Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2005, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2005, Page 28
28 LAUGARDAGUR 22. JÁNÚAR 2005 Helgarblað D\ Undanfarin ár hafa mörg ný nöfn bæst við flóru íslenskra mannanafna. Mannanafnanefnd hefur ekki undan að skrá ný nöfn og aldrei hafa fleiri umsóknir borist inn á borð þeirra en undanfarin ár. Nöfn eins og Vídó, Járnsíða og Hnikarr hafa ekki hlotið náð fyrir augum nefndarinnar en mörg önnur nöfn sem verða að teljast frekar óvenjuleg hafa hins vegar náð fram að ganga. Séra Jónu Hrönn Bolladóttur miðbæjarpresti þykir þróunin á vali foreldra á nöfnum barna sinna jákvæð. Sigurvegari framtíðarinnar „Nafnið var hugmynd kærastans míns en hann er útlendingur og ruglaði nafninu upphaflega við Sigurður. Honum fannst þetta mjög fallegt en ég var svolitla stund að melta þetta,“ segir móðir hins 6 mánaða Sigurs, Arna Borgþórsdóttir. „Fyrst var ég lengi að venjast því, fannst þetta ekki vera nafn heldur bara orðið „sigur". Eftir smátíma var þetta farið að síast inn og þá fannst mér ekkert annað koma til greina. ^ • Við vorum með önnur nöfn ■ 1M ■ ■ M á lista en einhvern veginn I Uj I varð Sigur alltaf efst á blaði. Við þurftum að leggja inn umsókn hjá mannanafnanefnd til að byrja með en því fylgdi engin pappírsvinna eins og oft vill verða, það var samþykkt strax," segir Arna. „Þetta er okkar fyrsta barn en við erum ekkert farin að spá í nöfn ef við eignumst annað. Sumir voru mjög hissa, ráku upp stór augu þegar þeim var tjáð hvað barnið skyldi heita. Ömmurnar voru kannski aðallega lengi að venjast þessu enda er hann sá eini sem ber þetta nafn. Margir hafa hins vegar komið til okkar og hrósað okkur fyrir það, sagt það mjög fallegt.“ Aðspurð hvort nafiiið eigi vel við soninn segir Arna svo vera. „Hann er mjög sprækur og mikill baráttujaxl. Þetta á eftir að koma sér vel í framtíðinni þegar hann verður orðinn atvinnumaður í fótbolta" segir Arna og hlær. Karkur var óalandi teiknimyndafígúra „Við völdum nafnið úr teiknimyndasögu sem maðurinn minn las þegar hann var lítill," segir Hrönn Bjargar Harðardóttir, móðir Karks Hrannarsonar sem er rétt rúmlega eins árs. Eiginmaður Hrannar, Hlynur Kristjónsson, var afar hriflnn af teiknimyndabókum á sínum yngri árum sem byggðar voru á söguhetjum úr ásatrú. „Karkur var ódæll þursasonur sem Loki rændi og réði ekkert við. Karkur var algerlega óalandi og óferjandi," segir Hrönn sem þótti nafnið fallegt og samþykkti það um leið og Hlynur stakk upp á að gefa syninum þetta sérstaka nafn. „Það var löngu búið að ákveða nafnið á hann þegar hann fædd- ist og hann bar það strax frá fæðingu," segir Hrönn móðir Karks litla sem er sko langt frá því að vera eins ódæll og nafni hans. „Hann hefur verið alveg yndislegur frá því að hann fæddist. Ekki til f honum óþekktin sem einkenndi Kark nafna hans í teiknimynda- sögunni," segir Hrönn. Sótt var um leyfi til mannanafhanefndar sem samþykkti nafnið sem ekki hafði verið notað hér á landi áður svo vitað væri. Karkur er kenndur við móðir sína sem sjálf er bæði kennd við móður og föður. „Ég ber sjálf bæði nafn móður minnar og föður," segir Hrönn sem er Bjargardóttir og Harðardóttir. „Við ákváðum fyrir löngu að skipta þessu á milli okkar. Stelpurnar okkar eru kenndar við pabba sinn og strákurinn ber mitt nafn," segir Hrönn sem valdi líka sérstök nöfn á systur Karks, þær ímu Fönn Hlynsdóttur og Irpu Fönn Hlynsdóttur. Karkur Nafnið má ekki vera byrði á barninu Jóna Hrönn Bolladóttir miðborgarprestur ráðleggur foreldrum að vanda valið á nöfnum barnanna sinna. „Mér finnst mjög mikilvægt að foreldrar velji slitsterk og falleg nöfh fyrir bömin sín. Ég segi stundum í undirbúningi skírnar að við þurfum að sjá fyrir okkur nafn sem hentar bæði ungabami og aldraðri manneskju sem á langt ævi- starf að baki. Ég bendi lika oft á að nöfnin mega ekki vera byrði fyrir barnið eða auka hættu á félagslegri einangrun á uppvaxtarárum þess." Hvað þróunina varðar er Jóna Hrönn jákvæð. „Ég merki auk- inn áhuga fólks á að velja myndarleg íslensk kvenmannsnöfn, til dæmis Matthildur og Þórhildur, sem hvor tveggja eru mjög svipsterk nöfn.“ Hennar upplifun er að það sé munur á því hverjir láta börnin sín heita eftir öðmm fjölskyldumeðlimum, til dæmis ömmum og öfum. „Það er algengara að eldri foreldrar skíri börnin sín eftir fjöl- skyldumeðlimum en yngra fólkið er í meiri tilraunastarfsemi. Mér finnst það mikil kærleiksjátning þegar skírt er eftir ástvini, mjög fal- legur siður sem mikilvægt er að halda í heiðri." Það var við hæfi að spyrja Jónu um nafnið Engill. „Engill þýð- ir sendiboði Guðs og englar eru afar merkilegir. Ég vona inni- lega að nafnið verði til að hvetja hann til þess að velja það hlut- verk sem nafnið segir til um. Ég vona af hjarta að það verði ekki til þess að leggja á hann byrði félagslega." Jóna Hrönn hvetur foreldra til að vanda valið og spegla nöfn fyrir ný- fædd börn sín með fjölskyldu og vinum og líka prestinum. Presturinn sáttur við litla engilinn „Við vomm búin að ákveða Þór sem millinafn og höfðum eytt nokkrum tíma í að skoða manna- nafnabækur til að finna fyrra nafn. Ég rak augun í Engill og þá var bók- inni bara lokað, ég kolféll fyrir því um leið.“ Segir Halla Guðbjörg Þórð- ardóttir, móðir Engils Þórs sem er þriggja ára, en þau em búsett í Vog- unum. Það er skemmtileg andstæða í nafninu en það var góðvinur ijöl- skyldunnar, hann Jóhannes á Fjörukránni, sem áttaði sig fyrst á því fyrir utan foreldrana." Um leið og honum var sagt hvaða nafn barnið hefði fengið ljómaði hann allur því hann átt- aði sig á þessari andstæðu, engill eins og úr kristninni og Þór úr norrænu goðafræðinni. Þetta gerir nafnið svo táknrænt án þess að þó að þetta hafi tengst trúnni á nokkurn hátt. Fyrst um sinn vorum við litin hornauga og heyrðum gagnrýnisraddir aUt í kring en fólk fór fljótt að meðtaka þetta og hafa margir haft orði á því að þeim þyki þetta mikið fallegra en ýmis önnur nöfn sem þykja sérstök í dag. Mér finnst þetta mikið fallegra en Þengill til dæmis sem er mikið algengara. Það var samt dálítið gaman að heyra andköfin í kirkjunni þegar nafnið var opinberað" segir Halla kankvís. Hún segir prestinn hafa brosað út að eyrum þegar hon- um var sagt nafnið enda nafn að hans skapi. Athyglisvert er frá því að segja að aðeins 20 mínútum eftir að nafnið hafði verið ákveðið fór fæðingin af stað, þó nokkru fyrir tímann. Hún var stöðvuð og enginn skaði varð af en þetta er eins og Engill litli hafi verið að gefa merki um að nafnið væri samþykkt. Halla segir hann stundum ekki standa undir nafni. „Nei, hann er nú eiginlega enginn engill, verð ég að segja, stundum kem- ur upp alger púki í honum, getur strítt manni ansi mikið þegar síst skyldi. Þrátt fyrir það er hann alveg yndislegt barn og getur auðvitað verið alger engill." Það má því segja að hann Engill Þór standi undir báðum sínum nöfnum, getur ver- ið ljúfur sem engill en líka ódæll og stríðinn eins og þrumuguðinn Þór. Engill

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.