Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2004, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2004, Blaðsíða 32
JT* S* Qtí ClJí 0 t Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Fyrirhvert fréttaskot sem birtist, eða er notað íDV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið íhverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar ^wfnleyndar er gætt. r-i fj£>U 5090 SKAFTAHLÍÐ 24, 105REYKJAVÍK [ STOFNAÐ 1910 ] SÍMISS05000 • Nú er væntanlegur á dagskrá Skjás eins nýr þáttur sem mun víst vera einhvers konar Bingóþáttur. Herlegheitin! byrja víst næsta sunnu- dag en það sem þykir hvað merkilegast við þáttinn er að fólk getur látið húðflúra á j sig einhvern hlut sem það vill og ef hann kostar undir 250 þúsundum þá fær viðkomandi hann að gjöf frá þættinum. Sög- ur frá Skjá ein- um eru á þá leið að nú þegar sé fólk farið að flúra á sig gít- ara, ísskápa, bjórflöskur og svo framvegis... f .. . j Fjölnir tattú fær heilt innbú! Vanir aö pga, Finnst kufan n uainnktir, Islnndi sMlnn „Maður er vanur að ganga um nánast nakinn heima í Afrfku," segir Taabu Anthony Munyalo, frá Afríkuríkinu Uganda. Taabu flutti hingað ásamt félaga sínum Francis Magnea Tembo sem er frá Malavíu. Þeir hafa verið hér í tæpa tvö mánuði og eru sam- mála um að kuldinn sé skrítinn. Hafa aldrei upplifað annað eins. Þeir segjast enn ekki hafa mynd- að sér skoðun um hvernig tilfinningin er. Vita ekki hvort þeim þykir þetta gott eða vont. „Ég var reyndar í mastersnámi í Noregi, þannig að ég hef aðeins kynnst kuldanum áður," segir Francis. Afríkumennirnir eru hér á landi til að ná sér í aukna menntun í sjávarútvegsfræðum. Þeim hefur verið sagt að það eigi eftir að verða enn kaldara en kvíða því ekki. „Ég er frá einum heitasta stað Afríku. Hitinn heima er alltaf yfir 20 gráður. Mér finnst því kuldinn á íslandi skrítinn" segir Taabu sem var nýbúinn að kaupa sér húfu og vettlinga í fyrsta skiptið á æv- inni. „Ég hef reyndar átt húfu áður en þetta er í fyrsta skipti sem ég geng með húfu vegna þess að mér er kalt,“ segir Taabu. Þeir kunna vel við sig á íslandi en eiga von á því að fara aftur heim til Afríku þegar þeir hafa lokið námi sínu hér. „Við eigum konur og börn í Afríku þannig að við förum aftur heirn," segir Francis sem segir mikla fátækt í landi sínu þar sem hann reynir að leggja sitt af mörkum til þess að sjávarútveg- urinn verði blómlegri. „Það er mikill munur á þeim ríku og fá- tæku,“ segir Francis. Þeir eru hvorugir ríkir en eru þó ekki eins fátækir og margir landar þeirra, sem hreinlega svelta. Taabu og Francis Afríkumennirnir geðþekku eru að krókna úr kulda á ísiandi. DV-mynd E.ÓI Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur Staðfesti að veturinn sé kominn. Það er opinbert. Veturinn er kominn. Sigurður Þ. Ragnarsson staðfesti þetta í samtali við DV í gær. Hann segir fulla ástæðu til að búa sig undir það versta. „Já, nú stimplum við veturinn inn,“ segir Sigurður. „Hann er kom- inn til að vera. Að minnsta kosti fram eftir vikunni. Það verður kuldi og snjókoma víða um land. Það er því um að gera að gera bílinn kláran og taka fram úlpurnar. Úlpulaus maður verður ekki vinsæll meðal kvenna í þessu veðri." Sigurður segir að búast megi við því að veðrið mildist aðeins í lok vikunnar. Kannski á miðvikudag eða fimmtudag. „Þetta eru tvö veðurkerfi að berjast sem skapa þetta kalda veð- ur. ískalt Norður-íshafsloft streymir yfir landið. Það er ekki nema að ein og ein lægð sjái sér fært að koma til landsins að veðrið batni aðeins." En megum við búast við hörðum vetri? „Nei, það er ekkert sem bendir til þess að hörkuvetur sé framundan," segir Sigurður. „Það er þekkt að við fáum svona skot en annars er bara að vona hið besta." , Magasár í beinni HOTEL RANGA 96 KM TIL REYKJAVÍKUR Þátturinn Ópið hóf göngu sína í sjónvarpinu í síðustu viku. Annar þátturinn er á dagskrá nú á miðviku- daginn þar sem Þóra Tómasdóttir blaðamaður, Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir fegurðardrottning og Kristján Ingi Gunnarsson skemmta áhorfendum. „Við erum að hluta til í beinni út- sendingu. Það er mjög spennandi," segir Þóra. „Maður er nánast með magasár í beinni en þetta er búið að vera mjög gaman. Eina gagnrýnin sem ég hef fengið er á hárgreiðsluna svo ég held að annaðhvort sé fólk ógeðslega kurteist eða okkur hafi bara gengið nokkuð vel.“ *- Þóra segir að skjárinn kitli ekki hégómann. „Sumum finnst æðislegt að vera í sjónvarpinu. Fyrir mig er Þóra, Ragnhildur og Kristján Þátta- stjórnendur Ópsins eru ánægðir með viðtök- urnar. þetta fyrst og fremst mjög skapandi vinna. Að framleiða nýtt efni á hverj- um degi og vera með skemmtilegu fólki. Eg hef því sloppið við egó- trippið en fæ enn smá aumingja- hroll þegar kameran fer í gang.“ EINKAAFNOT MÖGULEG KJÖRIÐ FYRIR HVATAFERÐIR FRÁ8ÆRAR VEITINGAR Hótel Rangá er fjögurra stjörnu sveitahótel á bökkum Rangár, milli Hellu og Hvolsvallar. Við bjóSum fyrirtaks fundar- og veisluaSstöðu. Vertu velkominn! ÞEGAR HALDA Á GÓÐAN FUND Sími: 487 5700 www.icehotels.is Nordica • Loftleiðir • tcelandic Tourist Board www.icetourist.is Flughótel • Flúðir IH ICELANDAIRHOTELS • Rangá • Klaustur • Hérað

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.