Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2004, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2004, Qupperneq 6
6 LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 2004 Helgarblaö DV Álögunum aflétt Guðnl Albertssan, til vinstri á myndinni, ofhenti Franko Matosevió geisladisk Papanna og upp skar mikiö pakkiæti. Húfulagið var skömmu siðor tekið af og Frelsorons FRÉTT VIKUNNAR Blóðbaðið í Beslan „Frétt vikunnar hlýtur tvimælalaust aö vera það sem gerðist I Beslan / Norður- Ossetiu.Annarserég ekki búin að fylgj- ast vel með hvað var að gerast hér innanlands en ég komst ekki hjá því að heyra af þessum harm- leik. Þetta sló mig alveg grlðalega og það hlýtur að eiga við allan heiminn enda erþetta gríðalegur harmleikur. Þetta eru bara börn' Þóra Sigurðardóttlr umsjónarmaður Stundarinnar okkar Húsnæðislán bankanna „Ég hefnú ekki mikið vera að horfa á fréttirí vikunni þarsem þaö er búiö að ■vera brjálað að gera I kringum ný- nemadaginn hérí háskól- anum.En erþað samt ekki þetta með húsnæöislán bankanna? Ég fór á einn fund um það og sá svo fimm mínút- ur I kastljósinu þar sem fjallað var um þetta. Þetta er frétt vikunnar aö mlnu mati afþvl litla sem ég hefgetaö fylgst með.“ Sigriður Dögg Cuðmundsdóttir for- maður stjórnmálafræðinema við Hl Tveir tapleikir landsliðsins „Það hlýtur að vera hvað Islendingar fá alltafslæma dóm- araá landsleiki slna. Og hvað Árni Oautur er að standa sig illa f markinu, ég varekki ánægðurmeð hans frammi- stöðu.Það er llka fáránlegt að Oylfí sé ekki I byrjunarliðinu frekar en Arnar Orétars- son en auðvitaö ráöa þjálfararnir sem ég styð heilshugar. Það er auðvitað eðlilegt að landsliðið sé gagnrýnt þegar þeir spila illa en ég heftrú á þeim.“ Björn Bragi Arnarsson ræðumaður Is- lands Hryllingur í Beslan „Frétt vikunnar er að mínu mati eftir- málaratburð- anna I Baslan I Norður- Ossetiu.Allt sem á eftir hefurkomiö affréttum þaðan ersvo óhugnanlegt að það væri hreinlega hjá- kátlegt að nefna ekkiþennan hrylling." Þorfinnur Ómarsson, verkefnisstjóri MA-náms i blaðamennsku við Hl Enn ein frestun vætuna af regnhlífinni fyrir utan en ekki eftir að inn er komið. Það skaut því eilítið skökku við þegar ein fræga fígúran frá útlandinu sagði í viðtali á dögunum að honum fyndist íslenska þjóðin vera sú sið- menntaðasta sem hann hefði komist í kynni við. „Um hvað er maðurinn að tala," fussaði ég með sjálfum mér og fletti yfir á næstu síðu, stór- hneykslaður á þessu gríðarlega of- mati. Siðmenntuð? Við? Hvenær? En svo rann það upp fyrir mér, sem þó var ljóst fyrir, að umræddur maður væri ekki einungis heims- frægur djókari, heldur einnig per- sónulegur vinur allsherjagoðans ís- lenska og svaramaður. Og ég gat tekið gleði mína aftur. Höskuldui Ólafsson Á réttláta jafnt sem rangláta „Framkvæmdum við gatnamót Miklubrautar og Kringlu- mýrarbraut- ar hefur ver- iö frestað einu sinni énn. Það vek- ur undrun þar Xt sem R-listinn ætti að vera búinn að átta sig á mikilvægi þess að grlpa þarna til framkvæmda til að fækka slysum og auövelda samgöngur í Reykjavík." Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgar- fulitrúi Sjálfstæðisflokks Þá eru haustrigningamar loksins komnar. í mínum huga er þetta eini veðurhamurinn sem hægt er að treysta á þegar það kemur að ís- lenskri veðráttu. Sjaldnast getur maður treyst á snjóinn á jólunum þegar veturinn á að vera í garð genginn og ekki getur maður treyst á sólina á sumardaginn fyrsta. Það hef- ur margsannað sig. Og á vorin, ja, hvað gerist eiginiega á vorin? Núna á ég allt í einu erfitt með að muna eftir einu einasta vori. En haustrigning- amar láta ekki bíða eftir sér. Ónei, þær em traustsins verðar. Útlensk kona sem varð á vegi mínum um dag- inn sagðist hafa tekið eftir því að í rigningu höguðu allir íslendingar sér eins. í stað þess að skjóta regnhlíf yfir höfuð sér, lyftu þeir öxlunum upp að eyrum, kýldu höndunum í úlpu- vasana og settu upp stóra grettu. Ég sagði henni að ástæðan hlyti að vera rokið sem gerði það ómögulegt fyrir okkur að burðast með regnhlífar, að þær breyttust í einni vindhviðu í and- hverfu sína og svo féllu rigningar- dropamir aldrei lóðrétt, heldur þeyttust þeir lárétt með rokinu sem ylli því, sem mér finnst enn þann dag í dag svo merkilegt, að við værum alltaf bara blaut öðm megin. Þessi sjaldgæfu kynni okkar fs- lendinga af regnhh'fum er hins vegar rótin að einum stærsta menningar- árekstri sem við lendum í á megin- löndunum í kring. Það er nefiiilega svo áð þegar það rignir í útlöndum flykkjast íslendingar alltaf að næsta sölumanni og kaupa sér regn- hlífar. Skiljan- lega. Sú upplifun að standa þurr undir regnhh'f er jafh heillandi í okk- ar huga og heitar nætur eða ódýr bjór. En sem sagt, þegar við íslend- ingar kaupum okkur regnhlífar og örkum síðan af stað út í samfélag sem er vant lóðréttu falli rigningar- dropanna, kemur sveitamennskan ætíð upp um okkur. Því allar þær sjálfsögðu umferðareglur sem út- lendingar fara eftir í rigningarveðri virðast vera okkur sveitafólkinu ókunnar, eins og lyfta regnhlífinni upp eða toga hana niður, eftir þri sem við á þegar maður mætir öðrum vegfaranda. Að halla hlífinni á þann veg að sá sem stendur við hlið okkar, eigi ekki bununa vísa ofan í hálsmál- ið. Og síðast en ekki síst, að hrista Það er dýrmætt fyrir unglinga að eiga val BORGARALEG FERMING 2005 - Skráning er í fullum gangi. - Upplýsingar á heimasíðu félagsins: www.sidmennt.is og í símum 567-7752, 557-3734, 553-0877. - Skráning í sömu símum eða á eyðublaði á heimasíðunni. - Boðið verður upp á helgarnámskeið, ætlað landsbyggðarfólki. Pissað upp í vindinn Islendingur í pílagrímsferð með Papadisk Hufulagiö w að æra Króata íslenskur ferðamaður, Guðni Albertsson, hélt upp í pflagríms- ferð til ferðamannabæjarins Porec í Króatíu í lok ágúst. Guðni hafði fregnað það hjá samstarfsmanni sínum hjá Fóðurblönd- unni að eigandi fslendingabarsins Bistro Antonia hafi verið orð- inn úttaugaður eftir samfellda spilun á laginu Hvar er, hvar er húfan mín sem Guðjón Rúdolf Guðmundsson gerði ofurvinsælt á síðasta ári. Á íslendingabamum í Porec var svo komið að lagið var orðið veit- ingamanninnum og starfsfólki hans talsverð þjáning eftir að það hafði verið í stöðugri spilun mán- uðum saman. Guðni ferðalangur segist hafa fundið til samúðar þeg- ar hann heyrði af einsleitri tónlist Króatans á kránni. Guðni hafði áformað sólarferð til Króatíu með dóttur sinni og vinnufélögum hennar en sá ekki glöggt tilganginn fyrr en hann fékk þá hugljómun að hann gæti bjargað Króatanum úr tónlistarnauðinni. Ferðin fékk því tilgang. „Ég ákvað að koma við í Frí- höfninni og kaupa geisladisk með Pöpunum og færa Króatanum," segir hann. Guðni stóð við áform sín og fjárfesti í diskinum. Hápunktur Skálað fyrir pilagrimf Franko veitingamaður bauð igleði sinni Ouðna og sam- ferðafólki hans fria drykki. slóð ómaði um barinn. ferðarinnar var svo þegar hann hélt í lokaáfanga pílagrímsferðar sinnar ásamt 10 ferðafélögum á Bistro Antoniabarinn í seinustu viku. „Ég er ekkert fyrir að liggja í sól- baði svo þetta var kærkomin til- breyting. Það gladdi mig hve ánægður veitingamaðurinn varð við gjöfina," segir Guðni. Það var stór stund á Bistrobam- umþegarveitingamaðurinn, Franko Matosevió tók við hinum nýja diski Papanna þar sem þeir flytja lög og texta Bubba Morthens. Merkja mátti að Franko veitingamaður viknaði við góðmennskuna og hann bauð í létti sínum Guðna pílagrími og öllu samferðafólki hans fh'a drykki. Um það leyti sem skálað var slökkti hann á Húfulaginu og Frelsarans slóð ómaði um barinn. „Ég var orðinn dálítið þreyttur á þessu lagi, Hvar er, hvar er húfan mín,“ sagði Franko við DV eftir at- höfnina á íslendingabarnum. Hann kvaðst myndu spila Papana á næstunni en það væri kærkomið að fá fleiri diska í safnið. Guðni Al- bertsson var einnig himinsæll eftir athöfhina og sagðist nú snúa glað- ur aftur til íslands. „Það er gaman að láta gott af sér leiða," segir Guðni sem nú íhugar hvert hann eigi að fara í pílagrímsferð næst. rt@dv.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.