Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2005, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.2005, Page 11
DV Fréttir FÖSTUDAGUR 14. JANÚAR 2005 7 7 Leikfélagi gæti fengið ársfangelsi Playboy-módelið Carmella DeCesare á yfir höfði sér eins árs fangelsi eftir að hafa verið ákærð fyrir lík- amsárás á fyrrver- andi kærustu sam- býlismanns síns, NFL-stjömunnar Jeff Garci- as. Carmella, sem kjörin var leikfélagi ársins í Playboy í fyrra, réðist á Kristen Hine er þær hittust á nætur- klúbbnum Tramp í ágúst. Hine segir að Carmella hafi slegið hana í gólfið og spark- að í höfúð hennar. Jeff hefur borið vimi fyrir réttinum og segir að þetta hafi verið sjálfsvöm hjá núverandi kæmsm gegn fyrrverandi. Handtekin fyrir brandara um lögmenn Tveir ellilífeyrisþegar vom handteknir fyrir utan dómsal í New York fyrir að segja brandara um lög- fræðinga. Mennimir stóðu í biðröð eftir að komast inn í salinn og styttu sér stundir með því að segja brandara á borð við: „Hvemig veistu hvenær lögfræðingur em að Ijúga?" Og þessu svömðu þeir báðir í einu: „Hann hreyfir varirnar". Lögfræð- ingi sem stóð fyrir aftan þá var ekki skemmt. Hann fékk mennina handtekna og ákærða fyrir ósæmilega hegðun. Iæitað var á þeim og athugað hvort þeir væm á sakaskrá en þeim síðan sleppt með áminn- ingu. Netparskírir barniðYahoo Rúmenskt par sem kynnt- ist í gegnum Netið hefur skírt fyrsta barn sitt Yahoo. Nonu og Comel- ia Dragoman, sem em frá Medias, áttu í netsambandi í þrjá mánuði áður en þau hittust. Comelia segir í sam- tali við blaðið Iibertatea að þau hafi ákveðið að skíra son sinn Lucian Yahoo. ,Annað er nafii föður míns og hitt er nafri leitarvélar- innar en þetta em þau tvö atriði í lrfi mínu sem hafa verið leiðarljós mitt,“ segir Comelia. Sonurinn fæddist á milli jóla og nýárs. Samherjifær nýttskip Vegna mildllar aukn- ingar í aflaheimildum á loðnu hefur Samherji hf. gengið frá kaupum á skip- inu Högaberg FD-1210 af E.M. Shipping í Færeyj- um. í kaupsamningi um skipið er ákvæði um endursölurétt innan 3ja mánaða frá undirritun. Högabergið, sem fær ein- kennisstafina EA-12, ber um 2.200 tonn af uppsjáv- arfiski og er útbúið bæði á nóta- og flottrollsveiðar. Skipið fór frá Færeyjum í fyrrinótt og er væntanlegt til Eskifjarðar í dag. Höga- bergið kemur aðallega til með að afla hráefnis fyrir fiskimjöls- og lýsisverk- smiðju Samherja í Grinda- vík. Tíu ár liðin og hvað höfum við lært? ,Að leika sér að eldinum". Hvað ger- ist ef þessi jarðgöng verða að vem- leika og síðan kemur eldgos og eyði- leggur þau? Það þýðir fjártjón vegna þeirra milljarðatuga sem göngin kosta. Það þýðir skaða þeirra sem kunna að verða fyrir líkams- eða heilsutjóni, eða jaínvel dauða. Og enginn gefur ábyrgst að þetla gerist ekki. Ef við íslendingar einhvem tíma ættum að læra af sögunni þá er það nú. Vissulega þurfa Eyjamenn góðar samgöngur við meginlandið. Þeir eiga, rétt eins og aðir landsmenn, rétt á góðum samgöngum. En jarð- göng em ekki rétta leiðin. Samkvæmt yfirliti allra skattsvikamála efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra á árunum 1998-2004 hafa verið gefnar út ákærur í samtals 176 málum. í þeim 155 málum þar sem dómur liggur fyrir hafa verið dæmdar sektir sem eru samtals 1,2 milljarðar króna. Um þessar mundir em 10 ár frá því að mannskætt snjóflóð féll á Súðavík. í hugann kemur upp spumingin hvemig það gat átt sér stað að menn sáu ekki hættuna fyrir. Þó svo að snjóflóð séu ekki daglegt brauð em þau engin nýlunda. Þegar þorpin á Vestfjörðum og víðar vom Jón Einarsson skrifar um varasöm Vestmannaeyjagöng. Lögfræðingurinn segir að byggjast upp á síðustu áratugum 19. aldar og fyrrihluta þeirrar 20. máttu menn því vita af hættunni. Vora menn andvaralausir gagnvart hættunni eða töldu þeir hana ef til vill ásættanlega? Það mun aldrei koma í ljós. Nú gera menn sér grein fyrir snjóflóðahættunni. Nú er fram kominn hópur manna sem berst fyrir jarðgöngum milli meginlands Islands og Vest- mannaeyja. Vestmannaeyjar em eldstöð. Þar gaus síðast árið 1973, fyrir rúmum þrjátíu árum. Á jarð- sögulegum tíma em þrjátt'u ár ósköp lítill tími. Smáörskotssttmd. í skýrslu verkfræðistofanna Mott MacDonald og Línuhönnunar hf., sem hægt er að nálgast á heimasíðu Vegagerðarinnar, kemur fram að svæðið kringum Eyjar teljist eld- virknisvæði og að Heimaey hafi lík- lega verið virk eldstöð allt frá því eld- virkni hófst á svæðinu. Ekkert gefur ástæðu til að ætla að eldstöðin þar sé kulnuð, þó svo að einhver tími sé milli einstakra eldgosa. Það er því ekki bara líklegt, heldur langlíkleg- ast, aö þar muni gjósa aftur. Hvenær það verður vitum við hins vegar ekki. Það hljómar eins og hver önnur vitleysa að það eigi að gera jarðgöng út í virka eldstöð. Á mannamáli heit- ir þetta „að bjóða hættunni heim“. Yíir 200 skattsvikarar Árangur efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjdra árin 1998 til 2004 er stórglæsilegur. Af þeim einstaklingum og fyrirtækjum sem hafa verið ákærð hafa langflest verið dæmdir fyrir brot sín. Samkvæmt yfirliti allra skatt- svikamála efnahagsbrotadeildar rík- islögreglustjóra á árunum 1998- 2004, að báðum árunum meðtöld- um, hafa verið gefiiar út ákæmr í samtals 176 málum. í 155 málum liggja dómar fyrir, en 20 mál em nú til meðferðar fyrir dómstólunum. í einu tilviki var fallið frá ákæm vegna skattsvika fyrir aðalmeðferð málsins. Samtals hcifa 204 einstaklingar auk sjö fyrirtækja sætt ákæm í þessum málum. Dæmdar sektir nema 1,2 milljörðum króna. I frétt frá efnahagsbrotadeildinni um málið kemur fram að í málunum 176 er samanlögð vanffamtalin virð- isaukaskattskyld velta talin nema samtals tæplega þremur milljörðum. Heildarfjárhæð skattsvikanna er tal- in nema samtals tæpum 1,3 milljörð- um króna. Jón H. Snorrason yfirmaður efna- hagsbrotadeildarinnar segir að þetta verði að teljast viðunandi árangur hjá deildinni. „Tölumar segja sitt um árangurinn," segir Jón. „Og svo er bara að halda dampinum áfrarn í þessum málaflokki." Skattsvik í átta ár Við meðferð málanna var upplýst að meðalbrotatími skattsvika var u.þ.b. tvö ár, lengst stóðu skattsvik yfir í einu tilviki í átta ár en stysta tímabilið var einn mánuður. Sakfellt var í öllum málunum, en í fjórum málum var einn ákærðra aðila sýkn- aður, en hinn/hinir vom sakfelldir. Þá var ákvörðun refsingar frestað í qórum málum og í einu máli var ekki dæmd refsing en viðkomandi var þó talinn hafa framið það brot sem ákært var fyrir. 187 sakfelldir í 57 tilfellum af 176 var auk skattsvika ákært fyrir bókhaldsbrot, í sjö málum var einnig ákært fyrir brot gegn öðrum ákvæðum almennra hegningarlaga nr. 19/1940, og í einu þessara tilvika var einnig ákært fyrir brot gegn tollalögum. í þeim málum sem er lokið hafa 191 einstaklingur verið ákærðir og 187 sakfelldur. Ódæmt er í 20 málum og varða þau 28 einstaklinga sam- tals. Samtals hafa 204 einstaklingar auk sjö fyrirtækja sætt ákæm í þess- um málum. Þá hafa 14 þeirra verið ákærðir og dæmdir oftar en einu sinni. Einn sakfelldur þrisvar Einn einstaklingur hefur verið ákærður og sakfelldur þrisvar sinn- um fyrir skattsvik á sex ára tímabili. Málsmeðferðartími skattsvikamála hefur styst verulega og er málsmeð- ferðartími þeirra skattsvikamála sem borist hafa með kæm síðustu misseri innan við 12 mánuðir frá því að kæra berst þar til dómur gengur í héraðs- dómi, ef frá em talin örfá hinna allra stærstu skattsvikamála. Valdaránstilraunin í Miðbaugs-Gíneu Gitte Nielsen í vanda í breska Big Brother Thatcher viðurkennir aðild sína að málinu Sir Mark Thatcher hefur nú viðurkennt að- ild sína að valdaránstil- rauninni í Affíkuríkinu Miðbaugs-Gíneu á síð- asta ári. Hann gerði samkomulag við ákæm- valdið í Suður-Afríku þar sem réttað hefur verið í máli hans. Sam- komulagið gerir honum kleift að sleppa við fang- elsisvist en jafnframt er honum gert að greiða tæpar 40 milljónir kr. í sekt. Mark segir að hann hafi borgað fyrir þyrlu sem flutti málaliðana í valdaránstilrauninni en heldur því fram að hann hafi talið að nota ætti þyrluna til sjúkraflutninga. Með samkomulaginu játar Thatcher að hafa brotið gegn einu ákvæði í hermálalöggjöf Suður-Afríku. Ef hann borgar ekki sektina bíður hans fimm ára fangelsi. Móðir Marks, baróness- an Margaret Thatcher, er sögð vera ánægð með þessar málalyktir. Miðbaugs-Gínea hef- ur farið fram á það við stjórnvöld í Suður-Afríku að Mark verði framseld- ur til þeirra. f Miðbaugs- Gíneu bíður hans dauðadómur. Upp komst um málið í mars á síðasta ári er Simon Mann, foringi málalið- anna og fyrmm sérsveitarmaður í breska hernum, var handtekinn í Simbabve ásamt hópi málaliða á leið til Miðbaugs-Gíneu. Tengdamamma frá helvíti mætttil leiks Danska bomban Birgitte Nielsen á ekki sjö dagana sæla í bresku út- gáfunni af Big Brother sem keyrir á fullu nú um stundir. Jackie StaÚone, móðir Sly Stallone, fyrmm eigin- manns Gitte, er flutt inn í Big Brother-húsið og er óhætt að segja að fyrir Gitte sé tengdamanna ffá helvíti mætt til leiks. Stólpakjaftur- inn Jackie hafði minna en ekkert álit á Gitte sem tengdadóttur og var ófeimin við að viðra þær skoðanir í tíma og ótíma meðan á hjónabandi Gitte og sonar hennar stóð. „Ég þoli hana ekki. Ég vona að við verðum fyrir jarðskjálfta hér í húsinu og Brigitte verði sú fyrsta sem fellur til jarðar," sagði Jackie um leið og hún mætti í sjónvarpsþáttinn en hún er algjörlega viss um að hún beri sigur úr býtum í Big Brother. „Auðvitað vinn ég. Ég hef aldrei tap- Jackie Stallone Jackie i fylgd með syni sin- um, Sly Stallone. að neinu allt mitt líf,“ sagði Jackie um leið og hún greindi ffá memað- arfullum áformum sínum í þáttun- um. „Ég ætla að drekka mig fulla á hverjum degi og svo ætla ég að læra að búa til samlokur." Birgitte saup hveljur er hún sá hver var mætt í þættina. „Þetta er það versta sem nokkurn tímann hef- ur hent mig. Hvernig get ég lifað með allt þetta hatur?" snökti hún.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.