Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2004, Blaðsíða 25
DV Menning
MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 2004 25
Jón Leifs og Jóhann Jóhannsson vekja lukku í útlöndum
íslenskri tónlist hampað
Virðulegir forsetar eftirJóhann Jó-
hannsson kom nýlega út hjá enska
forlaginu Touch. Diskurinn er tek-
inn til skoðunar á vefnum Pitch-
fork Media, sem ýmsir áhugamenn
um framsækna tónlist þekkja fyrir
metnaðarfulla og ákafa umfjöllun.
Er skemmst frá því að segja að
Mark Richardson, gagnrýnandi
vefsins, á ekki orð til að lýsa hrifn-
ingu sinni og var þó fyrir ekki
minna ánægður með Englabörn.
Fær diskurinn 8.81 einkunn.
Þá er Mark ekki síður hrifinn af
DVD-disknum sem fylgir I pakkan-
um og lýsir fögrum orðum birtunni
í Hallgrímskirkju þegar afritun
verksins stóð yfir. Svona á að lifa,
segir maðurinn alsæll.
Það lýsti nokkrum metnaði, efekki
fíflsku, hjá forsvarsmönnum
sænsku tónlistarútgáfunnar BIS að
hljóðrita öll verk Jóns Leifs. Nú hef-
ur enn einn geisladiskurinn, Vík-
ingasvar, ratað i hillur verslana og
fær mjög jákvæðar umsagnir fag-
aðila i tónlist víða um heim.
I októberhefti BBC Music Magazi-
ne, einu afvirtari tóniistartímarit-
um heimsins, fær geislaplatan
ákaflega góða dóma. Sinfóníu-
hljómsveit íslands leikur undir
stjórn Hermanns Baumer auk þess
sem Mótettukórinn og Schola
Cantorum syngja undir stjórn
Harðar Áskelssonar, Karlakórinn
Fóstbræður syngur undir stjórn
Árna Harðarsonar og Kór Kársnes-
skóla undir stjórn Þórunnar
Björnsdóttur. Guðrún Edda Gunn-
arsdóttir, Finnur Bjarnason og
Ólafur Kjartan Sigurðarson syngja
nokkur verka Jóns. Um verk Jóns
Leifs segir gagnrýnandinn Calum
MacDonald meðal annars:„Ef það
var ætlun Jóns að landið og goð-
Jón Leifs.
sögurnar endurspegluðust i tónlist
hans, þá tókst honum ætlunar-
verkið rækilega." Vikingasvar fær
einfaldlega fullt hús stiga, eða
fimm stjörnur.
Jóhann Jóhannsson.
Á fimmtudag verð-
ur tónlistarsýning
um hamskipti og
flug um fjarlæga
heima flutt í Borg-
arleikhúsinu. Hug-
stolinn er sam-
vinnuverk lista-
manna sem sækja
stef og lag í tónlist
norðursins undir
forystu franska
leikstjórans
Janicks Moisan.
Hugstolinn er kamm-
erópera eftir franska leik-
stjórann Janick Moisan
við tónlist íslenskra og
norrænna tónskálda. Sýningin er
hugverk hennar, byggð á upplifun
hennar á náttúru Islands, sögnum
og dulhyggju norðurslóða, unnin í
samvinnu við Sigurð Halldórsson ,
tónlistarstjóra verksins, tónskáld og
flytjendur.
Flytjendur óperunnar eru alt-
söngkonan Marta Hrafnsdóttir,
Sigurður Halldórsson á selló og
Daníel Þorsteinsson á píanó. Leik-
mynd, leikmunir og búningar eru
hönnuð af Rannveigu Gissurar-
dóttur og lýsingu annast Benedikt
Axelsson. Janick Moisan er leik-
stjóri en Kristín Mjöll Jakobsdóttir
hefur annast framkvæmdastjórn
og umsýslu.
Flétta af fornu og nýju
í Hugstolnum fléttast þjóðlög og
sagnir frá Norðurheimsskauts-
baug, íslandi, Grænlandi, Lapp-
landi og Síberíu saman við sam-
tímaverk frá íslandi, Færeyjum og
Finnlandi eftir Tapio Tuomela,
Kristian Blak, Hjálmar H. Ragnars-
son, Jón Leifs og Sigurð Halldórs-
son. Tónskáldin notfæra sér bæði
þjóðlegt efni til nútímatónsmíða,
hver með sínu handbragði og hæfi-
leikum. Listrænt markmið er að
tefla saman gömlu og nýju til að
fólk megi upplifa þróun þjóðlega
arfsins.
Ferð um efri heima
Heiðin trú er uppspretta sög-
unnar. Janick nýtir sér frásagnir af
hamskiptum og vitneskju um yfir-
náttúrulega heima til að skapa
töfraveröld, ferðalag um efri heima.
Hún hefur uppgötvað að það er
margt sameiginlegt með íslend-
ingasögunum og fornum sögnum
Sama, inúíta og Mongóla. Tákn-
gervingur hamskipta er hrafninn
sem gegnir stóru hlutverki í
Hugstolnum.
Huginn og Muninn
Marta Hraftisdóttir fer með aðal-
hlutverk óperunnar, sem er eins
konar þroskasaga ungrar stúlku sem
hefúr fengið það hlutverk að vera
seiðkona. Ómeðvituð í upphafi um
hlutverk sitt þreifar hún sig fram í
völdundarhúsi himins. Hljóðfæra-
leikararnir Sigurður og Daníel fara
með hlutverk tveggja furðufugla.
Þeir eru bræðurnir Huginn og Mun-
inn sem eru útsendarar æðri máttar-
valda og leiðbeina, en jafnffamt af-
vegaleiða, hina ungu stúlku á leið
sinni um sjö heima.
Sál hvalsins
Janick Moisan gengur út fr á síber-
ískri þjóðsögu um Hraftúnn sem læt-
ur heillast af sál hvalsins í lfki fagurr-
ar stúlku sem dansar eins og loginn.
Þegar hann freistar þess að ræna
stúlkunni falla álögin og stúlkan fagra
gufar upp í lausu lofti. Hugstolinn
hefst þar sem sál stúlkunnar hefur
rekið þúsundir mílna með straumum
himingeimsins og stúlkan strandar á
Vetrarbraut Hrafnsins. Hinir undar-
legu bræður finna hana meðvitund-
arlausa, útvalda gyðju himins, með
hvalbein þétt að brjósti sér og skín-
andi hvítan stein í munni.
Sýning á fimmtudag
Kammeróperan Hugstolinn var
frumsýnd 28. mctí 2004 á Listahátíð í
Reykjavík, á Nýja sviði Borgar-
leihússins í samstarfi við Leikfélag
Reykjavíkur. Hún var framleidd með
stjrk frá Menningarmálanefiid
Reykjavíkur og fleiri aðilum. Kamm-
eróperan Hugstolinn verður endur-
sýnd á Nýja sviði Borgarleikhússins
næsta fimmtudag, kl. 20.00.
Afkomendur hippanna
Á okkar póstmódernísku tímum hef-
ur þurft flókin verkfæri til að kryfja
sundurlausan veruleika og I mörgum
bókmenntaverkum sem hafa litið
dagsins Ijós síðustu árin hefurþað ver-
ið gert með nýstárlegum, eftirminni-
legum og spennandi hætti. En þrátt
fyrir öll þau ágætu verk sem skerpt
hafa huga bókaunnenda undangeng-
in ár virðist svo komið að þrá bæði les-
enda - og höfunda - eftir línulegri frá-
sögn, með miðju, upphafi og endi sé
að sækja I sig veðrið. Og gott efstefna I
ætt við nýraunsæið gamla er ekki á
hraðri uppsiglingu nema hér eru það
afkomendur 68-kynslóðarinnar sem
beita pennanum.
ínýjustu skáldsögu sinni, Fólkiö I
kjallaranum, segir Auður Jónsdóttir
sögu afstúlkunni Klöru sem er á þrl-
tugsaldri og býr I fallegri íbúð með
honum Svenna sfnum sem erpottþétt-
ur uppagaur sem kllfur metorðastig-
ann hratt og örugglega. Klara býr við
fullkomiö öryggi I hvítþveginni tilveru
en það sem angrar er fortíðin.
Uppeldið sem hún hlaut I skjóli frjáls-
lyndra foreldra af 68-kynslóðinni hefur
sett svip sinn á hana enda frelsið I ást-
inni og drykkjunni helst til mikiö! Hún
elst upp við framhjáhald meö tilheyr-
andi ásökunum og slagsmálum og á
því erfitt með að skilja það, fullorðin
konan, hvernig foreldrarnir halda
ávallt saman I gegnum súrt og sætt,
þrátt fyrir allt.
Sagan gerist á u.þ.b. hálfum sólar-
hring á heimili Svenna og Klöru og
hverfist um matarboð Svenna. Þangað
er aðeins von á tveimur gestum en
kvöldið verður mun órólegra en ráð
var fyrir gert. Fljótt kemur I Ijós að á
heimilinu stendur Svenni viö stjórnvöl-
inn, stjórnar öllu sem máli skiptir og
reynir aukinheldur að hafa áhrifá
þankagang Klöru.
I matarboðinu fylgir lesandi hugleið-
ingum Klöru eftir þar sem hún rifjar
annars vegar upp samvistir viö fjöl-
skyldu sína og vinkonuna Fjólu sem óx
Auður Jónsdóttir einungis góðir höfundar
frá henni fyrir mörgum árum. Hins
vegar veltir hún fyrir sér sambúðinni
við Svenna og glöggt kemur í Ijós aö
þótt hún ásaki foreldrana fyrir
ákveðna þætti f uppeldinu saknarhún
baráttuandans og hugsjónanna sem
enn skekja anda þeirra.
Hennar eigin hugsjónir eru kæfðar af
Svenna sem heldur þvf fram að samúð
verði aö vera passleg því maöur græði
lítt á því aðfinna til. A.m.k. ekki ofmik-
ið! En það gerir Klara. Henni finnst ekki
sanngjarnt að hún lifi eins og blóm I
eggi á meöan stríö geysar um víða
veröld. Þegar hún imprar á þessu við
Svenna fær hún háðsglósur að laun-
um, lyppast niður og verður enn óör-
uggari en áður.
Auður Jónsdóttir skrifar hér bók sem
minnir um margt á gamla nýraunsæið
að því marki að hér er verið að segja
hversdagslega örlagasögu sem margir
geta örugglega mátað sig inn í. Hún
eturhinni baráttuglöðu 68-kynslóð
saman við sjálfhverfu uppakynslóöina
og á sfðum bókarinnar er háð öflug
orrusta sem er Isenn dramatlsk og
fyndin. Sagan er skemmtilega skrifuð
og spennandi sem von var á, enda hef-
urAuður sannað og sýnt að hún er öfl-
ug sögukona. Þó má finna veika hlekki
einkum hvað varðar fólkið I kjallaran-
um, en harmleikurinn sem þeim teng-
ist er bæði fjarlægur og ekki nógu vel
upp byggður.
Auður Jónsdóttir ■ii n.i j ■
Fólkið i kjallaran-
um
Mál og menning
2004
Verð: 4.490 kr.
Bókmenntir
Kannski hefði sagan frekar átt að
heita Fólkið á efri hæðinni því llfþess
og átök er i raun það sem máliö snýst
um. Sú saga reynir verulega á þolrifin
og fyrr en varir sveiflast maður fram
og til baka í afstöðu sinni. lupphafi
heldur maður eindregið meö Klöru og
fyrirlíturþennan ótrúlega, sjálfum-
glaða Svenna sem veit allt betur en
aðrir og kúgar aukinheldur og undir-
okar sambýliskonu sína. En smátt og
smátt færist samúðin einnig yfir til
hans þó með semingi sé! Þetta er
ákveðin kúnst I persónusköpun sem
einungis góðir höfundar hafa á færi
sfnu.
Sigríður Albertsdóttir