Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2004, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2004, Side 26
26 LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 2004 Helgarblað DV Saga tómatsósunnar Helga Braga Jónsdóttir leikkona er um þessar mundir í aöalhlutverki í leikriti Kristlaugar Maríu Siguröardóttur Vodkakúrinn. Við lá að hún missti hlutverkið þegar hún breytti um mataræði og tók að grennast. Ur fiski í tómata Öll almennileg heims- veldi eiga sínar uppáhalds- sósur, sbr. ameríska „ketchup" eða tómatsósu. Rómverjar settu garum út á allan mat, misillaþefjandi físksósu eftir efnum og að- stæðum. Engu er líkara en sú sósa hafi liðið undir lok með rómverska heimsveld- inu því á 17. öld tóku bresk- ir og hollenskir sæfarendur að færa heim með sér sósu nokkra ffá Kína. Hún hét í þeirra ffamburði „ketsiap" og er talin hafa verið lík soja- eða ostrusósu að bragði og gerð. Evrópubú- um þótti sósan góð og hófu nú að búa til sínar útgáfur af henni, sú breska innihélt t.a.m. mikið af sveppum, ansjósum, ostrum og hnet- um. Árið 1690 var hún köll- uð „catchup“ á prenti, tutt- ugu árum síðar hét hún „ketchup". Fyrsta uppskrift- in birtist svo í hússtjómar- bók í Kanada árið 1727, þar var húsmæðrum ráðlagt að nota í hana ansjósur, skarlottulauka, edik, hvítvín, negulnagla, engifer og múskat. Laust eftir alda- mótin 1800 kom svo fyrsta uppskriftin sem innihélt tómata og birtust slíkar reglulega á síðum bóka og blaða í Bandaríkjunum næstu áratugi. En á Bret- landseyjum héldu menn sig við sveppina og höfðu sína sósu næstum glæra og mjög þunna. Bandaríkjamenn hófu að flytja þeim sína tómatsósu og um aldamót- in 1900 vom 100 tómatsósuframleiðendur þar vestra, Heinz-tómatsós- an kom á markaðinn 1872 og hefur uppskriftin á þeim bæ haldist óbreytt síðan þá. Sumir Japanar setja þessa sósu út á grjónin sín, Bandaríkjamönnum finnst hún gómsæú með nánast öllum mat, Frakkar líta varla við henni en mörgum foreldrum íslenskra barna gengur betur að koma fiski ofan í afkvæmin ef tómatsósan er höfð með. „Ég hef verið grænmetisæta ámm saman," segir Helga Braga Jónsdóttir leikkona blaðskellandi. „Og þá meina ég grænmetisæta, ég borða ekkert kjöt og ekki fisk heldur. Bara grænmeti, baunir og ávexti. Og lengi hef ég svo sem vitað að sykur og hvítt hveiú fara illa í mig, virka eiginlega eins og eitur á minn lík- ama. Svo ég tók mig til fyrir nokkm og hætti að neyta þessa og er algjör- lega ný manneskja síðan.“ Hlutverk í hættu Helga Braga undirstrikar að hún hafi breytt um mataræði heilsu sinnar og líðanar vegna, ekki til að grennast. „En kílóin bara rjúka burt. Ég var þá byrjuð að æfa Vodkakúrinn en þar segir af biturri reynslu konu nokkurrar af megmn- arkúrum. Þeir eru nefnilega fitandi, leiða fólk í tómar ógöngur og ég er algjörlega sammála höfundinum í því. En henni, Krisúaugu Maríu, Grænmetisglás Helgu Btögu Fyrir tvo I stár, sæt kartafla, skorin í sneiðar og steikt í smjöri sér á pönnu, tekur dágóða stund. Á meðan er annað grænmeti sneitt niður: 1/2 rauðlaukur, smátt saxaöur 6-10 stk. sveppir, fer eftir stærðinni Nokkrar greinar blómkál Nýrnabaunir eftir smekk Eggaldin og það grænmeti sem hugurinn girnist og til er I Isskápnum. Salt, pipar og grænmetiskrydd eftir smekk. Allt saman steikt I potti eða á pönnu, snúið oftoghrist. Þegar sætu kartöflurnar eru tilbúnar er öllu grænmetinu blandað saman, slettu afléttum rjóma skellt út á og látið malla smá stund. Þetta er hægt að snæða svona en llka setja I ofnfast fat strá osti yfir og baka lofni þangað til ostur- inn er bræddur og leist ekkert á blikuna, þ.e.a.s. mig. Hún hótaði mér öllu illu, m.a.s. að reka mig úr rullunni ef ég hætti léttbrúnaður. Með þessu má hafa rifið rautt kál, rifnar gulrætur og tómatameð salatsósu úr olíu og ediki að eigin vali. Ekki siæmt heldur að rista sér speltbrauð- sneið eöa bera fram með spelt-hrökkbrauði. Dæmi úr Vodka- kúrnum vinsæla Screw-driver 2/3 hlutar appelsínusafi 1/3 hluti vodka Með örlftilli breytingu má gera sér Blóð- Marlu 2/3 hlutar tómatsafi sletta aftabasco-sósu 1/3 hlutar vodka Báðar aðferðirnar byrja vel aö morgni en ávaxta-eða grænmetis- safarnir klárast þegar llður á daginn. Um fimmleytið á daginn er vodkinn yfirleitt drukkinn eintómur og segir ekki meira afþeim degi. ekki að grennast og nú rétt lafi ég í viðunandi holdum fyrir Vodkakúr- inn.“ Veislur í hádeginu frekar en á kvöldin Helga Braga segist hafa óskaplega gaman af að bjóða vinum og ættingj- um í mat. „Og eins og flestir hef ég gaman af undirbúningi og mat- reiðslu þegar ég hef nógan tíma. En leikarar vinna yfirleitt á kvöldin og mín matarboð og veislur em oftast í hádeginu, ekki á kvöldin. Með aldrin- um lærist manni svo að forðast það sem fer illa í mann en halda sig við allt það sem gerir manni gott. Og ég vara fólk enn og aftur við megrunar- kúrum, þeir gera bara illt verra, setja allt upp í loft í líkamanum. Fólk verð- ur að finna þá fæðu sem hentar því best, jafnt á líkama sem sál. Ég æúa að bjóða upp á grænmeúsglásina mína en líka láta fylgja með tvær uppskrifúr úr Vodkakúmum. Hann er ábyggilega bráðskemmtilegur fyrsta daginn en stórhættulegur and- lega og Ifkamlega," segir Helga Braga Jónsdóttir leikkona. Fyrirsjáanlegt og gleymanlegt Primavera í Austurstræti hefur fjarlægzt nýjungar og nýfrönsku og fært sig nær almennum og traust- um matarsmekk, ræktuðum í Laugaási. Enda er hér í hádeginu fullt af viðskiptafólki að nota sér 2.190 króna verð á þríréttuðum mat við hvíta taudúka og tauservéttur, meðan svipuð verðtilboð í nýklass- ískum stíl a la Bocuse njóta lítillar eftirspurnar á Hótel Holti. Flest er fyrirsjáanlegt og gleym- anlegt á Primavera, mikið af kletta- káli, parmaosú, parmaskinku, ungosti, pöstum og olífuolíu, sem eigendum og gestum finnst hljóta að eiga að einkenna ítalskan mat. Segja má, að Primavera sé frem- ur eftirlíking eða málverk af ítölsk- um matstað en raunverulegur ítalskur matstaður. Enda hefur hann slegið í gegn og þarf ekki leng- ur sífellt að rembast við vandaða matreiðslu. Innréttingar eru stflhreinar og fallegar eins og þær hafa alltaf ver- ið, þótt ég sakni eftirgerðarinnar af Vorinu eftir Botticelli, sem í upp- hafi var fýrir vesturveggnum. Speg- ilveggurinn í austri gerir okkur kleift að virða fyrir okkur fræga gesti svo lítið beri á. KUðurinn er svo mikill í víðum og hljóðbærum salnum, fullum af fólki, að ég heyri varla f sjálfum mér. Þetta er því staður með góða sveiflu. Fimmrétta og 5900 króna kvöld- máltíð hófst með hluúausri parma- skinku með selleríi og klettakáli; hélt áfram með unaðslega góðum, steiktum smokkfiski með ferskum pipar og auðvitað klettakáli; komst yfir í primo með hæfilega soðnu garganelli-pasta með camembert (af hverju ekki gorgonzola?), furu- hnetum og sólþurrkuðum tómati; náði hámarki í secundo með ágæt- lega krydduðum og steiktum skötu- sel með parmaskinku, salvíu og hvítvíni; og endaði síðan í vanillu- búðingnum panna cotta. Flest var þetta bragðgott, enda er Primavera fjögurra stjörnu veitingahús. í hádeginu er bezti tíminn. Þá var gott að velja milli frískrar kjúklingabaunasúpu með eggjum Primavera ★ ★★★ Veitingarýni og parmaosti annars vegar og hins vegar klettkáls með ætiþisúum úr dós, rauðlauk og miklu af parma- osti. Brennheitt lasagna með hakki og klettakáli var ekki merkilegur matur, en betri var snöggt pönnu- steikt rauðspretta með hvíúauks- ristuðu sjávarfangi, rækju, humri og hörpudiski. Eftirrétturinn var bragðlaust panna cotta, lakari en hafði verið í kvöldveizlunni. Kaffi er auðvitað frábært á Primavera. Jónas Krístjánsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.