Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2005, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2005, Page 15
DV Helgarblað LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2005 15 VILL EKKI VÉLBYSSU Á TOPPINN - HANNA BIRNA, EIGANDI EXÓ Á hvernig farartæki ferðastþú?Ertu á draumabúnum? „Grand Cherokee 2005 og hann er aö gera allt fyrir mig og ég allt fyr- ir hann. Ekki spurning, og já, þetta er draumabfllinn minn.“ Hvaða bíll fær þig til að kikna íhnjáliðunum? „Grand Cherokee og Range Rover, ekki spurning. Stórir og grodda- legir jeppar gera ekki neitt fyrir mig, þá finnst mér bara vanta vélbyssu á toppinn og það er einhvem veginn ekki að virka. Finnst þér að íslenskir karlmenn þurfi að tileinka sér að opna bú- h urðir fyrir kon ur? „Mér fyndist það óraunverulegt og í raun eins og ég væri stödd £ bíómynd sem væri sýnd hægt, þar sem hann trítlaði fram fyrir bílinn til að opna hurð- ina fyrir mig og trítlaði svo til baka til að opna fyrir sig. Nei, ég vil hafa jafri- rétti í þessu, við opnum bara samtímis," segir sjálfbjarga nútímakonan Hanna Bima sem eltist ekki við að láta karlinn stjana við sig að óþörfu. ALIN UPP í BÍLUM - IVIARÍA BJÖRK SVERRISDÓTTIR SÖNGKONA Áhvernig farartæki ferðastþú?Ertu á draumabúnum? „Ég er á Audi og hann gerir alveg nóg fyrir mig í bili. Hann fer með mig frá a til b, bilar ekki, og svo er hiti í sætunum sem mér finnst stór plús í frostinu." Hvaða búl færþig til að kikna íhnjáliðunum? „Ég hef rosalega gaman af bflum, ég er alin upp í mikilli bflaijöl- skyldu og pabbi er gamall kappakstursmaður (Sverrir Þóroddsson) og keyrði mikið í Evrópu á sínum tíma. Þannig að segja má að ég hafi feng- ið bflaáhugann með móðurmjólkinni. Ef ég ætti að velja einn í dag þá verð ég að segja sport-Benz, tveggja sæta. Ég er mikið fyrir þýska bfla enda er ég á Audi.“ Finnst þérað íslenskir karlmenn eigi að tileinka sér það að opna bú- hurðir fyrir konur? „Ég var mikið í Bandaríkjunum sem unglingur og ég ólst upp við svona kurteisi og mér finnst íslenskir karlmenn eiga svolítið langt í land. Þessi sið- ur að opna dyr fyrir konur hvort sem er á veitingastöðum eða við bflinn er sjarmerandi og þeir hrynja pfnu í áhti ef þeir gera þetta ekki. Ég skil vel að maður geri þetta ekki eftir 10 ára hjónaband á hveijum degi en þó finnst mér við sérstök tilefni þetta vera mjög góður siður," segir María Björk. ÍSLENSKIR KARLMENN í ÖKLA EÐA EYRA - ÞÓRA SIGURÐARDÓTTIR, STUNDINNI OKKAR Á hvernig farartæki ferðastþú?Ertu á draumabúnum? „Ég á VW Golf sem kemst mjög nálægt því að vera draumabfllinn. Þetta er árgerð 2000. Hann h'tur rosalega vel út enda búið að klessa nokkrum sinnum á hann og þar af leiðandi búið að gera hann nokkrum sinnum upp. Hann er langflottastur, það eina sem vantar á hann er krók- ur aftaná þannig að ég geti tekið tjaldvagninn með mér í ferðalagið." Hvaða búl/farartæki færþig til að kikna íhnjáliðunum? „Ég myndi segja fallegur BMW. Maður er samt orðinn það svartsýnn í þjóðfélaginu í dag að það fyrsta sem mér dytti í hug ef það kæmi fjall- myndarlegur maður á BMW yrði: „Hvað á hann mikið í honum? Rekstrarleiga frá Ghtni eða Lýs- ingu?“ Annars er einkaþota mjög safe bet.“ Finnst þér að íslenskir karlmenn eigi að túeinka sér það að opna búhurðir fyr- irkonur? „Ég get alveg opnað hurðina sjálf, nema ég sé á svefli eða í galaklæðnaði en þá væri þetta líklega kaflað „hjálp í viðlögum" Annars finnast mér íslenskir karlmenn vera komnir styttra í „date“- mynstrinu en konur. Þetta er annað hvort í ökla eða eyra hjá blessuðum íslensku kalmönnun- um okkar. Ef það er eitthvað sem íslenskir karlmenn ættu að tileinka sér þá er það að borga reikninginn en hurðir get ég opnað sjálf," segir Þóra og bíður eftir hinum eina sanna. JEPPIOG KLOBBAÆF- INGAR - RAGNHEIÐUR GUÐFINNA GUÐNA- DÓTTIR NEIVII Á hvemig farartæki/bú ferð þú á ‘. milli staða? • „Nákvæmlega í morgun keyrði: ég á gráum Golf f skólann, en er lfldega á leiðinni að fá mér drauma- bflinn sem strák- arnir í Heklu eru að redda mér, ef ; þeir gera það eru þeir algjörir: draumar." • Hvaða búl fær þig tú að kikna í’. hnjáliðunum? „Það er draumabfllinn lfldeg-; ast, nógu trukkalegur jeppi sem ’. kemst yfir allt, næstum því, má; samt ekki vera skítugur, hvemig : svo sem mér á að takast að halda • honum hreinum. Maður þarf alla-: vega að hafa fyrir því að komast | upp í hann, smá klobbaæfingar.“ ; Hvað Hnnst þérmeð amerísku • bíómyndahefðina þegar karlmað- • urinn opnar búhurðir fyrir konur? ’. Virkar þetta í rómantúdnni? „Mér finnst það mjög herra-: legt, sérstaklega þegar það er sjö • gráðu ffost úti en þessar elskur; hafa samt fyrir því að labba hring- inn og hætta á að það frjósi undan • þeim áður en þeir komast sín: megin, best er þegar þeir skafa • lflca bflinn manns í leiðinni. Já,: veistu, ég myndi segja að þetta • væri rómantískt en kannski ekki; það rómantískasta sem karlmað- ’. ur getur gert, en þeir fá samt já-; kvæða punkta í ldaddann," segir: Ragnheiður Guðfinna. „Ég viðurkenndi vanmótt minn fyrir bllum fyrir nokkrum órum síðan og fullyrti að það eina sem konur þyrftu væri farartæki sem kæmi þeim fró a til b og það eina sem við þyrftum fyrir utan bllprófið væri að kunna að lesa. Afhverju að vera iæs?Jú, til að getað lesiö ó bensíndælurnar þannig að díselinn fari nú ekki óvart ó bensínbíi, o.s.frv,"segir Eva Dögg Sigurgeirsdóttir sem hefurheldur bet- ur skipt um skoðun síðan þetta var. „Núna er ég aftur ómóti búin að komast að þvl að margar konur eru með blla- dellu og ég sjdlfer komin út úr bíladellu-skápnum og tel mig vera með bíladellu á háu stigi. Enginn veit sína ævina fyrr en öll er, eins og sagt er. Ég spurði sjálfa mig hvort þetta væri aldurinn eða„grái fíðringurinn" en, nei, það er vlst eitthvað sem karlmenn fá á miðjum aldri, ekki ungar konur, þannig að ég útilokaði þann möguleika snarlega. Ætii þetta hafí bara ekki blundað I manni frá rassblautu barnsbeini," segir Eva Dögg. „Ég ólst upp Irússajeppa og hristist Iaftursætinu Ialls kyns fjallaferðum og úti- legum þannig að ég tengi þessa bíladellu beint þangað enda fínnst mér fátt eins gaman og að keyra um á stórum jeppa. Ég er alvarlega að hugsa um aö fá mér eins og eittstykki risa-jeppa og bland Ipoka fyrir afganginn! Best að fara að kaupa verðbréfeöa eitthvað arðbært,"segir Eva sem fórá stúfana og tók tal afnokkrum athafnakonum og spurði þær um bila. Niðurstaðan var súað bílar eru ekki bara strákadót. „Ég vaidisíðustu spurninguna útfrá eigin reynslu. Þegar ég var 18 ára bauð strákur mérl bíó, sem er ekki I frá- sögur færandi, nema hvaö að hann opnaði bllhurðina fyrir mig áður en hann smeygði sér inn sín megin. Ég hafði bara ekki séð þetta áður og gat varla hamið mig afhlátri og hugsaði meðmér:„frá hvaða öld er þessi gæi?" Ég held að við Islenskar konur kunnum ekki að láta dekra við okkur, við kunnum einfaldlega ekki að taka á móti. Mín hugmynd ersú að hafa uppá þessum strák og tvöfalda forritið i honum. Þetta gæti orðið sumargjöfín I ár:„gefðu bóndanum kurteisisforritið I sumargjöf"," segir Eva. TÆTIR UM OG TRYLLIR Á TUTTUGU GÍRA FJALLAHJÓLI - ELLÝ ÁRMANNS SJÓNVARPSÞULA OG EIGANDI SPAMADUR.IS Hvemigferð þú á miúi staða? „Hvað gerir maður ekki til að halda spámaður.is á h'fi?" segir Ellý þegar hún mætir okkur hjólandi. „Við sem stöndum í nýsköpunarævintýrum þurfum nefiii- lega oft og tíðum að gefa eftir og sýna mikinn sjálfsaga hvað þægindi varðar og gera draumana viðráðanlegri svo þeir hafi möguleika á að rætast," segir Ellý bros- andi og bætír við að hún sé yfirmátaglöð með farar- skjótann sinn sem er 20 gíra fjallahjól. Hvaða farartæki færþig tú að kikna íhnjáúðunum? „Ef maðurinn sem situr við stýrið er heillandi, trúr tilfinningum sínum og eltíst ekki stöðugt við ímynd- anir annarra þá kemst hann upp með að ná athygli minni á hvernig farartæki sem er.“ Hvað únnst þér um amerísku bíómyndahefðina að láta opna búhurðir fyrir konur? „Ég er sannarlega hlynnt hurðaopnurum en ef karlmaður er skarpur í hugsun, heilbrigður tilfinn- ingalega, töfrandi og kann þá list að vera jákvæður, kemst hann upp með að sleppa öllum leik,“ segir Ellý, skellir á sig hjálminum og brunar burta á fáknum fráa. DRAUMABÍLLINN ORÐINN RAUNVERULEGUR - ÞÓRUNN HÖGNA, ÚTLITSHÖNNUÐUR INNLIT - ÚTLIT Á hvernig farartæki ferðast þú? Ertu á draumabúnum? „í dag er ég á Mitsubishi Pajero, það er draumabíll- inn og ég er nýbúin að eignast hann - ég er örugg í bfln- um og það finnst mér aðalatriðið þegar ég er með böm- in í bflnum. Ég var búin að bíða eftir bflnum lengi og fékk hann fyrir jól, ég er mjög sátt við hann. Við erum fimm manna fjölskylda þannig að það þýðir ekki fyrir mig að vera á litlum bfl. Síðan er ég í þannig vinnu að ég er með fullan bfl af vinnutengdu dóti með mér og því frábært að hafa rúmgóðan bfl. Mér þykir væntu um bfl- ana mína, þeir em umgjörð utan um mig rétt eins og fötin mín." Hvaða búl færþig tú að kikna íhnjáliðunum? „Ég er þannig að ég hef alltaf verið mjög hrifin af fal- legum bflum. Ég var alin upp við það að hafa fallega bfla í kringum mig. Þannig að ég er í raun frá barns- aldri mjög „pikkí" á bfla. Ég ólst upp við BMW. Ég hef næstum keyrt á þegar ég hef horft á fallega bfla. Þá horfi ég ekki á innihaldið, alveg sama hver er að keyra, ég bara horfi á bflinn. í dag horfi ég á eftir Pajero og Range Rover-bflum, engin spurning, þeir em æði. VW Tureq er líka alveg geggjaður, ég væri alveg til í hann í framtíðinni en sportarar höfða ekki til mín sérstak- lega." Finnst þér að fslenskir karlmenn þurfí að tileinka sérað opna búhurðir fyrír konur? „Maður sér þetta aldrei nema í bíómyndum. Fínt við viss tilefni og það er kannski eitthvað krúttlegt við þetta en ég á ekki eftir að sjá íslensku karlmennina gera þetta. Það er gaman að vera prinsessa í einn dag og láta opna hurðir og prófa það en kannski ekki á hverjum degi, ég er það sjálfstæð og nenni ekki endilega að bíða eftir því," segir Þómnn og brunar burt á bflnum sem var lengi draumur sem nú er orðinn að veruleika.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.