Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2004, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2004, Blaðsíða 24
♦ 24 MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 2004 Menning DV Umsjón: Páll Baldvin Baldvinsson pbb@dv.is Efasemdamenn safnast saman á Borginni Tómasarquðspjöll Annað kvöld verða haldnir útgáfu- tónleikará Hótel Borg! tilefni útgáfu fyrstu íslensku djassbiblíunnar. Þar er á ferðinni ný nótnabók með áttatíu djasslögum Tómasar R. Einarssonar og ellefu lögum hans i píanóútsetningu Gunnars Gunnarssonar. Bókin er 164 síður og skreytt yfir þrjátíu myndum. Djassbiblíunafnið hefurlengi verið notað um bækursem hafa að geyma djasslög og fram til þessa hafa Islensk djasslög ekki komið út iþessu formi. I tilefni afútkomu bókarinnarætlar kontrabassaleikarinn Tómas og svein- ar hans að spila upp úrspjöllunum á tónleikunum á Hótel Borg; efnisskráin samanstendur aðallega aflatínlögum hans frá síðustu árum, en einnig verð- ur taliö í eldri lög aföðrum toga. Með honum spila Óskar Guðjónsson á sax- ófón, Samúel J. Samúelsson á básúnu, Kjartan Hákonarson á trompet, Davíð ÞórJónsson á planó og Matthías M.D. Hemstock á trommur og slagverk auk þess sem von er á einum leynigesti, en utan hans verða margir leynigestir Tómas Einarsson Veröur hann með Panamahatt annað kvöld? á þessaum Tómasarlaunhelgum. Tón- síðustu fyrirjól og hefjast kl. 21.00. leikarnir eru hluti af tónleikaröð Veitingasalan verður opin þeim sem Djassklúbbsins Múlinn og verða þeir þyrstir eru. Kristín Ómarsdóttir býöur Gísla Marteini upp á kampavín í Barcelona en hún er einmitt að gefa út nýja skáldsögu þessa dagana. Kæn Gísli Marteinn, umsjón- armaður Á laugardagskvöldi með Gísla Marteini í Rflds- sjónvarpinu, yður er hérmeð boðið að þiggja kaffisopa á Cáfé de la Ópera við Römblurnar í Barcelona. Þegar þér gangið inn mun yður, og « íylgdarliði yðar, kvikmyndatökufólk- inu, skriftunum og fleirum, mæta skreyttir veggir og marmaraborð, hvítidæddir og dáb'tið úrillir á stund- um þjónar. Rétt við kaffistaðinn er lestarstöðin Liceu og þaðan er minnsta mál að rata. Lestarferðin frá flugvellinum Prat og niður á Katalún- íutorg kostar 2.20 evrur, leigubfllinn frá flugvellinum og niður í bæ er eitt- hvað í kringum 20 evrumar. Hér á að vera hægt að finna moderate gistingu ekki á uppsprengdu verði. Jæja. Ásamt fylgdarliði, kvikmyndatöku- fólkinu, eru Gísli Marteinn og félagar nú komin til borgarinnar. Þau taka lestina niður í bæ og labba þennan stutta spöl frá Katalúmu plaza niður * á Café Öpera. Þar bíður skáldkonan. Hún er að lesa í bók - Truman Ca- pote: In Cold Blood - þegar kvik- myndafólkið ber að. Þau ákváðu að komu strax niður eftir, spennan og eftirvæntingin svo mikil að hótelin mega bíða, auðvitað mega hótelin bíða, sannkallaður heiður að bíða eftir skáldskapnum. Og skáldið rís úr sæti, leggur bókina á gólfið og heilsar. Hún er klædd í karlmannsföt því það er fimmtudagur í dag, dagur þegar nornimar hittast, dagur þegar konur skipta um kyn, osfrv., óþarfi að telja um margtuggðar staðreyndir. v „Komdu sæll, Gísli Marteinn." „Komdu sæll, nei ég meina sæl, Kristín." „Velkomin öll sömul til borgar- innar," býður skáldkonan. „Takk, takk, og takk fyrir kaffiboð- ið, gott að bregða sér suður á bóginn í birtuna og ylinn." „Má ekki bjóða ykkur að setjast og hvað með að fá sér kampavín og oct- apus, svona til að byrja með," segir hún. „Já, það væri stórkostleg uppbót, takk." „Gjöriði svo vel,” skipar skáldkon- ♦ an og kallar á þjóninn sem kemur strax og hripar niður pöntunina. „Jæja, Kristín, þú ert búin að skrifa bók," byrjar Gísli Marteinn rétt eftir að skriftan hefur kallað til leiks og kvikmyndavélarnar byrja að snúast. „Já.“ „Og ég er búinn að lesa hana og gat ekki sleppt bókinni frá mér eftir að ég var byrjaður. Þessi bók kemur á óvart." „Já.“ „Þú ert ekki að ráðast á Davíð Oddsson og HalldórÁsgrímsson með þessari bók?" „Neinei." „Eða íslensku þjóðina?" „Neineineineineineinei." „En þessi stelpa sem sagan fjallar um, hvaðan kemur hún?“ „Já, það er skemmtilegt þú skulir spurja að þessu hér í Barcelona því eiginlega hef ég skrifað þessa bók í þessari borg og frá því ég fékk hug- mynd að bók um konu sem býr á hænsnabýli stödd í bfl á Rauðarárstíg í Reykjavík, fyrirkannski 10 árum síð- an, þá hef ég alltaf eitthvað séð hana fyrir mér hér, á Spáni, þótt sagan sjálf gefi ekkert uppi um staðinn nema að dalurinn heitir Hreindýraskógur, næsti dalur heitir Eilífðardalur, það- an em 900 kflómetrar til borgarinn- ar.“ „Já, einmitt. Billie. Billie heitir stelpan. Afhverju heiúr hún Billie? Af- hverju heiúr hún ekki ísbjörg, Guð- rún Á Símonar, Sigríður Ella, eða bara Ellý’? Diddú t.d.?“ „Já. Hún heitir Billie afþví að frænka mín elskar þeúa nafn." „Goú svar, takk fyrir, klipp." Þjónninn kemur með þrjá dúnka fulla af ísmolum og þremur kampa- vínsflöskum og disk efúr disk eftir disk með octapus, sardínum, smokk- fiskum, ansjósum og gómsætum rækjum. „Borðið og njótið," segir skáld- konan og sýpur á vatninu. Hún drekkur bara vatn, tært vatn, einsog almúginn. Þau gæða sér á kræsing- unum um stund. Gísli Marteinn þurrkar sér um munninn: „Aftur myndavélar í gang, drífum þetta af svo við komumst uppá hót- el.“ Skriftan takkar skriftuborðið og kallar: „Taka tvö, Café de la Ópera." „Og hermaðurinn heitir Rafael. Afhverju heitir hann Rafael?" spyr sjónvarpsmadurinn kunni. „Það er löng saga að segja frá því og kannski óþarft að eyða mínútum Ríkissjónvarpsins í að segja hana, en frekar að segja frá því afhverju her- maðurinn heitir ekki Adolf eða Osama. Eða einhverju kínversku nafni. Einhverju nafni sem við á þessum heimsslóðum teljum að hugsanlega gæti tilheyrt nafna- banka óvinanna okkar, já t.d. Múha- med eða Ómar. Nei, ég er sannfærð um að íslenska þjóðin, hin friðelsk- andi þjóð og sáttfúsa, skilji vel ástæðurnar fyrir því að hermaður- inn skuli heita Rafael. Afþví hún veit, íslenska þjóðin veit, að óvinirnir eru á meðal ossss." „Úff, draugalegt svar," segir Gísli Marteinn og sýpur á kampavíninu, „en dásamlegt kampavín." „Já, það heitir Cava hér á Spáni. Kampavínið sem hér er búið til heitir Cava. Afþví að Kampavínshéraðið í Frakklandi fór í mál við spænsku kampavínsframleiðendurna og bönnuðu þeim að skíra vínin sín Kampavín. Svo það heitir Cava. Má bjóða ykkur meira Cava?" „Að sjálfsögðu, takk. Meira Cava." Kristín kallar á þjóninn. Kristín Ómaisdóttii Hönnunarsafni berast gjafir - glæsileg húsgögn frá ferli sem spannar þrjá áratugi og prýddu fjölda heimila fyrr á árum. Húsgögn eftir Gunnar Magnúson Á undanförnum misserum hafa Hönnunar- safni íslands borist markverð húsgögn eftir Gunnar Magnússon, einn afkastamesta hús- gagnahönnuð íslendinga á árunum 1960-90, og eru þau umtalsverð viðbót við þau hús- gögn sem safnið hefur þegar eignast eftir hann. Smátt og smátt er að myndast þokka- legt úrval húsgagna og hönnunarmuna eftir íslenska hönnuði. Hönnuðurinn sjálfur og börn hans hafa gef- ið safninu frumgerð að stól sem hannaður var fyrir kirkju i Kópavogi um 1960, eintak af „Inka" hægindastólnum frá 1963, framleidd- um af Nývirki, sem farið hefur víða um lönd og var m.a. á norrænu hönnunarsýningunni „Scandinavian Modern Design 7880-1980"i Bandarikjunum. Einnig gaf hönnuðurinn safninu eintak af stólnum „Apollo" frá 1968, framleiddum af Kristjáni Siggeirssyni, en hann var gerður undir áhrifum frá geimferðaráætlun Banda- ríkjanna og gefinn íslenskum fermingarbörn- um i áraraðir, ásamt með borði og kolli i sama stíl. Einn helsti framleiðandi húsgagna Gunnars Magnússonar framan af var Gisli Ásmunds- son í Nývirki, en hann lést fyrr á þessu ári. Erfingjar Gísla ákváðu að láta renna til safn- ins nokkur húsgögn eftir Gunnar sem Gísli átti, þ.á.m. sófaborð, simaborð, bókahillur og hægindastól, öll frá árunum 1970-75. Gunnar Magnússon fæddist 1933 á Ólafs- firði. Hann lauk sveinsprófi i húsgagnasmiði 1957 og prófi i húsgagnahönnun frá Kun- sthandværkerskolen i Kaupmannahöfn 1963. Gunnar starfaði á teiknistofu í Kaupmanna- höfn 1963-64 en stofnaði siðan eigin teikni- stofu árið 1964 og rak hana i áraraðir. Fyrir utan húsgagnahönnun sérhæfði Gunnar sig í gerð innréttinga fyrir skrifstofur, banka og aðrar opinberar stofnanir, að ógleymdum innréttingum fyrir skip og flugvélar. Árið 1964 vann hann til verðlauna i breskri samkeppni um svefnherbergishúsgögn. Meöal almennings er Gunnar sennilega þekktastur fyrir skákborðið sem hann teikn- aði fyrir heimsmeistarakeppni þeirra Spas- skys og Fischers í Reykjavík 1974 og er varð- veitt í Þjóðminjasafninu. í alþjóðlegum uppflettibókum er yfirbragð húsgagna Gunnars sagt markað af „einfaldri og klárri samsetningu og bersýnilegu nota- gildi þeirra". Gunnar er eini íslendingurinn sem getið er i fjögurra binda uppsláttarriti, Gunnar Magnúson hönnuður og húsgagnasmið- ur situr í stólnum Inka frá 1963. „Dansk Möbelkunst 1927-1966", auk þess sem húsgögn hans er að finna á danska uppslátt- arvefnum www.furnitureindex.dk. Húsgögn eftir frumherja i íslenskri hönnun hafa til þessa ekki verið talin til verðmæta en vaxandi áhugi er fyrir eldri íslenskri hönnun meðal almennings og má vænta að gripir eftir íslenska hönnuði verði eftirsóttir og hækki verulega i verði á næstu misserum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.