Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2004, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2004, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 2004 Fréttir DV Kostir & Gallar Kristján er þægilegur og hress samstarfsfélagi, laus við ólund. Óragur við að láta hendur standa fram úr erm- um og taka slaginn. Stundum hættir Kristjáni til að hugsa hlutina ekki til enda áður en hann tjáir sig. A sínar slæmu stundir - eins og aðrir. „Ég þekki Kristján eingöngu í gegnum starfið í hreyf- ingunni. Hann er af- skaplega þægilegur að vinna með í samstarfi. Alla jafna er hann hress og kátur; ekki fýiupoki eða leið- ur i skapi. Ég hef farið með Krist- jáni í ferðalag. Hann er góður ferðafélagi í alla staði. Efég ætti að reyna að nefna einhverja galla þá má segja um hann, eins og alla aðra, að það stend- ur misjafnlega vel á hjá okkur." Halldór Björnsson, fyrrverandl formað- ur Starfsgreinasambandslns. Kristján er herskárri en forver- inn. Það er á plúshlið- inni því okkur veitir ekki afbardagamönnum sem eru tilbúnir að berj- ast ekki bara með orð- um inni á skrifstofu heldur llka að láta slag standa. Það er því mjög gott að fá Kristján í þessa stöðu. Helsti gallinn er sá að hann erstundum svolítið fljátur að iáta hlutina flakka;segir kannski meira en hann hefði átt að segja áður en hann hugsar ofdjúpt." Konráö Alfreösson, formaður Sjómannafélags Akureyringa. „Hann Kristján er mjög öflugur og hefur reynst okkur I Sjó- mannafélagi Reykjavikur vel. Hann er ákveðinn í öllum gerðum og kannski ekki sami diplómatinn og Halldór Björnsson. Ég trúi að hann láti hendur standa fram úr ermum. Það er það sem dugar I dag en ekki þetta endalausa kjaftæði við samningaborðið. Það er ekk- ert nema gott um Kristján að segja. Það versta við hann er kannski að hann skuli vera í Samfylkingunni." Birgir Hólm Björgvinsson, stjórnarmað- ur í Sjómannafélagi Reykjavíkur. Kristján Gunnarsson var kjörinn formaður Starfsgreinasambands íslands á ársfundi um síðustu helgi. Krisján leysir þar afhólmi Halldór Björnsson. Kristján hefur verið for- maður Sjómanna- og verkalýðsfélags Keflavíkur. Kristján er fímmtugur. Kona hans er Guðrún Anna Jóhannsdóttir. Þau búa í Reykjanesbæ. Hákon Eydal í hlutverki sínu Fékk að sjá sjálfan sig á hvlta tjaldinu á Litla-Hrauni. „Hákon Eydal hefur lagt blessun sína yfir myndina og gefið gó á hana," segir Böðvar Bjarki Pétursson, sem frumsýndi kvik- mynd sína, Móna Lísa og Musteri Hórunnar, á Litla-Hrauni. Þar dvelur Hákon Eydal, meintur banamaður Sri Rahmawati úr Stórholtinu, en hann fer með eitt aðalhlutverkið i myndinni; leikur þar forsætisráðherra íslands á stríðsárunum. „Mér er sagt að Hákoni hafi líkað vel og ekki gert neinar athugasemd- ir,“ segir leikstjórinn. Til Berlínar Ráðgert hafði verið að frumsýna kvikmynd Böðvars Bjarka í lok ágústmánaðar en það tafðist af ýms- um ástæðum. Eftir forsýninguna á Litla-Hrauni stefnir Böðvar Bjarki að því að frumsýna myndina á kvik- myndahátíðinni í Berlín sem hefst í febrúar: „Ég er með þýskan fram- leiðanda með mér og hann telur myndina geta dottið þar inn. En allt er þetta ófrágengið,“ segir kvikmyndaleikstjórinn sem er þó ánægður með að Hákoni Eydal mislfki ekki útkoman. „Það skiptir mig miklu,“ segir hann. Organistinn líka Sem kunnugt er af fréttum lenti Böðvar Bjarki í útistöðum við sóknar- nefnd Hallgrímskirkju vegna mynd- arinnar en tónlistin í myndinni er leikin af fingrum fram á orgel Hall- grímskirkju af Guðmundi Péturssyni skírskotunum til siðferðis sem er mjög á reiki í hugum persóna mynd- arinnar. gítarleikara. Þegar morðmálið í Stór- holtinu kom upp og nafn aðalleikar- ans, Hákonar Eydal, varð á allra vör- um, vildi sóknarnefndin kippa að sér höndum: „Það hefur orðið samkomulag um að Hörður Áskelsson organisti kirkjunnar fái að sjá myndina í end- anlegri gerð og leggi blessun sína yfir hana líkt og Hákon Eydal hefur nú gert,“ segir Böðvar Bjarki. Siðferði á reiki Móna Lísa og Musteri hórunnar fjallar um lífið í Reykjavík á her- námsárunum eins og þau hefðu komið mönnum fýrir sjónir í dag. Er myndin fúU af nekt- aratriðum og tví- ræðum Steingrímur J. Sigfússon segir það alvarlegt andvaraleysi af hálfu stjórnvalda að hafa ekki bægt rússnesku flotadeildinni frá landinu Björn í vörn fyrir rússneska flotann Tölvugögnum stolið Kona á lögreglustöðina í Reykjavík um helgina og sagði farir sínar ekki sléttar. Lagði hún fram kæru vegna þess að einhver hafði farið inn á þráðlausan beinir í íbúð hennar og hlaðið niður miklu magni af tölvugögn- um. Gagnamagnið sem stolið var á þennan hátt var um 60 gígabæt sem kosta um 150.000. krónur sam- kvæmt reikningi. Málið er í rannsókn. Steingrímur J. Sigfússon formað- ur lagði röð spurninga fyrir Björn Bjarnason dómsmálaráðherra í utandagskrárumræðu á Alþingi í gær vegna veru rússneskra herskipa hér við land. Hann k kvaö það alvar- legt andvara- ' leysi af hálfu líslenskra stjórn- valda að bægja íekki flotadeild- ! inni ffá landinu reftir að ljóst var að ^kjarnorkuknúið skip var í Björn Bjarnason Björn segir að Rússarnir hafi fuilyrt að æfingin hafi farið fram áfallalaust. flotanum. Hann kallar beitiskipið Pétur mikla kláf í lélegu ástandi. Steingrfmur segir að þótt rúss- nesku skipin hafi verið fyrir utan 12 mílna lögsögu landsins er þau lágu út af Þistilsfirði haii þau samt verið djúpt innan 200 mílna efnahagslög- sögunnar og þar með einnig meng- unarlögsögu okkar. Hann spurði Björn hvenær stjórnvöld hefðu vitað af kjamorkuknúna skipinu og hvort kjarnorkuknúin skip ættu ekki að vera tilkynningarskyld ef þau sigldu inn fyrir 200 mílurnar. Fram kom í svörum Björns Bjarnasonar að skýringa hefði verið krafist þann 11. október og sú krafa síðan ítrekuð þann 15. október en þá hafi Rússarnir svarað því til að æfingunni væri lokið og skipin á leið heim. Björn segir að Rússarnir hafi fullyrt að æfingin hefði farið fram áfaÚalaust. Það kom einnig fram hjá dómsmálaráðherra að Rússum væri heimilt að stunda æfingar sem þess- ar og að ekki væri hægt að beita mengunarlögsögunni til að stöðva þær. Hins vegar viðurkenndi hann að það væri áhyggjuefni að kjarn- orkuknúin skip væru að sigla inn- an mengunarlögsögunnar. Össur Skarphéðinsson, for- maður Samfylkingarinnar, kvað svör Björns léleg og að sjaldan hefði meira gáleysi verið sýnt af íslenskum yfirvöldum eins og í þessu máli. Össur segir að það þurfi ekki nema slys um borð í einum rússneskum kjarnorkuknúnum ryðkláfi hér við land til að íslendingar lendi í alvar- legum vandræðum. Þá benti Magnús Þór Hafsteinsson á að rúss- neskir kjarnorkukafbátar hefðu ít- rekað lent í vandræðum. Steingrimur J.Sig- fússon Kallar beiti- skipiðPéturmikla kláf t lélegu ástandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.