Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.2004, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 2004
Fréttir DV
• Stafrænar
myndavélar eru nú
seldar á tilboðsverði 1
í Sjónvarpsmiðstöð-
inni. Til dæmis kostar Konica
Minolta, 5 megapixel, aðeins 39.990
kr. í stað 46.990 kr. áður. Ódýrasta
stafræna myndavélin kostar 19.990
krónur.
• Nú er hægt að kaupa sætuefnið
Xylitol í mörgum mat-
vöruverslunum. Xylitol
~ cr mun sætara en hefð-
bundinn sykur og inni-
heldur auk þess um 40% færri hita-
einingar. Xyhtolið sem fæst hér-
lendis er lífrænt og hefur engum
aukaefnum verið bætt í það. Hægt
er að kynna sér þetta sætuefni á
xylitol.is
• Barna- og fullorðinsfatnaður er
nú seldur með 50-90% afslætú á
Skemmuvegi 16 (blá gata). Þarna er
seldur útivistarfatnaður frá Bezo, Is
it Zo og Zo On Iceland.
• Þvottadagar standa yfir í verslun
Bræðranna Ormsson. í;- , < s
Svokallað „íslenskt
par“ kostar 147 þúsund
krónur en það saman-
stendur af AEG þvotta-
vél og þurrkara. ís-
lenskt stjómborð og ís-
lensk notendahandbók
fylgir.
• Verslunin Harðviðarval er með
alls kyns tilboð í gangi þessa dag-
ana. Gólf- og veggflísar em seldar
með afslætti og hægt að fá hand-
laugar og vaska frá 19.900 krónum.
Krakkar hætt-
ir í eltingaleik
Gömlu góðu leikimir
eru á undanhaldi og krakk-
ar eru farnir að snúa sér að
tölvuleikjum í auknum
mæli. Bretar hafa rannsak-
að þetta og í ljós kom að
vinsælasti útileikurinn er
fótbolti, einkum meðal
drengja, en fyrir 30 ámm
var eltingaleikur vinsælast-
ur. Nú segjast aðeins tvö af
hverjum tíu börnum hafa
gaman að eltingaleik og
langflest barnanna þekkja
ekki hin gömlu afbrigði elt-
ingaleikja, svo sem „eina-
króna" og „fallin spýtan“.
Leikir af þessu tagi þykja
ekki smart, að minnsta
kosti ekki í Bretlandi, en
auk þess er ein ástæðan tal-
in sú að börn leika sér mi-
nna úti við á opinberum
stöðum. Þetta á nú senni-
lega ekki við um ísland, en
tilfinningin er samt sú að
krakkar séu að mestu hætt-
ir að stunda gömlu útileik-
ina.
Krakkarfá
segulmottur
Leikskólaböm í Reykja-
vík fá á næstu vikum segul-
mottur, en á þeim er að
finna einfaldar leiðbeining-
ar til foreldra og annarra
sem gæta barna um hvern-
ig umgangast skuli efnavör-
ur með tilliti til öryggis
barna. Hollustuhættir út-
bjuggu motturnar í sam-
vinnu við Umhverfisstofh-
un, Eitrunarmiðstöð og
Neyðarh'nu. Motturnar
ættu að reynast foreldmm
gagnlegar og er um að gera
að kynna sér efni þeirra.
Brjóstin
skipta máli
Bandarísk rannsókn
sýnir að eldri konur sem
hafa þurft að láta nema á
brott annað
eða bæði
brjóst sín
vegna krabba-
meins em jafn
áhyggjufullar
út af ásýnd lík-
ama síns og
yngri konur
sem gengist
hafa undir
slíka aðgerð.
Rúmlega 550 konur, 67 ára
og eldri, voru spurðar um
brjóstamissinn og hafði
þriðjungur þeirra hugleitt
að fara í brjóstauppbygg-
ingu. í rannsókninni kom
einnig í ljós að andleg
heilsa kvenna, 67 ára og
eldri, sem farið höfðu í
brjóstauppbyggingu var
mikið betri tveimur árum
síðar en hjá þeim sem ekki
höfðu farið í slíka aðgerð.
Dísaspyr
SællÞórhallur.
Þannig er mál
með vexti að fyrir
um hálfu ári síðan
lést tengdamóðir
mín eftir stutt en
harkaleg veikindi.
Þetta gerðist allt frekar skyndi-
lega og var þetta því mikið
áfall fyrir fjölskylduna. Sér-
staklega var þetta erfitt
fyrir 12 ára dóttur
okkar, en hún og
tengdamóðir mín
voru miklar vinkon-
ur, enda var hún eina
barnabarnið henn-
ar. Við erum öllfar-
in að jafna okkur
núna en við hjónin
höfum áhyggjur afdóttur okk-
ar. Það er eins og hún sé föst í
sorginni. Þetta var sérstaklega
slæmt í kringum afmæliö
hennar íseptember ognú höf-
um við áhyggjur af jólunum.
Gætir þú gefíð okkurráð og er
þetta eðlilegt ástand?
Meðkveöju, Dfsa.
Blessuð og sæl.
Sorgin er flókið fyrirbæri og ekki
auðvelt að komast til botns í henni í
stuttum pistli sem þessum. Fyrir
það fyrsta þá á sorgin sér margar or-
sakir, en oft syrgjum við eitthvað
sem við höfum misst, eitthvað eða
einhvern sem við söknum og sjáum
eftir og ekkert getur komið í staðinn
fyrir. Þannig tengist sorgin ekki að-
eins andláti ástvinar, þótt söknuður
vegna slíkra atburða er oftast þung-
bær. Og það er stór hópurinn sem
syrgir horfna ástvini, hvort sem fólk
hefur misst einhvern nákominn sér
eftir erfiða baráttu við sjúkdóm eins
og þið, eða skyndilega af slysförum.
Almennt um sorg
Svo ég skoði nú sorgina aðeins al-
mennt þá syrgja sumir hjónabandið
sitt eða sambúðina sem lenti í erfið-
leikum og endaði með upplausn.
Slflct sorgarferli á sér oft langan
aðdraganda og minnir á sig
þegar síst varir. Og börnin
syrgja gömlu fjölskylduna
sína. Aðrir syrgja glataða
heilsu og berjast við heilsu-
brest, annaðhvort sinn eigin
eða einhverja sem eru þeim
nákomnir. Aðrir syrgja glötuð
tækifæri, glataða vináttu eða hafa
lent í fjárhagslegu basli sem breytti
aðstæðum þeirra og lífi til hins
verra. Slflcri sorg fylgir eftirsjá og
jafnvel sjálfsásakanir sem geta verið
þungar og erfiðar. Margir segja sem
svo „bara ef ég hefði nú gert þetta
eða hitt eða látið vera að gera það,
þá væri líf mitt betra í dag en það
er“.
Þau eru ófá dæmin um einstak-
linga sem hafa misst maka sinn og
fjölskyldu eftir framhjáhald og sjá
svo eftir öllu saman en geta ekkert
að gert. Já, þær eru margar ástæð-
urnar sem valda því að sorgin lítur
við hjá okkur. Við vildum víst öll
vera laus við þá heimsókn, hverjar
svo sem ástæðurnar eru fyrir inníit-
inu. En það er enginn sem sleppur
við heimsókn sorgarinnar einhvern
tíma á ævinni og hjá sumum er hún
tíður gestur.
Hátíðir og sorgin
Sorgin verður syrgjanda sjaldan
erfiðari en einmitt á þeim stundum
þegar gleði og hátíðarstemning ríkir
allt í kring, eða þegar sérstakar að-
stæður minna á. Þannig eru hátíðir
eins og jól og páskar mörgum erfið-
ar en lflca afmæli og aðrir fjölskyldu-
fagnaðir eins og t.d. afmæli dóttur
ykkar. Þá sækja að hugsanir um
liðna tíð, um þá gleði sem einu sinni
var og þá sorg sem nú er komin í
hennar stað. Á slíkum stundum
Fj ölslcy ldumaður inn
brýst jafnvel minningin um ein-
hverja löngu liðna heimsókn sorgar-
innar upp á yfirborðið, minning sem
syrgjandinn hefur bægt frá sér lengi,
sérstaklega ef við höfum aldrei unn-
ið úr sorginni. Þá er gott að eiga ein-
hvern að sem skilur mann og styður,
sem veit að góður vinur getur styrkt
og huggað og hleypt ljósinu inn í
hugskot þar sem sorgin rfldr.
Sorgin og sárin
Og þá er ég nú loksins kominn að
spurningu þinni Dísa. Auðvitað
losna menn aldrei alveg undan sorg-
inni, sérstaklega ef hún hefur skilið
eftir sig dúp sár. Og það er heldur
ekki hægt að nefna nein tímamörk
sem segja til um hversu lengi við
syrgjum, allt slflct er svo einstak-
lingsbundið. Það er því ekkert óeðli-
legt við vanh'ðan dóttur þinnar. En
hverjar svo sem ástæður sorgarinnar
eru hjá okkur þá verðum við að gæta
þess að festast ekki í sorgarferlinu,
festast ekki í þunglyndi eða dimm-
um hugsunum, heldur læra að
takast á við lífið í nýjum aðstæðum
með nýjan þroska og nýja reynslu í
farteskinu. Og með stuðningi ást-
vina er hægt að læra að lifa með
sorginni og finna lífi sínu nýja far-
veg.
Sorgarviðbrögð
Við þekkjum öll einhvern sem
sorgin hefur sótt heim, hvort sem
þáð er nýlega eða fyrir einhverju síð-
an. Kannski er það einhver ættingi
okkar, vinur eða kunningi. Og við
skulum ekki gleyma börnunum, því
Á slíkum stundum
brýst jafnvel minning-
in um einhverja löngu
liðna heimsókn sorg-
arinnar upp á yfir-
borðið, minning sem
syrgjandinn hefur
bægt frá sér lengi, sér-
staklega efvið höfum
aldrei unnið úr sorg-
inni.
oft hefur sorgum þeirra verið ýtt til
hliðar vegna þess að allir hafa svo
miklar áhyggjur af hinum fullorðnu.
Böm syrgja á mismunandi hátt eftir
aldri og þroska. Unglingar hafa aðra
sýn á aðstæður en yngri börn svo
dæmi sé tekið. Á það við allt það sem
getur kallað fram sorgarviðbrögð.
Auðvitað er hægt að leita stuðnings
bæði presta, sálfræðinga og annarra
fagaðila ef okkur vantar á leiðbein-
ingar og hjálp. En bestur er sá stuðn-
ingur og tími sem náinn vinur getur
veitt.
Gangi ykkur vel, Þórhallur Heim-
isson.
Spyrjið séra
Þórhall
DV hvetur lesendur til að senda inn
spurningar um hvaðeina sem snýr
að hjónabandinu og fjölskyldunni
til séra Þórhalls Heimissonar. Séra
Þórhallur svarar spurningum les-
enda í DV á þriðjudögum. Netfang-
iö er samband@dv.is.