Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2004, Side 30

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2004, Side 30
30 LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 2004 Helgarblað DV b 1 & Ár & ■ DV-mynd E.ól „Örlagastaðurinn minn er á milli fyrstu og annarr- ar stofunnar á jarðhæð Austurbæjarskólans. En það var einmitt þar sem ég hljóp yfir bekk, frá sjö og upp í átta ára bekk. Þannig var að ég var búinn að læra allt námsefni fyrsta ársins hjá honum afa mínum og var þess vegna ákveðið að færa mig milli bekkja. Ég man þennan atburð eins og þetta hefði gerst í gær. Lognið á yfirgefnum ganginum, bara eins og heimurinn væri hættur að anda. Og dropahljóðið í vaski beint á móti . ■ stofunni, yfirhafnir á | snögunum og á gólf- inu skór og stígvél svo langt sem augað eygir. Ég náði bara að fara í vinstra stígvélið því ósýnilega manneskjan, núna er hún nefnilega á bakvið minnið, hún vísaði mér strax yfir í næstu stofu. Þessi atburður varð til þess að samferð- arfólk mitt í gegnum lífið hefur aldrei verið á sama aldri. Líkamlega er það alltaf annað hvort yngra eða eldra mér sjálfum. Það hefur haft ófyrirsjáanlegar af- leiðingar, mjög gæfuríkar og oft á tíðum óvæntar." Haraldur Jónsscm myndhstarmaður ■ Stórkostleg helgi í frábærum bæ Ég vaknaði við sólargeislana sem vakti mikla ánægju því það hafði verið spáð rigningu. Eðli málsins samkvæmt skiptir miklu máli að hafa gott veður á svona dögum. Eftir að hafa búið til morgunmat handa dætrum mínum fór ég að gera mig tilbúinn fyrir slaginn. Konan mín var erlendis en ég bjó til vöfflur og ávaxtasafa enda var ég í góðu stuði vegna sólar- innar. Upp úr 9 keyrði ég niður í bæ og fylgdist með þeim sem voru að setja sitt prógramm í gang. Sjórinn var alveg spegilsléttur og veðrið frábært. Ég fór upp að golfvellinum í Leiru en þar hefur maður gott útsýni yfir Faxaflóann. sá ég rigningarský yfir Reykjavík og var uggandi yfir Steinþór Jónsson hótelstjóri og formaður Ljósanæturnefndar lýslr Ljósanótt I Keflavfk. Þar Ljósanótt Samkvæmt Steinþóri mættu um 30 þúsund gestir á hátlðina sem gekk vel I alla staði enda veðrið gott. því hvort þau ætluðu sér nokkuð að koma til okkar. Um hádegið sótti ég stelpurnar og systkina- börn mín og sýndi þeim hvað væri í boði yfir daginn. Ég leyfði þeim að prufa einhver tæki því ég vissi að ég hefði takmarkaðan tíma fýrir þau um daginn. Eftir það fylgdumst við með flugsýn- ingunni. Hún var afar íjölbreytt og skemmtfleg og þar sem hún var nýtt atriði á hátíðinni var spennandi að sjá hvernig hún myndi takast tfl. Næst lá leiðin á opnanir listasýninga en ég var meðal annars viðstaddur afhjúpun listaverks við Sparisjóðinn í Keflavík. Um klukkan 4 fór ég ásamt bæjarstjóranum að heiðra gullaldarlið Keflavíkur í fótbolta með svokölluðu stjörnu- skori Reykjanesbæjar. Þetta er koparskjöldur sem við setjum í götuna og svipar til þess sem gert er í Hollywood. Þarna voru 40 einstaklingar sem voru þessa heiðurs aðnjótandi á þessari ánægjulegu athöfn. Ég rétt náði í lokin á landsleiknum í fótbolta á nýja sportbarnum okkar. Þar sá ég að það ringdi enn í Reykjavík en veðrið var enn gott hjá okkur. Það er alveg með ólíkindum hvað veðrið verður hluti af stemmingunni. Það lá þungur bakki allt í kringum okkur en einhvern veginn myndaðist gat yfir okkur. Maður fann að fólk var stolt af bænum sínum og í góðu skapi og var að skemmta sér vel. Eftir leikinn var ég orðinn þreyttur og fór heim, fékk mér snarl og slakaði á. Um klukkan átta skellti ég mér svo aftur í miðbæinn þar sem fjöldasöngur og skemmtiatriði voru í gangi. Hápunktur hátíðarinnar var tendrun ljósanna á berginu og svo fylgdist ég með flugeldasýning- unni sem var alveg stórglæsileg og fékk algjöra gæsahúð þegar Gamli bærinn minn með Hljóm- um var spilaður undir. Þegar flugeldasýningunni lauk kom Ljósanæturnefnd saman þar sem við klöppuðum hverju öðru á öxlina eftir velheppn- aðan dag. Eftir það rölti ég á milli skemmtistaða og skreið upp í rúm klukkan 3 ánægður með dag- inn þótt ég saknaði konunnar minnar. Þetta var stórkostleg helgi í frábærum bæ. Steinþór Jónsson hótelstjóri „Ég tók þáttl hápunkti hátlð- arinnarsem var tendrun Ijósanna á berginni og svo fylgd- ist ég með flugelda- sýningunni sem varal- veg stórglæsileg og fékk algjöra gæsahúð þegar Gamli bærinn minn með Hljómum var spilaður undir."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.