Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2004, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.2004, Blaðsíða 15
I>V Fréttir MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 2004 75 Settu þér langtímamarkmið í DV á miðvikudöaum Til aö markmiðin sem við setjum okk- ur virki verðum við að horfa á heild- armyndina og vinna að hlutum sem við högnumst á til lengri tlma litið frekar en þeim sem liggur á strax. Sál- fræðingar segja fólk vera alltofupp- tekið við að vinna verkefni dagsins I stað þess að horfa fram á við og skipuleggja það sem koma skal. Þannig nær fólk aldrei að vinna í mikilvægustu markmiðum sínum og festist í smærri og áhrifaminni atrið- um. Effólk horfir aðeins fram á veg- inn nær það að vera undirbúið fyrir allt sem framundan er. Fólki er bent á að setja sér markmið sem eru áskor- un en þó raunsæ, frekar en auðveld markmið sem lítið þarfað hafa fyrir að uppfylla. Fólk stendur sig almennt betur efþað hefur langtímamarkmið að vinna að. Það er hvatning í llfinu og gefurþv! ríkari tilgang. Ljóskubrand- arar bannaðir Eftir öflugan mótmæla- fund þúsunda ljóshærðra kvenna fyrir framan þing- húsið í Búdapest í Ung- verjalandi á dögunum eru miklar líkur á því að ljósku- brándarar verði bannaðir með lögum þar í landi. í lok fundarins aflienti Zsuzsa Kovacs, forvígiskona mót- mælanna, Kingu Goncz, jafnréttisráðherra Ung- verjalands, áskorun þar sem þess er farið á leit að skoðað verði hvort ekki sé hægt að banna ljósku- brandara á sama grundvelh og t.d. mismunun gegn trú eða kynþáttum. „Við ljósk- ur þurfum að þola þessa brandara heima við, á vinnumarkaðnum og jafn- vel á götum úti,“ sagði frú Kovacs. Á kröfuspjöldum ljóshærðu kvennanna stóð m.a. „Við erum ljóskur - en ekki heimskar" og „Elskið okkur vegna sálar okkar.“ Næturathvarf fyrir konur Konukot, næturathvarf fyrir heimilislausar konur, hefur verið opnað í höfuð- borginni. Konukot er til húsa í Eskihlíð 4 og er opið frá kl. 21 ákvöldin til kl. 10 á morgnana en nætur- gestimir þurfa að vera komnir í hús fyrir miðnætti. Konunum er boðið upp á létta máltíð og í athvarfinu er bæði þvotta- og hreinlætis- aðstaða fyrir þær. Reykja- vfkurdeild Rauða kross fslands rekur athvarfið en Félagsþjónustan í Reykja- vík útvegaði húsnæðið. Ahril verklallsins börnin okkar Að öllum líkindum mun stúlkan þín þó jafna sig fljótlega og geta farið að njóta þess aftur og hlakka til að fara í skólann. Þorbjörg spyr: Sæl! Nú er verkfalli kennara loks lokið en ég sit eftir með þung- ar áhyggjur af hvemig áhrif mér finnst þetta hafa haft á dóttur mína, 6 ára. Hún hlakkaði rosalega til að byrja í skólanum í haust og var svo sann- arleg tilbúin að kveðja leikskólann. Fyrstu vikurnar gengu mjög vel en eftir verkfallið virðist hún hafa misst áhug- ann á skólanum og sagðist frekar vilja bara vera heima og leika sér. Hún hefúr átt svolítið erfitt félagslega, er frekar feim- in og á erfitt með að kynnast nýjum krökkum. Mér finnst hún líka orðin svo óörugg með flest sem á sér stað í skólanum - hún vill helst ekki fara í leik- fimi, tónlist, eða neitt sem krefst þess að hún fari út úr skólastofunni. Hvað eigum við að gera til að hjálpa henni til að líða vel aftur í skólanum? Kveðja, Þorbjörg. Sæl, Þorbjörg! Ansi mikið hefur verið fjallað um þau áhrif sem verkfall kennara hef- ur haft eða getur hafa haft á þau böm sem eiga við einhvers konar frávik að stríða. Minna finnst mér hafa verið fjaliað um hvaða áhrif verkfall, sem þetta, getur haft á „venjuleg" böm. Mér finnst það gefa auga leið að veruleg röskun á hversdagsleika bama hlýtur að hafa einhver áhrif á þau, bara mismikil. Ég vil taka það fram hér, að nú er ég ekki að áfellast kennara fyrir að hafa þurft að fara í verkfaU heldur ræða þessa hluti eins og þeir em - veruleg röskun á hversdagleika barna getur haft neikvæð áhrif á böm! Grátgjörn og lítil í sér „ Það sem skiptir máh £ þessu tiUiti ,eftíma.íg er að flestum bömum finnst gott nalltmilli h,l™"s að hafa ákveðna ramma, þ.e. 'gurbókmenn y reyf_ að þau yjti að hverju þau Þeim öryggi. Þeg- aðlesaáhverjume^^^ ar rammamir áS,Mstákvöldin, em teknir í lafðdí1* annars alltofMð afþ burtu get. Jd,UO ' aösækjamennmgar-og jC - í Hstaviðburði, það er helst ao ciu ---- . ,hai,tad ur bam- ílistaviðburði.þaðerhestao , !V»S' gsasöSSá »S£í’"«Slo»eí««Þ‘,eJ“ húnerbúm. miklu óöryggi, sem getur leitt af sér grát, reiði, kvíða, hræðslu, osfrv. Eins og flest okkar, sem eigum börn á skólaaldri, hafa væntanlega upp- lifað urðu þessar aðstæður tU þess að hverdagsleikinn varð „losaraleg- ur“ og margir þurftu að finna böm- um sínum stað á meðan þeir stund- uðu vinnu. Bara það eitt, að bömin hafi ekki aðgang að skólanum, stað sem þau flest þekkja vel og gefur þeim „ramma“ um hvemig dagam- ir eiga að líta út, getur orðið tU þess að þau fyUist óöryggi. Eins og ég nefndi áðan, getur óör- yggið svo alið af sér mismunandi við- brögð, þ.e. óöryggi bama getur birst á ólíkan hátt - sum verða reið, æst og pirmð, önnur grátgjöm og „lítU í sér“ og enn önnur geta orðið þögul og far- ið eins og „irmí sig“. Að sjálfsögðu geta þessi viðbrögð blandast á annan hátt, t.d. getur bam líka orðið grát- gjamt og pirrað, eða reitt og þögult - þetta em aðeins fá dæmi um hvemig böm geta bmgðist við óöryggi. Þarf að byrja upp á nýtt í þínu tilfeUi getur það verið að stúlkan þín sé svolítið viðkvæmari fyrir rasld en mörg önnur böm. Þú lýsir henni sem hún sé frekar feimin og eigi erfitt með að kynnast nýjum krökkum. Kannski hefur verið smá kvíði til staðar hjá henni í byrjun skólaárs, sem hjá svo mörgum 6 ára krflum sem em að byrja í skóla, og þegar skólinn var svo byrjaður af fuUum krafti og hún farin að þekkja Björn Harðarson og Eygló Guðmundsdóttir sálfræðingar gefa lesendum góð ráðtilaöviöhalda sálarheill. skólann sinn örlítið, var aUt í einu enginn skóU. Þegar skólinn svo byrjar aftur þarf stúlkan þín í raun og vem að ganga í gegn- um aUt byrjunarferl- ið aftur. SkUið á þann hátt, að hún hefur kannski þurft lengri tíma fil að uppUfa öryggi í skólanum en mörg önnur böm og því er eins og hún lendi á byrjunarreit aftur. Stúlkan þín upplifir það kannski sem yfirþyrmandi að þurfa að „byrja upp á nýtt“ í skóianum og það getur að hluta tU skýrt hvers vegna hún vill frekar vera í skóla- stofunni en ekki fara á aðra staði á skólalóðinni - skólastofan getur verið „ömggt“ athvarf en gangar skólans og skólastofan hafa enn ekki fest sig í sessi sem „öruggir" staðir að vera á. Stuðningur innan skólans Að öllum lfldndum mun stúlkan Spyrjið sálfræðingana DV hvetur lesendur til að senda inn spurningar til Eyglóar og Björns. Þau svara spurningum lesenda í DV á miðvikudögum. Netfangið er kaerisali@dv.is. Sálfr æðingahj ónin þín þó jafria sig fljótlega og geta farið að njóta þess aftur og hlakkað tU að fara í skólann. Það sem þið, foreldramir, getið gert til að hjálpa henni er að styðja hana með því að hlusta á það sem hún hefur að segja um kvíða sinn og taka það alvar- lega. Jafnframt er mikUvægt að leyfa henni að feta sig áfram í skól- anum og passa sig á að þrýsta ekki um of á að hún „eigi“ að finnast hún vera ömgg í skólaumhverfinu - það mun koma með reynslunni. í skólunum okkar er nefnilega mikið um frábært fagfólk sem áttar sig á þessari stöðu sem mörg börn hafa lent í eftir verkfaUið og gmnar mig sterklega að sérstaklega sé hlúð að þessum litlu krflum, sem rétt voru byrjuð í skóla þegar verkfallið skaU á. Því tel ég að með ykkar stuðningi og starfsfólks skólans ykkar muni stúlkan þín jafna sig á þessu og öðlast öryggistUfinningu og fara að líða aftur vel í skólanum. Gangiþérvel, Eygló Guðmundsdóttir sálfræðingur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.