Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2005, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2005, Síða 10
10 FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 2005 Fréttir DV Reynir T>»«stason Reynirerhamhleypa til verka, duglegur, réttsýnn og úrræðagóð- ur. Reynir þykir skemmtilegur og sögumaður góður. Reynir er stýri- maður - í landi og á sjó. Reynir á það til að láta eldmóð- inn byrgja sér sýn, þó sami móð- ur nýtist honum oftar vel en illa. Hann er stríðnari en gengur og gerist en sagður þola striðni mis- vel eða alls ekki. Reynir er skap- maður en hefur að sögn unnið að fækkun galla sinna eftir því sem hann eldist. Eysteinn Gunnar Guðmundsson kveðst alsaklaus af ákæru fyrir ólöglegan inn- flutning á sex litháískum verkamönnum árið 2003. Eysteinn hlaut dóm fyrir sams konar mál árið 2002 en fékk þá einungis 300 þúsund í sekt. Hann sætir nú rann- sókn vegna líkamsárásar á hendur tveimur Litháum sem kváðust eiga inni hjá honum laun. Eysteinn kannast ekki við það heldur. Verktaki sakaöur um svik on ofbeldi genn Litháum „Reynir er atorkusamur, duglegur og heiðarlegur. Hann ergríðariega kapps- fullur, vill að hlutirnir gangi fljótt og vel, og fer fram á það sama hjá öðrum. í þá áratugi sem ég hefþekkt hann hefur hann reynst góður félagi. Gallinn á Reyni er efiaust sáaðhann þolir illa stríðni." GuOmundur Sigurösson, bifreiðastjóri og félagi. „Ég þekkti Reyni lengst af sem sjómann og skipstjóra, þarsem hann vargóður, duglegur og framsýnn. Það kom mér og öðrum á óvart þegar kappinn sneri sér að ritstörf- um.sem hann hefur sinnt affestu siðan. Hann hefur ástundað það síð- anhann eitist og þroskaðist að grynnka á sínum göllum og er það vel." Einar Oddur Kristjánsson, alþingismaöur sjálfstæöismanna. „Kostir Reynis eru hug- myndariki, skemmtiiegheit og dugnaður. Mln persónu- legu kynni afhonum hafa nær öll verið góð. Hann kallar mig geðrika prlmadonnu blessaður, sem ég held að sé hægt að heimfæra á fleiri góða. Hann á það til að rjúka upp en er fljótur nið- ur aftur. Hann er slfellt að leita að einhverju nýju verkefni, sem er auð- vitað galli efþú ert atvinnurekand- inn hans." Kolbrún Bergþórsdóttir, blaðamaÖur og samstarfskona. Reynir Traustason fæddist á sveitabæ meö torfþaki í Borgarfiröi 18. nóvember 1953. Reynir starfaöi sem sjómaður og síðar skipstjóri á Flat- eyri til ársins 1994 er hann söðlaði um og gerðist blaöamaður á DV og siðar Fréttablaðinu. Reynir varfréttastjóri á DVþar tilhann tók við ritstjóra- stóli á Mannlífí í desember2004. Reynir er sporð- dreki. Eysteinn Gunnar Guðmundsson vildi í héraðsdómi á dögunum ekki tjá hug sinn til ákæru á hendur sér fyrir að flytja til landsins, og hafa í vinnu hjá sér sex Litháa, sem ekki hafðí fengist atvinnu- leyfi fyrir. Mennirnir störfuðu hér við byggingarvinnu á vegum tveggja fyrirtækja í eigu Eysteins Gunnars, Perlunnar ehf. og Smáverka ehf., á árinu 2003. Eysteinn Gunnar hlaut dóm fyrir sams konar brot árið 2002. Segist alsaklaus af öflum ákærum. FréttDV af Eysteini DV hefur undanfarið fjallað um feril Eystein Gunnars Guðmunds- sonar verktaka. Ey- steinn hefur hlotið dóm fyrir að flytja hingað til lands lit- háíska verkamenn án leyfis.Hansbíðurnú samsvarandi kæra i Héraðsdómi Reykja- ness auk kæru vegna líkamsárásar á hendur tveimuröðrum Lithá- um sem hann skuldaði laun og vildi úr landi. Gerði dómari héraðs- dóms þá athugasemdir við að níu Litháar sem Eysteinn Gunnar hafði haft ólöglega í vinnu á byggingarsvæði í Gufu- nesi hafl verið sendir úr landi áður en tókst að yfir- heyra þá. Litháatengslin Fulltrúar verkalýðs- hreyfinga hafa gert athuga- semdir við að ef upp um mál sem þessi komist séu hin raunverulegu fórnar- lömb, hinir erlendu verka- menn, sendir úr landi án tafar. Segja forsvarsmenn verkalýðsfélaga að erlendir verka- menn sem hingað komi til vinnu geri það í góðri trú, haldandi að öll leyfi séu til staðar. Samkvæmt heimildum DV hefur Eysteinn Gunnar Guðmundsson tengsl við Litháa búsetta hér á landi og mun hann hafa nýtt þau tengsl óspart til að fá hingað verkamenn. Sjálfur kveðst Eysteinn Gunnar alsaklaus af ákærunni nú og dómnum sem hann hlaut 2002 líka. „Þetta er bara rugl,“ segir Eysteinn Gunnar í samtali við DV. „Það á vonandi eftir að koma í ljós fyrir dómi.“ Barði tvo Litháa? Tveir Litháar sem veittu DV viðtal stuttu fýrir jól og höfðu gengið sneyptir úr vistinni hjá Eysteini Gunnari kváðust eiga inni hjá honum nokkurra mánaða laun auk þess sem þeir lýstu því hvernig Eysteinn hefði brotið gerða samninga um laun og annan aðbúnað við þá. Þetta segir Eysteinn Gunnar tóma þvælu. Fulltrúar verkalýðshreyfinga hafa gert at- hugasemdir við að efupp um málsem þessi komistséu hin raunverulegu fórnarlömb, hinir erlendu verkamenn, sendir úr landi án tafar. Fyrirtækið er skráð hér Annað afþeim fyrirtækjum sem Eysteinn stýrir og hafði umsjón með flutningi Litháa, ólöglega, hingað til lands er skráð með lögheimili að Engjaseli 86. Mönnunum skuldi hann ekki neitt. „Ég veit ekki hvað þessum mönnum gengur til,“ segir Eysteinn, sem kveðst ætla að kæra DV fyrir fréttaflutning af dómsmálum sem hann sætir. Þrátt fýrir þetta rannsakar lögreglan nú enn eitt málið á hendur Eysteini Gunnari en það er vegna líkamsárásar sem að minnsta kosti tveir Litháar segjast hafa sætt frá hendi Eysteins á heimili Litháanna í Breiðholtinu. Samkvæmt heimildum DV höfðu tveir Litháar samband við lögreglu vegna líkamsárásar sem þeir kváðu Eystein hafa staðið að ásamt félaga sfnum og kærðu Litháarnir árásina í kjölfar heimsóknar á slysadeild. „Ég kannast ekki við þetta og hef í raun ekkert heyrt frá lögreglu um þetta heldur," segir Eysteinn. Til rannsóknar hjá lögreglu Kváðust Litháamir tveir hafa verið í vinnu hjá Eysteini Gunnari og talið sig eiga inni hjá honum laun. Eysteinn mun ekki hafa viljað kannast við kröf- ur Litháanna að þeirra sögn og í framhaldinu rekið þá. Litháamir munu þá hafa reynt að sækja rétt sinn á annan hátt en neitað að yfirgefa landið fyrr en greiðslur til þeirra yrðu tryggðar og Eysteinn því mætt við annan mann á dvalarstað mannanna við Engjasel í Breiðholtinu og ætlað að koma þeim út með valdi. Til átaka mun hafa komið sem lyktaði með því að Litháamir sám meiddir eftir. Báðir Litháanna hafa kært meinta árás og hún er nú til meðferðar hjá lögreglu í Reykjavík. helgi&dv.is Pizzahlaðborð eins og þú getur í þig látið. 990kr með gosi 1290kr m öl Öll kvöld í janúar Tryggvagötu Uppnám vegna forsetahátíðar Bush Bush-tvíburarnir fá ekki Kid Rock Töluvert uppnám hefur orðið í Washington vegna innsetningar- hátíðar George W. Bush forseta sem stendur fyrir dyrum. Ætlunin er að hafa sérstaka hátíð fyrir unga repúblikana og vildu Bush-tví- burarnir, Jenna og Barbara, fá Kid Rock til að koma fram á henni. Er það spurðist út varð allt vitlaust meðal þeirra kjós- enda forsetans sem trúa stíft á hin kristilegu gildi. Rappar- inn/rokkarinn Kid Rock er Kid Rock Hóparsem standa fyrir kristileg f/öl- skyldugildi, og áttu stóran hlut að endurkosningu Bush, urðu æfir þegarþað spurðist út að Kid Rock ætti að koma fram á ungliðahátiðinni. Tvfburarnir Barbara og Jenna fá ekki að hlusta á Kid Rock. þekktur í heimalandi sínu fyrir að syngja um kynlíf, fíkniefnanotkun og jafnvel að segja nokkra neyðar- lega hluti um móður tvíburanna, forsetafrúna Lauru Bush. Hópar sem standa fyrir kristileg fjöi- skyldugildi, og áttu stóran hlut að endurkosningu Bush, urðu æfir þegar það spurðist út að Kid Rock ætti að koma fram á ungliðahátíð- inni. Annar tvíburanna, Barbara, er í stjórn skipulagningar hátíðar- innar sem hlotið hefur nafnið „Framtíð Bandaríkjanna rokkar í dag". Hún varð að bakka með Kid Rock en þess má geta að Kid er ákafur stuðningsmaður forsetans og stoltur af því að vera repúblikani. í staðinn fyrir Kid Rock munu tónlistarmenn á borð við Hilary Duff og JoJo koma fram enda þykja þau endurspegla betur hin kristi- legu gildi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.