Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2004, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2004, Blaðsíða 10
1 0 MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVMEBER 2004 Fréttir DV Jóhannsson Kostir & Gallar Kristján er með skemmtileg- ustu mönnum á góðum degi. Bjartsýnn ofurhugi sem lætur hlutina ekki vefjast fyrir sér. Fagurkeri af náttúrunnar hendi sem kann að njóta lífs- ins. Með næmt auga fyrir kvenlegri fegurð og barna- gæla afbestu sort. Kristján getur verið raup- samur um ofmeð útblásið sjálfsálit sem ekki er i takt við veruleikann. íraun byggja þessir gallar söngv- arans á minnimáttarkennd og feimni sem hann reynir að fela með stóryrðum sem oftar en ekki snúast um hann sjálfan. „Kristján stendur fyrir sinu og kemur til dyranna eins og hann er klæddur. Hj- artahreinn en stundum misskilinn. Þó á hann það til að vera fljótfær um ofen má eiga það að hann kann að lifa llfinu I botn og gerir það meðstíl." Diddú, söngkona og vinkona. „Hann er andskoti skemmtilegur og mikill gleðigjafi hvarsem hann fer. En Kristján getur veriö fljótfær. Samt er það smá- mál samanborið við hversu trúr hann er vinum sínum. Það er hægt að treysta Kristjáni fyrir hverju sem er og hann bregst aidrei þeim trúnaði. Þannig eru miklir menn." Baldvin Jónsson, vinur og félagi. „Kristján er mikill vinur vina sinna og ég er einn afþeim. I honum er fít- onskraftur eins og heyra má í frábærum tenór. Þó er ekki laust við að Krist- ján sé feiminn en það er nú einu sinni svo að á þvl sviði sem Kristján stendur og starfar þýðir ekki að vera með neinn rolugang. Þar veröa menn að láta I sér heyra. En enginn er fullkominn. Það á við um Kristján eins og aðra." Björgvin Halldórsson, félagi og vinur. töfstjáirióhmm^orr&-iæddm~&AkTiTeyrrt' maí 1948.Hann tók sveinspróf í plötusmíði I Iðnskólanum á Akureyri 23 ára og í dlsil- stillingum ári síðar. í hjarta hans bjó þó alltafsöngurog sneri hann séralfarið að honum eftirnám hérheima og erlendis. Eftirþað tók við næróslitin sigurganga í flestum afstærstu tónleikahúsum heims sem enn sér ekki fyrir endann á. Kristján er kvæntur Sigurjónu Sverrisdóttur leikkonu en áður voru eiginkonur hans þærÁslaug Kristjánsdóttir sjúkraliði og Dorietheitin Kavanna óperusöngkona. Kristján á fimm börn. Metútgáfa á vegabréfum Á árinu 2003 var slegið met í útgáfu vegabréfa hjá Útlendingastofu er alls voru gefin út 32.767 almenn vegabréf. Til saman- burðar má geta þess að árið áður voru útgefin vegabréf 25.254 talsins. Þetta kemur fram í árs- skýrslu embættisins. Allmiklar sveiflur em í út- gáfu vegabréfa á milli ár og einnig á milli árstíða. Þannig er útgáfan mest í kringum sumarleyfismán- uðina, eða að jafnaði 270 á dag í júlímánuði en í janúar em það 60 vegabréf á dag. Furðulegar hugmyndir hafa vaknað vegna vanda rækjustofnsins í Arnarfirði. Fiskifræðingur vill gefa smáþorski loðnu til að hann éti ekki rækjuna. Líkt og að gefa fólki hamborgara svo það borði ekki epli. Jón Þórðarson útgerðarmaður legg- ur fram byltingarkenndar hugmyndir. VIII bjarga fjöreggi Bíldudals meö hljaDmúr og MÉuvegg Rækjan í Arnarfirði er í útrýmingarhættu og veiðar hafa verið stöðvaðar. Heimamenn leita logandi ljósi að lausn til bjargar fjöreggi sínu. Helsti óvinur rækjunnar er smáþorskur sem veður étandi upp um allan íjörð. Hafrannsóknarstofnun er komin í málið og fer nú yfir byltingarkenndar tillögur útgerðarmannsins Jóns Þórðarsonar á Bíldudal um hljóðmúr og loftbóluvegg í sjónum. „Ég lagði meðal annars til loft- bóluvegg og hljóðmúr sem myndi vernda rækjuna fyrir þorskinum," segir Jón. „Þetta hefur aldrei verið gert.“ Mögulegt er að beita hljóðbylgj- um til að hrekja þorskinn burt. Einnig er hægt að strengja slöngu eftir botni fjarðarins og dæla inn loftí með loftpressum frá landi, þannig að loftbólur fæli þorskinn frá rækjunni. Rækjan tapar stríðinu Rækjan á Arnarfirði skapar út- flutningsverðmæti upp á um 130 milljónir á ári og 12 til 15 störf. Jón lýsti því yfir í fyrra að Bfldudalur væri í andarslitrunum vegna at- vinnuástandsins þar. En hann sat ekki aðgerðalaus. í erindi Jóns fyrir Hafrannsóknar- stofnun má sjá hvernig rækjan hefur hopað frá þorskinum síðustu 10 ár. Hún átti í upphafi allan íjörðinn en síðan þá hefur hún smám saman hrökklast innar og innar og er nú að- eins í innfirðinum Borgarfirði. Jón sagði við fiskiffæðingana: „Við verð- um, í ljósi þess hve lítið andrými rækjan hefur, að hafa verulegar áh- yggjur af afkomu stofnsins. Ekki þeirri staðreynd sem blasir við okkur í ísafjaröardjúpi og Húnaflóa. Það er - stofnar hafa eyðst." Hamborgari fyrir epli Önntir byltingarkennd hugmynd kemur innan úr Hafrannsóknar- stofhuninni sjálfri. Björn Björnsson fiskifræðingur hefur lagt til að smá- þorskinum á Arnarfirði verið gefin loðna að éta svo hann láti rækjuna vera. Unnur Skúladóttir, fiskifræð- ingur og sérfræðingur í málefhum Arnarfjarðarrækjunnar, segir þá Arnarfjörður Fjörðurinn á sér eigin rækju- stofn sem talinn er I útrýmingarhættu. hugmynd hafa átt upp á pallborðið. „Þorskurinn vill loðnu miklu frekar en rækju," segir hún. Til saman- burðar mætti ímynda sér að fólki séu gefnir hamborgarar til að það láti eplin vera. „Loftbóluveggurinn finnst okkur vera illframkvæman- legur. Þetta er of mikið dýpi og það þarf of mikinn þrýsting í loftbólurn- ar. Það er svoh'tið verið að spekúlera í hljóðbylgjunum. En við skulum segja að það er hægt að fæla fiskinn frá með hljóði. En svo kemst hann Jón Þórðarson Sagði Bíldudal I andarslitr- unum - kemur með byltingarkenndar hug- myndir til bjargar fjöreggi bæjarins. að því að þetta er bara plat og kem- ur aftur. Dýrin eru þannig. Maður veit ekki hvað þau geta lært,“ segir hún, og tekur fram að forstjórinn eigi lokaorðið. Súrrealískt Ekki eru allir jafnhrifnir af hug- myndum Hafrannsóknarstofhunar. Sigurjón Þórðarson alþingismaður segist vilja höfða tíl skynseminnar. „Manni finnst þetta súrrealískt hvernig fólk er farið að hugsa í kvótakerfinu. Ungþorskur er að éta rækjuna upp. Bæjarbúar á Bfldudal mega náttúrulega ekki veiða þorskinn, vegna þess að hann er „Þetta hefur aídrei verið gert" smár og þeir hafa ekki kvóta. Síðan vfll Hafró veiða loðnu tfl þess eins að fóðra þorskinn með henni. í staðinn fyrir að veiða bara þorskinn. Þetta sýnir í hvaða öngstræti stofnunin er komin," segir hann. Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknarstofnunar, segir allar hugmyndirnar til alvarlegrar skoð- unar hjá stofnuninni. „Það hafa mjög alvarlegir hlutir verið að gerast með rækjuna. Þetta er svo smár fisk- ur að við myndum ekki vilja deyða hann. Við erum í raun og veru að skoða þetta allt saman alvarlega. Þama hafa sérstakar aðstæður skap- ast og það getur verið tilraunarinnar virði að prófa einhvem valkost- anna." Og Jón Þórðarson er vongóður um að hugmyndir hans öðlist braut- argengi. Hann vill meina að hægt sé að smala þorskinum, fóðra hann og nýta hann síðan. Þannig Ufi rækjan af við hfið þorsksins. „Það er búið að búa tfl áætlun um björgunarleiðang- ur, en það á eftir að kosta hann. Ef það tekst að bjarga stofninum með þessum hætti þá er þetta fyrsta skiptið í heiminum sem þetta er gert." jontrausti@dv.is Deilur um byggðakvóta í ísafjarðarbæ: Byggðastofnun hunsar bæjarstjórn Byggðastofnun gengur gegn vilja bæjarstjórnar ísafjarðarbæjar og úthlutar fiskvinnslunni Fjölni ehf. á Þingeyri áfram 193 tonna byggða- kvóta ísafjarðarbæjar. Frá þessu er greint á fréttavefnum bb.is. Byggðastofnun úthlutaði um- ræddum byggðakvóta í upphafi til fimm ára. Kvótinn fór til ísafjarðar- bæjar vegna Þingeyrar, Suðureyrar og Flateyrar en bæjarstjórnin ákvað að kvótinn færi ctllur til Þingeyrar í fimm ár vegna erfiðleika í atvinnu- lífi þorpsbúa. Stjórnendur fiskvinnslufyrir- tækja á Flateyri og Suðureyri voru hundfúlir. Þeir kærðu málið til samkeppnisráðs og síðar til úr- skurðarnefndar samkeppnismála en án árangurs. Byggðastofnun tilkynnti í haust að enn yrði kvótanum úthlutað til Þingeyrar. Bæjaryfirvöld í ísafjarð- Þingeyri Þorpsbúar hafa þegið byggðar- kvóta um árabil og fá enn. arbæ mótmæltu. Forstjóri Byggða- stofnunar sagði að allir sem komið hefðu að málinu á sínum tíma hefðu mátt gera sér það ljóst að stefnt var að úthlutun til sjö ára - svo fremi að staðið yrði við samn- ing þann sem gerður var til fimm ára. „Það er undarlegt að þeir skuli biðja um álit bæjarstjórnar og ætla svo ekkert að gera með það. Við eigum ekki önnur ráð en að vonast til þess að sjávarútvegsráðherra, sem ræður úthlutun 3200 tonna, láti ísafjarðabæ í té hluta af þeim kvóta. Við höf- um hlutfalls- lega misst, mikinn kvóta ogj höfum þör fyrir aukaút-5 hlutun,“ segir Halldór Halldórsson bæjarstjóri. - ym- Halldór Hall- dórsson Botnar ekkert / Byggðastofnun. Kennarar kjósa Kjörseðlar verða sendir ttí kenn- ara á morgun. Unnið er að því hörðum höndum hjá Kennarasam- bandinu að atkvæðagreiðslan um nýjan kjarasamning gangi vel fyrir sig. Búist er við að kennarar sam- þykki samninginn og forði sér frá gerðardómi. Mikið liggur undir fyrir Eirfk Jónsson, formann Kennara- sambandsins, því hann lagði bless- un sína yfir miðlunartillögima mis- heppnuðu sem kennarar felldu á afgerandi hátt. Að mati kennara má það ekki endurtaka sig.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.