Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2004, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2004, Blaðsíða 21
DV Helgarblað LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 2004 21 „Ég hef leikið í yfir fjörutíu leikritum, í áramótaskaupum og bídmynd en það virðist ekki skipta neinu máli þegar sjónvarp er annars vegar. Fólk tekur miklu meira eftir þeim sem koma fram í sjónvarpi og margir standa í þeirri trú að ég sé bara að byrja í bransanum," segir hún. Hún segist hafa orðið þess vör að fólk hafi tekið meira eftir henni og þekkt hana eftir að fyrri serían var sýnd. „Mér þótti það óþægilegt fyrst og var dálítið paranojuð og spé- hrædd. Svo vandist það en ég get ekki sagt að það hafi stigið mér til höfuðs. Alls ekki og ég held að ég verði þess ekki vör lengur," segir hún. „í hópn- um er skemmtilegt fólk og þetta er stanslaust grín. Ég býst við að við höfum ekki skemmt okkur síður en áhorfendur við að vinna þessa þætti. Bæði er leikarahópurinn skemmti- legur og mikið af frábæru fólki allt í kringum gerð þáttanna." í Svínasúpunni er Gulla oftast í dálítið móðurlegum hlutverkum og er í góðu jafhvægi við ungu mennina Sveppa og Audda. „Ég hef líka fengið ofsalega skemmtilega sketsa sem ég er mjög sátt við,“ segir hún. Aðspurð hvort þau séu samhent og alltaf sam- an segir hún svo ekki vera en hins vegar séu strákarnir saman út i eitt enda vinni þeir allir við sama sjón- varpsþáttinn. „Það er svo skrýtið að ég hef aldrei fyrr en í 5stelpur.com umgengist mikið kollega mína utan vinnutíma. Auðvitað er talsvert samband milh okkar stelpnanna sem vorum saman í bekk en ég hef alltaf átt minn trygga vinahóp fýrir utan leiklistina. Ein- hverra hluta vegna hef ég ekki eign- ast vinkonur í faginu fyrr en í vor," segir hún hugsandi. Veit að ég er dálítil fitubolla Gamanið í þáttunum gengur dá- lítið út á það að gera grín að vaxtar- lagi Gullu en hún er nokkuð þyngri en konur vilja vera. Hún segist ekki hafa fundið fyrir neinum pirringi þess vegna og það hafi alls ekki geng- ið of langt. „Mér finnst miklu betra að gert sé grín að því að ég er yfir kjörþyngd en því að ég sé heimsk. Ég hef alveg húmor fyrir vaxtarlaginu en hins vegar er alls ekki sama hvemig grínið er gert. Það em til ofsalega ósmekklegir feitubollubrandarar en í Svínasúp- unni em þeir fyndnir. Aldrei meðan ég tók þátt í því gríni fann ég fýrir óþægindum," segir Gulla en játar að það komi fyrir að hún vildi vera öðm- vísi í vextinum. Þegar hún kaupir föt þá langar hana eðlilega eins og allar konur þekkja að vera grindhoruð. „Ég veit að ég er dálítil fitubolla en mér þykir það nú ekki leiðinlegra en svo að ég hef ekki gert neitt í því. Ef það færi að bögga mig verulega þá myndi ég vafalaust fara í róttækar að- gerðir. En því er ekki að neita að ég er ekkert öðmvísi en aðrar konur sem em yfir kjörþyngd, ég er meðvituð um það og ég býst við að þeir sem þannig em £ vextinum séu í stöðugri baráttu við aukakílóin." Hún bendir á að margar góðar gamanleikkonur séu dálftið þykkar og ffábærar þrátt fyrir vaxtarlagið. „Það er enginn mælikvarði á hvað þú getur gert, hvort þú ert feit eða mjó. Nei, nei, þetta pirrar mig ekki," segir hún hlæjandi og þykist ekkert kann- ast við að fólk tah um þessa sætu feitu í Svínasúpunni. „Það er ekki verra og kemur á óvart en ég man ekki eftir að ég hafi verið ávörpuð: Hæ, sæta!“ segir hún og hlær enn meira. Enda kannski sem blaðamaður eða sendiherra Eftir að Gulla kom heim frá írlandi hljóp hún ekki inn í hlutverk í leik- húsunum. Hún þurfti að lifa eins og aðrir og fór að vinna á skrifstofu. Það hvarflaði að henni þá að gott gæti verið að hafa aðra menntun en leik- listina og þess vegna skráði hún sig í mastersnám. „Já, ég vildi tryggja mig betur og skráði mig til náms á Bifröst. Meðal annars er þar nám sem kallast Menningar- og menntastjómun og það er meira og minna öll menning- areh'tan í því. Eg ætla hins vegar að halda mig við Evrópufræðin sem ég byrjaði á í fyrra en ég hef ahtaf haft áhuga á þeim. Ég ætlaði ahtaf að verða blaðamaður, agressívur stjórnmálaskríbent sem léti að sér kveða í þjóðfélaginu. Ég tók stóra u- beygju með því að fara í leiklistina en þessi löngun hefur ahtaf blundað í mér. Láta að mér kveða þar sem rödd mín heyrist og það er aldrei að vita nema fari að koma tími á stjórn- málin," segir hún loks og neitar ekki að það gæti allt eins verið að það fari að heyrast í henni á þeim vettvangi. „Ég var orðin leið á að hafa sterk- ar skoðanir heima í eldhúsi og þruma þeim endalaust yfir þolin- móða kaffigesti. Eins og kvenna er háttur fannst mér eðlilegt að ég færi að læra til þess sem mig langaði að tjá mig um," segir Guha en hún neit- ar ekki að oft skorti hana tíma. Mastersnám sé mjög krefjandi og alls ekki gert með annarri hendi. „Þetta verður soldið púsluspil í vetur, æfingar og sýningar á Litlu stúlkunni með eldspýturnar, sýn- ingar á 5stelpum og svo að reyna að byrja á mastersritgerðinni." Liggur mikið á hjarta Hún er eigi að síður bjartsýn og námið gengur vel. „Maður veit held- ur aldrei hvað framtíðin ber í skauti sér. Samningurinn við leiklistina er tvíhliða, hún getur aht eins snúið baki við mér eins og ég henni. Þó að aht gangi ljómandi vel núna er ekki á vísan að róa og það er ekkert gar- antí. Ég fékk að kynnast því. Maður verður hreinlega að hafa aðra menntun því leiklistarmenntun er einskis verð ef maður vinnur ekki í greininni." Guha segist hafa vahð námið þar sem hún hafi áhuga á þessum mála- flokki og er sannfærð um að við ís- lendingar eigum eftir að ganga í Evr- ópusambandið. „Hvað sem yfirlýsingum Hahdórs Ásgrímssonar líður komumst við ekki hjá því. Við samsömum okkur Evr- ópuþjóðum og vhjum vera þátttak- endur í því sem þar fer fram," segir hún. Guha segist aht eins geta endað sem blaðamaður eins og hún ætlaði sér á yngri árum en hún tekur ffam að það sé svo margt annað sem komi th greina. „Ég gæti endað sem sendi- herra, gæti verið menningarfuhtrúi. Ég get aht, það er sama hvar drepur niður, ég treysti mér í það. Kannski langar mig lflca að fara á framboðs- lista og setjast á Alþingi," segir hún brosandi og hlær þegar hún svarar að Davíð hafi ekki enn hringt í hana. Enda telur hún að seint myndi hún Efað einhverntíma kemur að því að ég festi varanlega ráð mitt þá hefég áhyggj- ur afþví að verði hunderfitt því ég er kominn inn í svo þægilega rútínu. hlíta hans kahi. Líklega sé hún hin- um megin við línuna. „Hvað er það sem mig langar að breyta?" spyr hún og hugsar stund- arkorn. Síðan skehir hún upp úr og verður feimnisleg á svipinn. „Við búum í 250 þúsund manna mikrósamfélagi með auðlindir um- fram það sem margar aðrar þjóðir búa við. Mér finnst bara allur þessi rekstur á okkar litía heimhi með slflc- um ólfldndum að ég hugsa oft, hvers vegna þessir 64 eða hvað margir þeir eru, fara ekki í bara smá frí og fá röska og góða húsmóður sem er búin að reka heimili í 15-20 ár, tíl að græja þetta," segir hún, andvarpar og bætir við að einfaldir hlutir séu oft gerðir alltof flóknir. Gullu er greinhega alvara. Það er því næsta víst að einhverjir mega fara að hugsa sinn gang því hún er lfldeg tíl að standa við það sem hún segir. En hvenær lýkur náminu? Hún hikar aðeins og hugsar sig um og segir síðan: „Bara það þegar það er búið." Síðan skehihlær þessi laglega kona og víst er að hún hefur ekki sagt sitt síðasta orð. bergljot&dv.is FRAMLENGING! Vegna gríðariegrar aðsóknar og fjölda áskorana sýnum víð vinsœlustu myndimar áfram í nokkra daga. KEN PARK SLÆRIGEGN! ★★★ „GRÍPANDI!" -H.UMBL 3000 manns hafa séð Ken Park á einni viku og þrisvar sinnum hefur verið uppselt. ★★★ „Sterk og óvœgin." - Ó.Ö.H., DV. COFFEE & CIGARETTES ★★★★ -MBL „Nálgast það besta sem komið hefur frá þessum mergjaða furðufugli, sem jafnan fer ótroðnar slóðir sem kollegar hans eru að reyna að feta út um allar jarðir." - Sœbjörn Valdimarsson, MBL. ★★★★ Ojphtring fhe Fnedmans Allra síðastu sýningar á sunnudaginn! „Vœgast sagt elnstök helmlldarmynd og því glœpurað löta hanaframh|á sérfara' - Einar Árnason, Fréttablaðið Myndin með mestu aðsóknina! „Kostuleg bleksvört gamanmynd... frábœrlega vel gerð í alla staði..." - Snœbjörn Valdlmarsson, MBL. -fiim unouR visir Landsbankinn Alsherjarpassinn gildir áfram á allar aukasýningar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.