Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2004, Blaðsíða 25
DV Menning
ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 2004 25
Nýtt sjóv á Broadway var frumsýnt fyrri helgi. Elísabet Brekkan dró manninn með í fjögurra rétta
veislu og tók þátt í vinnustaðaskemmtun af lífi og sál.
Margrét Eir hreinlega stórbrotin
þegar hiin birtist i bruðarkjól,
bosmamikil liggjandí upp á flygli
og söngkabaretli
Á skemmtistaðnum Broadway
hér í Reykjavík er verið að sýna ólg-
andi söngkabarett sem byggir á
lögum Stuðmanna sem fyrrum
Stuðmaðurinn Valgeir Guðjónsson
hefur sett saman. Á laugardags-
kvöldið var húsið smekkfullt af
fólki sem greinilega kom í stórum
hópum. Líklega vinnustaðir og
augljóst að margir þekktust.
Það er vel til fundið að láta hóp-
inn sem sprellar á sviðinu í nær tvo
klukkutíma vera samstarfsmenn á
vinnustað sem eru að reyna að
baksa við að -koma saman
skemmtidagskrá fyrir sína árshátíð.
í salnum sátu menn og konur
prúðbúin með glas í hendi hafandi
sporðrennt dýrindis mat.
Pirraður ieikstjóri
Hjálmar Hjálmarsson fer með
stórt hlutverk í þessum kabarett
þar sem hann leikur leikstjóra sem
vinnustaðurinn hefur ráðið til þess
að koma skemmtidagskránni sam-
an. Hann er heldur viðskotaillur og
leyfir fólkinu ekki að koma með
sínar eigin hugmyndir en einhvern
veginn fer það nú samt þannig að
það eru bæði hugmyndir starfs-
manna og hans sem verða að gletti-
lega góðum söng- og dansatriðum
við frábæran undirleik fimm
manna hljómsveitar og ekki spillir
fyrir að fólkið í salnum virðist
þekkja textana svo vel að oft var
tekið undir af miklum krafti.
Margrét Eir stórbrotin
Stúlkumar þrjár sem fara með
hlutverk bókhcddskvenna á þessum
vinnustað eru þær Andrea Gylfa-
dóttir, Linda Ásgeirsdóttir og Mar-
grét Eir. Að hinum tveimur ólöst-
uðum var Margrét Eir hreinlega
stórbrotin þegar hún birtist í brúð-
arkjól, bosmamikil liggjandi upp á
flygli sem sogaðist upp úr jörðinni
og tók að syngja með slíkri raust að
undir tók í byggingunni lagið Slá í
gegn.
Tónlistarflutningur og söngur-
inn var með eindæmum góður.
Óbreyttir starfsmenn í þessu fyrir-
tæki voru þeir Jónsi og Valur Freyr
og þar sem hann Valur hangir í
snúrum ofan úr loftinu bara eins og
músafrænkan í Dýrunum í Hálsa-
skógi og hin snúa honum og djöfl-
ast við dúndrandi tónlist liggur við
að maður fari að trúa þvi að komn-
ar séu verur af öðrum hnöttum.
Jónsi lék mjög vel, hvort sem
han lenti í falsettu eða var bara að
láta hinn sínöldrandi leikstjóra
skamma sig.
Þessi söngdagskrá er sem betur
fer mjög hröð en það sem kannski
vantar helst á, er að það var of lítið
af bröndurum eða fyndni. Það sem
fékk salinn einna helst til að hlæja
var þegar einn starfsmaður frá
Vinnueftirlitinu eða einhverju öðru
fyrirtæki úr salnum
fékkst til þess að taka nokkur
spor með starfsmönnum á sviðinu.
Dagskráin byrjar of seint
Þetta er svokallað skemmti-
kvöld. Það sem vakti furðu mina
var að dagskráin byrjaði svona
seint. Allir eiga að setjast að borð-
um og maturinn er framreiddur
klukkan 20.00, maturinn var snilld,
en svo hefst þessi dagskrá ekki fyrr
en klukkan tíu og þá eru helst til
margir groggar komnir ofan í ýmsa
menn og því erfitt að fá þá til þess
að vera stilltir í sínum sætum. Mér
þætti eðlilegra að byrja með dag-
skrána strax klukkan níu.
Samhæfing og dansatriði voru
mjög góð og skemmtileg. Andrea
Gylfadóttir svíkur engan og gæti
líklega boðið upp á dagská þar sem
hún bara dansaði. Þessar þrjár,
Andrea, Linda og Margrét Eir,
mynda saman svo skemmtilega og
sterka heild því þær eru í raun og
veru mjög ólíkar og alls ekki hægt
að segja að raddir þeirra séu svip-
aðar.
Þrekvirki á þjóhnöppum
Leikstjórinn sem Hjálmar leikur
brunar um allt og bölsótast út í
mannskapinn en er vitaskuld sá
sem keyrir áfram sýninguna, sá
sem sér um að tempóið séu á fullu
gasi og því var vinna Hjálmars
þrekvirki og aðdáunarverð þótt
mér finnist alltaf mjög mikill
akkilesarhæll í persónusköpun
þegar einhver persóna er bara reið,
snobbuð og frek. Það hefði bætt
sýninguna sem leiksýningu ef ein-
hverjir hefðu verið veikleikar þessa
ruddalega manns.
Auðvitað má svo sem sjá það
sem veikleika að hafa þörf fyrir að
koma fram á tippinu einu klæða.
En á örlitlu pungskjóli með spotta í
rassinum söng hann undir lokin
Popplag á G-streng við mikinn
fögnuð áhorfenda. Fyrir vinnuhóp
sem ætlar að eyða saman kvöldi og
láta skemmta sér er tilvalið að
Höfundur og stjórnandi:
Valgeir Guðjónsson
Leikendur og söngvarar:
Andrea Gylfadóttir,
Linda Ásgeirsdóttir,
Margrét Eir, Jónsi, og Valur
Freyr.
Hljómsveit: Eðvarð Lórusson
gítar, Jóhann Ásmundsson
bassi, Jóhann Ingvason hljóm-
borð, Bjarni Ágússtson gitar,
trompet og hljómborð og Birg-
ir Baldursson trommur.
Elísabet Brekkan
Samstarfsmenn ó
vinnustað baksa
við að koma sam-
an skemmtidag-
skró fyrir sina
órshótíð. Hópur-
inn við upphaf
æfinga.
Leiklist
panta sér miða á Broadway og
kaupa heildarpakkann Með næst-
um allt á hreinu.
Gagnleg og fróðleg saga doktor Valtýs
Auðvitað er fyrst og fremst
fyndið að doktor Valtýr Guð-
mundsson sé orðinn hápólitískt
deiluefni á íslandi árið 2004. Hann
var í brennidepli pólitískra deilna
fyrir 100 árum og rúmlega það
þegar hann kom fram með „val-
týsku" sína - tilraun til að rjúfa
þráteflið í samskiptum Dana og ís-
lendinga sem þá hafði staðið í ára-
tugi - en tapaði síðan í öðru tafli
um æðstu metorð heimastjórnar-
innar. Og féll á endanum í
gleymsku og dá.
Núna - á heimastjórnarafmæl-
inu - hefur aftur á móti mörgum
blöskrað að enn skuli hlutur hans
gerður minni en efni standa til við
hátíðahöld hins opinbera er eink-
urn virðast beinast að því að gera
hlut Hannesar Hafsteins, fyrsta
ráðherrans, sem mestan.
Þetta birtist í sinni tærustu
mynd í forsætisráðherrabókinni
frægu þar sem Davíð Oddsson
fyrrum forsætisráðherra skrifar
mn Hannes eins og hann hafi lyft
grettistaki heimastjórnarinnar
einn og sjálfur. En Valtýr í mesta
lagi staðið fyrir eitthvert óskiljan-
legt málaþras sem nútímafólk get-
ur með engu móti botnað í.
Átti mestan þátt í að rjúfa
þráteflið
Víst er það mála sannast að þref
íslenskra stjórnmálamanna fyrir
og meðan heimastjórn var við lýði
er á köflum ansi gelt. En það gildir
þó f rauninni einna síst um Valtý
Guðmundsson. Hann átti, eins og
Jón Þ. Þór sýnir hér vel fram á,
einna mestan þátt í að rjúfa það
þrátefli sem íslensk stjórnmála-
umræða var komín í eftir daga
Jóns Sigurðssonar. Snerist þá flest
um auknar kröfur á hendur Dön-
um, sem allir vissu þó að yrðu ekki
uppfylltar, en þjóðþrifamál sátu á
hakanum á meðan.
Þessu breytti Valtýr með „val-
týsku“ sinni þótt örlögin höguðu
því svo að einmitt hann hefur - að
því marki sem hans er yfirleitt
minnst lengur - orðið að eins kon-
ar tákni fyrir einmitt þetta þrátefli.
Aukinhcldur hefur hann, allra
manna róttæk-
astur á sinni tfð,
algerlega að
ósekju öðlast
orðstír fyrir lin-
kind í garð Dana
ogjafnvel undir-
lægjuhátt, þar
sem óvænt um-
skipti í dönsk-
um stjórnmál-
um urðu að
endingu til þess
að Danir buðu
sjálfviljugir ís-
lendingum
betri kjör en
Valtýr haíði
barist fyrir.
Og Hannes
Hafstein hlaut
ráðherraembættið sem Valtý hefði
svo miklu fremur borið. En Hann-
es hefur því miður verið skreyttur
með stolnum fjöðrum síðan, þótt
minnst sé líklega við hann sjálfan
að sakast í þeim efnum.
Betur hefðu
sumir lesið
þessa bók
Jón Þ. Þór hefur
lengi rannsakað
ævi Valtýs og í
þessari bók dregur
hann upp skýra og
skilmerkilega mynd
af þessum merki-
lega stjórnmála-
manni. Þessi bók er
hvorki sálfræði né
bókmenntir svo
ekki er farið ýkja
langt inn að skinni
Valtýs en þó verður
glögg sú mynd sem
Jón vill teikna, af
piltinum sem braust
frá umkomuleysi til mennta og
varð svo rnerkur fræðimaður og
stjórnmálamaður, alltaf í hring-
Dr.Valtýr, ævisaga, eftirJón Þ.
Þór. Bókaútgáfan Hólar 2004
Bækur
iðunni en þó á einhvern hátt alltaf
einn.
Því er saga hans persónulega
aö ýmsu leyti dapurleg þótt hon-
urn rnegi þakka marga góða hluti.
Bókin er afar læsileg og að-
gengileg í alla staði og þótt maður
hefði kannski kosið að fá að vita
meira um ýmis þau þjóðþrifaverk
sem Valtýr barðist fyrir en kannsld
þá ögn minna um intrígur heima-
stjórnaráranna, þá hefur Jón Þ. Þór
unnið hið gagnlegasta og fróðleg-
asta verk með þessari bók.
Og af því það verður ekki hjá því
komist að lesa bókina með sér-
stöku tilliti til heimastjórnarhá-
tíðahaldanna og ráðherrabókar-
innar, þá verður að taka fram að
betur hefðu sumir lesið þessa bók
áður en þeir hófu bókaskrif eða
veisluhöld.
Illugi Jökulsson
Jón Þ. Þör
Dr. Valtýr
Ævisaga