Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2004, Síða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.2004, Síða 33
I 32 LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 2004 Helgarblað DV PV Helgarblað LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 2004 33 ~ Þremur árum eftir 11 september Þrjú ár eru í dag liöin frá hryðjuverkaárásunum á New York og Washington. Um 3.000 manns létu lífið í árás- unum og Bandaríkin áttu samúð heimsbyggðarinnar. Það varði þó ekki lengi því utanríkisstefna Bandaríkj- anna hefur tekið stakkaskiptum og síðan 11. september hafa tvö stríð verið háð í nafni baráttunar gegn hryðju- verkum. Þá hefur mannréttindum víða verið fórnað í nafni þjóðaröryggis. „Ég trúi því að helsta og mesta skylda forseta Bandaríkjanna sé að tryggja öryggi almennings. Ef Bandaríkin sýna veikleika á næsta áratug mun veraldarinnar bíða mikill harmleikur. Þetta mun ekki gerast á minni vakt. Við höldum áfram að mæta hryðjuverkamönn- um með árásum erlendis svo við þurfum ekki að mæta þeim heima," sagði George W. Bush í ræðu á flokksþingi repúblikana fyrir skemmstu. Þetta er annað en Bush sagði í síðustu kosningabaráttu. „Ef við erum hrokafull þjóð verð- um við þannig í augum annarra en ef við erum auðmjúk þjóð virða þeir okkur," var haft eftir Bush árið 2000. í millitíðinni átti sér reyndar stað at- burður sem fáir áttu von á. Ráðist var á Bandaríkin með óvæntum en árangursríkum hætti og hafði sá at- burður áhrif á alla heimsbyggðina. Minni mannréttindi Þrjú ár eru í dag liðin frá hryðju- verkaárásunum á New York og Washington. Þegar atburðirnir áttu sér stað voru þjóðmálaspekingar um allan heim fljótir að láta það frá sér fara að heimsmyndin yrði aldrei sú sama og allt alþjóðakerfið myndi breytast í kjölfar þessara hroðalegu atbuðra. Nú þremur árum síðar hefur margt vissulega breyst en breytingarnar urðu þó ekki eins og margir töldu í fyrstu. Breytingarnar sem flestir hafa orðið varir við eru aukinn ótti, óvissa, biðraðir á flugvöllum og auðvitað skerðing á mannréttind- um. Eftir 11. september hefur ný hrina af mannréttindabrotum í raun farið af stað og yfirvöld víða virðast tilbúin að víkja til hliðar grundvallarréttindum fólks í nafni öryggis. Bandaríkjaþing samþykkti t.d. athugasemdalaust svokaUað Patriot Act sem gerir ríkinu kleift að Ráðist var inn í Afganistan til að koma stjórnvöldum sem skutu skálka- skjóli yfir hryðju- verkamenn frá en þrátt fyrir að það hafí verið gert lifír al Kaída góðu lífí íum 50 mis- munandi löndum. fangelsa fólk án dóms og laga, beita það harðræði og jafnvel pyntingum. Víða annars staðar hafa lög sem færa ríkinu auknar heimildir til að kanna hvað borgararnir eru að fást við verið samþykkt og það sama má segja um alls kyns lög sem varða er- lenda ríkisborgara. Nýju íslensku útlendingalögin eru dæmi um þetta, þótt þau tengist hryðjuverk- unum í Bandaríkjunum ef til vill ekki með beinum hætti. Andúð eykst Þegar hafa Bandaríkjamenn háð tvö stríð í nafni baráttunnar gegn hryðjuverkum. Það fyrra í Afganist- an vannst nokkuð auðveldlega en ekki gekk jafii vel í írak. En þótt hið eiginlega hemaðarstríð hafi unnist nokkuð auðveldlega í Afganistan, og raunar Irak líka, er varla hægt að segja að sjálft stríðið hafi unnist. Ráðist var inn í Afganistan til að koma stjórnvöldum sem skutu skálkaskjóli yfir hryðjuverkamenn frá en þrátt fyrir að það hafi verið gert lifir al Kaída góðu lífi í um 50 mismunandi löndum. Þá gengur vondi kallinn, Usama bin Laden, enn laus þrátt fyrir að hver einasti hellir í Afganistan hafi verið kann- aður a.m.k. tíu sinnum. Stríðið í frak gerði svo baráttuna gegn hryðjuverkum enn erfiðari. Eftir 11. september nutu Bandaríkin samúðar heimsins og mikil sam- staða ríkti á meðal annarra ríkja um Bandarfldn. Þessari samstöðu var eitt með innrásinni í írak og hatrið á Bandaríkjamönnum, sem var mjög mikið fyrir, hefur bara magnast. Þetta á ekki bara við um arabaheim- inn heldur Evrópu og önnur þróuð ríki líka. Ótti og óvissa Bandaríkin eru það ríki sem hef- ur gefið sig út fyrir að vera boðberi frelsis, réttíætis og mannréttinda - Bandaríkin hafa þannig grafið und- an þeim gildum sem landið hefur alla tíð sagst vera duglegt við að boða því þegar Bandaríkjamenn virða ekki mannréttindi, eins og með pyntíngum fanga í írak og fangelsun fólks án dóms og laga, gefur það öðrum rfkjum skálkaskjól til að gera slíkt hið sama. Margir áttu von á því að með hruni Berlínarmúrsins og Sovétríkj- anna færu í hönd öruggari og um- fram allt friðsamari tímar. Þetta hefur hins vegar ekki gerst. Ástand- ið í heiminum í dag einkennis víða af tortryggni, ótta og sundrungu eins og sást á nýafstöðnum ólymp- íuleikum þar sem 20 þúsund her- menn og rúmlega 40 þúsund lög- reglumenn sáu til þess að allir væru „öruggir". Þrátt fyrir tvö stríð í nafni baráttunnar gegn hryðjuverktun eru Bandarfldn, og raunar allur heimurinn, ekkert öruggari fyrir árásum hryðjuverkamanna en áður. Hryðjuverk hafa verið framin í Rússlandi, á ferðamannastað á Balí, markaði í Bombay, höfuð- stöðvum Sameinuðu þjóðanna í írak og víðar. New York Rykský lá yfir suðurhluta Manhattan eftir að turnarnir tveir hrundu tii jarðar. Um 3.000 manns létu lifið iárásunum og i raun skelfilegt til þess að hugsa að þeir hefðu getað verið miklu fleiri. ■ A. Its Drepum bin Laden nunal Reiðm var að vonum mikil eftir hörmungarnar ems og sja má á þessum skrifum sem rituð eru á rykuga rúðu á Manhattan daginn eftir árásirnar. Þremur árum eftir árásirnar hefur ekki enn tekist að hafa hendur ihári bin Laden. Bush fær fréttirnar Andrew Card, starfsmannastjóri Hvita hussms, segir Bush fréttirnar en hann var á þessum tima i heimsókn i barnaskóla. Bush var að lesa upp úr bók fyrir börnin þegar árásirnar voru gerðar. Örvæntingin alger Fjöldi fólks fleygði sér fram af World Trade Center í örvæntingu sinni. Turninn hrynur Þessar myndir sýna hvernig nyrðri turninn hrynur til grunna rúmlega tveimur og hálfum klukkutima eftir að flug 7 7 Seinni vélin hittir I mark Fólk var enn að átta sig á þvihvað hefði gerst þegar siðari flug- frá American Airlines klessti á hann. Áður hafði syðri turninn hrunið til grunna tæpum klukkutima eftir áreksturinn við flugvélina. véUn kom f/júgandi inn i nyrðri turn World Trade Center að morgni 7 7. september 2001. Varnarmálaráðuneytið f molum Ráðist var á Öllu lokað Hlutabréfamarkaðir lokuðu fljótlega og Lagt til atlögu Síðari vélin er hér u.þ.b. að klessa á Stund milli strlða Slökkviliðsmaður sést hér dusta Pentagon tæpum klukkutima eftir fyrstu árásina á NY. götur Manhattan voru yfir fullar afflýjandi fólki. World Trade Center að morgni 1 l.september. rykið úr augunum eftir langa og erfiða baráttu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.