Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2004, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2004, Blaðsíða 14
Fréttir DV AVIRKUM DÖGUM [Mánudagar Heimilislæknirinn rÞriðjudagarj Fjölskyldumaðurinn Miðvikudagar Sálfræðingahjónin Fimmtudagar Kynlífsráðgjafinn Föstudagar Neytendamál Hrækjandi íþróttamenn „íþróttamenn eiga að vera fyr- irmynd unga fólksins í hvívetna. Á þessu er mikill misbrestur sem landsmenn fylgjast gjarnan með í sjónvarpi. Mikill hluti íþrótta- manna hefur nefnilega þann óhugnaniega sið að vera stöðugt Ingveldur Sigurðardóttir ¥ m Hefur dhyggjur af íþróttafólki' sem hrækir I tima og ótima . ájy og dreifa bakteríum Þroskaþjálfinn segir hrækjandi. Ég nota viljandi orðið að hrækja þótt sumir myndu segja að þeir væru að spýta. Það sem kemur frá þessu fólki er nefnilega ekkert annað en hrákaslummur sem innihalda bakteríur sem geta skapað hættu. Þetta býr til bakter- íur í umhverfíð allt og berst í and- rúmsloftið. Á mínum yngri árum var þessi ósómi upprættur og það ekki af litíu tilefni. Þá herjuðu berklar á íslendinga með óskaplegum af- leiðingum og hrákinn var örugg smitleið. Langan tíma tók að inn- prenta þjóðinni það hve mikill ósiður þetta væri en það tókst að lokum. Nú hrækir fólk hiklaust fyrir framan þúsundir áliorfenda og undir suðandi sjónvarpstökuvél- um. Það mætti ætla að þeir sem hrækja telji það vera fínt sem er einkennilegt í því ljósi að flestum finnst okkur ógeðfellt að sjá ein- hvern slefandi. Flestir sem þetta gera eru drengir og karlar. Hef ekki séð knattspyrnukonur gera þetta. Þessi ósiður breiðist út á eldingar- hraða fyrir tilstilli átrúnaðargoða sem birtast í hverri stofu á sjón- varpsskjám hrækjandi og þar með dreifandi bakteríum. Erfitt er að hreinsa hráka af gervigrasi og það grasserar í slummunni. Ég skora á þá sem haldnir eru þessari áráttu að fhuga vandlega hvað þeir eru að gera umhverfí sínu. Með ólíkindum er að sjá afturhvarf til fortíðar með hegðun fólks á þessari annars framfara- öld“. Kvikmyndaleikarinn Robert De Niro er búinn að ganga fram af ítölum. Veita átti honum æðstu viðurkenningu Mílanóborgar á fimmtudag og hann skrópaði og dag- inn eftir lét hann ekki sjá sig á blaðamannafundi í Róm. Til stóð að veita bandaríska kvikmyndaleikaranum Robert De Niro ítalskan ríkisborgararétt á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum en því var slegið á frest eftir að Bræðalag sona Ítalíu sem starfar í Bandaríkjunum skrifaði Silvio Berlusconi forsætisráðherra ftalíu og gerði athugasemd við veitinguna. Bræðralagið segir að De Niro hafí svert ímynd Italíu á heimsvísu. Á fímmtudag stóð til að Robert De Niro tæki á móti æðstu viður- kenningu Mílanóborgar úr hendi borgarstjórans. Athöfnin hófst stundvíslega en eftir 40 mínútna bið eftir heiðursgestinum var allt blásið af. Veita átti De Niro Gullna Ambrosíusinn, veglegustu viður- kenningu borgarinnar og sýna þar með hversu mikils Mílanóbúar mætu kvikmyndaleikarann. Á föstu- daginn átti svo De Niro að sitja á blaðamannafundi í Róm þar sem gera átti grein fyrir þætti Ítalíu í Tribeca kvikmyndahátíðinni sem haldin er í New York í Bandaríkjun- um. En hann lét ekki sjá sig. Pressan og ráðamenn móðg- aðir f ljósi þess að Robert De Niro var staddur á Ítalíu þessa daga eru ráða- menn og ítalska pressan frekar súr út í kvikmyndaleikarann sem tvisvar hefur fengið Óskarsverðlaun. Síð- ustu vikurnar hefur verið nokkur umræða á Ítalíu um Robert De Niro sem þekktur er fyrir túlkun sína á ítalsk ættuðum glæpamönnum og mafíósum. Ekki eru allir á eitt sáttir Robert De Nlro ftalskættaöi kvikmynda- leikarinn gekk fram afltölum fyrirhelgi. við ímyndina sem hinn ítalskættaði De Niro dregur upp af ítölum og Ítalíu og segir Joseph Sciame forseti Bræðralags Sona Ítalíu sem starfar í Bandaríkjunum að hann hafi ekki gert neitt nema útbreiða neikvæða mynd af ítölum og leiki einungis glæpamexm. Búið var að ákveða að veita De Niro ítalskan ríkisborgara- rétt á Kvikmyndahátíðinni í Feneyj- „ Al varlegir samskiptaörðugleikar" Sagöi i yfirlýsingu frá umboösmanni De Niros. Sjálfur segirhann málið vera klúður. um sem haldin var í síðasta mánuði en Silvio Berlusconi forsætisráð- herra sló athöfninni á frest vegna at- hugasemda Bræðralags Sona Ítalíu. Segir málið klúður Eftir að De Niro lét ekki sjá sig á fímmtudag og föstudag sendi um- boðsmaður hans í Los Angeles út fréttatilkynningu vegna málsins og þar segir að De Niro hafi því miður ekki getað verið viðstaddur atburð- ina vegna „alvarlegra samskiptaörð- ugleika." Sjálfur segist De Niro sjá eftir öllu saman og að málið sé klúð- ur af beggja hálfu. Hann hafi verið gestur á Ítalíu og aldrei ætíað að styggja neinn enda elski hann landið. Nokkur stóryrði hafa fokið af vörum sárra ítala og sagði einn þeirra að Ítalía væri mun faUegri og ætti fjölbreyttari sögu en Bandaríkin gætu nokkurn tímann státað af og Italir þyrftu ekki á Robert De Niro að halda. Ekki eru allir ítahr sammála árásunum á De Niro. Ritstjóri eins víðlesnasta ferðatímarits ítah'u segir landa sína hafa hagað sér eins og hálfvitar í máiinu og að sjálfsögðu elski aUir ftalir Robert De Niro. Ungar grískar konur yfirgefa sveitirnar Grískir bændur flykkjast til Úkraínu í leit að kvonfangi Einmana ókvæntir karlmenn í sjávarþorpinu Zacharo á Suður- Grikklandi hafa ákveðið tugum saman að leita tU þorpsins Vynnitsya í Úkraínu eftir eiginkon- um. Ástæða þess að mennirnir leita út fyrir landsteinana eftir kvonfangi er sú að ungar grískar konur kjósa heldur að halda til höfuðborgarinn- ar Aþenu og stærri borga á Grikk- landi eftir frama og frægð heldur en að kúldrast sem húsfreyjur á lands- byggðinni alla ævi. í Zacharo búa um fjögur þúsund manns og af þeim eru rúmlega fímm hundruð einhleypir karlmenn á aldrinum 18 tU 45 ára. Það ku vera viðburður að sjá konu undir fertugu á rölti í bæn- um. í vikunni ætía U'u tílvonandi brúðgumar ásamt sendinefrid frá bænum að halda til Úkraínu til að hitta brúðimar. Ferðin hefur mælst vel fyrir meðal ungra kvenna í Vynnitsya í Úkraínu og hafa um fjögur hundruð konur skráð sig á brúðarlistann. Haft er eftir einum þeirra sem fer í ferðina að hann hlakki til að hitta konurnar og kynn- ast þeim. Hann vonar að meðal þeirra fínni hann sína framtíðar- eiginkonu. Nú þegar hafa hundrað og áttatíu karlmenn í Zacharo skráð sig í ferðir tíl Úkraínu. Ekki eru aUir bæjarbúar á eitt sáttir um fyrirséða innrás úkraínskra kvenna en Panat- azis Chronopoulos bæjarstjóri segist ekki vera kvíðinn. Nú þegar búi átta úkraínskar konur í bænum og séu hamingjusamlega giftar grískum mönnum. Hann bendir á að síðan að fréttir af kvonfangsferð- unum fóm að spyrjast út hafi marg- ir bæjarstjórar í grískum bænum og borgum haft samband og viljað fá upplýsingar um ferðirnar. Leita eiginkvenna Chronopoulos bæjar- stjóri við undirbúning kvonfangsferðarinnar til Úkraínu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.