stórmerkilegur snifiingur. Ég kynntist honum svoh'tið þótt ég hafi verið ungur þegar hann dó. Hann bjó í næsta húsi þangað til hann fór á Reykjalund og ég var mjög mikið inni á heimilinu þegar ég var bam. Ég heimsótti hann oft á síðustu ámnum þegar hann var á Reykjalundi." HaUdór segir að það geri ekkert til að fólk sé alltaf að spyrja hann um afa sinn. „Það fór svolítíð f taugamar á mér einu sinni en ekki lengur. Hann var svo merkilegur að ég skil fólk alveg að vera forvitíð." „Amma hefur sagt mér að hann væri stoltur af mér ef hann væri hér enn og það mundi ylja honum um hjartarætur að vita að ég er að skrifa og yrkja eins og hann." Alltaf verið fyndni kallinn Halldór segist hafa mikla og brennandi þörf til að skrifa. Hann langaði til að gefa út ljóðabók og eigi mikið af ljóðum sem hann hefur verið að yrkja síðustu misseri. „Ég get ekki hlustað á rapp nema textarnir séu góðir. Það verður að snerta mig. Það er kannski hægt að dansa við 50 Cent og svoleiðis rapp en maður verður að kafa dýpra ef maður vill geta hlustað." Halldór segist ekki æfa sig með rímnaorðabók og hárbursta áður en hann kemur ffarn. „Það æfir sig eng- inn, þannig séð, held ég. Vikuna fyrir keppnina rappaði ég ffjálst með félög- um mínum í tíma og ótíma, þetta kemur bara hægt og rólega hjá manni. Fyrst eru menn alltaf að tönnlast á sömu orðunum en flæðið kemur fljótt með æfingunni." Halldór viðurkennir að hann sé góður í rímnaflæðinu enda altalað að hann sé með afbrigðum hnyttinn og gáfulegur í „battlinu" og sjaldan komi maður að tómum kofanum hjá hon- um. „Ég er bestur í battli, en það eru aðrir sem eru betri en ég í að fréestæla. Ég hef alltaf verið fyndni kallinn, alveg ff á því ég man eftir mér. Ég held það liggi bara í uppeldinu, mamma og pabbi eru svo fyndin. í battlinu vinnur fyndni gæinn. Menn vinna ekki með einhverjum árásum og hótunum. Eða með því að vera svartur með „sixpack" og ör eftír byssukúlur. Það er ekki málið. Sá sem er bestur í heiminum í dag er h'till, hvítur strákur sem heitir Eyedea. Hann hefur komið til íslands og við héngum svolítíð með honum. Fínn náungi." Hnoðast kófsveittur á Rottweilerhundi Halldór segist vera ósköp rólegur og venjulegur maður þótt hann sé rappari en hann hefur meðal annars orðið bikarmeistari í handbolta. „Ég er ekki glæparappari. Ég hef alla tíð búið í mjög vemduðu umhverfi, í húsi í Mosfellsdal við hliðina á Gljúffa- steini. Ég hef aldrei ffamið glæp eða notað dóp. Ég reyki ekki einu sinni. En drekk þó áfengi endrum og sinnum. Ég æfði handbolta nokkur ár með Aft- ureldingu. Ég var línumaður enda var ég mjög stór og mikill eftir aldri." Núna er Halldór á kafi í brasih'sku jiu-jitsu sem hann stundar eins oft og hann getur. Hann glímir aðallega við félaga sinn og kollega lir rappinu, Bent úr XXX Rottweilerhundum og Bent&Sjöberg, sem líka stundar íþróttina af miklu kappi enda mikill garpur. Hann segir að þeir Bent séu með svipað vinningshlutfall í viður- eignunum sínum, sem em allmargar. „Bent er fáránlega sterkur og massað- ur en við erum samt svipaðir þegar við glímum. Hinum strákmum finnst þetta mjög hommaleg iðja hjá okkur, að vera að hnoðast kófsveittir hvor á öðrum á gólfinu. Mér finnst þetta ekk- ert hommalegt. Þetta er alvöru íþrótt. Og ég ætla ekki að hætta þrátt fyrir for- dómana. Jiu-jitsu er mín íþrótt." Rappari í lúðrasveit og spuna- spili! Á sínum yngri árum var Halldór í tónlistarskóla og lauk þremur stígum á saxafón og einu á klarinett. Hann var í lúðrasveit Mosfellsbæjar þar sem hann spilaði annan sax. Með sveitinni vann hann alþjóðlegt lúðrasveitarmót í Gautaborg. „Ég stefni alltaf á að taka upp klar- inettíð aftur, það er svo faliegt og skemmtilegt hljóðfæri, en maður er bara alltaf svo upptekinn við að gera ekki neitt." Halldór segist alltaf hafa verið töffari þrátt fyrir lúðrasveitina, hand- boltann og stöku spunaspil með fé- lögum. „Þótt ég væri í lúðrasveit og svoleiðis var ég aldrei nörd. Mér tókst alltaf að forðast að lenda £ því, mér fannst rosalega gaman í lúðrasveit og spunaspih en ég hættí þessu samt. Þú getur verið nörd í öllu, ég er rappnörd og bardagalistanörd núna. Það er kannski töffaralegri nördismi hver er að dæma?" Þrátt fyrir tónlistamámið segist Halldór ekki kunna á samplera eða tölvuforritin sem notuð eru við gerð rapptónlistarinnar. „Ég kann ekkert á þetta en ég veit samt nákvæmlega hvað ég vil. Það eru mjög góðir vinir mínir sem semja lögin fyrir Bæjarins bestu og NBC og við náum vel sam- an.“ NBC samanstendur af Dóra DNA og Stjána úr Afkvæmum guðanna. Þeir eru búnir að taka upp plötu sem mun koma út með haustinu. Bæjarins bestu hafa verið saman í nokkur ár og fékk platan sem þeir gáfu út mjög góða dóma hjá gagnrýnendum. HaU- dór segist ekki vera með á hreinu hvaö platan seldist mikið þar sem vesen hafi verið í bókhaldinu. Leitar að góðri stúlku „Það eru mjög litlir rapppeningar til á íslandi, ég er ekki Birgitta Hauk- dal og maður er líklega ekki að fara að meika það í útlöndum en ég vil samt verða ís- lenska rappstjaman." segir Halldór grafal- varlegur. „Ég hef þó ekki áhuga á að vera í einhverri Freyjuaug- lýsingu eða svoleiðis á einhverjum skiltum og strætísvögnum. Mig langar heldur ekki til að ferðast um landið með Bylgjulestinni á sumrin. Það get- ur líka verið sumarvinna að þrífa kló- settin á Litla-Hrauni og ég mundi frekar kjósa það.“ Halldór segist eingöngu rappa á ís- lensku. „Ég er með svo mikinn hreim að það er ekkert flott þegar ég rappa á ensku. Ég ber samt fuila virðingu fyrir þeim sem rappa á ensku, það er oft mjög flott. Mér finnst bara svo stór- kostlegt að geta rappað á íslensku og það er ekkert að fara að breytast. Ég er líka góður í því." Halldór ætíar að læra meira eftir að hann útskrifast úr MH. „Ef ég fer í Há- skóla íslands fer ég örugglega í bók- menntafræði eða heimspeki. Annars er ég vel til í að fara til útlanda." Halldór vonar að hann getí fet- að í fótspor afa síns, þó ekki væri nema að litlu leytí. „Ég ætla mér að vinna við ritstörf þegar ég verð eldri. Hvað sem það svo verður. Vonandi verður það bara eins fjölbreytt og hægt er. Ég er ungur enn og það kemur bara í ljós. Núna hugsa ég bara til skamms tíma. það liggur fyrir að massa NBC-diskinn, massa skólann og svo langar mig í kær- ustu. Mig langar að finna góða stelpu, góða og fallega ís- lenska stúlku." mp@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.