Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2005, Síða 8
8 LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2005
Helgarblað DV
Stan Lee komst í fréttirnar í vikunni er hann vann dómsmál gegn Marvel Enterprises
um ágóðahlut fyrir myndirnar um Köngulóarmanninn. Stan Lee hefur yfir sér þjóðsagnarkenndan blæ í
teiknimyndaheiminum enda hefur hann skapað ofurhetjur á borð við Spiderman, Fantastic Four, The
Incredible Hulk, Iron Man, X-Men og Daredevil.
Skapaði ofurhetjur með
hversdagsleu vandamál
Stan Lee komst í fréttirnar í vikunni er hann vann dómsmál gegn
Marvel Enterprises um ágóðahlut fyrir myndirnar um Spider-
Man, eða Köngulóarmanninn. Hinn rúmlega áttræði Stan Lee
hefur yfir sér þjóðsagnakenndan blæ í teiknimyndasöguheimin-
um en hann var sá fyrsti sem skapaði ofurhetjur með hversdags-
leg vandamál.
Áður en hann kóm til sögunnar
fyrir rúmum 40 árum síðan voru
hetjurnar annaðhvort algóðar eða
alvondar og ekkert þar á milli. Úr
huga Stan Lee spruttu ofurhetjur á
borð við Fantastic Four, The
Incredible Hulk, Iron Mari, X-Men
og Daredevil. Og arfleið hans lifir
góðu lífi því nefna má sem dæmi að
nýlega kom ein af nútímahetjum
Marvel, Northstar, út úr skápnum.
Stan Lee fæddist árið 1922 og var
hluti af fátækri innflytjendafjöl-
skyldu af gyðingaættum frá Rúmen-
íu. Hann var nefndur Stan Lieberm-
an og sem unglingur fékk hann starf
hjá útgáfufyrirtækinu Timely
Publications sem var I eigu ættingja
fjölskyldunnar. Hann fékk starf í
teiknimyndadeild fyrirtækisins og
Silver Surfer Silver
Surfer thugaöi stöðu <gj
mannkynsins.
í Incredible Hulk The Incerdible ,
k, The Mighty Thor, Iron Manog «
r hinir þurftu að glfma við vanda- >jj
/ eins og eiturlyfjaflkn, kynþdtta- j
tur og félagslega mismunun.
’ Spiderman Kvikmyndirnc
f Spiderman I og 2 hafa þér
j i-6 milljarða dollara á hein
| og er þá ekki tekið tillit til á
af myndböndum og DVD.
X-Men Eitt sköpunarverka
J Stans Lee sem ratað hefur
á hvlta tjaldið.
þökk sé líflegu ímyndurnarafli hans
var hann gerður að ritstjóra deildar-
innar aðeins 18 ára gamall.
Ritjálkur í 20 ár
I meira en 20 ár var Stan „hinn
fullkomni ritjálkur" eða „the ultima-
te hack“ eins og það er orðað í um-
fjöllun BBC online um ævi hans og
störf. Hann skrifaði glæpasögur,
hryllingssögur, vestra; allt til að
slökkva lestrarþorsta ungra lesenda
sinna. Orð sem voru með meira en
tveimur sérhljóðum voru illa séð,
persónur voru annaðhvort góðar
eða illar og ekkert þar á milli. Stan
skammaðist sín oft svo mikið fyrir
það sem hann skrifaði að í staðinn
fyrir að nota sitt rétt nafn tók hann
upp dulnefriið Stan Lee sem hann
svo síðar gerði að sínu löglega nafri.
Mannlegar hetjur
Þegar Stan komst á fertugsaldur-
inn taldi hann sig vera of gamlan til
að skrifa teiknimyndasögur. Eigin-
kona hans, Joan, stakk þá upp á því
að hann myndi skapa þær persónur
sem hann langaði til. Hann hefði
engu að tapa á því ef hann ætlaði að
hætta á annað borð. Um svipað leyti
kom annað útgáfufyrirtæki sem
keppti við Timely fram með ofur-
hetjur á borð við Batman, Superman
og Wonder Woman. Timely ákvað
að aðgerða væri þörf. Svar Lee við
þessu var teiknimyndasöguserían
The Fantastic Four árið 1961 um
hóp geimfara sem verða fyrir öflug-
um geimgeislum og fá við það ofur-
krafta. Þessar persónur áttu eftir að
breyta lífi Stans og teiknimynda-
söguiðnaðarins að eilífu. Stan gaf
hverri persónu mannleg og hvers-
dagsleg vandamál eins og flösu,
unglingabólur og aðra kvilla. Þær
fóru oft í taugarnar hvor á annari og
áttu í samskiptavandmálum við fjöl-
skyldur sínar.
Spiderman fæðist
Bréf frá lesendum og aðdáendum
streymdu til Stans. Án þess að vita af
því hafði Stan sett af stað gullöld
teiknimyndasögublaðanna og
ímyndunarafli hans var komið á fullt
flug. Hann skapaði Marvel Comics
sem varð í fararbroddi teikni-
myndasögublaðanna næstu áratug-
ina. Skömmu síðar fæddist njörður-
inn Peter Parker sem svo breyttist í
Köngulóarmanninn, eftir að hann
var bitinn af geislavirkri könguló og
gat klifrað upp skýjakljúfa New
York-borgar. Köngulóarmaðurinn
varð að íkoni nútímapoppmenning-
ar. Hann var með ofúrkrafta en samt
átti hann við vandamál að stríða
heima hjá sér, í vinnunni og í
sambandi við kærustuna. Ungling-
urinn var ekki lengur aðstoðarmað-
ur hetjunnar heldur hetjan sjálf. Og
Stan Lee Áður en hann kom til sögunnar fyrir rúmum 40 árum voru hetjurnar annaðhvort fuiikomniega góðar eða algjört illmenni og ekkert
þarámilli.
hetjan var ekki aðeins með krafta í
kögglum heldur gáfur líka.
Fleiri nýjungar
„Bara af því að viðkomandi er
hetja og hefur ofurkrafta þýðir það
ekki að hann sé laus við vandamál,"
sagði Stan eitt sinn í viðtali við BBC.
The Incredible Hulk, The Mighty
Thor, Iron Man og allir hinir þurftu
að glíma við vandamál eins og eitur-
lyfjafíkn, kynþáttahatur og félags-
lega mismunun. Og í öðrum hetjum
komu fram áður óþekktar nýjungar.
Daredevil var blindur, Black Panther
var svartur og Silver Surfer íhugaði
stöðu mannkynsins. Á gullaldarár-
unum seldi Marvel um 50 milljónir
eintaka af teiknimyndasögublöðum
á ári. Og allt fram til 1971, er hann
dró sig f hlé sem ritstjóri, skrifaði
Stan textann á allar forsíður þessara
tölublaða.
Varð gjaldþrota
Árið 1999 reyndi Stan að bræða
saman teiknimyndahetjur sínar og
netið með Stan Lee Media fýrirtæki
sínu. Það fór allt á versta veg. Stan
varð gjaldþrota og viðskiptafélagi
hans endaði í fangelsi fyrir fjármála-
svik. Árið 2001 stofnaði Stan hins
vegar nýtt fyrirtæki, POW (Purveyors
of WonderjEntertainment, sem nú
er að þróa ýmsar hugmyndir fýrir
kvikmyndir og sjónvarpsþætti. Ein
af hetjum þess er byggð á raunveru-
legri persónu, Jay J Armes, sem hef-
ur málmklær í staðinn fyrir hendur
eftir slys sem hann lenti í, og berst
við illmenni með tígrisdýr sér við
hhð.
Persónurnar lifa
En hinar 40 ára gömlu persónur
Stans lifa enn góðu lífi. Stórmyndir
hafa verið gerðar með Hulk, X-Men
og Daredevil í aðalhlutverkum í
Hollywood á síðustu fimm árum
svo ekki sé minnst á myndirnar um
Köngulóarmanninn. Spiderman 1
og 2 hafa hala inn um 1,6 milljarða
dollara á heimsvísu og það var
vangoldin hlutdeild í ágóðanum af
þeim sem neyddi Stan til að fara í
mál við Marvel Enterprises. Það
mál hefur hann nú unnið og svo
virðist sem Stan sé jafn ódrepandi
og ofurhetjur þær sem hann hefur
skapað.