Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2005, Qupperneq 29
DV Helgarblað
LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2005 29
Dögun er gamalt íslenskt orð
„Við erum mikið búin að reyna að rifja það upp hvernig okkur
datt þetta nafn í hug,“ segir Andrea Hjálmarsdóttir sem á litía
dóttur sem heitir Dögun. „Þetta er gamalt, íslenskt orð sem okkur
þykir fallegt. Fyrir flesta hefur dögun fallega merkingu, enda finnst
flestum nafnið vera fallegt og það venst vel þó það hafi ekki verið
notað sem mannanafn áður,“ segir Andrea. Dögun er aðeins sjö
mánaða og er móðir hennar nú þegar farin að vinna á meðan
• • pabbinn er í fæðingarorlofi og hugsar um
litlu dóttur sína. „Hún er rosalega glöð
stelpa, vær og góð. Hún virðist ætía að
bera þessa björtu merkingu orðsins vel,“
segir Andrea um litíu dóttur sína. Hún segist hafa búist við að fólk
yrði meira undrandi á nafni barnsins en raun ber vitni. „Ég bjóst
við að fleiri myndu stama yfir þessu en svo er ekki. Það þarf stund-
um að endurtaka nafnið en almennt bregst fólk vel við og finnst
nafnið fallegt,“ segir Andrea.
Dögun á eldri systir sem heitir Fönn. „Þetta eru báðar ljósar og
bjartar stelpur. Þær fengu báðar nöfnin sín þegar þær fæddust.
Við erum rosalega ánægð með bæði nöfnin,“ segir Andrea.
Dögun
Stirnir
Dvalinn var dvergur
„Þetta er dverganafii," segir Steinunn Snædal móðir Dvalins Lárussonar
sem er á fimmta ári. Nafnið er a'far sjaldgæft og flestum finnst það mjög sér-
stakt í fyrstu. „Hann er nú nefndur í höfuðið á afa sínum, þannig að þetta er
ekkert óvenjulegt fyrir okkur hér," segir Steinunn sem býr austur á landi þar
sem hún og eiginmaður hennar eru bændur
með sauðijárrækt. „Það var eiginlega prestur-
inn sem ákvað að drengurinn yrði skírður Dval-
inn eins og afi hans. Þeir eru bara tveir sem bera
þetta nafn að því er ég best veit,“ segir Stein-
unn. Hún á sjálf þrjú börn sem öll eru á skólaaldri en Dvalinn litíi er á leik-
skóla hluta úr degi en aðstoðar svo foreldra sína við bústörfin enda er hann
hændur að dýrunum í sveitinni. Steinunn er ánægð með nafnið á drengnum.
„Mér finnst þetta mjög fallegt nafn og hefur alltaf fundist það. Það kom eig-
inlega aldrei neitt annað til greina enda gott að halda þessu nafni við,“ segir
Steinunn bóndakona og móðir með meiru.
Valkyrja sem þurfti að ganga í gegnum blóðskipti
„Við vorum búsett í Danmörku þegar hún fæddist og vorum búin að
ákveða nafnið fyrirfram. Hún var nefnd um leið en þegar ég hringdi í syst-
ur mína og mág til að segja þeim að við værum búin að nefna stúlkuna
Hlökk hringdu þau bæði í mannanafnanefnd til að athuga hvort þetta
nafn væri yfirhöfuð til. Það var að sjálfsögðu á skrá,“ segir Sigríður Lára
Árnadóttir móðir hennar Hlakkar Halldórsdóttur
sem er fimm ára, fjörug hnáta. „Það er valkyrja í
norrænu goðaffæðinni sem heitir Hlökk og þaðan
kemur nafnið. Það átti vel við hana því hún stóð
þetta allt saman af sér eins og sönn valkyrja." Sigríður heyrði nafnið fyrst
þegar hún vann með konu sem hét Hlökk að millinafni og hafði haft það
bakvið eyrað síðan. „Fólk hváir vanalega við þegar það heyrir nafnið fýrst
en flestir eru farnir að venjast því. Hún er rosalega ánægð með það sjálf.
Mér finnst nafnið njóta sín best eitt en ekki sem millinafn eða með milli-
nafni." Hlökk á systur, hana Bryndísi Jónu, sem er 9 ára gömul.
Hlökk
Stirnir er stjarna
„Okkur datt þetta eiginlega bara í hug,“ segir Dalla Jóhannsdóttir um nafnið á litía syni sínum
Stirni Kjartanssyni sem verður þriggja ára í lok mars. „Þetta datt eiginlega bara inn. Við flettum því
upp til að athuga hvort einhver bæri þetta nafn og komumst að því að svo væri ekki. Það var reynd-
ar einhver stóðhestur sem hét Stirnir og minkur í húsdýragarðinum," segir Dalla sem vissi kyn
barnsins áður en það fæddist og ákvað því löngu fyrir fæðinguna að
sonurinn fengi nafnið Stirnir. „Sumum fannst þetta svolítið hart en það
vandist fljótt. Hann rúllar þessu upp sjálfur og segir nafnið sitt hátt og skýrt
eins og herforingi. Hann á ekki í neinum vandræðum með errin," segir
Dalla sem sjálf ber sjaldgæft nafn. „Mér fannst það ákveðinn kost-
ur þegar ég var barn. Það hefur aldrei háð mér neitt, eiginlega frekar verið mér
til framdráttar. Fólk man oft sjaldgæf nöfh betur en þau sem eru algengari,"
segir Dalla. Stirnir á eldri bróður sem heitir Hugi. „Það má segja að sjaldgæf
nöfn séu í ættinni og ég fýlgi því. Systir mín heitir Jóra og bróðir
minn Þorri,“ segir Dalla.
Rómeó íslands kominn í heiminn
„Við kærastinn minn vorum sam-
an í Portúgal 2001 og fórum að
ræða það hvað við myndum
skíra börnin okkar ef við
myndum eignast börn saman.
Þá ákváðum við að ef við eign-
uðumst strák skyldi hann
heita Rómeó Máni en ef það
yrði stelpa Júlía Sól,“ segir
Helga Sif Róbertsdóttir.
Þremur árum síðar eignuðust
þau son, stóðu við orð sín, og
skírðu hann Rómeó Mána. „Fólki
brá svolítið fýrst, aðallega kannski
því eldra en yngra fólk kemur ennþá
upp að okkur og hrósar okkur fýrir gott
nafnaval. Við vildum hafa nafnið sérstakt og þetta er
mjög sérstakt þar sem hann er sá eini
sem heitir þetta á íslandi. Það er
reyndar einn íslenskur strákur sem
heitir Rómeó en hann er víst búsettur
í Bandaríkjunum. Presturinn sem
skírði hann spáði því að þetta nafn myndi fara að verða vinsælt
núna fyrst einhver tók af skarið,“ segir Helga og bætir því við að
það hafi ekki þurft nein leyfi fyrir þessu nafni, það hafi verið á
skrá hjá mannanafnanefnd. Skylt væri þó að skrifa það með ó-
i á báðum stöðum, Rómeó. Aðspurð hvort hún haldi að hann
eigi eftir að verða vinsæll hjá hinu kyninu þegar ffam líða
stundir segir Helga að það sé engin spurning. „Hann er alger
sjarmör, með brún, falleg augu sem alveg bræða mann. Svo er
hann líka svo vær og góður, fæddist fúllkomlega heilbrigður og
er alltaf eins og ljósið eina“ segir Helga en vill ekki fullyrða að
Júlía eigi eftir að koma í heiminn.
Dvalinn
-^mr % ' >
Rómeó