Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2004, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2004, Side 3
DV Fyrst og fremst LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 2004 3 The Fall á leiðinni Gamlir rokkhundar gleöjast „Já," segir Grímur Atiason treglega. „The Fall. Þeir koma 18. október og verða með tón- leika í Austurbæ. Þetta eru algjörir snillingar sem eru að koma nú í þriðja sinn til íslands. Síð- ast voru þeir með tónleika árið 1983 og þeir sem muna þá tónleika fá í hnén við tilhugsunina." Grímur segir Matthew Smith forsprakka sveitarinnar athyglisverðan og skemmtilegan ná- unga. „Hrokagikkur, Manchester-pest. Gestur sem gaman er að fá. The Fall hefur verið starfandi allt frá árinu 1979 og er því hljómsveit á aldur við Fræbbblana. Þetta verður retró-konsert og þó ekki því The Fall eru með mikið nýtt efni." Grímur er enn einn sem skipar sér í vaxandi stétt tónleikahaldara. Grímur vill reyndar ekki meina að hann sé nýgræðingur á því sviði. Hann hafi hins vegar verið rólegri í tíðinni en þeir flestir hverjir, verið kannski með eina og eina uppákomu með löngu milli- bili. „Jájá, það er langt síðan ég byrjaði. Ég flutti til dæmis inn Happy Mondays árið 1990 og hlaut bágt fyrir. Blaðamál í tengslum við hass fylgdu því framtaki og ég var rekinn úr MH fyrir vikið. Þeir voru þá á barmi heimsfrægðar og komu ffam í hátíðarsal menntaskól- ans.“ Þetta var mikið gigg og þjóðsögur urðu til í tengslum við það. Grímur viðurkennir reyndar að Happy Mondays-menn hafi verið mjög happy. „Þeir voru algjörlega steiktir. Gengu út úr Leifsstöð og fi'ruðu strax þá í fyrstu jónunni. Reyktu og drukku út í eitt.“ Grímur er með nokkur járn í eldinum. Frá einu, sem má teljast spennandi, vill hann ekki greina að svo stöddu máli en upplýsir að sænski söngfuglinn Lisa Egdal sé á leiðinni. Hún verður með tónleika 30. októ- ber í Austurbæ. „Margir sem hafa gaman af henni. Hún syngur á ensku og sænsku jöfnum höndum og höfðar til fólks sem er á jaðrinum, fólk úr leikhús- bransanum og svo framvegis. Gamall rokkhundur eins og ég hlusta svo reyndar á hana og hef gaman af.“ jakob@dv.is The Fall Verða með tónleika IAusturbæ 18. september. Þeirsem muna hljómsveit ina i Reykjavík 1983 fá í hnén við tilhugs- unina. Stórtlöindi fyrir rokkunnendur. Hin llf 1"JTI Þórey Edda Elísdóttir Fullt nafn: Þórey Edda Elísdóttir. Fæöingardagur og án 30. júni 1977. Maki: Enginn. Böm: Engin. Biffeið: Engin. Starf: Stangarstökvari og nemi. Laun: Er á styrkjum frá íþrótta- og ólympíu- sambandinu. Veit ekki hvað ég fæ á næsta ári. Áhugamál: íþróttir, lestur og að hitta vini mína. Hvað hefur þú fengið margar réttar tðlur f Lottóinu? Held að þrjár sé metið. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Bæta persónulegt met í stangarstökki. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Ætli það sé ekki bara að taka upp úr töskum. Uppáhaldsmatun Allskonar íslensk villibráð og íslenskur frskur. Uppáhaldsdrykkur. Vatn, ekki spurning. Hvaða (þróttamaður finnst þér standa fremstur (dag? Carolina Kluft. Uppáhaldstfmarit: Vikan og Lifandi vísindi. Hver er fallegasti maður sem þú hefur séð? Zidane er hrikalega flottur. Ertu hlynnt eða andvfg rikisstjóminni? And- víg. Hvaða persónu langar þig mest að hitta? Nelson Mandela er áhugaverður. Uppáhaldsleikari: Tom Hanks. Uppáhaldsleikkona: Nicole Kidman. Uppáhaldssöngvarí/söngkona: Bono og Björk. UppáhaldsstjómmálamaðunSteingrfmur J. Sigfússon. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Andrés önd. Uppáhaldssjónvarpsefni: Fréttirog Sex and the City. Ertu hlynnt eða andvfg veru vamariiðsins hérálandi? Andvíg. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Mér finnst Rás tvö. Uppáhaldsútvarpsmaðun Enginn sérstakur. Stöð 2, Sjónvarpið eða Skjár einn? Sjónvarp- ið. Uppáhaldssjónvarpsmaðun Enginn sérstak- ur. Uppáhaldsskemmtistaður: Kaffi París. Uppáhaldsfélag f Iþróttum: Fimleikafélagið Björk og fimleikafélag Hafnarfjarðar. Svo held ég með Leverkusen hér í Þýskalandi. Stefnirðu aðeinhverju sérstöku f framtíð- inni: Ég ætla að klára ferillinn með góðum árangri og klára námið mitt. Hvaöætlar þúaðgeraf sumarfrfinu? Égferheimtil Islands í sept- Þórey Edda Elísdóttir stangastökkvari Þórey stefnir að þviað klára feril- inn með góðum árangri og klára verkfræðinámið. _ Frikki Karls í föruneyti hinna ríku og frægu Þær fréttir berast nú frá Stóra- Bretiandi að vegur gítarleikarans Friðriks Karlssonar í Mezzoforte fari mjög vaxandi. Mun hann vera meðal þriggja eftirsóttustu undir- leikara þegar verið er að taka upp plötur í London. Og í kvöld mun Friðrik koma fram í mjög vinsæl- um viðtalsþætti Gísla Marteins þeirra Englendinga, (bara eldri týpan), Michael Park- inson. Þar leikur Friðrik undir hjá \ sjálfum Ronan ' Keating, írska hjartaknúsaranum sem áður söng með drengjaband- inu Boyzone, sem Friðrik Karlsson og Keating Þeir félagarnir munu koma fram saman i kvöld I vinsælum sjónvarpsspjallþætti Parkinson IBBC. mun frumflytja nýtt lag. Það hefst á um hálfrar mínútu gítarspili Friðriks. Hann er því ekki í neinu aukahlutverki í þættinum. Sem Gísli Marteinn þeirra Breta nýtur Parkinson gríðarlegrar athygli. Velunnarar Friðriks í London full- yrða að allt UK verði að horfa, drottningin og allur pakkinn. Aðrar stórstjörnur sem munu koma til spjalls hjá Parkinson eru Denzel Wash- ington og Naomi Campell. iP .47 fv'' 1 • j Ég er ekki eini höfundur Dísar „Bókin okkar Silju Hauksdóttur og Odd- nýjar Sturludóttur um Dís kom út hjá þessu þýska fyrirtæki I fyrra, “ byrjar Birna Anna Björnsdóttir á að útskýra.„Og hún gekk mjög vel þar. Svo þegar þeir fréttu afnýju bókinni minni, Klisjukenndir, vildu þeir endilega fá hana lika, leituðu til réttindaskrifstofu Eddu- útgáfu og þetta gekk allt upp.“ Birna Anna segist vera að fínpússa hand- ritið þessa dagana.„Ég hefunnið i bókinni sl. ár og er eiginlega ekkert farin að tjá mig um hana, ég get eiginlega varla talað um hana ennþá. En iörstuttu máli fjallar hún um fyrstu fullorðinsár konu i Reykjavík á okkar dögum. Hún heitir Bára og lifir ansi kröftugu innra lífi. Ég nefni bókina Klisju- kenndir þvl barátta ungra kvenna er oftar en ekki við klisjurnar allt I kringum þær um leið og þær eru að átta sig á sjálfri sér. Þetta er hvorki dæmisaga né samfélagsboðskap- ur, ég vona bara að lesendum þyki hún skondin og skemmtileg." En gruna Þjóðverjar Birnu Önnu um að vera aðalhöfund Dísar úr því þeirflýttu sérsvona að kaupa nýju bók- ina? „Nei,nei,nei," svarar Birna Anna hlæjandi.„Þeir hefðu keypt bækur afSilju og Oddnýju líka, alveg pottþétt. Mín varbara til- búin og þess vegna er þetta svona," segir Birna AnnaBjörns- dóttir. Birna Anna Björnsdóttir „Þjóðverjar hefðu lika keypt bækurafSilju og Oddnýju." Ótrúleg verö VERÐDÆMI Stóll Verð áður kr. 54.900 Verð kr. 37.900 Microfiber áklœði 3 sœto sófi Verð áður kr. 98.900 Verð kr. 75.800 Microfiber áklœði 2 sœto sófi Verð áður kr. 87.900 Verð kr. 59.900 Microfiber ákJœði VISA OG EURO RAÐGREIÐSLUR Opnunartími: Mán og fös..14 -18 Laug og sun.11-16 SETTEHF • HLIÐASMARA 14 • 201 KOPAVOGUR • SIMI 824 1010 » 8241011

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.