Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2004, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2004, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÚBER 2004 Fréttir D V Rifrildi endar í aftaná- keyrslu Um fjögurleytið á sunnudaginn varð aftaná- keyrsla við Yrsufell í Breið- holti. Aðdragandi árekst- ursins varð með þeim hættí að ungt par með 7 mánaða gamalt barn var að rífast í öðrum bílnum. í æsingnum nauðhemlaði ökumaðurinn og lentí þá annar bíll aftan á honum. Að sögn lögregl- unnar fór ökumaður þess bfls af vettvangi þar sem hann hræddist æsinginn í hinum bflstjóranum. Vaknaði við lærastrokur Á laugardagsmorgun barst tilkynning til lög- reglu um ókunnugan mann sem kominn væri inn á herbergi hjá konu á hóteli í austurborginni. Var maðurinn kominn upp í rúm til konunnar sem hafði vaknað við að verið var að strjúka á henni annað lærið. Mað- ur hennar lá við hlið hennar í rúminu og gaf hún honum olnbogaskot þannig að hann vaknaði. Þegar eiginmaðurinn var vaknaður hafði ókunn- ugi maðurinn sig á brott. Hafði þessi sami maður reynt að elta konuna inn á herbergi kvöldið áður en verið vísað út. Hann varð sér úti um master- lykil að hótelinu og kom- ist þannig inn í herbergi konunnar. Graffiti vekur gleði í upphafi helgarinnar barst lögreglunni í Reykja- vík tilkynning um ungan mann sem væri að úða málningu á veggi fyrirtækis í austurborginni. Lögregla fór á staðinn og ræddi við „listamanninn" og fólk í húsinu. Að sögn lögregl- unnar var fólkið í húsinu mjög sátt við framtak hins unga manns og leist bara nokkuð vel á „listaverkið" sem hann hafði skapað. Því var ekkert aðhafst frekar í málinu. Frosti Bergsson, fyrrum eigandi Opinna kerfa, er einn þeirra sem efnast hefur svo um munar í nýju umhverfi íslensks viðskiptalífs. En hann heldur stillingu sinni enda veit hann sem er að margur verður af aurum api. F „Hamingja og peningar eru tvennt ólíkt. En ég er sæll,“ segir Frosti Bergsson, fyrrum forstjóri og einn af eigendum Opinna kerfa sem Kögun keypti fyrir skemmstu. Fyrirtækið var þá metið á 8,1 milljarð króna og sjálfur átti Frosti Bergsson 17 prósent. „Það geta allir reiknað út hvað ég fékk,“ segir Frosti og það er ekki flókið reikningsdæmi. Rétt tæpur hálfur annar milljarður rann í vasa Frosta við kaupin og hann segir peningana alla geymda í banka. En það sem ég á núna eru al- vöru pen- ingar. Þetta er ekki eitt- hvaðá pappírum sem rýkur upp og nið- Frosti gegnir enn stjórnarfor- mennsku í Opnum kerfum en hyggst láta af þeim störfum um næstu mánaðamót. Lýkur afskipt- um Frosta þá af fyrirtækinu sem hann hefur verið að byggja upp í 20 ár með þeim árangri sem að framan greinir. Ekki alltaf dans á rósum og upphaflega þurfti Frosti að selja húsið sitt til að leggja í fyrirtækið þannig að allt var undir. En núna gæti hann keypt mörg hundruð hús fyrir þetta eina sem hann þurftí að láta fýrir tveimur áratugum. Apar og aurar „Það skiptir mestu að menn haldi stillingu sinni við þessar aðstæður og hugsi sinn gang vel. Margur verður af aurum api og ég ætla ekki að verða einn af þeim. Hvað ég tek mér fyrir hendur næst ætla ég hins vegar að halda fyrir sjálfan mig,“ segir Frosti, sem hefur verið blankur eins og aðrir þó að hann þurfi lfldega aldrei að verða það framar. Og í því liggur munurinn: „Sem strákur var ég í sveit og img- ur vann ég við uppskipun hjá Togara- afgreiðslunni. Svo fór ég á sjóinn. Auðvitað var maður oft blankur í skóla. En það sem ég á núna eru al- vörupeningar. Þetta er ekki eitthvað á pappfrum'sem rýkur upp og niður.“ Gott golfsett Frostí Bergsson á alls ekki von á því að setjast í helgan stein þrátt fyrir hálfan annan mflljarð í bankanum. Segir það í eðli mannsins að hafa eitt- hvað fyrir stafrú. Hann aftekur þó með öllu að hann hyggist kaupa knattspymulið í útlöndum eða eitt- hvað slíkt. Hann hafi áhuga á golfi og laxveiðum og haldi sig við það: „Jú, ég á ágætt golfsett," segir hann. í raun hefði Frosti getað orðið miklu ríkari ef hann hefði selt Opin kerfi fyrr. Fyrir íjórum árum var fyrirtækið metið á 12 milljarða króna og þá átti Frostí 20 prósent í því. Ef hann hefði selt á þeim tímapunkti ætti hann ekki einn og hálfan mflljarð í banka held- ur tvo og hálfan. Og munar um minna: „En þá var ég bara ekkert að hugsa um að selja og málið aldrei á dagskrá sem sl£kt,“ segir hann. Hálfleikur Frosti Bergsson er 55 ára gamall. Hann ætlar að hugsa sitt ráð áður en hann hleypur aftur inn á völlinn þegar flautað verð- ur til leiks. Staðan í hálfleik er góð. Frosti rfki Var blankurískóla. Heill sé vetri konungi vorum! Af tilefni fjölmargra kvartana sem Svarthöfða hefúr borist vegna veturs konungs vill hann vekja athygli á eft- irfarandi kostum þessarar óumflýj- anlegu árstíðar. Vetmrinn gefur okk- ur afsökun til að kaupa ný föt og klæðast á annan hátt. Hver vill til dæmis klæða sig eins og Andrés önd, alltaf í eins fötum? Svarthöfði fagnar vetri, því þá getur hann notað föt sín til hins ítrasta og sveipað sig ull og lérefti að hætti forfeðranna. Lfklega þarf ekki að tína til annan kost hins alltumvefjandi vetrar en að hann drap geittmgana. Svarthöfði varð fyrir fjölda árása í sumar þegar þessi fljúgandi virki ástunduðu sitt náttúrulega samsæri gegn mann- kyninu. Samkvæmt tölfræðirannsóknum Svarthöfða eru þær þjóðir sem búa við temprað eða kalt loftslag miklu ríkari en þær sem búa við eilífðar- sumur með skúrum á stöku stað. Ekki skal gleyma að helfrostíð gerir þjóðinni kleift að sitja sem fastast við sinn keip. Hefðu veður hér ekki verið svo válynd sem raun ber vitni, auka eldgosa og annarra hamfara, Hvernig hefur þú það? „Hjá mér er stund milli stríða,“ segir Kristján Franklín Magnús leikari.„Ég var að Ijúka við frumsýningu í Úlfhamssögu í Hafnarfirði og nú bíður önnur verk í Þjóðleikhúsinu. Þaö er jólasýningin Öxin og jöröin. Annars stend ég í bílaviðskiptum. Er að selja gamla Suzuki Vit- ara-druslu og ætla að kaupa mér Mercedez Bens í staðinn. Fann árgerð '88 sem eldri mað- ur fluttiinn frá Þýskalandi og villendilega að ég eignist. Ég á von á að samningar takist." má gera ráð fyrir því að aðrar stærri og sterkari þjóðir hefðu valtað yfir okkar vanþróaða aftur- enda. Auk þess ber að minnast að veturinn bjargaði Rússum frá Napóleon, frönskum naggi með heimsvalda- sýki. Veturinn hefur hert þjóðina í gegnum nátt- úruval. Á meðan Spán- verjar drekka vín og sleikja sólina í helberu framtaksleysi lifa íslending- ar samkvæmt þeirri neyð sem kenndi nöktum formæðrum þeirra að spinna. Og frostbitnir forfeðumir þróuðu með sér það vinnusiðferði sem gerir íslendinga að besta vinnuafli norðursins. Svarthöfði er djúpt snortinn yfir hinu hrímkalda en ylhýra móður- landi sem hefur bæði fóstrað okkur og lógað. Hvemig kemst maður annars nær almættínu en þegar um- hverfis mann hefur hið torræða afl öll völd yfir lífi og limum? Vetur konungur er jin og hann er jang. Hann er hin tæra, alkalda kyrrð og hið tryllta, hamslausa æði. Velkominn vetur! Skrifað á Las Palmas, Kanarí, 18. október 2004. Svartböfði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.