Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2004, Side 29
DV Fókus
MÁNUDAGUR 18. OKTÓBER2004 29
Leikarinn Christian Bale sem dvaldi hér á landi við tökur á kvikmyndinni Batman
Begins segir ísland ægifagurt þótt dvöl hans hér hafi verið einmanaleg og köld.
Batman „Mér finnst ofar skrítið
hvað þessi ofurhetja er vinsæl. Gaur
inn heldur að hann sé svalur klædd-
ur eins og leðurblaka. Efég myndi
hitta hann myndi ég hlæja afhon-
um, kalla hann furðufugl og skipa
honum að láta sig hverfa."
Christian Bale „Efég var ekki að vinna
hafði ég ekkert að gera nema fara út og
hiaupa. Útsýnið var frábært endajökl-
arnir út um allt. Náttúran er frábær.
Þarna eru há fjöll og sjór allt tkringog
umhverfið mjög harðneskjulegt."
ísfand er öðruvísi en
úlRfkpst
Leikarinn Christian Bale sem
dvaldi hér á landi við tökur á kvik-
myndinni Batman Begins segist
hafa orðið ástfanginn af landinu.
Bale, sem dvaldi í Skaftafelli, seg-
ir dvölina hér þó hafa verið afar
kcilda og einmanalega. „Það er
hrikalega kalt á íslandi. Hótelið
sem við dvöldum á var lítill viðar-
kofi sem var staðsettur fjarri allri
menningu," sagði Bale íviðtali. „Ef
ég var ekki að vinna hafði ég ekkert
að gera nema fara út og hlaupa. Út-
sýnið var ffábært enda jöklarnir út
um allt. Náttúran er frábær. Þarna eru
há fjöll og sjór allt í kring og umhverfið
mjög harðneskjulegt."
Leikarinn sagði ísland tilvalinn
stað fyrir tökurnar í myndinni.
Jöklarnir eru bláir af hreinleika.
Stundum urðum við að hlaupa uppi á
þeim sem var alls ekkert sniðugt því við
heyrðum drunurnar undir okkur. Næsta
dag var jökullinn gjörbreyttur sem þýddi
að við höfðum verið heppin. Þetta var
reynsla sem var ólík öllu öðru sem ég hef
upplifað."
Bale talar þó ekki vel um matarvenjur
íslendinga og segir þá borða allt. Sérstak-
lega finnst honum hvalkjötið ógirnilegt
en sjálfur borðar hann ekki rautt kjöt.
Myndin Batman Begins kemur í kvik-
myndahús næsta sumar. Bale, sem leikur
Batman sjálfan, segist sjálfur aldrei hafa
skilið vinsældir ofurhetjunnar. „Mér
finnst þetta afar skrítið. Gaurinn heldur
að hann sé svalur klæddur eins og leður-
blaka. Ef ég myndi hitta hann myndi ég
hlæja að honum, kalla hann furðufugl og
skipa honum að láta sig hverfa."
Söngvarinn Adam Levine úr Maroon 5 er
hættur meö fyrirsætunni Kelly McGee.
A lausu
Söngvarinn sæti Adam Levine úr
Maroon 5 er hættur með kærustunni sinni.
Adam hafði verið með fýrirsætunni Kelly
McGee í meira en eitt ár. Vinur söngvarans
sagði sambandið hafa fjarað út vegna ann-
ríkis Adams. „Haim er mjög sár enda höfðu
þau verið saman lengi. Hann hefur bara svo
mikið að gera að hann hefur ekki tíma til að
vera í ástarsorg."
í nýlegu viðtali sagði söngvarinn að
hann væri að spá í að hætta með Kelly. „Við
höfum fengið okkar skammt af vandamál-
um en við erum enn saman. Ég veit ekki
hvemig framtíöin verður, kannski hættum
við bara saman bráðlega." Adam sagöi ívið-
talinu að kærastan hefði verið bijáluð þegar
hún hafi séð nýjasta myndband sveitarinn-
ar en þar kyssir Adam leikkonuna Kelly
Preston. „Kelly veit að Preston er kona
drauma minna og því varð hún ekki ánægð
þegar hún vissi að ég hefði kysst hana í
myndbandinu."
Stjörnuspá
Friðrik Sophusson Forstjóri Landsvirkj-
unar er 61 í dag. „Maðurinn ætti að
auka svigrúm sitt mun meira til að hafa
góð áhrif á fólkið sem hann ann og er
minntur á að engin athöfn er
_ einskis verð þar sem jafnvel
j minnsti verknaður getur haft
ómæld áhrif á framhaldið.
Flér koma við sögu atburðir
sem hreyfa sannarlega
við tilfinningum
, mannsins," segir í
i stjörnuspá hans.
Friðrik Sophusson
VV Mnsbermn (2o.jan.-w.febr.)
W -------------------------------------
Hafðu augun opin næstu daga
og nýttu eigin hæfileika til að sjá hvar
tækifærin liggja. Allsnægtir, gleði og friður
einkennir fólk fætt undir stjörnu vatnsber-
ans hérna því það virðist vera fært um að
fylgja hjartanu án samviskubits.
K
Fiskarnir (i9.febr.~20.mars)
Hér virðist stjarna fiska hegða
sér undarlega eða réttara sagt kjánalega.
En þú átt það til að brjóta sjálfa/n þig nið-
ur en þá veistu vissulega að þú hefur svik-
ið sjálfið.
cy)
Hrúturinn (21. mars-19. t
Hér kemur fram að þú átt mikla
vinnu fyrir höndum hvað varðar óskir þín-
ar en athugaðu að hún á alls ekki að vera
torveld heldur ánægjuleg. Sýn þín víkkar
eflaust vikuna framundan þegar þú leitast
við að þekkja sjálfa/n þig.
b
Nautið (20. apríl-20.mal)
n
Með jákvæðu viðhorfi þínu, heil-
indum og sigurvilja ert þú fær um að nýta
þér nánast allar aðstæður. Haltu fast í
sjálfsöryggi þitt og örugga framkomu. Vik-
an líður hratt hjá í jákvæðum skilningi.
Tvíburamirp;. mal-21.júnl)
Ef þér er alvara með að flytja í
nýtt húsnæði ættir þú ekki að hika við að
kanna hvað stendur þér til boða. Ekki taka
neinar skyndiákvarðanir ef þú tilheyrir
stjörnu tvíbura. (dag virðist jákvæð orka
umvefja þig.
Kiabb'm (22.júnl-22.júll)
Q** Mundu að skipuleggja þig og
tíma þinn vel næstu daga. Skyldmenni
þurfa á þér að halda þessa dagana. Ef þú
hefur gleymt að rækta huga þinn og
áhugamál, ættir þú að gefa þér tíma fyrir
þínarinnstu þarfir.
Ljónið (23.júlí-22. ágúst)
Þú hefur þörf fyrir að vera ein/n
með sjálfinu og ekki síður að ná völdum,
þó í jákvæðum skilningi. Þú átt það til að
fórna miklu sjálf/ur til að ná settum ár-
angri. Þér er ráðlagt að nota gáfur þinar
og orku til að ná markmiðum þínum sem
þú hefur lengi vel þráð.
Meyjan (23. ágúst-22. sept.)
Ef þú ert ósátt/ur við starfsum-
hverfi þitt þessa dagana ættir þú að bíða
róleg/ur og sjá til hvað verður.Tíminn
vinnur með þér, vittu til.
\oq\n (23. sept.-23.okt.)
Framkoma þín er í alla staði góð
en þér hættir til að gleyma kostum þínum
sem birtast hér sem vitsmunir þínir, sann-
færingakraftur og öflug framsögn. Þú átt
sérstaklega auðvelt með að sjá hvernig
náunganum líður sem er jákvæður eigin-
leiki í fari þlnu.
ni
Sporðdrekinn (24.okt.-21.n0v.)
Kafaðu undir þitt eigið yfirborð
og haltu fast í það góða sem býr innra
með þér. Ef stífla hefur myndast milli þín
og manneskju sem tengist þér ættir þú
ekki að hika við að ná fram sáttum sem
fyrst.
/
Bogmaðurinn (22.n0v.-21.0es.)
Þú virðist aðlagast skjótt hvaða
aðstæðum sem er. Þú ættir ekki að hika
við að hugsa stórt, jafnt í vöku sem
draumi, þegar draumar þlnir eru annars
vegar. Þú gætir hafa fært persónulegar
fórnir síðust misseri. Mundu, þolinmæði
er mikilvægasti hæfileiki þinn en þolin-
mæði felst einnig í því að aðhafast lítið
sem ekkert.
Steingeitin (22.des.-19.jan.)
Þú býrð yfir innsæi sem fáir eru
færir um að tileinka sér. Stjarna steingeitar
á það til að byggja ákvarðanir of oft á eig-
in eðlisávísun en gleymir oft á tíðum að
byrja á byrjuninni áður en fyrsta skref er
tekið.
SPÁMAÐUR.IS