Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2004, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2004, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 2004 Fréttir DV „Brjóstakrabbameinsbolir" renna út Stuttermabolir sem seldir eru í baráttunnar gegn brjóstakrabbameini seljast vel að sögn aðstandenda verslunarinnar B-Young við Laugaveg. Ágóði af sölu bolanna til rannsókna á brjósta- krabbameini og hérlendis fer salan fram í samstarfi við Krabbameinsfélagið og Sam- hjálp kvenna. Eins og allir vita er október helgaður baráttunni gegn brjóstakrabbameini og bleika slaufan, sem er tákn þeirrar baráttu, prýðir bolina. Bol- irnir hafa runnið út að undanförnu en þeir fást í fimm litum; hvítu, svörtu, rauðu, bleiku og grænbláu. Það er leikkonan Kristin Davis, sem margir muna eftir úr Sex and the City, sem kvað hafa valið bolinn fyrir þetta verðuga málefni en hún er aðal- fyrirsæta B-Young þetta haustið. Bolirnir kosta 1.990 krónur. „Ég held með Kerry og firt, hafa verið að standa sig í Hvor^ vinnur veit ég ekki, þ Fjölnir Jónsson, nemi f Kleppjámsreykiaskóia ,Égveltþaðekki.Éghet með þessu. Heldþófrel vinna." Eydís Sævarsdottir, fj.raarskóla. _ I í Verzló. „Ég vil að Kerry vinni kosningarnar. Bush hefur gert margt rangt á sínum forseta- ferli. Ég tel að Kerry myndi standa sig beturJ' Ólöf Emilie Manniche, 13 ára, frá ni í Danmörku. Fjóni svo mjög muni mi í 7. bekkí Isa Vasapeningar geta haft jákvæö áhrif aö mati Hugos Þórissonar sál- fræðings enda læri börnin að bera ábyrgð á hlutum sem varða þau sjálf. Hugo segir að það sé rangt að kaupa börn, til dæmis til heimilisverka. DV spjallaði við Hugo og talaði við þrjá uppalendur um hvernig málum er háttað hjá þeim. „Ég hef þá skoðun að maður eigi ekki að kaupa börn til eins eða neins,“ seg- ir sálfræðingurinn Hugo Þór- isson. „Mér finnst eðlilegur hlutur í uppeldi að börnin taki þátt í heimilisverkunum en vasapeningarnir eru eitthvað sem þau eiga að fá bara fyrir að vera til og upphæðin er náttúru- lega mismunandi eftir aldri og þorska.“ Hugo segir eðlilegt miðað við samfélagið sem við lifum í að börnin fái vasapen- inga. Með því læri þau að fara með fjármuni og læri að taka ábyrgð á því sem varði þau sjálf. í peningunum sé falið ákveðið traust og val fyrir þau til að ákveða sjálf til dæmis hvað þau vilji í nesti, hvernig fötum þau klæðist eða hvaða afþreyingu þau kaupi sér. „Eg vil ekki tengja skyld- ur barna og þátttöku þeirra í störfum innan fjölskyld- unnar og heimilisins við vasapeningana. Mín skoð- un er að æskilegt sé að skilja þar á milli því aldrei munu þau fá borgað fyrir að gera þessi verk í framtíð- inni. Sama hvort þau eigi að passa systkini sín, taka úr vélinni, búa um rúmið sitt eða vaska upp þá eiga þessi verk, að mínu mati, að vera ólaunuð. Börnin eiga að læra þau á annan hátt enda eru þetta ólaunuð verk í lífinu." Algengt að börn séu keypt til verka Hugo segir allt of algengt að börn séu keypt á þennan hátt og það sé mjög erfitt að snúa þessu ferli við. „Einn daginn þegar þau eru sjálf farin að vinna sér inn peninga getur verið erfitt að fá þau til að taka úr vélinni eða laga til í herberginu sínu þar sem þau vantar ekki pening þá stundina. Börn sem eru vön að gera heimilis- verkin gegn borgun eru fæst tilbúin að búa um rúmið sitt ef þau vantar engan pening." Hugo segir allt annað mál að verð- launa börnin fyrir að standa sig vel. Þá sé hægt að fara út að borða eða gera eitthvað annað skemmtilegt saman. „Verðlaun er eitthvað sem kemur af og til þegar fjölskyldan vill gleðjast saman en eru ekki peninga- umbun." Geri samning við börnin „Ég er búin að velta vasapening- um eða verðlaunum fyrir mér í gegn- um tíðina," segir Fríða Jónsdóttir, hótelstjóri og þriggja barna móðir. „Við getum ekld tekið fyrri kynslóðir sem viðmið, vegna þess að þetta eru tveir ólíkir heimar. Ég spyr börnin mín hvort þau séu til í að gera ákveð- inn hlut og í staðinn fái þau eitthvað sem þau langar í. Það eru allt aðrar aðstæður núna en þegar ég var að alast upp, nú eru billjón hlutir sem glepja. Okkur langar í allt. Hluti af félögunum er að fá alla hluti en hinir ekki neitt. Börn verða að gera sér grein fyrir því að það er eitthvað á Hugo Þórisson sál- fræðingur Hugo segir eðlilegt, miðað við samfélagið sem við lifum í, að börnin fái vasapeninga. FRÁB/ER FÖT Á FÍNA KRAKKA Heimili og skóli hvetur foreldra til að senda tölvupóst og krefjast þess að kennaradeilan verði leyst strax Þolinmæði foreldra og barna er á þrotum „Staðan er sú að þolinmæði bæði foreldra og barna er á þrotum, nú þegar fimmta vika verkfalls er hafin. Þess vegna ákváðum við að senda þennan tölvupóst út og hvetjum alla foreldra á landinu til að leggja okkur lið,“ segir María Kristín Gylfadóttir, formaður stjórnar Heimilis og skóla, en samtöldn sendu í gær frá sér tölvupóst um kennaraverkfallið. Heimili og skóli hvetja foreldra til að senda tölvu- póstinn til sinna kjörnu fulltrúa f bæjar- og sveitar- stjórnum og krefja þá svara um hvernig þeir ætla að axla þá ábyrgð að halda skóla fyrir börn og unglinga. Þá eru foreldrar hvattir til að fara fram á að gengið verði til samninga strax. María Kristín segir mikilvægt að sátt ríki um sveitarfélagið og nú sé málum þannig komið að rfld, sveitarfélög og kennarar verði að semja strax. „Börnin okkar eiga rétt á kennslu og í grunnskólaiögum segir að sveitarfélagið sé skylt að halda skóla fyrir öll börn á aldrinum sex til sextán ára. Börnin okkar hafa nú ekki notið lögbundinnar kennslu í rúmar fjórar vikur og þessu skelfilega ástandi verður að linna. Verkfallsbörn Þessir krakkar eru vafalaust farnir að bíða eftir að komast aftur I skólann. Efni tölvupóstsins er að finna á heimasíðu Heimilis og skóla - heimiliogskoli.is - og þar er jafnframt að finna netföng helstu sveitarfélaga landsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.