Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2004, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 18. OKTÓBER 2004
Fyrst og fremst |>V
Útgáfufélag:
Frétt ehf.
Útgefandi:
GunnarSmári Egilsson
Ritstjórar:
lllugi Jökulsson
MikaelTorfason
Fréttastjóran
ReynirTraustason
Kristján Guy Burgess
DV: Skaftahlíð 24, Rvík, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 515 7599 - Ritstjórn:
550 5020 - Fréttaskot: 550 5090
Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsing-
an auglysingar@dv.is. - Dreifing:
dreifing@dv.is
Setning og umbrot: Frétt ehf.
Prentvinnsla: ísafoldarprentsmiðja
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni
blaðsins í stafrænu formi og í gagna-
bönkum án endurgjalds.
Hvað veist þú um
rúnasteina
1. Hvar hafa flestir þeirra
fundist?
2. Hvað hafa margir fundist
á Norðurlöndum?
3. Af hverju voru þeir reist-
ir?
4. Hvar eru þeir elstu?
5. Frá hvaða tíma eru þeir?
Svör neðstá síðunni
Heiji-stríðið
1159-1160
Stríðið
Þegar Shirakawa II Jap-
anskeisari sté úr hásætinu
fyrir son sinn, urðu stuðn-
ingsmenn hans við hirðina
órólegir. Einkanlega fylltust
tvær fjölskyldur öfund, af-
brýði og ótta í garð hvorrar
annarrar. Minamoto-fjöl-
skyldan ákvað að koma sem
flestum af Taira-fjölskyld-
unniburtúr
keisarahöll-
inni. En
ráðabrugg þeirra komst upp
og þá hófust átökin. Karl-
mennimir í báðum fjöl-
skyldum vom þrautþjálfaðir
keisarahermenn og börðust
vel og lengi. En árið 1160
tókst Taira-fjölskyldunni að
vinna Minamotoum, og taka
sér alræðisvald. Höfðingi
Minamoto-ættarinnar og
allir ættingjar hans við hirð-
ina vom drepnir. Aðeins
Qórir bamungir synir
komust undan. Einn þeirra,
Yorimoto, hefndi ósigurs
fjölskyldunnar 20 árum
síðar.
Elísabet
Nafnið var vel þekkt hér í lok
17. aldar og gæti verið eldra.
Hliðarmyndir þess eru Elsa-
bet, Lísbet og Lisibet. Upp-
runi nafnins er umdeildur,
merking hebreska orðsins
elisheba hefur verið talin
guð er fullkominn, guð er
eiöur minn eða guö hefur
svarið. Nafnið kemur fyrir I
Bibllunni og bar .
móðirJóhannesar IðfiUy
skíraraþaðog
sennilega er sama nafnið á
feröinni með konu Arons í
annarri Mósebók, hún hét
Elfseba. Erþá giskað áað
síðari liður nafnsins -bet eða
beth hafí verð lagaður að
hebreska oröinu sabbath,
sabbatsdagur.
Svörvlö spumingum:
1. Svíþjóö. 1 Um 3000. 3. Þeir voru leg-
steinar eða minnismerki. 4. I Svíþjóð og
Noregi. 5. Á þjóðflutningatlmanum ca.
300-600 að okkartímatali.
Gagnslausar þotur
Það má hrósa Samfylkingunni fyrir að
afgreiða hin svonefndu „varnarmál"
íslands heldur stuttaraiega í tillögum
um öryggismál sem hinn svokallaði Fram-
tíðarhópur er vinnur að stefnumörkun
fyrir landsfund á næsta ári hefur lagt fyrir
flokksstjórnarfund.
Með „varnarmálum" er átt við hernað-
arviðbúnað Bandaríkjamanna á Keflavík-
urflugvelli sem undanfarin misseri hefur
einkum kristallast í furðulegum umræðum
um hvernig megi halda hér á landi fjórum
orrustuþotum af gerðinni F-15.
Bandaríkjamenn sjálflr vilja fara með
þoturnar burt enda er Ijóst að hér er
ekkert fyrir þær að gera. Á hinn bóginn
hafa ríkisstjórnarflokkarnir að því er virð-
ist bitið það í sig að þessar fjórar þotur séu
alfa og ómega íslenskra öryggismáia og
þegar Davíð Oddsson tók við embætti ut-
anríkisráðherra gáfu yflrlýsingar hans til
kynna að það yrði helsta verkefni hans að
halda þessum þotum suður á velli.
Vel má vera að það sé einlæg skoðun
forkólfa Sjálfstæðisflokksins og Framsókn-
arflokksins að þessar þotur geri hér eitt-
hvert gagn, þótt þeim hafl ekki tekist að
sýna fram á hvað það gæti verið. Því hlýtur
að vakna
grunur um að
áhersla þeirra á
þoturnar sé fyrst
og fremst af efna-
hagslegum rótum
runnin; þeir óttist þann
atvinnumissi suður
með sjó sem brottför
hersins hefði í för með
sér.
En hvort heldur er
ástæðan, þá hlýtur
brátt að renna upp fyrir
nefndum forkólfum að stefna
þeirra er úrelt og getur ekki
skilað néinu nema töfum og
vandræðagangi.
Og pólitískt séð er hún þeim
hættuleg því hún veitir öðrum færi
á að taka frumkvæðið í utanríkis- og
öryggismálum landsins. Eins og Sam-
fylldngin býst nú til að gera.
Og gott hjá Framtíðarhópnum að
átta sig á því að sú mesta hætta sem í
bfli steðjar að íslendingum utanlands
frá felist í umhverfis- og mengunarsfys-
um. Það sýndi til dæmis vera rússneska
flotans hér á dögunum.
Með réttu höfðu menn
áhyggjur af þeirri hættu
sem stafaði af umhverf-
isslysum vegna skipanna -
og ferðum þeirra um ís-
lenska lögsögu yflrleitt - og
hörð stefna íslendinga í að
verjast slíkum „heimsóknum"
kjarnorkuskipa á íslands-
mið hefði verið árangurs-
ríkari til að sporna gegn
slíku heldur en fjórar am-
erískar orrustuþotur
á Keflavíkurflug-
: s velli.
\ Enda gerðu
1 þær ekkert
' gagngegn
Pétri mikla í
þetta sinn. Hvernig hefði
líka mátt vera svo?
Slíkar „varnir“ hafa bara
ekkert gildi í heiminum eins og
hann er nú.
Illugi Jökulsson
„Manneldisráð nær yfirhöndinni. Spartan lang-
ar íhamborgara, salt og bjór en fær ekki fyrren
hann fer neðan jarðar. Allt óhollt er bannað
ÁSGEIR HELGI REYKFJÖRÐ GYLFAS0N
laganemi og einn pistlahöfunda á
Deiglunni.com hefur bersýnilega ekki
fundið sér neina nýja mynd sfðast
þegar hann fór á myndbandaleigu og
því affáðið að taka aftur ellefu ára
gamla hasarmynd með Sylvester
Stallone og Wesley Snipes í aðalhlut-
verkunum: Demolition Man. „Aftur"
því hann hefur greinilega horft á
myndina á sínum tíma en hún var
gerð árið 1993.
ÞÁ HEFUR ÁSGEIR HELGI reyndar verið
ungur að árum - við efumst meira að
segja mn að hann hafi haft aldur til að
horfa hana þá, hafi hún verið bönnuð
innan 16 eins og okkur þykir liklegast.
Hann hefur sem sagt brotið lög þótt
vart getum við hvatt til þess að hann
verði lögsóttur eftir öll þessi ár. Þó er
rétt að benda yfirvöldum á ffamferði
hans enda hvetur hann óspart til frek-
ari lögbrota í nýjum pisdi sínum á
Deiglunni, ekki að vísu til brota á lög-
um eins og þau eru nú, heldur eins og
þau verða árið 2032 - ef spár forkólfa
Demolition Man rætist, sem Ásgeir
Helgi virðist í litlum vafa um.
HANN REKUR FORSENDUR MYNDARINN-
AR sem eru þær að árið 1996 séu þeir
Spartan og Huxley (Stallone og
Snipes) - annar lögga, hinn bófi -
dæmdir til frystingar í áratugi fyrir
að bera sameiginlega ábyrgð á
fjöldamorði.
“Áiið 2032 eru þet síðan afþýddir
ogþeim hleyptafturí samfélagið, sem
þá er orðið að Útópíurúd Skandífas-
Fyrst og fremst
ismans. í ffamtíðinni hafa mörg
stefhumál Skandífasistans náð fram
að ganga ogíraun spaugilegt að horfa
á myndina afturnú rúmlega tíu árum
síðan ég sá hana fyrst. Maður fær
staðfestingu á því að Manneldisráð
nær yfírhöndinni. Spartan langar í
hamborgara, salt og bjór en fær ekki
fyrr en hann fer neðan jarðar. Allt
óhollt er bannað. Spartan og Huxley,
kvenkyns aðstoðarkona hans, ákveða
að eiga mök eitt kvöldið, en mökin
verða að vera sýndarmök. Því öllskipti
á líkamsvessum eru bönnuð af heil-
brigðisástæðum. „Planned parent-
hood” nær nýjum hæðum, því ekki
má eignast böm nema með samþykki
rúdsvaldsins.
ÞORGRÍMUR ÞRÁINSS0N ætti að
gleðjast því tóbak er að sjálfsögðu
harðbannað og hvergi fáanlegt. Þor-
grímar framtíðarinnar hafa því náð
öðm miklu hagsmunamáli ígegn. Það
er orðmengun. Það er að sjálfsögðu
bannað að bölva. f hvert sídpti sem
söguhetja okkar segir hetjuleg orð
eins og „shit", „fuck” eða „damn"þá
hrekkur vél á veggnum í gang og
spúir út úr sér eins kredits sekt. Enda
er slík löggjöf ömgglega reist á því
Fleirasemverð-
ur bannað 2032
Intemetið
Hægt að misnota það
- því best að banna það.
Dagblöð
Hægt að misnota þau
- því best að banna þau.
Listir
Hægt að misnota þæt.
- því best að banna þær.
Bækur
Hægt að lesa þær
- því best að banna þær.
Börn
Hægt að misnota þau
- því best að banna þau.
málefnalega sjónarmiði að það séu
marmréttindi að þurfa ekki að hlusta á
bölv.
Karli Böðvarsyni hlýnar um hjarta-
rætur þegar hann sér að bifreiðar
framtíðarirmar keyra sjálfar og því
óþarft að lesa af öllum „svörtu köss-
unum" sem hann færsettaríbifreiðar
í náinni framtíð. Sævar Karl þarfaftur
á móti að óttast framtíðina, því eins og
íöllum góðum framtíðarmyndum em
allir eins klæddir. í þessari framtíð
kjósa menn að klæðast líkt og Hamid
Karzai, íeinskonar playboy-náttslopp
með hatt og sólgleraugu.
EIRÍKUR TÓMASS0N og Magnús
Kjartansson hjá STEP gleðjast þegar
þeir sjá að íframtíðinni er tónlist eins
og við þekkjum hana ekki lengur til.
Einungis auglýsingar em spilaðar í út-
varpinu. Enda ekkert vit að gefa út
„ósponserað" lagsem allirhlaðaniður
og spila ffítt.
Helgamesti ykkar fyrir helgina er
því að nýta tímann á meðan við höf-
um hann. Drekkið ykkur fuli, hlaðið
niður tónlist, skiptist á vessum og
bölvið á meðan. Því tími Skandí-
fasistana er að koma.
EFIST EINHVER um spádómsgildi
myndarinnar þá skal sá hinn sami
muna þetta. Stjómarskrá Bandaríkj-
anna verður breytt því fram kemur í
myndinni að Amold „no pain, no
gain" Schwarzenegger hafí verið for-
seti.
Mogginn aÖ byggja brú?
ÓNEITANLEGA VAKTIATHYGU hversu
hátt undir höfði Morgunblaðið á sunnu-
daginn gerði flokksstjórnarfundi Sam-
fylkingarinnar. Aðalfréttin á forsíðu var
um þá yfirlýsingu Össurar Skarphéðins-
sonar formanns flokksins að auka mætti
beint lýðræði í landinu með því að kjós-
endur fengju að velja röö frambjóðenda
á framboðslista. Ein aöalfréttin á baksíðu
var hins vegar um þá niðurstöðu Fram-
tiðarhóps Samfylkingarinnar, sem Ingi-
björg Sólrún Gísladóttir varaformaöur
kynn ti, að íslendingar ættu að taka yfir
rekstur flugvallarins I Keflavlk.
NÚ ER ÚTAF FYRIR SIG ekkert skrýtið
þótt virðulegt fréttablað eins og Mogg-
inn sinni vel skoðunum á mikilvægum
málum sem fram koma á stórum fund-
um Samfylkingarinnar. Þótt flokkurinn sé
I stjórnarandstöðu mælist hann iðulega
stærsti flokkur landsins I skoðanakönn-
unumög eðlilegt að skoðanir hans hafi
vægi.
EIGIAÐ SÍÐUR þótti sem sagt merkilegt
hversu mikið pláss á útsiðum sínum
Morgunblaðið lagði undir þetta. Og af
þvímenn þurfa nú um stundir aftur að
lesa Moggann sinn með gleraugum
Kremlarlógíunnar þá er kenningin sú aö
með þvl því að gera svona vel við skoð-
anir Samfylkingarinnar sé Morgunblaöiö
á sinn hátt að vingast við Samfylkinguna
- svo þar séu brýr á milli efsvo fer sem
margir spá, að sjálfstæðismenn gerist
brátt þreyttir á stjórnarforystu Framsókn-
arflokksins og vilji leita annarra leiöa til
að komast aftur til æðstu valda.
OG EF EITTHVAÐ ANNAÐ en hreint og
tært fréttamatið ræður gerðum Moga-
ans, þá er líka athyglisvert hvemig hann
leggur sig I lima við að sýna bæði for-
manninum og varaformanninum fullan
sóma. Því enginn veit náttúrlega hvernig
forystumál I þeim flokki geta æxlast á
næstunni. Þótt Össur sé á forsíðunni en
Ingibjörg Sólrún á baksíðunni þá eru þau
reyndar bæöi saman á myndinni affund-
inum sem prýðir forsíðuna.