Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2005, Síða 6
6 FÖSTUDAGUR 14.JANÚAR2005
Fréttir DV
Karlamergð á
Suðurlandi
500 fleiri karlar búa á
Suðurlandi en konur. Verst
er ástandið {
Villingaholts-
hreppi þar
sem karlar
eru 9,3 pró-
sent fleiri en
konur. Greint
er frá því á
Fréttavef Suðurlands að
íbúar í Ásahreppi njóti
mestrar kvennhylli, en þar
skapa tvær konur það
ástand að konur eru fleiri
en karlar. Á Suðurlandi eru
ungir piparsveinar á aldrin-
um 18 til 27 ára 135 fleiri en
konur á sama aldri. f
Reykjavík hins vegar eru
konur mun fleiri en karlar.
Uppfyllir óskir
foreldra
Árni Sigfússon, bæjar-
stjóri í Reykjanesbæ, til-
kynnti í gær að bærinn væri
hættur við að skerða niður-
greiðslur til dagmæðra eins
og til stóð að gera. Þetta
kemur fram í grein bæjar-
stjórans sem birt var í Víku-
fréttum. Þar viðurkennir
Ámi að ákvörðun bæjaryf-
irvalda þessa efnis hafi vak-
ið reiði og óánægju margra
foreldra. „Við höfum
ákveðið að verða við óskum
foreldra og verðandi for-
eldra og halda áfram niður-
greiðslum með sama hætti
og var fyrir áramót. Fyrir-
huguð breyting gengur því
ekki í gildi," segirÁmi m.a.
í greininni.
Endalok
Tvíhöfða?
Stjáni stuö
útvarpsmaður.
Þetta eru bara sorgarfréttir. Ég
var náttúrlega aðalfréttamaö-
urinn I Tvlhöfða og það var
hrikalegt þegar maður fékk
þær fréttir að stöðinniyrði lok-
aö. Ég get alveg sagt að ég
hafí veriö soldið harmi sleg-
inn. Mér fínnst llka svo gaman
I útvarpi."
Hann segir / Hún segir
„Mér er alveg sama. Ég hef
aldrei haft áhuga á svona
þáttum þar sem ráðist er á
fólk úti I bæ. Mér fínnst það
lágkúrulegt; að reyna að nið-
urlægja fólk á kostnað ann-
arra. Svoleiðis fólk kemst ekki
áfram. Maður á miklu frekar
að gera eitthvað skemmtilegt.
Þannig hugsa ég."
Leoncie,
söngdíva.
Háskóli íslands slær í gegn hjá fræga fólkinu sem streymir að alls staðar úr
atvinnulífinu og oftar en ekki með stefnuna á sagnfræði. Fyrrverandi stjórnmála-
menn, fréttastjóri, rithöfundur og jafnvel forsetaframbjóðandi sitja saman í tímum
og skemmta sér vel.
Þjóðþekkt kippa
í sagnfræDi
Um þessar mundir stunda minnst sex þjóðþekktir íslendingar
nám í sagnfræði við Háskóla íslands. Sitja þeir oft saman í tíma
og deila þar reynslu sinni úr atvinnulífinu auk þess sem þeir
nema af kennurum deildarinnar á hefðbundinn hátt.
„Folk a okkar aldri
sem á oröið skuld-
lausar eignir er ekki
gjaldgengt hjá Lána-
sjóðnum að því ég
bestveit
Stýrimannasskólanum árið
1967, stúdentsprófi 1975 og
prófi í útgerðarfræðum 1977: ’ jj
„Nei, ég hef ekki sótt um
námslán og ég efast um að “
þetta fólk hafi heldur gert það.
Fólk á okkar aldri sem á orðið skuld-
lausar eignir er ekki gjaldgengt hjá
Lánasjóðnum að því ég best veit,“
segir Kristján Pálsson, fyrrverandi al-
þingismaður og sagnfræðistúdent
við Háskóla íslands.
Elin Hirst Isagnfræði.
Engin namslan
Kristján Pálsson lauk far-
mannaprófi frá
Hallur Hallsson
Isagnfræði.
Pétur Kr. Hafstein
Isagnfræði.
Ingólfur Margeirsson
| fsagnfræði.
Kristján Pálsson
I sagnfræði.
Jóna Gróa Sigurðardóttir
I sagnfræði.
Þama em saman: Kristján Páls-
son, fyrrverandi alþingismaður,
Eh'n Hirst, fréttastjóri Ríkissjón-
varpsins, Ingólfur Margeirsson rit-
höfundur, Pétur Kr. Hafstein, fyrr-
verandi hæstaréttardómari og for-
setaframbjóðandi, HaUur Hallsson,
fyrrverandi umboðsmaður Keikós
og Jóna Gróa Sigurðardóttir, fyrr-
verandi borgarfulltrúi.
Gaman í tímum
„Ég fór í þetta vegna áhuga míns
á sögu þjóðarinnar og einnig áhuga
míns á því að skilgreina hana á fag-
legan hátt og
gera
eitthvað úr því síðar," segir Kristján
Pálsson, fyrrverandi alþingismaður,
sem einmitt var að koma úr tíma í
gær þar sem einnig sátu þeir Ingólf-
ur Margeirsson og Pétur Kr. Haf-
stein. Þar áttu þeir góða kennslu-
stund saman:
„Allt þetta fólk er búið að vera
lengi í atvinnulífinu og hefur greini-
lega áhuga á að gera sér eitthvert efiii
úr allri þeirri reynslu," segir Kristján
Pálsson. „Við vorum í tíma sem heit-
ir Aðferðir 2 en það er í raun saga
sagnfræðinnar og námskeið í faglegri
uppsetningu sagnfræðilegs efnis."
Tvítugur Hafnfirðingur dæmdur
Úlpan lyktaði af
Hróarskelduhassi
Hérðaðsdómur Norðurlands hef-
ur dæmt tvítugan Hafnfirðing til að
greiða 30 þúsund krónur í sekt,
ellegar sitja fjóra daga í fangelsi fym
að hafa haft í fórum sínum tæpt
gramm af marijúana. Pilturinn hafði
reyndar ekki efnið í fórum sínum
þegar hann var handtekinn á Akur-
eyri aðfaranótt laugardagsins 31. júlí
2004 heldur fann lögreglan efnið á
gólfinu skammt frá þar sem piltur-
inn stóð.
Það kom fram fyrir dómi að lög-
reglan taldi sig hafa séð piltinn
fleygja „einhverju" frá sér inni á
skemmtistaðnum. Pilturinn neitaði
því fyrir dómi og þegar ljóst var að
fíkniefnahundur hafði sérstakan
áhuga á hægri úlpuvasa hans sagði
Ali-sportbar viö Ráðhústorg Pilturinn var
handtekinn á þessum bar siðasta sumar. Smá-
ræði afmarijúana fannst á gólfí staðarins.
hann það eðlilegt: hann hefði verið í
úlpunni á tónlistarhátíðinni á Hró-
arskeldu og þar hefði hann í fyrsta
og eina skiptið verið með fíkniefni á
sér. Dómurinn tók ekki mark á þess-
ari skýringu og dæmdi piltinn til að
borga sekt og aukinheldur allan sak-
arkostnað vegna málsins.
Gjaldkeri hjá Fiskhúsinu á Svalbarðseyri
Stal milljón og henti
ógreiddum reikningum
Hálfsextugur karl-
maður á Akureyri sem
starfaði sem gjaldkeri
fyrir Fiskhús GJS ehf. á
Svalbarðseyri hefur
verið dæmdur í sex
mánaða fangelsi
fyrir að stela rúm-
lega milljón krón-
um frá fyrirtækinu.
Fimm mánuðir
dómsins eru skil-
orðsbundnir til þriggja ára.
Það var á tímabilinu 15. febrúar
2002 til 24. janúar árið 2003 sem
maðurinn sveik 1.053.314 krónur út
af tékkareikningi Fiskhúss GJS.
Hann millifærði af reikningnum yfir
á eigin reikning með því að framvísa
til bankans launaseðlum sem hann
hafði þegar fengið
greidda og lét þannig
bankann greiða sér
launin aftur af reikn-
ingi félagsins. Til að
hylma yfir fjársvikin
henti hann liluta af
ógreiddum reikn-
ingum félagsins
sem honum hafði
verið falið að af-
henda bankanum
til greiðslu, eins og segir í ákærunni.
Gjaldkerinn játaði brot sín. Fram
kemur í dómi Héraðsdóms Norður-
lands eystra að maðurinn hefur ekki
enn endurgreitt Fiskhúsinu rúmu
milljónina sem hann stal. Honum
hefur ekki áður verið gerð refsing í
opinberu máli.
Héraðsdómur Norðurlands eystra
Hálfsextugur Akureyringur hefur ekki
endurgreitt rúma milljón sem hann
stal frá vinnuveitanda slnum.