Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.2004, Page 31
DV Síðast en ekki síst
FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 2004 31
Súpa og bjór á 500
Oft sat maður á Austurvelli í alveg
sæmilegu veðri í júlí og sótti sér
volgan bjór í rflcið í Austurstræti.
Fátt er jafnvont og volgur bjór nema
ef vera skyldi enskan hans Davíðs
Oddssonar en þar sem hún er ekki til
umræðu hér verður þessi fullyrðing
tekin af dagskrá hið snarasta.
Við vorum bænheyrðir því
skyndilega var því flaggað að ÁTVR
ætlaði að koma sér upp kæli og selja
kaldan bjór. Frábær nýjung alveg
hreint sem okkur varð tíðrætt um.
En jæja, kælirinn var settur í ÁTVR í
Kópavoginum. Já, ef Kópavog skyldi
kalla... Smárann. Svo um leið og
búið var að byggja Smáralind var
kælirinn horfinn og sennilega hefur
hann verið steyptur inn í burðar-
veggi Smáralindar. Jafn misheppn-
uð markaðssetning er fáséð og það
er erfitt að efast um það. En núna
veit ég að þessi markaðssetning er
viljandi misheppnuð. Hún á að vera
misheppnuð. Eg myndi líka óska
þess að markaðssetning á arseníki í
barnamat myndi mistakast. Vegna
þess að áfengi er eitur. Vissulega
hressandi eitur oft á tíðum. En mjög
ávanabindandi eitur sem gerir
„frjálst val“ margra neytenda að
sínu.
Æi, spurðu bara litla frænda
minn
En djöfull er maður íhaldssamur
og hallærislegur því samkvæmt ár-
legum könnunum Samtaka verslun-
Erpur Eyvindarson
skoðar kosti þess að
áfengissala verði áfram
í höndum ÁTVR.
Kjallari
ar og þjónustu vfll meirihluti lands-
manna léttvín og bjór í matvöru-
verslanir. Samtök verslunar og þjón-
ustu eru svo framfarasinnuð að þau
pössuðu sig sérstaklega í seinustu
könnun að spyrja nú líka litla
frænda þinn hvort hann hefði áhuga
á að kaupa áfengi úti í búð (úrtakið
var á aldrinum 16-75).
Aðgengi fólks undir aldri myndi
sennilega aukast við einkasölu á
áfengi sem og sala almennt. Það
myndi leiða af sér að loksins myndu
íslendingar geta státað sig af „vín-
menningu svipaðri og meðal Dana
og Frakka". Bjórfullir iðnaðarmenn
og frönsk börn í rauðvínssósu eru
æði en á fáum stöðum í Evrópu eru
áfengistengdir sjúkdómar jafnskæð-
ir. Enda eru Danir búnir að vera að
færa áfengislöggjöfina nær norræn-
um löndum á seinustu tíu árum, til
dæmis með því að setja aldurstak-
mark og einnig bann á bjórsölu í
sjoppum eftir 20 á kvöldin.
Lágt áfengisverð f Þýskalandi hef-
ur hinsvegar leitt af sér mikla lækk-
un upp tfl Danmerkur, Svíþjóðar og
umræður eru í Noregi um það sama.
Aðgengi er vissulega minna meðan
áfengi er ekki í matvöruverslunum
en hvað er vandamálið við það? Það
má alveg vera athöfn að kaupa sér
vín í ríkinu og það á í rauninni að
vera það. Gott vín er ekki bara eitt-
hvað remúlaði eða pakkasúpa. Að-
gengið er meira að Abibassmekk-
buxum í Bónus en að Benettonföt-
um úr sérverslun. En maður vfll ekki
allt í 10-11 því allt er betra sem er
spari. Vín á að vera spari. Maður á að
þurfa að gera sér sérferð, það er
meira kúl að sækja eitthvað í sér-
verslun en í aspashilluna í Bónus.
Og svo er það sannað að ríkiseinok-
un á áfengi er besta leiðin sem vitað
er um í dag til að hafa hemfl á og
stýra áfengisneyslu.
Aðgengi fólks undir aldri myndi sennilega aukast við einkasölu á áfengi
sem og sala almennt. Það myndi leiða afsér að loksins myndu íslending-
ar geta státað sig af „vínmenningu svipaðri ogmeðal Dana og Frakka",
Bjórfullir iðnaðarmenn og frönsk börn í rauðvínssósu eru æði en á fáum
stöðum í Evrópu eru áfengistengdir sjúkdómar jafnskæðir.
Tvær krónur af hverjum poka
Ég er alveg til í að ræða ýmislegt
í rekstri ÁTVR, aukið úrval, lækkað
verð og svo framvegis. En allur
skaði á fólki og kostnaður sem hlýst
af fyllerísofbeldi, drukknum bíl-
stjórum, drykkjutengdum sjúk-
dómum sem og eignaskemmdum
endar á reikningi almennings svo
allur gróði af sölu áfengis á að
renna óskertur í sama sjóð. Þótt
Baugur eigi víst þetta blað get ég al-
veg sagt sem mér finnst að Hag-
kaup myndu kannski gefa tvær
krónur af hverjum poka til þess að
bæta upp skaðann sem hlýst af
áfengisneyslu, en þeir myndu hirða
ágóðann. Ég frétti að hið rómaða
menningarmusteri Blásteinn, bar-
inn í Árbæ, væri með frábært há-
degistilboð, „súpa og bjór á 500
kall“. Ég myndi hiklaust nýta mér
tilboð á þessum kalíber í vínbúðum
ÁTVR vitandi að ég í væri að fjár-
magna meðferðarúrræði en ekki
skútukaup. Ég held að mikill meiri-
hluti sé sammála þessu, líka litli
sextán vetra frændi þinn.
Hvareru þaunú
Margrát flugrán
Gústafsdóttir
Kasólétt og tekur
fjví rólega
„Síðasliðin fimm árnef ég verið
blaðamaður hjá Fróða en líka í
lausamennsku hjá hinum og þess-
um. Svo tók ég mig tfl og lærði ljós-
myndun í Iðnskólanum. En nú er ég
kasólétt og tek lífinu frekar rólega
þangað til í lok nóvember en þá
segja mér sérfróðir að ég verði létt-
ari,“ segir Margrét Hugrún Gústavs-
dóttir, blaðamaður og ljósmyndari.
Kvikmynd Óskais Jónassonar
Sódóma Reykjavík varfrumsýnd 11.
október 1992 og var henni a far vel
tekið. Með aðalhlutverk fóru Helgi
Björnsson, Sóley Elísdóttir, Þóra
Friðriksdóttir, Þröstur Guðbjarts-
son, Stefán St. Sigur-
k jónsson, Eggert Þor-
l leifsson ogMargrét
' Hugrún Gústavs-
' dóttir sem þótti
sýna snilldar-
takta á hvíta
tjaldinu.
Frábær bíll
- frá bsert verð
Mazda3 T Sedan 1,6 I kostar aðeins
1.805.000 kr.
Rukahlutir á n
Mazda3 bfll ársins íDanmörku, Finnlandi og Tékklandi.
finnað sætið fvali á bfl ársins f Evrópu ásamtVWGolf.
SIR HF
Opið frá kl. 12-16 laugardaga
. ’K... - jjjp|
SkúUgötu 59, siml 540 5400 www.ri*slr.ll
Söluumboð:
Bílássf., Rkranesi - BSfi, flkureyri
Betri bílasalan, Selfossi - SG Bflar, Reykjanesbæ