Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2004, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2004, Blaðsíða 24
24 MÁNUDAGUR 18. OKTÓBER2004 Menning DV Var þjóðin bara rík og virðuleg mella sem kunni að nota stöðu sina? Hvernig urðu íslendingar ein ríkasta þjóð heims? Umsjón: Páll Baldvin Baldvinsson pbb@dv.is Annar hádegisfundur Sagnfræð- ingafélagsins verður í Norræna húsinu á morgun kl. 12.05. Guðni Th. Jóhann- esson sagnfræðingur talar um vald hinna veiku: Island og stórveldin í kalda stríðinu. Vald skiptir meginmáli i samskipt- um ríkja. Það er oft skilgreint sem möguleiki A til að fá B til að gera eitt- hvað sem B hefði annars ekki gert. Hernaðarstyrkur og stærð ríkja hafa löngum þótt vega þyngst í greiningu á valdi þeirra. Vald hinna veiku er aftur þekkt hugtak í samskiptum þjóða. Veik ríki fá oft sínu framgengt i krafti smæðar og samúðarmeð þeim eða vegna þess að velvild þeirra þykir mikilvæg, til dæmis í hernaðarbandalagi. lerindinu verður rætt um það aö Island bjó yfir valdi hinna veiku í kalda stríðinu og beitti því í samskiptum við Bandaríkin, Sov- étrlkin og Bretland. Sýnt verður fram á að ráðamönn- um þessara ríkja gramdist að vera beittir þessu valdi og fyrir kom að þeir beittu eigin valdi á móti, eða íhuguðu að beita því. Einnig verður spurt hvort íslenskir valdhafar hafi nýtt vald hinna veiku skynsamlega í kalda striðinu og hvort það hafi framar öllu ráðið því að Island breyttist á þessu tímabili úr einu fátækasta ríki Norður- Evrópu í eitt efnaðasta rlki heims. Guðnivaraðrannsakalandhelg- isstríðin þegar hann leiddist út í efn- * iö. Hann segir mörg fyrirbæri ísögu síðustu aldar vera þessa eðlis, en ætlar að skoða vensl afþessu tagi frá al- mennum sjónar- _ _ . r~,~ hóli á morgun. vaidi hiJa veikur. MÁVAHLÁTUR eftirÁgúst Guð- mundsson var frumsýndur í Kaup- mannahöfn rétt fyrir helgi og fær þrjár störnur og þokkalega dóma í Politiken. Kristín Marja Baldursdóttir höfundur Mávahláturs sendir frá sér nýja skáldsögu i haust sem heitir Katrín - án titils. Nýr óperustjóri Steve Doran ENO í London ætlar að taka bæinn með trompi þegar hann tekur við haustið 2005. írskt tónskáld er að ljúka við óperu eftir leikriti Fassbinders sem síðar varð að frægri kvikmynd. Þá hefur Doran pantað annað verk sem frumflutt verði fyrsta starfsár sitt og er Asian Dub Foundation að vinna það. Ekki fer sögum af því hvað döbbararnir gera, en fimm þátta ópera fyrir sjö söngkonur er sannar- lega nýnæmi á óperumarkaði Evr- ópu. Lessur í tískubransanum, ástríð- ur og afbrýðisemi eru meginefni leiksins eftir Fassbinder. Margir muna sýningu Alþýðuleikhússins á verkinu á Kjarvalsstöðum á níunda áratugnum en hún fékk Menningar- verðlaun DV á sínum tíma. Verkið skrifaði Fassbinder um 1970 og gerði að kvikmynd 1972. Fassbinder með vinkonum sínum 1970 Fáir höfðú eins mikinn áhuga á keppni milli kvenna og þessi bólugrafni leikstjóri. um. Það setur á svið fjölbreytt verk- efnaval og hefur alla jafna flutt söngverkin á ensku á þeirri forsendu að sungið skuli á þjóðtungu áhorf- enda. Doran vill reyna að ná til nýrra áhorfenda, ekki aðeins með frum- legum sviðsetningum á eldri verk- um, heldur vill hann líka birta ný verk. Á hverju ári eru frumfluttar nýjar óperur víða í Evrópu. Er skemmst að minnast frumsýningar á nýrri óperu eftir Þorkel Sigur- björnsson sem Sveinn Einarsson leikstýrði og Guðmundur Emilsson stjórnaði eftir þætti úr Grettis sögu. Kall tímans Óperuhús álfunnar og þá eru eyj- arnar taldar með, starfa undir stöðugt vaxandi kröfu um að þær snúi sér að nútímalegri verkum í stað gamalla verka. Sú krafa kemur fram hjá tónskáldum ekki síður en forgöngumönnum um nýja tónhst. Nýrri verk eru líka mörg mannfærri og kosta því minna í rekstri en eldri verk sem oft eru með stórum kórum. Á móti kemur að frumflutningur tekur oft lengri undirbúning og ekki er alltaf á vísan að róa hvað aðsókn snertir. Tárin mörg Petra þessi er hönnuður'og gerir það gott. Hún heldur glæsilegt heimili og hefur hjá sér þjónustu, Marlene, sem segir aldrei neitt og verður í óperunni þögult hlutverk. Þegar Sidone, vinkona Petru, sest upp hjá henni hefst mikið valdatafl milli kvennanna. Það er Gerald Barry, eitt virtasta tónskáld íra, sem skrifar verkið og andstætt hefð óperu- tónskálda ætíar hann að tón- setja leikritið frá orði til orðs. Hann samdi hluta verksins fyrir írska sjónvarpið og lýkur því nú fyrir ENO. Ný verk fyrir nýja áheyrendur ENO hefur lengi verið eitt fram- sæknasta óperuhús á Bretlandseyj- Bravó fyrir sinfóníunni! Konsert Beethovens ljómar af bjartsýni og trú á ungar hugsjónir rísandi borgarastéttar sem ætíaði að leggja undir sig heiminn. Þess- um siguranda er komið á framfæri í tignarlegu formi og einstökum glæsibrag, jafht í áferð hljómsveit- arinnar sem tækniþrautum ein- leikarans. Tæknilegir yfirburðir Kempf lék hratt, úthverft og kviklega og af miklum tæknilegum yfirburðum. En það var eins og hjartað væri ekki alveg á réttum stað og hafði það kannski þau áhrif að leikur hljómsveitarinnar var ekki sérlega hrífandi þó hann væri nákvæmur. Tónverkið Hetjulíf er lýsing tónskáldsins á sjálfu sér. Strauss leit auðvitað á sig sem hetju og súpermann númer eitt, tvö, þrjú og fjögur. Þess vegna varð hann að nota „big band" í orðanna fyllstu merkingu til að koma öllum þess- um hetjuskap til skila: margeflda blásarasveit, jafnt í tréverki sem blikkverki, tvær túbur sem blása eins konar ísland færsælda frón í samstíga fimmundum, tvær engla- hörpur og heljarmikið slagverk. Asnaleg blásaramúsik Hetjan slær hraustíega um sig og notar ein íjögur stef til að koma sér á framfæri í byrjun. Asnaleg blásaramúsik lýsir gagnrýnendum hetjunnar og mega tónlistargagn- rýndendur áreiðanlega taka það til sín og skammast sín niður í tær nema náttúrlega þeir sem ekki kunna að skammast eins og gagn- rýnandi DV. Eiginkonan spilar á fiðlu meðan hetjan brennur við rúmstokkinn og þau bregða sér síðan í bólið undir einhverri lofnarlegustu rjómafroðu (í Ges-dúr) sem um getur í músiksögunni og var slík rjómafroða þó sérstakt uppáhald síðustu meistaranna á 19. öld. En elskendurnir eru rifnir upp á rass- inum með gjallandi trompetum og tóndrápan heldur áfram í enda- lausum hetjuskap í bland við unaðsóma þar til hetjan lognast út af og fer lfldega til himna að róm- antísera. Fín músik og flott útsett Það besta er að þessi saga skiptir engu máli en öllu skiptir hve þetta er fin músik og flott útsett fyrir sinóníuhljómsveit til að leika listir sínar. Og þær voru nú ekki slorleg- ar. Fyrst af öllu skal lofaður skrið- þungi bassaraddanna sem minnti á flekadans meginlandanna. Fiðlu- Stjórnandi'.Ramun Garnba. Einleikari: Freddy Kempf. Píanókonsert nr. 5. eftirBeet- hoven. Hetjulíf eftir Richard Strauss. Háskólabíó 14. október. Tónlist hljómurinn, sem segja má að sé andlitið á hinum munúðarfulla Strausshljómsveitarlíkama, var óvenjulega laglegur en aldrei of- dekraður sem getur gert Strauss óþolandi klístraðan. Einleiksfiðlan hafði mikinn karakter. Hornin átta og hærri lúðrar blésu æfintýralega líkt og út úr Hringadrottinssögu og básúnurn- ar voru rammelft hryggjarstykki. Hámörk með allri hljómsveitinni voru ærandi mögnuð og hárffn skipti milli slfkra hátinda og stráss- legrar munúðar, en slíkar svifting- ar eru eitt af kennimörkum tón- skáldins, voru ótrúlega fimleg og áhrifarík. Ný ópera gerð eftir leikriti Fassbinders um afbrýðisemi og ást milli kvenna verður opnunarsýning nýrrar forystu í Ensku þjóðaróperunni. Nútímalegt drama fyrir sjö söngkonur. Beisk tár Petru von Kant SVARTAMARKAÐSBRASK er á göt- um Bogata með nýja bók Gabriels Maria Marquez, Endurminningar hóranna minna þunglyndu en hún lýsir minningum gamals manns sem er að elskast Isfðasta sinn. Hafa bíræfnir þjófar náð sér í textann f próförk og prentað sitt eigið upplag. Er bókin seld á götuhornum fyrir sem nemur fjórum dölum. Er slfk út- gáfustarfsemi vfst tíö f Kólumbiu. A HEIMASÍÐU Fé- lags bókaútgef- enda ersafnað saman flestum bókatitlum sem koma útfyrirjól- in.Kostarþað nokkra upphæð að komast á síðuna og síðan í Bókatíðindi sem dreift verður í byrjun nóvember. Ljóst er að smærri útgefendur eru farnir að sniðganga Bókatíðindin og þá fara þau fljótt að missa marks. EITT þeirra fyrirtækja sem ekki eru skráð með útgáfubækur sfnar á heimasfðuna erSalka, lítið en kraft- mikið forlag Hildar Hermóðsdóttur og stallsystra hennar. Það gefur meðal annars út fyrir jólin verðlaunabók Auðars Ólafsdóttur sem barsigur úr býtum í samkeppni sem kennd er við Tómas Guðmundsson. Innsend handrit voru hátt á sjöunda tuginn. Flugur UÓÐSKÁLDIÐ Birgir Svan Símon- arson sendir frá sér tvær bækur á næstu vikum: Ijóðabók og skáld- sögu. Birgir gefur verk sín út sjálfur eins og hann hefur gert oftast áður. ANNAÐ skáld sem gefur út á eigin forlagi er Gunnhildur Hrólfs- dóttir sem er kunn afsögum fyrir börn og unglinga. Ein ástæða þess að höfundar eru farnir að gefa verk sin út á eigin forlagi er óánægja með háan afslátt for- laga til stórmarkaða sem leiðir til minnkandi launa fyrir höfunda.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.