Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2004, Page 31
0V Siðast en ekki síst
MÁNUDACUR 18. OKTÓBER 2004 31
Stofnfrumur og lýðræði
Stofnfhimurannsóknir eru nýjasta
nýtt í læknisfræði. Þeir bjartsýnustu
gera sér vonir um að finna lækningar
við sjúkdómum á borð við Parkinson
og mænuskemmdir, þó auðvitað sé
ailt of snernmt að segja til um slíkt nú.
Áður en hægt verður að svara ein-
hverju til um lækningamátt stofn-
fruma þarf miklar rannsóknir. Þessar
rannsóknir eru gríðarlega fjárfrekar
og stranda auk þess á ýmsum sið-
ferðilegum skerjum.
Bandaríska ríkið er stærsti einstaki
kostandi slrkra rannsókna í heimin-
um, að ekki sé nú minnst á þann
mikla mannauð sem bandarískir vís-
indamenn eru. Bandaríkjamenn hafa
því vísindamennina, rannsóknarstof-
umar og brenndi áhugann á því að
láta hendur standa fram úr ermum.
Aldrei þessu vant vantar þá peninga
til rannsókna og þar stendur hnífur-
inn í kúnni. Málið er því heitt kosn-
ingamál í Bandaríkjunum þessa dag-
ana.
íhaldssamur Bush
í ágúst 2001 ávarpaði Georg Bush
forseti bandarísku þjóðina frá bú-
garði sínum í Texas og skýrði henni
frá ákvörðun sinni um stofhfrumu-
rannsóknir. í heilan mánuð hafði
hann legið undir feldi og komst að
þeirri niðurstöðu að ríkið gæti fjár-
magnað rannsóknir sem þegar væru
vel á veg komnar, en engar nýjar
stofnfrumurannsóknir mætti hefja
með ríkisfé. Ástæðan var sú að stofn-
frumurannsóknir byggja að miklu
leiti á fósturvísum og slíkt líkar ekki
kristnum hægrimönnum í Bandaríkj-
unum. Rannsóknimar segir Bush,
byggja á tortímingu lífs en ekki við-
haldi þess. Möguleikar vísindamanna
á því að þróa rannsóknir síríar og afla
Birgir Hermannsson
skrifar um trú, visindi
og stjórnmál.
til þeirra fjár em því takmarkaðir.
Niðurstaða Bush hefur ávallt þótt
umdeild og vera til marks um áhrif
öfgafullra trúmanna á stjóm hans.
Stofrífrumurannsóknir em því eitt af
helstu kosningamálunum í Banda-
ríkjunum og komu meðal annars til
umræðu í síðustu kappræðum þeirra
Bush og Kerry. John Kerry hefrír lýst
því yfir að hann muni leyfa nánast
óheftár stofnfrumurannsóknir, enda
sé það eina leiðin til að komast að
gildi þeirra.
Beint lýðræði
Vestur í Kalifomíu em stofrífrum-
ur einnig til umræðu fyrir kosning-
amar. Ríkum kaupsýslumanni, Bob
Klein að nafni, ofbauð stefna Bush
enda á hann móður með Alzheimers-
sjúkdóm og son með sykursýki. í
samráði við vísindamenn og hags-
munasamtök sjúklinga hóf hann bar-
áttu fyrir því að Kalifomíuríki, sem er
fjölmennasta rfki Bandaríkjanna, fjár-
magnaði slikar rannsóknir.
I Kalifomíu geta íbúamir krafist
þjóðaratkvæðagreiðslu um mál sem
þeir bera fyrir brjósti. Fyrst þarf að
leggja mikla vinnu í að þróa tillögu og
síðan afla henni fylgis meðal íbúanna.
Þegar nægilega margar undirskriftir
íbúa liggja fyrir er málið lagt fyrir í al-
mennri atkvæðagreiðslu. í umræðum
um þjóðaratkvæðagreiðslur hér á
landi í sumar var fyrst og fremst rætt
um atkvæðagreiðslur um málefni
sem Alþingi hafði þegar fjallað um. í
Kalifomíu geta íbúamir sniðgengið
löggjafarsamkomuna og greitt at-
kvæði um mál sem þeir sjálfir eiga
frumkvæðið að.
Samhliða forsetakosningunum
munu íbúar Kalifomíu því greiða at-
kvæði um tillögu frá Bob Klein og fé-
lögum um að Kalifomíuríki setji upp
sérstaka stofnun til að hafa umsjón
með og veita fjármagni til stofn-
frumurannsókna (áhugafólk um mál-
ið getur leitað á netinu undir Cali-
fomia Proposition 71). Um er að ræða
gríðarlegt fjármagn, eða allt að
þremur milljörðum bandaríkja-
dollara. Á þessari stundu bendir
flest til að íbúar Kaliformu muni
samþykkja tillöguna.
Tvær leiðir
Enginn vafi er á því að viðhorf
Bush forseta til stofnfrumurann-
sókna mótast af því að halda
íhaldssömum stuðningsmönnum
sínum góðum, en em í litlum tengsl-
um við almenn viðhorf Bandaríkja-
manna. í Bandaríkjunum höfum við
tvær leiðir til að komast fram hjá
þessu. Annars vegar hið hefðbundna
fulltrúalýðræði og hins vegar beint
lýðræði í Kalifomíu.
Fyrri leiðina þekkjum við íslend-
ingar mæta vel, en hollt væri að
kynna okkur hina
síðari.
Sitja sem fastast Eirikur Jónsson og félag-
arhjá Kennarasambandinu eru í verkfalls-
rugli, að mati innhringjanda, sem telur 180
þúsund á mánuði fulinægjandi laun.
DV-mynd Stefán
Hálaunaðir í
verkfallsrugli
Afi verkfallsbama hringdi
Ég á afabörn sem nú em í verk-
falli og veit hvernig áhrif þetta hefur
á þau, ekki góð. Ég geri mér líka
grein fyrir því að kennarastéttin
heldur uppi kröfum um hærri laun.
Hins vegar finnst mér þetta verk-
fallsrugl vera hálfgert plat því meiri-
hluti þeirra foreldra sem eiga börn í
verkfalli eru á allt að helmingi lægri
launum en kennarar. Vinnutími
kennara er svo þar að auki mun
minni en hjá flestum öðrum.
Það má ekki ræða þetta. Alla vega
Lesendur
hefur maður hvergi heyrt þetta sjón-
armið áður. Þetta viðhorf.
Fyrir nokkru birtist í Fréttablað-
inu auglýsing frá kennurum þar sem
flaggað var launaseðli ungs kennara
sem hafði í kringum 180 þúsund á
mánuði eftir þriggja ára háskóla-
nám. Ég þekki sjálfur fjöldann allan
af ungu barnafólki sem lifir af mun
minni launum en reynir eftir
fremsta megni að gera það sem það
getur fyrir börnin sín svo þau vanti
nú ekki neitt. Fyrir vikið getur þetta
fólk ekki leyft sér annað en brýnustu
nauðsynjar og er því komið í þá
stöðu að lifa til að vinna í stað þess
að vinna til að lifa. Þetta fólk var
kannski ekki þrjú ár í háskóla en
eyddi þeim í staðinn í að vinna og
borga skatta, það hlýtur líka að telja.
íslendingar eru enn siðlaus víkingaþjóð
Einar Ingvi Magnússon, Heiðar-
gerði 35, Reykjavík, skrifar til þjóðar-
innar.
Árið þúsund var sú ákvörðun tek-
in á alþingi að ísland skyldi verða
kristið land. Margir voru ósammála
þeirri ákvörðun og héldu áfram að
blóta sína guði á laun. Rúmum þús-
und árum seinna eru rúm 90 prósent
íslensku þjóðarinnar skráðar á Hag-
stofu íslands í kristnum söfríuðum og
þjóðkirkju, en halda þó áfram að
blóta sína guði.
Kristin kenning er höfð yfir ferm-
ingarbörnum og þar eru einnig höfð
yfir boðorðin tíu. Þú skalt ekki hafa
aðra guði, þú skalt ekki stela, ekki
ljúga, ekki drýgja hór, og svo fram-
vegis, sem allir þekkja. En hversu
mikið af þessum boðum og bönnum
er haldið? Hverjir fara eftir boðorð-
unum í dag? Það er einhver minni-
hluti þjóðarinnar, sem hefur fengið
uppnefnið ofsatrúarfólk og þá þeir
sem tilheyra sértrúar-
söfnuðum.
Kannski fylgir trú-
leysið og lauslætið
þjóðinni í gegnum tíð-
ina, þar sem engin al-
vara fylgdi kristnitök-
unni. Henni var
þröngvað upp á ása-
trúarfólk og náttúru-
dýrkendur, sem töldu
sig ekkert hafa með
kristna trú að gera,
ekki frekar en kristnir
heiðingjar í dag. Nú
eru flest kristin gildi
brotin og sá mestur í
hópi hetja sem svindl-
ar mest og græðir.
Minnir það óneitan-
lega á hinn heiðna
hugsunarhátt fyrir og eftir kristnitöku
þegar menn fóru í vfldng og hjuggu
mann og annan, rændu og rupluðu
og snéru heim aftur
rfldr og virtir morðingj-
ar, nauðgarar og þjóf-
ar.
Enn er þjóðin í
sama farinu. Ekkert
hefur breyst. Þú skalt
ekki... hefur orðið aðra
meiningu í dag með
þjóðinni. í blessunar-
orðum Guðs felst far-
sæld en meðal þjóðar-
innar: „Þú skalt ekki
voga þér að skipta þér
af því sem ég geri.“
Helferð þjóðarinnar
felst í því dómgreind-
arleysi að taka ekki við
þeirri guðlegu leiðsögn
sem felst í boðorðun-
um tíu og myndi leiða
af sér raunverulegan þjóðarauð til
blessunar fyrir komandi kynslóðir.
Til Jónasar Kristjánssonar
Pétur Pétursson fyrrverandi þulur
skrifan
Ég bið Dagblaðið að birta fyrir mig
orðsendingu til Jónasar Kristjánsson-
ar fyrrum ritstjóra Dagblaðsins. Orð
mín eru svar við ummælum sem
Jónas lét falla í útvarpsviðtali á sínum
tíma.
Þar staðhæfði hann að þulir Rflds-
útvarpsins hefðu breytt efrii forystu-
greina Dagblaðsins er þeir lásu út-
drátt forystugreina dagblaðanna í
morgunútvarpi.
Ýmsar orsakir hafa orðið til þess
að dregist hefur svar við ummælum
Jónasar.
Ég mátti til að rifja upp ánægjuleg
samskipti er ég átti fyrr á árum þegar
ég þekktist boð Hauks Helgasonar
[aðstoðarjritstjóra um að skrifa grein-
ar í Dagblaðið. Það gerði ég á alllöngu
tímabili og skiptu þær tugum. Þeim
skrifum lauk þó sökum ágreinings
um ritlaun. Samstarf við Hauk var þó
einkar ánægjulegt.
Svo vikið sé að lestri forystugreina
Jónas Kristjánsson Pétur Pétursson
þá vill svo vel til að ég á í fórum mín-
um segulbandsupptöku af lestri mín-
um á grein Jónasar fr á fyrri tíð. Ég leyfi
mér að staðhæfa að lestur minn sé
betri en skrif hans. Það er hins vegar
smekksatriði.
Víkja má að öðrum atriðum. Það
er siðferðisstig málgagnsins sem
Jónas ritstýrði. Meðal starfsmanna er
Jónas hafði í þjónustu sinni var blaða-
kona er stýrði birtingu pistla sem
fjölluðu um dagskrá Rfldsútvarpsins,
starfsmenn þess og dagskrárþætti.
Hún hafði mjög ákveðnar skoðanir á
útvarpsmönnum og lét þær óspart í
ljós.
Einhverra hluta vegna skipaði hún
sér ekki í hóp þeirra, sem báru lof á
lestur mirm eða lagaval í morgunút-
varpi. Hún greip því til sinna ráða og
ritaði harðort bréf undir dulnefni.
Hún bar ættamafrí og hét sjálf tveim-
ur nöfrium. Jónas lét það óátalið að
kona er hafði umsjón með útvarps-
þætti Dagblaðsins ritaði óhróður um
störf mín í morgunútvarpi og notaði
dulnefríi til að þess að dylja iðju sína.
Lét hún fyrst af þeim ósið sínum er
ég komst að þessum starfshætti
hennar og veitti henni tiltal.
Þegar ég ber saman lestur minn á
forystugreinum Dagblaðsins og sið-
ferðisþroska ritstjórans og .þeirra
þjóna hans, sem hér voru nefndir, þá
þarf ekki frekar vitnanna við.
En Dagblaðsritstjórinn átti sér já-
bróður. Hann var Róbert Trausti
Ámason, hemaðarsinnaður ungur
maður er um skeið var þulur. Honum
ætla ég að svara á öðrum vettvangi.
£
• Umijöllun DV um boðsferðir
lækna hefur vakið mikla athygli. Þar
var því lýst að geðlæknar fjölmenntu
á fund í Stokkhólmi á vegum lyfj-
arisa. Landspítalinn
er þögull um málið
en ábyrgðarmaður
læknanna þar er
Hannes Pétursson
sviðstjóri. Gámngar
spá því að næsta
boðsferð geðlækn-
anna verði á vegum
Alfreðs Þorsteinssonar og Orkuveitu
Reykjavíkur. Þar verði undirstrikað
hve áhrifarflc raflostmeðferð sé...
• Það er óróleiki í
fleiri flokkum en
Framsóknarflokkn- ?
um. Gunnar I. Birg-
isson hefrír ekki ver-
ið par ánægður með
ffammistöðu síns
flokks í skattamálum
og í fjölmiðlamálinu.
Upp úr sauð á þingflokksfríndi síð-
sumars og Gunnar og DavíöOdds-
son tókust harkalega
á og rifust. Þetta var
daginn áður en Dav-
íð var lagður á spít-
ala. Gunnar mun
hafa sagt við það
tækifæri að ef menn
mættu ekki hafa
skoðun þá gæti
hann allt eins gengið úr flokknum...
• Nú á eftir að koma
í ljós hvernig Gunn-
ari reiðir af og hvort
hann rekst í flokkn-
um. Gangi hann úr
skaftinu ásamt
Kristni H. Gunnars-
syni, skoðanabróður
sínum og Jónínu
Bjartmarz í einstökum málum þá
heldur ekki stjórnarmeirihlutinn.
Væntanlega reynir á þessi mál fljót-
lega á yfirstandandi þingi þegar til-
lögur um skattalækkanir koma fram. . *
Reyndar væsir ekki um Gunnar þótt
kólni á þingi því hann verður bæjar-
stjóri í Kópavogi um áramótin...
• HalldórÁsgríms-
son formaður hefrír
enn ekki svarað
kröfu Vestfirðinga
um að koma vestur
og gera hreint fyrir
sínum dyrum vegna
frystingar Krístins
H. Gunnarssonar.
Þess er beðið með eftirvæntingu að
heyra hvað formaðurinn ber fyrir -«»
sig. En tilfinningar eru þó blendnar
því á aðalfundi Framsóknarfélags
Skagafjarðar í seinustu viku voru
skoðanir skiptar og nokkrar ýfingar.
Einhverjir skagfirsku sveitahöfðingj-
anna og hrossabændanna skömm-
uðu Kristin, sem mætti á fundinn,
fyrir að vera illa taminn...
• Félag kvenna í atvinnurekstri
I^gjga sótti, ásamt fríðum
■Mfl kvennaflokki, al-
y þjóðlega kvenna-
i ráðstefnu í seinustu
■ viku. Meðal ís-
I lenskra skörunga
■ voru VigdísFinn-
I bogadóttir, fyrrver-
andi forseti, og
Margrét Rósa Einarsdóttir, sem rek-
ur hið fomfræga veitingahús Iðnó. Á
ráðstefríunni var konunum sérstak-
lega kennt að umgangast blaða-
menn af varúð. Boðskapurinn var sá
að best væri að skrifa fyrir þá grein-
arnar og ekki bindast vinaböndum
eða trúa þeim fyrir leyndarmálum.
Tekið skal fram að Margrét Rósa -«
skrifaði ekki þessa klausu...
V
4