Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2004, Blaðsíða 21
T
DV Sport
MÁNUDAGUR 18. OKTÓBER2004 21
VALENTINO ROSSI
Valentino Rossi varð yngsti
ökumaður sögunnar til þess að
vinna heimsmeistaratitilinn á
öllum þremur gerðum mótor-
hjóla.
Staðreyndir um Rossi: Fæddur: 16. febrúar 1979
Fæðingarstaður: Urbino, ftalíu ■
Þyngd: 59 kg
í Heimili: London
Ferillinn hans Rossi:
1996 (125 cchjól) 9. sæti
1997(125 cchjól) 1. sæti
1998 (250 cchjól) 2. sæti \£
1999 (250 cchjól) 1. sæti Éjl
2000 (500 cc hjól) 2. sæti ■ ííasn'
2001 (500 cc hjói) 1. sæti ®
2002 (MotoGP) 1. sæti m
2003 (MotoGP) 1. sæti w,
2004 (MotoGP) 1. sætl
Heiðar á
skotskónum
Dalvíkingurinn Heiðar
Helguson var í fantaformi um
helgina er félag hans,
Watford, gerði jafntefli ,—
gegn Derby, 2-2. i
Heiðar skoraði ^' . ' .
bæði mörk /
Watford í leiknum h "
og komu þau á f 11
fyrstu 14
mínútum leiksins. v
Fyrra markið var /
skalli af stuttu færi j
en seinna markið j 4
gerði hann með / A A
góðu vinstrifótar- j 'j b ^
skoti sem steinlá í /J r~i
markhorninu. / J j \
BrynjarBjörn -/ \ j
Gunnarsson var j j j i
einnig í ( '1
byrjunarliði
Watford í leiknum og þeir félagar
léku allan leikinn.
Hildur góð
Hildur Sigurðardóttir var allt í
öllu í 85-72 sigri Jamtland Basket
á Vaxjö Queens í fyrstu umferð
sænsíai úrvalsdeildarinnar í
körfubolta en þessi 23 ára gamli
bakvörður hefúr byrjað mjög vel f
Svíþjóð og er sem stendur eina
íslenska körfuboltakonan sem er
að spila erlendis. Hildur lék allan
leikinn, skoraði 17 stig, tók 8 £rá-
köst, gaf 6 stoðsendingar og stal 2
boltum sem er ekki slæm byijun í
þessari sterku deild enda hefur
hún fallið vel í kramið í Östersund
þaðan sem Jamtland Basket
kemur.
Hver féll á
lyfjaprófi?
Það lak út í gær að leikmaður í
ensku úrvalsdeildinni
í knattspyrnu hefði /' "
fallið á íyflaprófi.
Enska knattspyrnu- - 4 %
sambandið neitaði * |
málið en
Erkiíjendurnir Espanyol og Barcelona áttust við í spænsku
deildinni um helgina með tilheyrandi látum og Q öldahandtökum
lögreglu eftir leikinn. Henke Larsson, sem leikur með Barcelona
og kom frá Celtic fyrir leiktíðina, fannst þó lítið til koma.
Ekkert á við Glasgow
Barcelona jók forskot sitt í
spænsku deildinni með 0-1
sigri á erkifjendum sínum í
Espanyol í fyrrakvöld og hefur
liðið nú níu stiga forskot á
stjörnulið Real Madrid sem
náði einungis jafntefli við Bet-
is í leiðinlegum leik. Endur-
reisn Deportivo heldur þó
áfram og sigraði liðið sinn
fyrsta sigur á heimavelli í vetur
2 -1 gegn Getafe.
Leikur Barcelona og Espanyol,
sem bæði leika í höfuðborg Kata-
lóm'u, var lítið fyrir augað en markið
átti miðjumaðurinn Deco snemma í
fyrri hálfleik. Barcelona hefur byrjað
leiktíðina með afbrigðum vel og hef-
ur enn ekki tapað leik á tímabilinu
undir stjóm hins hollenska Frank
Rijkaards. Sá var ánægður eftir leik-
inn enda þrjú stig í höfn. „Auðvitað
hefðum við getað skorað fleiri mörk
gegn Espanyol en liðið var engu að
síður að spila jafnvel og verið hefur
og þar sem þeir skoruðu ekki þá
dugði þetta til.“
Islandsvinurinn Henrik Larsson,
leikmaður Barcelona, fannst lítið til
þessa mikla nágrannaslags koma
þrátt fyrir að upp úr hafi soðið milli
stuðningsmanna Barca og Espanyol
með þeim afleiðingum að leikvöllur
Espanyol var sem sprengjusvæði
eftir á. „Eftir að hafa upplifað
stemmninguna sem myndast milli
Celtics og Rangers verð ég að segja
að hún er í sérflokki og miklu meiri
en hér var.“
Ánægjubros lék hins vegar ekki
um varir þjálfara Real Madrid, Mari-
ana Garcia Remon, eftir leikinn gegn
Real Betis. „Við fengum meira en
nóg af tækifæmm til að gera út af við
Betis en tókum ekki skrefið sem til
þurfti." Viðurkenndi karlinn að-
spurður að Madrid væri talsvert
langt frá því að ná þeim leik sem
hann vildi sjá. Var um kaflaskiptan
leik að ræða þar sem Betis réði lög-
um og lofum í fyrri hálfleik en Ma-
drid í þeim síðari. Skoraði Oliveira
mark Betis í fyrri hálfleik en í þeim
síðari tók Ronaldo fram skotskó sem
aðeins hafa sést einu sinni á þessu
tímabili og jafnaði leikinn. Voru þá
tæpar 600 mínútur liðnar frá því
hann skoraði síðast.
Lið Depor, sem gekk herfilega
upp í fyrstu leikjum sínum, er loks
að komast á sigurbraut aftur. Liðið
vann Getafe á heimavelli og er þetta
fyrsti sigur liðsins þar á tímabilinu.
Þungu fargi var létt af Irureta þjálf-
ara. „Sálrænt séð var þetta bráð-
nauðsynlegur sigur fyrir liðið,
áhangendur sem eigendur. Til að
sigra í þessari deild verða leikmenn
að vera á tánum í 90 mínútur og það
tókst gegn Getafe í dag og vonandi
gegn öðrum liðum í framtíðinni."
Juventus meÖ forystu
Lið Juventus tryggði stöðu sína í
efsta sæti ítalsku deildarinnar með
naumum sigri í spútnikliði Messina
2-1. Nýliðar Messina hafa komið
verulega á óvart í vetur og voru tap-
lausir fyrir leikinn. Mörk frá Zalayeta
og Nedved tryggðu sigurinn og sagði
Fabio Capello, þjálfari Juventus, að
lið hans hefði enn ekki lent í virki-
lega erfiðum andstæðingum. „í
heildina lentum við aldrei í vand-
ræðum þó sigurinn væri ekki stærri
en þetta. Við erum engu að síður að
spila skemmtilegan fótbolta og
skemmtum áhorfendum vel.“
Lið Roma náði sér í þrjú dýrmæt
stig með sigri á Livorno á útivelli.
Totti og Montella skoruðu mörk
Roma en liðið situr um miðja deild
mun neðar en sparksérfræðingar
spáðu fyrir leiktíðina. Var þetta fyrsti
sigur nýs þjálfara liðsins, Gigi Del
Nero, en fjarri lagi var að karlinn
væri sáttur við leikmenn sína. „Úr-
slitin eru góð en strákarnir voru ekki
að gera neitt sérstaka hluti úti á vell-
inum og Livorno hefði með heppni
getað jafiiað.“ albert@dv.is
Hann var óhepp-
inn myndatöku-
maður Sjónvarps-
ins á landsleikn-
um við Svíana á
miðvikudaginn.
Að sögn Morgun-
blaðsins voru 28
laus sæti á Laugar-
dalsvellinum, en
einhvern veginn
voru þessi sárafáu
sæti alltaf að lenda í mynd. Er
hægt að vera mikið óheppn-
ari?
dalsvöllurinn væri akkúrat nægi-
lega stór. Þegar frægar hljómsveitir
halda rokktónleika hérna á skerinu,
þá sjá menn það frekar sem vanda-
mál þegar það er EKKI uppselt. Datt
einhverjum í hug að heimta stækk-
un Egilshallar þegar miðarnir á
Metallicu kláruðust? Hvers vegna
eiga önnur lögmál að gilda um fót-
boltaleiki?
Hefndargjöf konungsins
í enskumælandi löndum þekkist
orðtakið „hvítur fíll“ (e. White El-
ephant) í merkingunni stórt og dýrt
mannvirki sem reynist eigandanum
Eggert og hvíti fíllinn
KSÍ tókst nokkurn veginn að
fylla þjóðarleikvanginn á stærsta al-
vöru-landsleik ársins (nei - ítala-
leikurinn telst ekki alvöru-leikur).
Það er í sjálfu sér prýðilegur árang-
urefhafteríhugaað leikurinn var í
október og landsliðið í frjálsu falli
að ná slakari árangri en Liechten-
stein. Við aðrar kringumstæður
hefði eflaust verið hægt að selja 10
þúsund miða. Þá hefði verið upp-
selt á völlinn í eina skiptið á árinu.
Sumir kynnu að telja þessar
staðreyndir til marks um að Laugar-
myllusteinn um háls. Það vísar til
þjóðsögu um að kóngurinn í Síam
hafi gefið undirsátum sem honum
var illa við hvíta fíla að gjöf. Eigend-
ur fflanna þurftu vitaskuld að hirða
vel um gjafir frá konunginum, en
stóðu ekki undir kostnaðinum og
urðu gjaldþrota.
Eggert Magnússon virðist stað-
ráðinn í að breyta Laugardalsvelli í
hvítan ffl. Hugmyndir KSÍ virðast
ganga út á að stórfjölga sætum á
vellinum og úthýsa í því skyni frjáls-
íþróttafólki. Þegar öll nýju sætin
verða komin, telur formaður KSÍ að
tugþúsundir muni flykkjast á lands-
leild og það jafnvel allan ársins
hring enda upplýsti formaðurinn í
Kastljósi á dögunum að hann vill
leggja gervigras á völlinn.
Forgangsröðun knattspyrnufor-
ystunnar í þessu máli gæti vart ver-
ið vitlausari. Á næsta ári stefnir í
metnotkun á Laugardalsvelli. Fram,
Valur og Þróttur munu væntanlega
öll leika heimaleiki sína á þjóðar-
leikvangnum. Við það bætast bikar-
leikir, Evrópuleikir, meistarakeppni
KSÍ, nokkrir landsleikir og 2-3 frjáls-
íþróttamót. Þegar allt er tekið sam-
an lætur nærri að 50 knattspyrnu-
leikir verði á vellinum keppnistíma-
bilið 2005. Fæstir þeirra draga til sín
fleiri en fimmtánhundruð áhorf-
endur.
Hinn raunverulegi vandi
Vandamál Laugardalsvallar er
ekki skortur á sætum.
Stemningsleysið sem ein-
kennir leikina þar er ekki
vegna hlaupabrautar-
innar umhverfis völlinn.
Vandinn er sá að Laug-
ardalsvöllur er sálarlaus
og fráhrindandi. Áhorf-
endur reyna að koma
eins seint á völlinn og
mögulegt er, enda er þar
ekkert við að vera. Þar er
engin leikaðstaða fyrir
yngstu börnin. Aðgengi
fyrir fatlaða er afleitt. Öll
aðstaða fyrir veitingasölu er í skötu-
líki og rýmið fyrir stuðningsmanna-
klúbbana í Baldurshaga er eins
óaðlaðandi og hugsast getur.
Á meðan öll þessi verkefni eru
óleyst, ætti formaður KSÍ að sofa ró-
legur yfir því hvort hægt hefði verið
að koma 29 manns til á afhroðið
gegn Svíum.
1