Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2005, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.2005, Blaðsíða 41
DV Helgarblað LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2005 4 7 I2J Það er sorglegt hve fá mál stjórnarandstöðu komast í gegnum þing. „Sama hve góð og vel undirbúin þau eru, þau fá ekki brautargengi." Vegna mistaka við vinnslu blaðsins gleymdist að geta þess á síðum 26-27 að framhald af viðtalinu „ við Katrínu Júlíusdóttur alþingismann væri hér á síðu 41. Framhald af viðtalinu við Katrínu Júlíusdóttur Fjölskyldumál á oddinn Á þingi á Kata uppáhaldsmál; mál sem hún ætiar og hefur þegar beitt sér fyrir. Hún segir að það sé sorglegt hve fá mál frá stjórnarand- stöðu fái brautargengi og í raun og veru séu það aðeins örfá þingmannafrum- vörp sem fari í gegnum þing hverju sinni. Sama hve vel unnin þau eru og allir geti verið sammála um að þau eigi rétt á sér og geti stutt þau. Ráðherravaldið sé alltof mikið og áhrif þingsins fari minnkandi í sam- ræmi við vaxandi vald sem ráðherr- ar taki sér. Líklega verða draumar hennar um betra menntakerfi, fjöl- skylduvænna samfélag og ísland í Evrópusambandið ekki að veruleika fyrr en Samfylkingin verður komin í stjórn. „Ég held að eftir því sem við bíðum lengur eftir að sækja um að- ild, því erfiðara verði að semja um okkar mál. Við getum ekki staðið fyr- ir utan endalaust og það er ekki ann- að en skammsýni í ráðamönnum að sjá það ekki. Fyrr en síðar ganga Norðmenn inn og ef við bíðum þangað til verður staða okkar verri. Það er lykilatriði fyrir okkur að vera á undan þeim og ná góðum samning- um, um fiskimiðin sérstaklega," bendir hún á en eins og staðan er í dag er ekkert útíit fyrir að það verði á næstu árum. Hún telur allar lfkur á að stjórnin haldi velh út kjörtímabil- ið. Þeir muni hanga í valdastólunum áfram eins lengi og þeir geti þótt flokkarnir eigi fátt sameiginlegt. Kata pabbastelpa Kata er mikil pabbastelpa og hef- ur alla tíð verið í miklum og góðum tengslum við föður sinn, Júlíus. For- eldrar hennar skildu þegar hún var yngri og átti hún heimili hjá þeim báðum. Hún segist, með þá reynslu í farteskinu, sannfærð um að foreldr- ar eigi ekki að búa saman til þess eins að halda fjölskyldunni saman og telur að ef gott samkomulag sé á milli foreldra geti börnin komist ósködduð út úr hjónaskilnaði. „Ég h't að minnsta kosti svo á að fólk eigi ahs ekki að hanga saman ef það Fyrr en síðar ganga Norðmenn inn og ef • við bíðum þangað til verður staða okkar verri. Það er iykii- atriði fyrir okkur að vera á undan þeim og ná góðum samning- um um fiskimiðin sérstaklega. elskar ekki hvort annað lengur og á erfitt með að búa saman. Börn hafa ekki gott af að búa í þannig um- hverfi. Ég held að ég sé ekki verri manneskja fyrir vikið og var jafn- mikið á heimilum beggja foreldra minna," segir hún og játar að pabb- inn hafi átt meiri ítök í henni. Ingibjörg Sólrún hefur þá kenn- ingu að konur, sem ekki hafi verið í sérlega góðum tengslum við mæður sínar, verði sjálfstæðari og kannski fyrir vikið betri stjórnmálamenn. Kata kímir þegar þetta er nefiit við hana og kannast við kenninguna. Hún segir að þetta geti meira en verið en hvort það er algilt er hún ekki viss um. Framtíðin óskrifað blað Framtíðin er óskrifað blað. Kata varð þess áþreifanlega vör þegar hún veiktist. Hún segist ætia að setja sjálfa sig og son sinn í fyrirrúm og ekki láta stjómast af hraðanum og láta kappið leiða sig ofurliði. Hún hefur aha tíð verið hörð af sér og mikih vinnuþjarkur. Hún brosir þegar hún segir að í framtíðinni ætii hún að fara sér hægar og hún líti ekki endilega á þingmennskuna sem ævi- starf. Hún verði þar meðan hún geri gagn. „Kannski ég verði fyrsti kven- bankastjóri landsins, eða ég láti drauminn um að vinna í bakaríi í litíu fjaliaþorpi í Frakklandi rætast,“ segir hún og hlær glaðlega. „Ég h't svo á að mér séu allir vegir færir og lít á hindranir sem verkefni sem þarf að leysa. Mér finnst skipta mestu máli að vera hamingjusöm og ánægð," Kannski ég verði fyrsti kvenbankastjóri landsins, eða ég láti drauminn um að vinna í bakaríi í litlu fjallaþorpi í Frakk- landi rætast. segir hún og neitar að hún þurfi að hafa karlmann sér við hhð til að svo geti orðið. „Það er þó ekkert mark- mið hjá mér að vera einhleyp en þeg- ar maður hefúr búið svo lengi einn, eins og ég, verður maðm vandlátur og er ekki tilbúinn að hleypa hveij- um sem er að sér. Lífið er gott eins og það er nú, ég á yndislegan dreng sem vex alltof hratt. Hann verður sex ára nú í mars en vinnan á þinginu er þó ekki nógu fjölskylduvæn. Þvert á móti er starf þingmanns afar óreglu- legt og dregst ahtof oft langt fram eftir kvöldi. Þingmenn vita aUs ekki Kata segist ailtaf hafa verið pabbastelpa en bjó jöfnum höndum hjá foreldrunum eftir að þau skildu. fyrir fram hve dagurinn verður lang- ur hverju sinni og dagurinn byrjar aUtof seint á daginn. Það þýðir að ég þarf að standa í reddingum og leita til ættingja og vina um hjálp við að gæta hans þar til ég kem heim ef þingfúndir dragast. Mér finnst mikU- vægt að störf þingsins verði jafnari aUt árið en ekki þessi löngu frí á sumrin, um jólin og páska," bendir Kata á og segir að hléin nýtist aUs ekki eins og þeim sé ætíað enda arfur frá löngu liðnum tíma. Gerir ekki upp á milli Össurar og Ingibjargar Með vorinu verða að öUum l£k- indum formannskosningar innan Samfylkingarinnar og Kata segir erf- itt að gera upp á milli góðra félaga, þeirra Ingibjargar og össurar. Bæði séu þau góðir kostir, hvort á sinn hátt. Hún er sammála því að þau standi í raun fyrir nokkuð svipaða hluti og segir þau bæði með taktfast og hlýtt jafnaðarmannshjarta, í kosningum verði meira kosið um persónur. „Össur er mikiU vinnu- þjarkur og hefur verið flokknum heUladrjúgur. Hann hefur rifið þennan flokk upp og heldur honum vel saman. Innviðir hans eru sterkir. Ingibjörg hefur köUun tU að láta að sér kveða og ég skil hana vel að vUja ná áhrifum. Mér finnst erfitt að gera upp á mUli þessara tveggja ágætu félaga minna og það verður að bíða fram á vor að ég geri upp hug minn í því efni," segir hún hugsi. Hún er mUdl sjónvarpskerling og hefur gaman af að slaka á fyrir fram- an sjónvarpið. Þykir mikil afslöppun í að gleyma sér við að horfa á eitt- hvað létt og skemmtilegt. „Svo er það Kkamsræktin, sem mér finnst æðislegt að stimda. Ég var lítið fyrir ræktina áður en ég veiktist en eftir það komst ég á bragðið. Svo hef ég Það er þó ekkert markmið hjá mér að vera einhleyp en þegar maður hefur búið svo lengi einn, eins og ég, verður maður vandlátur og er ekki tilbúinn að hleypa hverjum sem er að sér. gaman af að fara út og skemmta mér, eða fá vini í heimsókn. „Þegar ég var krakki var ég mikið í íþróttum og æfði bæði handbolta og fótbolta. Á veturna var ég öUum stunduro. uppi í fjöllum á skíðum og æfði með Breiðabliki. Síðan rifnaði liðþófi sem setti strik í reikninginn, en kannski ég geti dustað rykið af skíðunum og farið með syni mínum á skíði í fram- tíðinni. Það er margt vitíausara en það,“ segir Kata. bergijot@dv.is Ú T S A L / M 0 R G H U N D R U Ð E R L E N D 1 R T 1 T L A R r Opið laugardag frá kl. 1 2-1 £ og sunnudag frá kl. 13-17 MIKILL AFSLÁTTUR / 9*1181 1 B Ó K A B Ú Ð S T E 1 N A R S Bergstaðastræti 7 Sími 55 1 2030 Fax 562 6430 stejnbook@hejmsn6t.is 0pið virka daga 13-16 >
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.